Notandi:Ahjartar/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Freymóður Jóhannsson, málarameistari, listmálari og tónskáld, fæddist 12. september 1895 í Stærra-Árskógi en lést 6. mars 1973 í Reykjasvík. Foreldrar hans voru Jóhann T. Þorvaldsson og Hallfríður Jóhannsdóttir. Freymóður lauk gagnfræðaprófi á Akureyri, stundaði eftir það málaranám hjá Ástu málara, en lagði síðar stund á málaralist og fór til framhaldsnáms í Kaupmannahöfn. Þar nam hann við Teknisk Selskabs Skole og við Kunstakademiet. Í Danmörku nam hann leiktjaldagerð við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Hann fór einnig til náms í listmálun til Ítalíu. Hann var málarameistari á Akureyri, listmálari í Óðinsvéum 1936-39 og vann síðan við Hagstofuna í Reykjavík en stundaði list sína samhliða launavinnunni. Hann var fyrsti sérmenntaði leiktjaldamálari Leikfélags Reykjavíkur og vann margar sviðsmyndir fyrir félagið. Hann var einnig mikill félagsmálamaður.

Freymóður var afkastamikill málari. Verk hans eru mörg hver landslagsmyndir í raunsönnum stíl og sjást víða á heimilum og opinberum stöðum sem og á söfnum. Freymóður samdi söngtexta og melódísk og grípandi dægurlög, sem sum hver urðu afar vinsæl og hafa haldið vinsældum sínum. Meðal þekktustu laga hans eru Frostrósir; Draumur fangans; Litla stúlkan við hliðið og Litli tónlistarmaðurinn. Tónlist sína og texta samdi hann undir listamannsheitinu Tólfti September.Vallaannáll er ritaður af sr. Eyjólfi Jónssyni á Völlum í Svarfaðardal og er kenndur við þann stað. Vallaannáll nær yfir árin 1659 til 1737 en nokkuð er glatað innan úr honum og aftan af honum.[1] Annállinn er stórmerkileg samtímaheimild og þykir bæði nákvæmur og fjölskrúðugur einkum á áratugunum 1680-1720. Lýsing hans á stórubólu 1707-1708, einni mestu drepsótt sem gengið hefur yfir landið, er mikilsverð heimild en einnig sorglegur vitnisburður um ráðaleysi manna gegn farsóttum. Hann segir frá Jóni Hreggviðssyni og viðureign hans við yfirvöld landsins, grimmúðlegum aftökum á Þingvöllum í anda stóradóms, tíðarfari, aflabrögðum, náttúruhamförum og ótal mörgu öðru.

Eyjólfur Jónsson hinn lærði (1670-1745) var einn helsti fræðimaður sinnar samtíðar á Íslandi. Hann var fæddur og upp alinn í Fljótum en varð prestur á Völlum 1705 og gegndi því embætti til dauðadags eða í 40 ár. Mikið orð fór af lærdómi Eyjólfs, ekki síst tungumálakunnáttu. Hann var sagður kunna 14 mál vel en getað fleytt sér í 18. Einnig var hann afar vel að sér í sögu og fornum fræðum. Eyjólfur skrifaði allmikið bæði á íslensku og latínu en margt af því hefur glatast. Þekktasta rit hans er Vallaannál Eyjólfur var ókvæntur alla tíð en bjó með ráðskonum.

Eyjólfur Jónsson (1670-1745) var einn helsti fræðimaður sinnar samtíðar á Íslandi. Hann var samtíma-maður Árna Magnússonar. Hann fæddist að Hraunum í Fljótum þar sem foreldrar hans bjuggu. Jón Eyjólfsson, faðir hans var síðan skipaður sýslumaður í Gullbringusýslu og flutti suður skömmu fyrir 1680 ásamt konu sinni en Eyjólfur varð eftir nyrðra og ólst upp hjá afa sínum, séra Sveini Jónssyni á Barði í Fljótum. Var síðar búsettur í nokkur ár hjá foreldrum sínum er þá bjuggu í Nesi á Seltjarnarnesi Útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1687. Var svo tvo vetur í Kaupmannahöfn fyrst 1687-8 og aftur 1692-3 og útskrifaðist þá með guðfræðipróf frá háskólanum. Kennari við Hólaskóla, prestur að Þingeyrakaustri. Gerði sér vonir um Þingvallaprestakall er þær vonir brugðust. Þá sótti hann um Velli í Svarfaðardal og flutti þangað í ársbyrjun 1705 og var þar til dauðadags, heil 40 ár. Mikið orð fór af lærdómi Eyjólfs, ekki síst tungumálakunnáttu. Hann var sagður kunna 14 mál vel en getað fleytt sér í 18. Einnig var hann afar vel að sér í sögu. Eitt sinn tók hann sig þó til og fór í bónorðsför yfir að Höfða í Höfðahverfi og bað um hönd prestsdóttur. Þegar hún hryggbraut hann varð honum að orði: „Það vildi ég að guð reyndi mig ekki oftar með því arna“. Þar með hélt hann á braut og lét sér duga að hafa bústýrur. Séra Eyjólfi var svo lýst að hann hafi verið lítill vexti en knár og snar, fimur maður og léttur á fæti og þóttust mestu göngugarpar í Svarfaðardal fá sig fullreynda við hann á göngu í ófærð. Hann var meira hneigður fyrir bækur en búsýslu, frásneyddur öllu veraldarvafstri, viðhöfn og tildri, söngmaður mikill en þótti nokkuð einrænn og undarlegur í háttum og ekki við alþýðuskap en þó vinsæll, ekki síst af sóknarbörnum sínum og heimilisfólki. Til marks um það segir sagan að bústýra prests, er Guðrún hét, hafi lagst hættulega veik. Grannkona hennar kom til að sitja yfir henni og hughreysta og sagði margt um hve gleðilegt yrði að komast í eilífa sælu. En Guðrún sagði er hin þagnaði: „Ja, það má þá vera gott ef mér líður betur þar en hér á Völlum“.


