Upsaströnd
Útlit
Upsaströnd eða Ufsaströnd er strandlengja vestanvert við Eyjafjörð á milli Brimnesár við Dalvík í suðri og Ólafsfjarðarmúla í norðri. Ströndin er kennd við kirkjustaðinn Upsir við Brimnesá. Allmargir bæir voru á Upsaströnd frá fornu fari og má þar nefna Hól, Karlsá og Sauðanes. Dalvík er að hluta til á Upsaströnd. Þjóðvegurinn til Ólafsfjarðar liggur um ströndina.