Guðlaugur Jón Bjarnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Guðlaugur Jón Bjarnason myndlistarmaður er fæddur 1949 á Selfossi. Hann nam fyrst myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Reykjavíkur. Síðar lauk hann námi við myndhöggvaradeild MHÍ 1988 og steinhöggvaranámskeiði á Gotlandi sama ár. Hann var þáttakandi í sumarakademíunni í Salzburg í Austurríki 1989 og um haustið hélt hann til Edinborgar. Þar lauk hann Diploma of fine Art í Sculpture Scool of Edinburgh árið 1990. Síðar sama ár settist hann í Kunstakademie Dusseldorf og útskrifaðist þaðan sem Meisterschuler hjá Magdalena Jetelova 1994. Árið 1995 settist hann að í Berlín og bjó þar til ársins 2012 er hann snéri á ný til Íslands og hefur búið í Reykjavík síðan.

Guðlaugur hefur hefur ástundað málaralist, höggmyndalist, ljósmyndun og innsetningar ýmiskonar. Hann hefur haldið fjölda sýningar hérlendis og erlendis og tekið þátt í samsýningum og ýmsum verkefnum og listrænum uppákomum í Skotlandi, Póllandi, Svíþjóð og Þýskalandi.

Síðustu sýningar:

  • 2013 Í tilefni daganna (vatnslitamyndir, teikningar og ljósmyndabók). Samfylkingarhúsið í Hafnarfirði
  • 2014 Ísperlur (ljósmyndasýning). Listhús Ófeigs
  • 2015 Sjómóar (málverk). Listhús Ófeigs
  • 2015 Berlín - Krýsuvík (ljósmyndir og litlir skúlptúrar). Anarkía listhús
  • 2016 Tíminn í vatninu (málverk). Listhús Ófeigs
  • 2016 Hafsaugafjöll (málverk). Anarkía listhús
  • 2017 Ástarlandslag (málverk). Artgallery Gátt
  • 2018 Ferningaferli (málverk). Artgallery Gátt