Fara í innihald

Klaufi Hafþórsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Klaufi Hafþórsson er ein af helstu söguhetjum Svarfdæla sögu. Hann var dóttursonur Þorsteins svarfaðar landnámsmanns á Grund í Svarfaðardal. Móðir hans var Guðrún Þorsteinsdóttir en faðir Hafþórr víkingur. Klaufi var ójafnaðarmaður mikill og berserkur og skáldmæltur. Kona hans var Yngveldur fagurkinn en hún giftist honum nauðug. Þau bjuggu í Klaufanesi í Svarfaðardal. Bræður Yngveldar, þeir Þorleifur jarlsskáld og Ólafur völubrjótur vógu Klaufa að undirlagi Yngveldar. Í Svarfdælu eru nokkrar vísur eftir Klaufa. Þekktust er vísan sem hann orti um ást sína til Yngveldar og hefst á orðunum Mál er í meyjar hvílu.

Ættfærslan hér að ofan er eftir Landnámu. Í Svarfdælasögu er sagt að foreldrar Klaufa hafi verið Snækollur Ljótsson og Þórarna systir Þorsteins svarfaðar.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.