Vök
- Fyrir hljómsveitina, sjá Vök (hljómsveit).


Vök kallast op í ís, m.ö.o. op sem nær niður í vatn og er umlukið ís (ferskvatnsís) eða hafís.[1] Vakir myndast líka í ám. Vök hefur einnig verið notað um það þegar reif til í hálofti, þ.e. þegar skein í heiðan himin í skýjabreiðu. Þá var sagt að vök væri í lofti.
Tegundir vaka[breyta | breyta frumkóða]
- álfavök er vök á ís eða vatnspollur ofan á ísi.
- brunnvök er vök á vatni, tjörn eða á og er notuð sem brunnur.
Frekari upplýsingar[breyta | breyta frumkóða]
- Hogan, C. Michael. 2008 Polar Bear: Ursus maritimus, Globaltwitcher.com, ed. N. Stromberg Geymt 2008-12-24 í Wayback Machine
- Osborn, Sherard, Peter Wells og A. Petermann. 1867. Proceedings of the Royal Geographical Society of London, Vol 12 no 2 1867-1868 pages 92-113 On the Exploration of the North Polar Region
- Stringer, W.J. og J.E. Groves. 1991. Extent of Polynyas in the Bering and Chukchi Seas
- U.S. National Aeronautics and Space Administration (NASA). 1999. Weddell Polynya
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ W.J. Stringer and J.E. Groves, 1991