Fara í innihald

Grunnvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Grunnvatn kemur til yfirborðs í lindum. Bullandi lind í upptökum Galtalækjar í Landsveit.

Grunnvatn (eða jarðvatn) er vatn sem fyllir allar glufur í jörðu fyrir neðan grunnvatnsflöt. Meðan vatn er á yfirborðinu er talað um yfirborðsvatn, sigvatn meðan það er á leiðinni niður að grunnvatnsfleti og grunnvatn þar fyrir neðan. Grunnvatnið síast gegnum jarðlögin og þannig hreinsast úr vatninu (mest)allur gerlagróður.

Grunnvatnið er sjaldnast kyrrstætt heldur sígur það hægum straumi undan halla. Grunnvatnsflæðinu má skipta upp í grunnvatnsstrauma. Þar sem grunnvatn flæðir til yfirborðs eru lindir og lindasvæði. Ísland er ríkt af grunnvatni enda fara þar saman mikil úrkoma og víðáttumikil lek jarðlög. Um 98% af neysluvatni landsmanna er hreint og ómeðhöndlað grunnvatn.

Hiti í jarðlögum fer víðasthvar vaxandi með dýpi. Grunnvatn sem kemst djúpt í jörð er því heitt. Jarðhitavatn er hluti af grunnvatninu.

  • „Hvernig er mengun grunnvatns á Íslandi samanborið við Norðurlöndin?“. Vísindavefurinn.
  • Grunnvatnsrannsóknir á ÍSOR