Sr. Magnús Einarsson á Tjörn. Magnús var fæddur í Nesi í Eyjafirði 13. júlí 1734 en lést á Tjörn í Svarfaðardal 29. nóvember 1794. Foreldrar hans voru Einar Jónsson, síðast spítalahaldari á Möðrufelli, og fyrri kona hans, Guðrún Magnúsdóttir frá Saurbæ í Hörgárdal. Magnús „lærði undir skóla hjá Þórarni sýslumanni Jónssyni á Grund í Eyjafirði og varð síðan stúdent úr Hólaskóla 1759. Hann vígðist að Stærra Árskógi 1763, síðan að Upsum 1765 og að Tjörn í Svarfaðardal árið 1769. Tjörn hélt hann til æviloka og er jafnan kenndur við þann bæ. [2]. Magnús þótti mikið gáfumenni, andríkur kennimaður, orti mikið en var jafnan sárafátækur. Magnús var á Tjörn þegar Skaftáreldar og móðuharðindin geisuðu og varð þá að þiggja gjafakorn sér til lífsbjargar eins og fátækustu bændurnir í sveitinni.[3] Eftir hann er mikið efni til, bæði bundið mál og óbundið, mest óprentað. Hann var einnig skrifari góður og skrifaði upp fornar sögur m.a. Njálu. Ýmsar sögur eru til af Magnúsi í þjóðsagnasöfnum og þáttum og þar kemur í ljós að hann var ákvæðaskáld, kunni galdur og var í samskiptum við bæði drauna og huldufólk.

Magnús var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Soffía Björnsdóttir frá Vindheimum á Þelamörk. Þau eignuðust sex börn sem upp komust og getur fjöldi Svarfdælinga rakið ættir sínar til þeirra hjóna. Soffía andaðist 1787. Seinni kona Magnúsar var Guðrún Höskuldsdóttir frá Karlsá á Upsaströnd. Þau eignuðust eina dóttur sem seinna varð húsfreyja á Ingvörum, næsta bæ við Tjörn.

Þegar sr. Magnús lést kvað sr. Jón Þorláksson á Bægisá þessi stuttu og gagnorðu eftirmæli:

Nú grætur mikinn mög
Minerva táragjörn.
Nú kætist Móría mjög
mörg sem á dárabörn.
Nú er skarð fyrir skildi,
nú er svanurinn nár á Tjörn

Sléttubandavísa eftir Magnús:

Dyggðum safnar, varla vann
verkin ódyggðanna,
lygðum hafnar, aldrei ann
athöfn vondra manna.

Rétt kveðin er vísa þessi lof, en aptur á bak kveðin skarnmir. Vísan minnir á hina nafnkunnu sléttubandavísu Látra-Bjargar: „Dóma grundar, hvergi hann" o. a. frv., en að vísu ekki eins dýrt kveðin.


BRÚS. Brús er spil sem barst til Íslands frá Danmörku og var vel þekkt á 19. öld.

Ólafur Davíðsson nefnir brús með ýmsum öðrum erlendum spilum í bók sinni um Skemmtanir Íslendinga [4] og segir að það hafi verið spilað mikið í Fljótum og Sléttuhlíð en ekki annars staðar á landinu það honum hafi verið kunnugt um. Á síðari árum er spilið einkum spilað í Svarfaðardal.

Á Vísindavef Háskólans er greint frá brús. Þar segir að í Ordbog over det danske sprog sé sagt frá spilinu. Nafnið er talið stytting á lágþýska orðinu brusbart sem í raun merkir ‘maður með hrokkið skegg’ en er einnig nafn á hjartakónginum, næsthæsta spilinu í brús. Brús er fjögurra manna spil og spila tveir og tveir saman og sitja andspænis hvor öðrum eins og í mörgum fjögurra manna spilum.

Spilareglur[breyta | breyta frumkóða]

Úr spilastokknum eru teknir tvistar, þristar, fjarkar og fimmur svo eftir verða 36 spil. Vægi spilanna er sem hér segir:

Þrjú hæstu spilin eru: Laufa gosi. Hjarta kóngur. Spaða átta (kölluð Brúnka).
Þá koma eftirtalin spil og gildir þá að lauf er alltaf hæsti litur, síðan spaði, þá hjarta og lægstur er tígull.
Níur (L,S,H,T)
Ásar (L,S,H,T)
Gosar (S,H,T---laufagosinn undanskilinn)
Sexur (L,S,H,T—þær eru lægstar af gildu spilunum og kallaðar póstar)
kóngar (utan hjartakóngs), drottningar, tíur, áttur (utan spaðaáttu) og sjöur eru verðlaus spil og hafa þá aðeins gildi að slagurinn allur sé verðlaus, gildir þá að sá sem fyrstur slær út tekur slaginn.

Eitt afar mikilvægt atriði í spilinu er það sem heitir "að gera við", en það er að skipta bunkanum áður en gefið er og er þá efri helmingur bunkans settur undir þann hluta sem var ofan á. Þessi athöfn er mjög spennandi í Brús, því ef upp kemur hjartakóngur eða laufagosi heitir það: "að beiða upp" og er hin mesta háðung auk þess að það gefur andstæðingunum stig á kambinn (sjá reikning). Þegar búið er að gera við er gefið og færist gjafréttur réttsælis í kring um borðið eins og í mörgum öðrum spilum.

Gefin eru þrjú spil en afgangur bunkans síðan látinn á mitt borðið með bakið upp. Forhönd setur fyrst út en síðan gildir, eins og í öðrum spilum, að reyna að fá sem flesta slagi. Sá sem hæsta spilið á tekur slaginn, hann dregur þá efsta spilið úr bunkanum og þannig koll af kolli réttsælis svo alltaf eru 3 spil á hendi, áður en sett er út, á meðan einhver spil eru í bunkanum. Það lið sem fyrst fær 5 slagi vinnur spilið og fær 1 prik á kambinn. Ef annað liðið fær 5 slagi án þess að hitt fái nokkurn slag kallast það: ,,að jana” og gefur 2 prik á kambinn. Vogunin er eitt aðalsmerkja Brús-spilsins og fer hún þannig fram: Ef þú hefur hjartakóng á hendi og ert í forhönd máttu ,,voga rúntinn”. Það er að kóngurinn þarf að komast allan hringinn án þess að verða drepinn af andstæðingnum. Aldrei má voga - ef þú hefur laufagosa á hendi (þá getur enginn drepið og er því engin vogun) - ekki heldur ef búið er að slá laufagosanum út, - ekki í fyrsta hring í spilinu, - ekki má voga á ,,ránni” þ.e. þegar viðkomandi lið á eftir aðeins 1 prik til að vinna ,,kambinn”. Takist manni að voga, án þess að láta drepa fyrir sér, ber manni undanbragðalaust að sýna andstæðingi sínum á vinstri hönd spilin sem maður hefur á hendi, til að sanna að laufagosinn sé ekki á hendi. Gleymist þetta fær maður ekkert prik á kambinn en háðung mikla. Sé maður EKKI í forhönd getur maður vogað undir næsta mann og segir þá gjarnan "undir’ðig" og sýnir þá andstæðingnum spilin. Gleymi menn að sýna spilin eftir vogun fá þeir ekkert prik fyrir vogunina, og þykir mikil hneisa.

