Fara í innihald

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Opinbert plakat HM í Úrúgvæ.

Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1930 eða HM 1930 var haldin í Úrúgvæ dagana 13. júlí til 30. júlí. Þetta var fyrsta heimsmeistarakeppnin og haldin á grunni velheppnaðrar knattspyrnukeppni á Ólympíuleikunum 1924 og 1928, þar sem Úrúgvæ sigraði í bæði skiptin. Þrettán þjóðir mættu til leiks og léku alls átján leiki sem allir fóru fram á þremur leikvöngum í Montevideo. Heimamenn Úrúgvæ fóru með sigur af hólmi eftir 4:2 sigur á grönnum sínum frá Argentínu í úrslitum.

Val á gestgjöfum

[breyta | breyta frumkóða]

Jules Rimet forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins var eindreginn hvatamaður þess að stofnað yrði til Heimsmeistaramóts í knattspyrnu og var það samþykkt á þingi sambandsins í Amsterdam sumarið 1928. Sex þjóðir sóttust eftir að halda mótið: Ungverjaland, Ítalía, Svíþjóð, Holland, Spánn og Suður-Ameríkulandið Úrúgvæ. Umsóknarlöndin drógu sig eitt af öðru til baka áður en kom að næsta FIFA-þingi í Barcelona sumarið 1929, uns Úrúgvæ stóð eitt eftir.

Þrennt var talið réttlæta valið á Úrúgvæ. Í fyrsta lagi frammistaða landsliðs þeirra á undangengnum Ólympíuleikum, sem taldir voru jafngilda heimsmeistarakeppni. Í öðru lagi að landið fagnaði 100 ára afmæli sínu á árinu 1930. Og í þriðja lagi að knattspyrnusamband Úrúgvæ bauðst til að greiða allan kostnað við mótið og reisa glæsilegan leikvang vegna þess.

Valið hugnaðist þó lítt ýmsum Evrópubúum sem sáu ofsjónum yfir hinu langa ferðalagi. Afleiðingin varð sú að einungis fjórar Evrópuþjóðir tóku þátt, sem var mun minna en búist hafði verið við. Raunar hafði ekkert evrópskt lið staðfest komu sína tveimur mánuðum fyrir mótið og þurfti verulegan þrýsting frá Jules Rimet sjálfum til að tryggja þátttöku þessarra fjögurra liða.

Þátttökulið

[breyta | breyta frumkóða]

Þessi þrettán lönd tóku þátt í mótinu. Sjö komu frá Suður-Ameríku, tvö frá Norður-Ameríku og fjögur frá Evrópu. Eðli málsins samkvæmt tóku þau öll þátt á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Egyptaland hafði boðað þátttöku sína í keppninni en vegna óveðurs á Miðjarðarhafi missti liðið af skipinu sem átti að flytja það til Úrúgvæ.

Hinn 90 þúsund manna Estadio Centenario, þjóðarleikvangur Úrúgvæ enn í dag, var reistur sérstaklega fyrir heimsmeistaramótið og talinn eitthvert glæsilegasta knattspyrnumannvirki í heimi. Tíu af átján viðureignum mótsins fóru fram á vellinum og raunar áttu leikirnir að vera enn fleiri, en framkvæmdum við leikvanginn var ekki alveg lokið þegar mótið hófst. Hinir tveir leikvangarnir sem leikið var á eru Campo Parque Central, sem nefnist í dag Estadio Gran Parque Central. Hann var byggður árið 1900 og er heimavöllur Club Nacional de Football. Þriðji völlurinn, Estadio Pocitos, tók einungis 1000 áhorfendur og var heimavöllur Peñarol á árunum 1921 til 1933. Hann hefur nú verið rifinn.

Montevideo Montevideo Montevideo
Estadio Centenario Estadio Gran Parque Central Estadio Pocitos
Fjöldi sæta: 90.000 Fjöldi sæta: 28.000 Fjöldi sæta: 1.000

Riðlakeppnin

[breyta | breyta frumkóða]
Leikmenn Mexíkó fyrir upphafsleikinn.

Þetta var eini fjögurra liða riðill keppninnar og kom það í hlut Frakka og Mexíkóa að leika opnunarleik mótsins. Frakkinn Lucien Laurent komst á spjöld sögunnar þegar hann skoraði fyrsta markið í sögu heimsmeistarakeppninnar. Argentínumenn reyndust sterkastir í riðlinum og unnu alla þrjá leiki sína. Guillermo Stábile skoraði þrennu í sínum fyrsta landsleik, en hann varð markakóngur keppninnar með átta mörk.

