Krafla
Krafla | |
![]() Kröflusvæðið | |
Hæð | 818 metrar yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Suður-Þingeyjarsýsla |
Fjallgarður | Enginn |
Krafla er megineldstöð nálægt Mývatni. Hæsti tindur er 818 m. Í henni er sigketill eða askja sem er 10 km í þvermál. Á Kröflusvæðinu er háhitasvæði með leirhverum og gufuhverum, til dæmis við Námafjall. Þar eru um 100 km langar sprungur sem gliðna í eldsumbrotum. Eldgos verða oft á slíkum svæðum.
Fyrir 10 þúsund árum lá ísaldarjökull yfir svæðinu og gat því hraunið ekki runnið burt heldur hlóðust upp móbergshryggir eins og Skógamannafjöll. Árin 1724-29 geisuðu Mývatnseldar. Síðasta gos í Kröflu var 1984 en þá lauk Kröflueldum sem var goshrina sem staðið hafði frá 1975. Frá árinu 1975 hefur jarðhiti Kröflu verið notaður í 60 MW jarðvarmavirkjun, Kröflustöð.
Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kröflu.
-
Kröflusvæðið
-
Hraunrennsli í Kröflu árið 1984.
-
Gos í Kröflu 1984
-
Eldgígurinn Víti
Heimild[breyta | breyta frumkóða]
- „Landsvirkjun: Jarðfræði Kröflusvæðisins“. Sótt 19. júlí 2010.