Reikningur[breyta | breyta frumkóða]

Reikningshald í Brús er einfalt. - Fyrst er teiknaður upp svokallaður "kambur" þ.e. 5 þverstrik skipt í miðju með 1 langstriki og hefur hvort lið sinn helming. - Hvert unnið spil gefur 1 prik og er þá strikað yfir 1 þverstrikið. - ,"Jönun" gefur 2 prik og færist þá strikið neðar yfir þverstrikin. - Gengur þetta svona áfram eftir því fleiri spil vinnast.

Klórning[breyta | breyta frumkóða]

Takist öðru liðinu að vinna kambinn án þess að andstæðigarnir fái nokkurt prik gefur það rétt á klórningu. Þá er sigurvegurunum heimilt að klóra í höfuð andstæðinga sinna og róta í höfuðhárunum um stund, séu þau einhver. Verður af þessu oft mikill hamagangur og læti. Til eru sögur af fólki á hlaupum á milli bæja á flótta undan ,,klórara".

Á ránni![breyta | breyta frumkóða]

Næst neðsta þverstrikið á kambinum kallast ,,Ráin”. Þegar liðið er komið þangað með strikin á kambinum kallast það að vera á ,,ránni”, og þá má EKKI voga. Ef öðru liðinu tekst að vinna kambinn eftir að hafa verið með auðan kamb þegar andstæðingarnir voru komnir á ,,rána” heitir það að ,,hengja menn á ránni” og er hin mesta skömm að verða fyrir.

Stig[breyta | breyta frumkóða]

Stigagjöfin er sem hér segir:

Unnið spil gefur 1 prik
Að jana gefur 2 prik
Að voga undir næsta mann gefur 1 prik
Að voga rúntinn gefur 2 prik
Að drepa þegar vogað er undir næsta mann gefur 2 prik
Að drepa þegar vogað er rúntinn gefur 3 prik
Að beiða upp gefur andstæðingnum 1 prik

Guttormur Sigbjarnarson, jarðfræðingur, var fæddur í Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá 23.6. 1928. Hann lést í Reykjavík 10.01 2017. Foreldrar hans voru Sigbjörn Sigurðsson og Jórunn Anna Guttormsdóttir bændur í Rauðholti.

Nám og störf[breyta | breyta frumkóða]

Eftir barna- og gagnfræðaskólagöngu að Eiðum settist hann í MA og lauk þaðan stúdentsprófi 1952. Eftir það innritaðist hann í HI og lauk þaðan BA-prófi 1961 samhliða kennslu í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Nokkrum árum síðar innritaðist hann í Óslóarháskóla og lauk þaðan cand.real-prófi í jarðfræði 1967 en hafði þá dvalið eitt ár við vatnafræðinám í Bandaríkjunum. Eftir heimkomuna réðst hann til Orkustofnunar sem sérfræðingur í vatnafarsrannsóknum. Síðar varð hann deildarstjóri við Jarðkönnunardeild Orkustofnunar. Samhliða rannsóknum sínum starfaði Guttormur sem stundakennari við MH og síðar jarðfræðiskor HÍ. Starfsferlinum lauk hann sem framkvæmdastjóri Hins íslenska náttúrufræðifélags.

Guttormur var virkur í kjarabaráttu náttúrufræðinga og var formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga á fyrstu árum þess.

Rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

Jarðfræðirannsóknir Guttorms Sigbjarnarsonar voru einkum á sviði vatnafars, neysluvatns, grunnvatnsfræða og kortlagningar. Hann gerði grundvallarrannsóknar á vatnafari Veiðivatna og Tungnáröræfa og gaf út vatnafarskort af svæðinu en þetta var fyrsta íslenska vatnafarskortið. Einnig liggja eftir han skrif um vatnafar Þingvallavatns, samstarfsmaður hans þar var Freysteinn Sigurðsson, jarfræðingur. Á árunum í upp úr 1970 stýrði hann jarðfræðirannsóknum í Krepputungu og á Brúaröræfum og gaf út fyrsta nákvæma jarðfræðikortið af þeim slóðum. Síðar skrifaði hann greinaflokk í Náttúrufræðinginn um aðdraganda og niðurstöður þessara rannsókna og yfirlit um fyrri athuganir náttúrufræðinga á þessu svæði. Guttormur ritaði einnig um landmótun, ísaldarjarðfræði, hafís og uppblástur. Hann var ritstjóri bókarinnar Vatnið og landið, greinasafn um vatnafar og jarðfræði, sem út kom 1990.

Nokkrar greinar[breyta | breyta frumkóða]

 • Hafís og hafstraumar. Í bókinni Hafís við Ísland 1968, bls 13-48
 • Afok og uppblástur: þættir úr gróðursögu Haukadalsheiðar. Náttúrufræðingurinn 39, 1969, 68-118
 • Alpajöklar og öldubrjótar. Í bókinni Eldur er í norðri, 1982, bls. 79-89
 • Hlaup og hlaupfarvegir. Í bókinni Vatnið og landið 1990, bls. 129-143
 • Norðan Vatnajökuls 1. Aðdragandi og skipulag jarðfræðikortlagningar. Náttúrufræðingurinn 63, bls. 109-124, 1993
 • Norðan Vatnajökuls 2. Jarðlagaskipan og jarðfræðikort. Náttúrufræðingurinn 63, bls. 201-207, 1993
 • Norðan Vatnajökuls 3. Eldstöðvar og hraun frá nútíma. Náttúrufræðingurinn 65, bls. 199-212, 1995
 • Grunnvatnið til Þingvallavatns. (Með Freysteini Sigurðssyni). Í bókinni Þingvallavatn. 2002, bls. 120-135Árni Daníel Júlíusson er sagnfræðingur og tók doktorspróf frá Kaupmannahafnarháskóla 1997. Hann hefur unnið sjálfstætt sem sagnfræðingur við Reykjavíkur Akademíuna frá 1997, stundað sagnfræðirannsóknir og -skrif. Árni hefur kennt við Háskóla Íslands, á sumarnámskeiðum á vegum Svartárkots menningar náttúru og víðar. Hann hefur verið fræðimaður við Þjóðminjasafnið, í stöðu Dr. Kristjáns Eldjárns, síðan 2015. Meðal helstu rita hans má nefna ritstjórn og ritun (ásamt fleirum) á Íslenskum söguatlas (1989-1993 og endurútgáfa 2005) og ritun á Landbúnaðarsögu Íslands 1.-2. bindi (2013). Einnig hefur hann ritað fjölda fræðigreina um rannsóknir sínar og haldið marga fyrirlestra um þær hér á landi og erlendis. Árni tekur þátt í fjölþættu rannsóknarsamstarfi sem tengist fræðasviði hans, sem er íslenska bændasamfélagið 870-1940.

