Dóms­mála- og mannréttindaráðuneyti Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Dóms­mála- og mannréttindaráðuneyti Íslands eða Dóms­mála- og mannréttindaráðuneyti var eitt af ráðuneytum Stjórnarráðs Íslands áður en það sameinaðist samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneyti til þess að mynda innanríkisráðuneyti. Æðsti yfirmaður dóms­mála- og mannréttindaráðuneytis var dóms­mála- og mannréttindaráðherra og æðsti embættismaður þess var ráðuneytisstjóri.

Fyrir sameiningu við samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneyti fór ráðuneytið með þau mál er vörðuðu[1]:


 • Lögsagnarumdæmi, dómaskipan, dómstóla, aðra en Félagsdóm, réttarfar og málflutningsmenn.
 • Meðferð ákæruvalds, er það ber undir dómsmálaráðherra að lögum, og eftirlit með framkvæmd ákæruvalds annars.
 • Fullnustu refsingar, fangelsi og fangavist, reynslulausn refsifanga, samfélagsþjónustu, náðun, sakaruppgjöf, uppreist æru og framsal sakamanna.
 • Lögreglu og löggæslu.
 • Gæslu landhelgi og fiskimiða, sjómælingar og sjókortagerð.
 • Eftirlit með innflutningi, framleiðslu, sölu og meðferð skotvopna, skotfæra og sprengja.
 • Framkvæmd áfengislöggjafar, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
 • Skipströnd og vogrek.
 • Útlendinga, að frátöldum atvinnuréttindum.
 • Vegabréf, önnur en diplómatísk vegabréf.
 • Sifjarétt, erfðarétt, persónurétt og yfirfjárráð.
 • Eignarrétt og afnotarétt fasteigna og framkvæmd eignarnáms, sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
 • Ríkisborgararétt.


Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Reglugerð um Stjórnarráð Íslands“, skoðað þann 21. febrúar 2010.