Dróttkvæði
Útlit
Dróttkvæði er önnur helsta skáldskapargrein fornnorrænu við hlið eddukvæða, yfirleitt undir dróttkvæðum hætti. Dróttkvæði innihalda oft lof um konunga eða höfðingja.
Orðsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Upphaflega merkti dróttkvæði kvæði sem hirðskáld flutti konungi. Orðið drótt er gamalt orð og merkir hirð sem var bætt fyrir framan orðið kvæði. Bera má það saman við orðin drottinn (sem var áður dróttinn) og merkti konungur eða æðsti maður hirðarinnar og drottning (áður dróttning) sem merkti æðsta kona hirðarinnar.