Séra Eldjárn Jónsson f ? D. 1725. Foreldrar Jón Þórarinsson á Grund og kona hans. Sagt var að Eldjárn væri „gáfumaður og skáldmæltur“.1 Að loknu námi í Hólaskóla var hann í þjónustu Steins biskups og hefur nýtt tímann vel til guðfræðilesturs því að hann varð heyrari við skólann haustið 1720. Strax sumarið eftir fékk hann Möðruvallaklaustursprestakall og reisti bú að Auðbrekku í Hörgárdal, jörð sem stóð undir nafni. Nú var ráð að svipast um eftir kvonfangi. Heimasæta frá Glaumbæ í Skagafirði varð fyrir valinu, tvítug dóttir séra Egils Sigfússonar, Þórvör áðurnefnd. Séra Egill í Glaumbæ var lærður maður og latínuskáld, hafði starfað við Hólaskóla í tíð þriggja biskupa, Gísla Þorlákssonar, Jóns Vigfússonar og Einars Þorsteinssonar, sem heyrari 1678-1683 og síðan sem rektor 1684-95. Hólarektor og latínuskáld hafði Sigfús Egilsson faðir hans líka verið og dómkirkjuprestur í tilbót. Kvonfangið var því hið virðulegasta en ábatasamt var það ekki því að séra Egill var lítill búmaður, „hneigður meir til bóka en búskapar“ og átti „stundum þröngt í búi, þótt hann sæti í góðu prestakalli“.2 Samvistir Þórvarar og Eldjárns urðu skammar því að hún missti hann í nóvember árið 1725. Var þá úr vöndu að ráða fyrir ekkjuna. Hún var aðeins 23 ára gömul og hafði fyrir tveimur sonum að sjá, Hallgrími, fæddum 1723, og Agli, fæddum í maí 1725. Búskapurinn í Auðbrekku bar enn lítinn arð og engan auð gat hún sótt í föðurgarð.

Hallgrímur Eldjárnsson, f. 1. ágúst 1723 í Stórubrekku í Hörgárdal, d. 12. apríl 1779 á Grenjaðarstað. Foredrar Eldjárn Jónsson prestur á Möðruvöllum (d. nóv. 1725) og kona hans Þórvör Egilsdóttir frá Glaumbæ (d. 1724). Hallgrímur ólst upp á Hrafnagili hjá Þorsteini prófasti Ketilssyni. Hann fór í Hólaskóla og útskrifaðist þaðan 1744. Sigldi til Hafnar og lauk embættisprófi í guðfræði 1746. Hóf búskap á Kristnesi 1747 og árið eftir var hann vígður aðstoðarprestur Þorsteins fóstra síns í Hrafnagili. Fékk Bægisá 1751. Sótti um Laufás og flutti þangað 1768 en sótti svo um Grenjaðarstað sama ár og fékk. Þangað flutti hann 1769. [5]

Hallgrímur var skáld gott og orti bæði trúarleg og veraldleg kvæði en fátt hefur verið prentað og ekkert getur kallast þekkt í dag.

Æfikvæði
Dúðadurtskvæði (prentað í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar)
Leppalúðakvæði
Grýlukvæði
Tröllaslagur(120 erinda bálkur gegn hrossaketsáti)
Vökulúður (prentaður í útfararminningu Magnúsar Gíslasonar amtmanns)
Tíðavísur
Huggunarklasi, ort út af heilagri ritningu
Ljóðmæli yfir guðspjöll allra helgidaga

"Margt af kveðskap hans er ort af íþrótt enda var Hallgrímur talinn í röð fremstu skálda á sinni tíð. Öll er sú kveðandi þó löngu gleymd og rykfellur nú í kjöllurum og geymsluloftum safna. Hallgrímur var enginn nýjungamaður í ljóðagerð, hreintrúarmaður eins og vera bar á hans dögum og nokkuð vandlætingasamur. Skáldskapur hans og hugmyndir voru því lítt að skapi skeytingarminni manna en lausungarmeiri á síðari og breytnari tímum. Tilviljanir og tíska ráða víst talsverðu um það hvað telst mikill skáldskapur og hvað ekki." [6]

Dæmi um kveðskap hans er eftirfarandi erindi sem hann orti er hann kvaddi Kaupmannahöfn og hélt heim að loknu námi þar:

Far Hafnar frægi staður far vel, þig aldrei sé eg meir frá þér eg ferðast glaður frá þér til Íslands geð mitt þreyr föðurláð framar met eg frið og náð hreppt þar get eg en um þitt ráð, tönn fyrir tungu set eg. Tengt efni: Grein Halldórs Ármanns Sigurðssonar un Eldjárn stúdent Hallgrímsson


Kona Hallgríms var Ólöf Jónsdóttir (d. 1757) prests á Völlum Halldórssonar.

Börn:

 • Eldjárn stúdent (1748-1825)
 • Snjálaug (1748-1814)
 • Jón prestur í Þingmúla (1749-1815)
 • Þorsteinn í Stærra-Árskógi (1752-1791)
 • Þórvör (1754-1764)
 • Ólöf (1755-1815)


Guðlaugur Jón Bjarnason myndlistarmaður er fæddur 1949 á Selfossi. Hann nam fyrst myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Reykjavíkur. Síðar lauk hann námi við myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og fór á steinhöggvaranámskeið á Gotlandi sama ár. Hann var þáttakandi í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar. Þar lauk hann Diploma of fine Art í Sculpture Scool of Edinburgh árið 1990. Síðar sama ár settist hann í Kunstakademie Dusseldorf og útskrifaðist þaðan sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova 1994. Árið 1995 settist hann að í Berlín og bjó þar til ársins 2012 er hann snéri á ný til Íslands og hefur búið í Reykjavík síðan.

