Fara í innihald

Brúaröræfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Brúaröræfi eru víðáttumikil öræfi sem eru ásamt Krepputungu og Möðrudalsöræfum á milli Jökulsár á Dal og Jökulsá á Fjöllum. Brúaröræfi eru sunnantil á þessu svæði en Krepputunga og Möðrudalsöræfi norðan megin.

A Brúaröræfum er mikil háslétta sem liggur milli Snæfells í austri og Kverkfjalla í vestri. Inn á þessa hásléttu gengur Brúarjökull sem er stærsti skriðjökull Íslands. Frá jöklinum falla nokkrar stórár til norðurs en stærstar þeirra eru Kreppa, Kverká og Jökulsá á Dal. Bergrunnur Brúaröræfa er myndaður úr basaltlögum og móbergi.Landið er að mestu ógrónir melar, sandar og úfin hraun en gróðurvinjar eru í Hvannalindum, Grágæsadal, Fagradal og Háumýrum. Mest gróska er í Fagradal.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]