Gröf í Svarfaðardal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Gröf í Svarfaðardal

Gröf er bær í Svarfaðardal austan Svarfaðardalsár um 7 km frá Dalvík og skammt sunnan við kirkjustaðinn á Völlum. Margt er óljóst um fyrstu byggð í Gröf. Býlisins er getið í Guðmundar sögu Arasonar. Þar er sagt frá Helgu sem bjó í Gröf. Hún slóst í för með Guðmundi góða sem þá var prestur á Völlum, en hann og hópur fólks með honum hugðist ganga yfir Heljardalsheiði og til Skagafjarðar. Þetta var í janúar 1194. Þau hrepptu vonskuveður, lentu í villum og hrakningum svo margir urðu úti. Helga í Gröf og sonur hennar voru meðal þeirra sem létust. Engum sögum fer síðan af Gröf í margar aldir og hún er ekki nefnd á nafn í Jarðabókinni frá 1712. Það er ekki fyrr en í lok 18. aldar að nafn bæjarins sést á ný. Þá er talað um Grafargerði sem síðar var kallað Gröf. Svo er að sjá sem hluti af landi Brautarhóls hafi verið lagt undir Gröf. Vallakirkja var þá eigandi jarðarinnar. [1]

Eigendur jarðarinnar eru Helgi Þröstur Valdimarsson (d. 2018) og Guðrún Agnarsdóttir. Móðir Helga var Hugrún skáldkona (Filippía Kristjánsdóttir) fædd í Skriðu og uppalin á Brautarhóli. Hún orti meðal annars kvæðið Svarfaðardalur sem er héraðssöngur Svarfdælinga.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Stefán Aðalsteinsson (1976). Svarfdælingar. Iðunn, Reykjavík. bls. 127.