Guðlaugur hefur hefur ástundað málaralist, höggmyndalist, ljósmyndun og innsetningar ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda sýningar hérlendis og erlendis og tekið þátt í samsýningum og ýmsum verkefnum og listrænum uppákomum í Skotlandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Síðustu sýningar:

 • 2014 Ísperlur (ljósmyndasýning, Listhús Ófeigs
 • 2015 Sjómóar (málverk), Listhús Ófeigs
 • 2015 Berlín - Krísuvík (ljósmyndasýning), Anarkía listhús
 • 2016 Tíminn í vatninu (málverk), Listhús Ófeigs
 • 2016 Hafsaugafjöll (málverk), Anarkía listhús.

Tengt efni, grein Halldórs Ármanns Sigurðssonar um Eldjárn stúdent Halgrímsson https://halldorsigurdsson.files.wordpress.com/2012/09/eldjc3a1rnsc3bec3a1ttur-32.pdfÞrándur Þórarinsson, listmálari

Þrándur við opnun sýningar sinnar 2008

Brúðurin eftir Þránd Þórarinsson

Þrándur Þórarinsson er fæddur á Akureyri 1978. Foreldrar hans eru Þórarinn Hjartarson og Katjana Edwaldsen. Eftir menntaskónám í MA las hann í heimsspeki við HÍ og lauk þaðan meistaraprófi 2015. Myndlistarnám stundaði hann nám hjá Odd Nerdrum árin 2003-2006 eftir að hafa sótt fornámsdeild Listaháskóla Íslands og sitthvort árið í málaradeild Myndlistaskólans á Akureyri og málaradeild Listaháskóla Íslands. Þrándur sækir viðfangsefni verka sinna meðal annars í íslenska sögu og bókmenntir, þjóðsögur og fornan sagnaarf. Í myndum hans fara oft saman áhrif þjóðernisrómantíkur, barokks og súrrealisma. Þrándur hefur fullkomið vald á málaratækni fyrri alda og hefur oft verið kallaður þjóðlegasti myndlistarmaður samtímans.

Sýningar[breyta | breyta frumkóða]

Þrándur hefur haldið allmargar einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningum:

 • 2008 Málverkasýning, Jónsson og Kaaber, Reykjavík
 • 2009 Málverk Laugavegi 1 Reykjavík
 • 2010 Áfangar og önnur málverk, 101 Gallerí, Reykjavík
 • 2011 Duttlungar, Skífan, Reykjavík
 • 2012 Eintal, Pedersensvítan, Íslenska óperan Reykjavík
 • 20?? Populus Tremula, Akureyri
 • 20?? Populus Tremula, Akureyri
 • 2016 Spectators, Artíma gallerí, Reykjavík, (samsýning með Rögnvaldi Skúla Árnasyni og Stephen Morrison)
 • 2016 Stræti, Verkefnarými Port, Reykjavík


Sesselja Eldjárn f. 26. júlí 1893 á Tjörn í Svarfaðardal, d. 28. júlí 1987 í Reykjavík. Foreldrar hennar voru Petrína Hjörleifsdóttir og séra Kristján Eldjárn Þórarinsson á Tjörn. Sesselja var yngst 8 systkina, en 5 þeirra komust á fullorðinsár.

Störf[breyta | breyta frumkóða]

Sesselja Eldjárn dvaldist í heimahúsum til 1918. Ráðskona var hún á Dalvík 1919-1923. Starfaði næst sem matráðskona við Gagnfræðaskólann á Akureyri, síðar menntaskólann 1924-1928. Stofnaði matsölu á Akureyri 1928 og rak hana með Ingibjörgu systur sinni til 1949, lengst af í Brekkugötu 9.

Félagsmál[breyta | breyta frumkóða]

Sesselja stofnaði með fleirum kvenfélagið Tilraun í Svarfaðardal og var ein af stofnendum Ungmennafélags Svarfdæla og starfaði í báðum þessum félögum. Hún vann lengi á Akureyri að málefnum Slysavarnafélags Íslands, stofnaði þar ásamt fleirum kvennadeild 1935 og var formaður hennar frá upphafi og um langt árabil. Hún var heiðursfélagi Slysavarnafélags Íslands.

Um Sesselju[breyta | breyta frumkóða]

Um Sesselju var sagt í eftirmælum að hún væri í eðli sínu forystu- og athafnakona, kjarkmikil, úrræða góð og framtakssöm. Ekki rak hún matsölu sína í ábata- eða hagnaðarskyni og laut ekki lögmálum markaðarins. Hún seldi fæðið ódýrt og það sem hún setti upp fyrir það, var jafnan undir gangverði. Reiknuðu þær systur sér lágt kaup en á hinn bóginn ómælda vinnu. Sóttu þær laun sín í þá starfs- og lífsgleði, sem margt vel unnið starf veitir í sjálfu sér. Aldrei rukkaði Sesselja kostgangara sína um borgun en hún var heppin að því leyti að flestir þeirra voru skilamenn. Þó voru þar innanum fáeinir sem aldrei inntu neina greiðslu af hendi fyrir matinn, en ekki erfði Sesselja það við þá, því að þeir voru boðnir velkomnir til hennar á ný, ef þeir þurftu aftur á gjafafæði að halda. Svo sem vænta mátti reiddi Sesselja ekki digran sjóð frá ævistarfi sínu, því að eignalaus var hún eftir á, en stóð þó í skilum við alla og skuldaði engum neitt þegar upp var staðið.[7]


Örn Snorrason hagyrðingur og kennari á Akureyri orti um Sesselju þegar hún hafði skilið 100 kr. seðil eftir á glámbekk í Brekkugötunni:

Þú ert ekki þjófhrædd sál.
Þig er létt að véla.
Ég er blankur, mér er mál
mig langar að stela.

Sesselja giftist aldrei en Ingibjörg, systir hennar, sem var 9 árum eldri, var alltaf í heimili með henni og til aðstoðar svo lengi sem þær lifðu báðar.

