Danmerkurey
Útlit
Danmerkurey (grænlenska: Ujuaagajiip Nunaa) er um 80 ferkílómetra eyja rétt sunnan við Milne-land í Scoresby-sundi, við mynni Fönfjarðar. Landslag á eyjunni einkennist af klöppum, en hún er miklu láglendari en Milne-land. Inn í eyjuna skerst langur fjörður sem myndar náttúrulega höfn, Hekluhöfn.
Danski sjóliðsforinginn Carl Ryder lagði skipi sínu, Heklu, þar veturinn 1891-2, og gaf eyjunni nafn sitt á dönsku. Á grænlensku hefur eyjan verið kölluð Ujuaagajiip Nunaa eftir Johan Petersen (sem var kallaður „Ujuât“) stjórnanda nýlendunnar í Ittoqortoormiit.