Sesselja Eldjárn hlaut riddarakross fálkaorðunnar fyrir störf sín að slysavarnarmálum


Ingibjörg Azima Guðlaugsdóttir (f. 1974) er tónskáld og básúnuleikari. Foreldrar hennar eru Guðlaugur Jón Bjarnason listmálari og Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. Ingibjörg lagði stund á nám í básúnuleik við tónlistarháskólann í Gautaborg, 1995 - 2000. Síðar lauk hún einnig námi í kórstjórn frá Uppsalaháskóla 2007 - 08. Ingibjörg hefur starfað sem básúnuleikari og kennari, kórstjóri, lúðrasveitarstjórnandi og tónskáld í Svíþjóð og á Íslandi. Ingibjörg Azima sækir efnivið í tónsmíðar sínar einkum í íslenskan skáldskap. Áberandi ljóðrænn og þjóðlegur blær einkennir því verk hennar í bland við nútímalegar hljómsetningar. Hún hefur samið tónlist við ljóð fjölda íslenskra ljóðskálda sem flutt hefur verið á fjölda tónleika og tónlistarhátíða á Íslandi og í Svíþjóð.

Árið 2015 sendi hún frá sér hljómdiskinn Vorljóð á ýli, lög við níu ljóð ömmu sinnar Jakobínu Sigurðardóttur.

Eiginmaður Ingibjargar er Hörður Bragason organisti og kórstjóri.
Plötualbúm þeirra Jóhanns Daníelssonar og Eríks Stefánssonar

Jóhann Kristinn Daníelsson (1927-2015), kennari og söngvari á Dalvík. Jóhann var sonur Daníels Júlíussonar og Önnu Jóhannsdóttur í Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal og þar ólst hann upp ásamt fjórum systkinum sínum. Jóhann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1946 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1949. Hann nam einnig við lýðháskóla í Noregi, Jærens Folkehöjskola á Jaðri og Statens Gymnastikkskole í Ósló 1951-1952. Hann lauk söngkennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1959. Jóhann var íþróttakennari á Blönduósi og víðar 1949-1956, á Ólafsfirði 1956-1957, og stundaði söngkennslu á Dalvík 1957-1963, nema veturinn 1958-1959 sem hann var íþróttakennari í Reykjavík. Hann kenndi við Oddeyrarskóla á Akureyri 1964-1974 en fluttist þá öðru sinni til Dalvíkur með fjölskyldu sinni þar sem hann stundaði tónlistarkennslu og var m.a. formaður Tónlistarskóla Dalvíkur. Hann var síðan bókavörður við Dalvíkurskóla til 2000.[8]

Jóhann var kunnur söngvari og kom víða fram opinberlega allt frá barnæsku, ýmist einsöngvari eða í söngsveitum og kórum. Hann var heiðursfélagi í Karlakór Dalvíkur. Þrjár hljómplötur hafa verið gefnar út með söng Jóhanns. Jóhann tók virkan þátt í leiklistarstarfi á Akureyri og Dalvík um árabil og lék í fjölmörgum leikritum. Einnig fór hann með hlutverk í kvikmyndinni Landi og sonum í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Jóhann var manna vinsælastur í sinni sveit, samkvæmismaður, hagyrtur vel og félagi í Söltunarfálaginu svokallaða en það var félagsskapur innmúraðra gleðimanna og söngmanna og skálda í Svarfaðardal. Í bókinni Krosshólshlátur [9]eru margar frásagnir af Jóhanni og kveðskapur eftir hann.

Kona Jóhanns var Gíslína Hlíf Gísladóttir (1935-2009). Börn þeirra: Anna Guðlaug (1962), Gísli Már (1967) og Aðalbjörg Kristín (1971). Fyrir átti Gíslína soninn Yngva Örn (1956).Göngustaðir er einn af fremstu bæjum í Svarfaðardal, 19 km frá Dalvík. Ofan bæjar gnæfir Gimbrarhnjúkur (1181 m) og innan túns fellur Sandá til Svarfaðardalsár. Göngustaðir eru gömul og góð bújörð og nafn bæjarins sést í fornbréfum frá 15. öld. Þá var hann nefndur Köngustaðir en sú nafnmynd hélst fram á 19. öld. Jörðin komst í eigu Urðakirkju á 15. öld en í byrjun 16. aldar sölsaði Gottskálk biskup grimmi hana undir sig. Það var leiðrétt eftir daga hins brögðótta biskups og þá féll hún aftur undir bændakirkjuna á Urðum. [10] Í dag er rekið ágætt blandað bú á Göngustöðum.


Hallmundarkviða er eitt af fornkvæðum Íslendinga. Kvæðið er fellt inn í svokallaðanBergbúaþátt, sem er einn af stystu þáttum fornbókmenntanna. [11] Kvæðið sjálft er tólf vísna flokkur undir dróttkvæðum hætti. Það er æði torskilið og mikið skreytt með kenningum og heitum hins gamla skáldamáls. Kviðan er lögð í munn Hallmundi jötni, þ.e. hann er ljóðmælandinn. Í fyrri hluta kviðunnar er lýst eldsumbrotum og hraunrennsli. Í seinni hlutanum er eldgosið sett í goðsögulegt samhengi. Þar er lýst átökum jötna við Þór, guð elds og eldinga. Eldsumbrotin virðast vera afleiðing þessara átaka. Rannsóknir hafa leitt í ljós að eldsumbrotin sem um ræðir er gosið sem varð þegar Hallmundarhraun í Borgarfirði rann. Flest bendir til að kviðan sé ort skömmu eftir gosið og hugsanlega af manni sem varð vitni að atburðunum eða hafði góðar heimildir um þá. Allur hugmyndaheimur kviðunnar er heiðinn, hvergi vottar fyrir kristnum áhrifum. Skáldamálið, goðafræðin og öll hugsun verksins bendir til heiðins tíma. Settar hafa verið fram tilgátur um að kviðan sé ort á tímabilinu 940-950 og að höfundur hennar sé Þorvaldur holbarki. [12] [13] Þorvaldar er getið í Landnámu og um hann er sagt að hann hafi farið upp til hellisins Surts og flutt jötninum sem þar bjó drápu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Hannes Þorsteinsson 1922. Annáll Eyjólfs prests Jónssonar á Völlum í Svarfaðardal eða Vallaannáll 1659-1737. Annálar 1400-1800 I. Hið íslenska bókmenntafélag.
 2. Páll Eggert Ólafsson. Íslenzkar æviskrár III, bls. 417
 3. Hjörtur E. Þórarinsson 1992. Prestssetrið á Tjörn og sóknarprestar frá siðaskiptum. Í ritinu Tjarnarkirkja 100 ára 1892-1992. Sóknarnefnd Tjarnarkirkju gaf út.
 4. Ólafur Davíðsson
 5. Hannes Þorsteinsson 1907. Guðfræðingatal. Stutt æfiágrip þeirra guðfræðinga er tekið hafa embættispróf við Kaupmannahafnarháskóla 1707-1907. Sögufélagið, Reykjavík.
 6. Halldór Ármann Sigurðsson. Hallgrímur Eldjárnsson. Vefútgáfa sótt 14.11.2016
 7. Ólafur Sigurðsson. Minningargrein í Mbl. ágúst 1987
 8. Sjá greinar um Jóhann í héraðsfréttablaðinu Norðurslóð, 39. árg. 12. tb. 2015
 9. Hjörleifur Hjartarson 2013. Krosshólshlátur. Bóksmiðjan Selfossi, 215 bls.
 10. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 127.
 11. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson (1976). Bergbúaþáttur, Islensk fornrit XIII (Harðar saga). Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík. bls. 441-450.
 12. Árni Hjartarson (2014). „Hallmundarkviða. Eldforn lýsing á eldgosi“. Náttúrufræðingurinn (84): 27–37.
 13. Árni Hjartarson (2015). „Hallmundarkviða. Áhrif eldgoss á mannlíf og byggð í Borgarfirði“. Náttúrufræðingurinn (85): 60–67.


Þórarinn Hjartarson

Þórarinn Hjartarson, sagnfræðingur og plötusmiður, er fæddur á Tjörn í Svarfaðardal 5.12. 1950. Foreldrar, Hjörtur E. Þórarinsson (1920-1996) og Sigríður Hafstað (1927).

Nám og störf[breyta | breyta frumkóða]

Þórarinn lauk stúdentsprófi frá MA 1971. Síðan stundaði hann nám við Landbúnaðarháskólann að Sketlein í Noregi og útskrifaðist þaðan 19??? Hann lauk námi í plötusmíði við Iðnskólann á Akureyri 1978. Síðar innritaðist hann í Óslóarháskóla og lauk þaðan mastersprófi í sagnfræði 1991 með áherslu á Sögu Sovíetríkjanna. Lokaverkefni hans var Upphaf Stalínismans og túlkun hans í sagnfræði Vesturlanda. Þórarinn hefur lengst af starfað við Slippstöðina á Akureyri en einnig kennt við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskóla Akureyrar.

Ritstörf og tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Þórarinn hefur stundað ritstörf, einkum á sviði sagnfræði og en einnig á sviði bókmennta. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og hefur víða komið fram sem trúbador og kvæðamaður og hefur samið og þýtt fjölmarga söngtexta. Þórarinn hefur skrifað og birt tímaritsgreinar, einkum um sagnfræði, í Skírni, tímaritið Sögu og Tímarit Máls og menningar. Þar að auki fjölmargar greinar í dagblöð um margvíslegt efni í héraðsblaðið Norðurslóð í Svarfaðardal. Hann hefur enn fremur þýtt leikrit og söngleiki fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar og Ferðaleikhúsið (í Tjarnarbíói). Auk þessa hefur hann stundað þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið og gert þáttaraðir um skáldin Pál Ólafsson og Stephan G. Stephansson.

Söngur riddarans[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2001 gaf Þórarinn út, ásamt Ragnheiði Ólafsdóttur, hljómdiskinn Söngur riddarans þar sem sungin voru 25 ljóð Páls Ólafssonar. Sjálf fluttu þau söngvana ásamt fjórum hljóðfæraleikurum. Að hluta voru notuð eldri lög og þjóðlög en við sextán ljóðanna sömdu lagasmiðir ný lög. Diskinum fylgdi bæklingur með dálítilli ritgerð Þórarins um skáldið.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

 • Spor eftir göngumann. Í slóð Hjartar á Tjörn, 1997 (með Ingibjörgu Hjartardóttur
 • Aldarreið. Svarfdælskir hestar og hestamenn á 20. öld, 1999.
 • Skinna. Saga sútunar á Íslandi. Safn til iðnsögu Íslendinga, 2000.
 • Verkstjórar. Saga Verkstjórasambands Íslands, 2001.
 • Lítið kver um handverksmenn í Svarfaðardal, á Upsaströnd, Dalvík og Árskógsströnd (2007).
 • Eg skal kveða um eina þig alla mína daga - Ástarljóð Páls Ólafssonar (2008)
 • Allmörg kvæði og lausavísur eftir Þórarinn eru í bókinni Krosshólshlátur (Bóksmiðjan Selfossi 2013).

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Börn

 • Rán
 • Þrándur
 • Sigríður Íva

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Æviskrár MA-stúdenta 1969-1973, 5. bindi. Ritstj. Gunnlaugur Haraldsson. Steinholt, Reykjavík, 1994Birna Guðrún Friðriksdóttir fæddist í Brekku í Svarfaðardal 10. nóv. 1924 en lést á Dalbæ, Dalvík 2011. Birna ólst upp á Hverhóli í Skíðadal með foreldrum sínum Svanfríði Gunnlaugsdóttur og Friðriki Jónssyni ásamt með 6 systkinum. Árið 1949 giftist Birna Halldóri Hallgrímssyni á Melum í Svarfaðardal. Þar bjuggu þau í hartnær þrjá áratugi þar til þau hættu búskap og settust að á Dalvík. Birna var hagyrðingur og ljóðskáld og samdi auk þess sönglög. Ljóðabók hennar Grýtt var gönguleiðin kom út 1995 og er skáldsaga í bundnu máli um ævi förukonu. Inniheldur yfir eitt þúsund ferhendur, mismunandi að formi. Ljóð eftir hana hafa einnig birst í blöðum og tímaritum og mikið er til af óútgefnu efni (Vísnavefurinn Haraldur).

Hóll í Svarfaðardal og er næsti bær innan við kirkjustaðinn Urðir, um 16 km frá Dalvík. Jarðarinnar er fyrst getið í Auðunnarmáldaga frá 1318. Þá tilheyrði hún bændakirkjunni á Urðum. Hóll virðist síðan hafa verið Urðakirkjujörð allt til 1918 eða þangað til Sigurhjörtur Jóhannesson afhenti söfnuðinum kirkjuna en seldi jarðir hennar. [1] Hóll er góð bújörð og þar er nú rekið stórt kúabú.


Gvendarbrunnur er brunnur, lind eða laug sem Guðmundur biskup góði er sagður hafa vígt. Fjölmargir Gvendarbrunnar eru þekktir vítt og breitt um landið. Flestir þeirra bera nafn biskupsins og heita Gvendarbrunnur eða Gvendarbrunnar en sumir þeirra bera önnur nöfn. Vatnið í þessum brunnum hefur verið talið hafa lækningamátt. Gvendarbrunnar í Heiðmörk ofan Reykjavíkur eru þekktastir þessarra brunna (eða linda).

Lena Gunnlaugsdóttir, húsfreyja og ljóðskáld, fæddist árið 1935 á Móafelli í Fljótum í Skagafirði. Þaðan fluttist hún á fyrsta ári með foreldrum sínum að Atlastöðum í Svarfaðardal. Lena bjó þar félagsbúi með foreldrum sínum, ásamt eiginmanni, Jóhanni Sigurbjörnssyni, frá 1958 og þar bjuggu þau allan sinn búskap, allt til ársins 2000. Þá brugðu þau búi og fluttu sig neðar í sveitina í Laugarból þar sem Lena býr enn.

Árið 2007 gaf Lena út ljóðabókina 2007 Nafnlaus ljóð. Ljóð hennar hafa birst víðar, meðal annars í Norðurslóð.Klaufabrekkur er bær í Svarfaðardal fram, 17 km frá Dalvík, nokkru innan við kirkjustaðinn á Urðum. Fornbýlið Klaufanes er í landi jarðarinnar en þar bjó berserkurinn og skáldið Klaufi Hafþórsson samkvæmt [Svarfdæla saga|Svarfdælu]]. Í Valla-Ljóts sögu segir að Hallur Sigmundarson hafi búið á Klaufabrekkum. Hann tróð illsakir við Valla-Ljót og féll fyrir honum að lokum. Urðamenn áttu Klaufabrekkur lengi fyrr á öldum en síðan Jón Sigmundsson, lögmaður. Gottskálk grimmi náði jörðinni af honum upp í sakfellisskuld og var hún í eigu Hólastóls lengi eftir það. [2]

Í dag er rekinn hefðbundinn búskapur á Klaufabrekkum.

 Gröf

(Aðgreiningarsíða)

Gröf er bæði almennt nafnorð og örnefni. Margar bæir á Íslandi bera nafnið Gröf.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]


01.02.2015 Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram. Sniðmælingar yfir hraunið úr lofti (30. desember og 21. janúar) sýna að þótt það hafi ekki stækkað mikið að flatarmáli hefur það þykknað umtalsvert á þessum fyrstu þremur vikum ársins og er rúmmál þess nú orðið tæplega 1,4 km³. Meðalþykkt hraunsins er nú um 16 m. Þykktin er yfir 20 m á stórum svæðum og næst gígunum er það yfir 40 m. Hraunrennslið var að meðaltali tæplega 100 m3 á sekúndu á tímabilinu. Það dregur því hægt úr goskraftinum. Gosið í Holuhrauni er orðið átta sinnum stærra en gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 og fimm sinnum stærra en gosið í Grímsvötnum 2011, ef magn gosefna er breytt í jafngildi þétts bergs. Grímsvatnagosið var um 0,25 km³og Eyjafjallajökulsgosið um 0,16 km³.

Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu og í kvikuganginum suður af gosstöðvunum. Skjálftar yfir 4 stig eru algengir en skjálfti yfir M5,0 að stærð hefur ekki mælst síðan 8. janúar. GPS mælirinní Bárðarbunguöskjunni hefur verið óvirkur en óbeinar mælingar sýna stöðugt sig GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægar færslur í átt að Bárðarbungu. Enn dregur þó úr hraða samdráttarins.


Stærð gossins[breyta | breyta frumkóða]

Gosið í holuhrauni er með stærri hraungosum sem orðið hafa hérlendis á sögulegum tíma. Um mánaðarmótin september október 2014 var það farið að nálgast 50 km2 að flatarmáli. Það er því sambærilegt við Tröllahraun á Tungnáröræfum en það rann á árabilinu 1826-28. Í töflunni hér að neðan eru talin upp helstu hraungos sem orðið hafa frá landnámstíð og flatarmál hraunanna (topp 10 listi). Þar sést að Holuhraun er að nálgast 6. sætið en það á langt í land með að komast í eitt af toppsætunum.

Gos Ár km² Heimild
Eldgjá 934 800 Árni Hjartarson 2013[3]
Skaftáreldahraun 1783-4 589
Hallmundarhraun 10. öld 205 Árni Hjartarson 2014[4]
Frambruni 13. öld 191 Guðmundur E. Sigvaldason[5]
Hekla 1766-8 65 Sigurður Þórarinsson 1968[6]
Tröllahraun 1862-4 51 Sigurður Þórarinsson og Guðmundur E. Sigvaldason 1972
Holuhraun II 2014 50
Hekla 1947 40 Sigurður Þórarinsson 1968
Krísuvíkureldar 1151 36,5 Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson 1991[7]
Kröflueldar 1975-84 35 Kristján Sæmundsson 1991[8]
Mývatnseldar 1724-9 33 Kristján Sæmundsson 1991
Hekla 1845 27 Sigurður Þórarinsson 1968
Holuhraun I 1793 23
Arnarseturshraun 10.öld 22 Jón Jónsson 1978
 1. Stefán Aðalsteinsson 1976. Iðunn, Reykjavík
 2. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 127.
 3. Árni Hjartarson (2011). „Víðáttumestu hraun Íslands“. Náttúrufræðingurinn. 1. hefti (81): 37–49.
 4. Árni Hjartarson (2014). „Hallmundarkviða, eldforn lýsing á eldgosi“. Náttúrufræðingurinn. 1-2. hefti (84): 27–37.
 5. Sigurður Þórarinsson og Guðmundur E. Sigvaldason (1972). „Tröllagígar og Tröllahraun“. Jökull (22): 13–26.
 6. Sigurður Þórtarinsson (1968). Heklueldar. Sögufélagið, Reykjavík.
 7. Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson (1991). „Krísuvíkureldar II. Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns“. Jökull (91): 61–80.
 8. Kristján Sæmundsson (1991). Jarðfræði Kröflukerfisins. Í: Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson (ritstj.) Náttúra Mývatns. Hið íslenska náttúrufræðifélag. bls. 25-95.