Viðureign Frakklands og Argentínu varð söguleg fyrir þær sakir að dómarinn, Almeida Rêgo, flautaði til leiksloka eftir 84 mínútur. Eftir kröftug mótmæli, þar sem fjöldi manna hafði ráðist inn á völlinn áttaði hann sig loks á mistökum sínum, lét öryggislögreglumenn rýma völlinn og kallaði aftur fram leikmenn sem sumir hverjir voru farnir til búningsklefa. Ekkert mark var skorað í viðbótartímanum. Þrátt fyrir mistökin fékk Rêgo að dæma fleiri leiki á mótinu.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Argentína 3 3 0 0 10 4 +6 6
2 Síle 3 2 0 1 5 3 +2 4
3 Frakkland 3 1 0 2 4 3 +1 2
4 Mexíkó 3 0 0 3 4 13 -9 0
13. júlí 1930
Frakkland 4-1 Mexíkó Estadio PocitosMontevideo
Áhorfendur: 4.444
Dómari: Domingo Lombardi, Úrúgvæ
Laurent 19, Langiller 40, Maschinoti 43, 87 Carreño 70
15. júlí 1930
Argentína 1-0 Frakkland Estadio Gran Parque CentralMontevideo
Áhorfendur: 23.409
Dómari: Almeida Rêgo, Brasilíu
Monti 81
16. júlí 1930
Síle 3-0 Mexíkó Estadio Gran Parque CentralMontevideo
Áhorfendur: 9.249
Dómari: Henri Christophe, Belgíu
Vidal 3, 65, M. Rosas (sjálfsm.) 52
19. júlí 1930
Síle 1-0 Frakkland Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 2.000
Dómari: Anibal Tejada, Úrúgvæ
Subiabre 67
19. júlí 1930
Argentína 6-3 Mexíkó Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 42.100
Dómari: Ulises Saucedo, Bólivíu
Stábile 8, 17, 80, Zumelzú 12, 55, Varallo 53 M. Rosas 42, 65, Gayón 75
22. júlí 1930
Argentína 3-1 Síle Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 41.459
Dómari: John Langenus, Belgíu
Stábile 12, 13, M. Evaristo 51 Subiabre 15

Úrslitin í riðlinum réðust í fyrsta leik þar sem Brasilía, sem talin var með sterkasta liðið, tapaði fyrir ungu liði Júgóslavíu. Vegna deilna innan knattspyrnusambands Júgóslavíu voru einungis serbneskir leikmenn í landsliðinu. Bólivía hafði aldrei unnið knattspyrnulandsleik fyrir mótið og reyndist andstæðingunum lítil fyrirstaða.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Júgóslavía 2 2 0 0 6 1 +5 4
2 Brasilía 2 1 0 1 5 2 +3 2
3 Bólivía 2 0 0 2 0 8 -8 0
14. júlí 1930
Júgóslavía 2-1 Brasilía Estadio Gran Parque CentralMontevideo
Áhorfendur: 24.059
Dómari: Aníbal Tejada, Úrúgvæ
Tirnanić 21, Bek 30 Preguinho 57
17. júlí 1930
Júgóslavía 4-0 Bólivía Estadio Gran Parque CentralMontevideo
Áhorfendur: 18.306
Dómari: Francisco Mateucci, Úrúgvæ
Bek 60, 67, Marjanović 65, Vujadinović 85
20. júlí 1930
Brasilía 4-0 Bólivía Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 25.466
Dómari: Thomas Balvay, Frakklandi
Moderato 37, 73, Preguinho 57, 83
Leikur Perú og Rúmeníu.

Fyrsta brottvikningin í sögu HM leit dagsins ljós í upphafsleik riðilsins þar sem Perúbúinn Plácido Galindo var rekinn útaf fyrir brot. Rúmenar nýttu sér liðsmuninn og sigruðu í leik sem talinn er sá fásóttasti í sögu keppninnar. Opinberar tölur herma að um 2.500 manns hafi fylgst með leiknum, en frásagnir sjónvarvotta benda til að um 300 sé nær lagi. Vegna tafa á framkvæmdum við Estadio Centenario-leikvanginn lék Úrúgvæ ekki sinn fyrsta leik fyrr en á fimmta degi mótsins og var það jafnframt vígsluleikur vallarins. Heimamenn reyndust ofjarlar andstæðinga sinna í riðlinum, líkt og búist var við.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Úrúgvæ 2 2 0 0 5 0 +5 4
2 Rúmenía 2 1 0 1 3 5 -2 2
3 Perú 2 0 0 2 1 4 -3 0
14. júlí 1930
Rúmenía 3-1 Perú Estadio PocitosMontevideo
Áhorfendur: 2.549
Dómari: Alberto Warnken, Síle
Deșu 1, Stanciu 79, Kovács 89 De Souza 75
18. júlí 1930
Úrúgvæ 1-0 Perú Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 57.735
Dómari: John Langenus, Belgíu
Castro 65
21. júlí 1930
Úrúgvæ 4-0 Rúmenía Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 70.022
Dómari: Almeida Rêgo, Brasilíu
Dorado 7, Scarone 26, Anselmo 31, Cea 35

Bandaríkjamenn komu verulega á óvart með sannfærandi sigrum í báðum sínum leikjum. Í leiknum gegn Paragvæ skoraði Bert Patenaude tvö mörk samkvæmt leikskýrslu dómara. Árið 2006 lýsti FIFA því hins vegar yfir að þriðja mark Patenaude hefði ranglega verið eignað öðrum leikmanni. Hann telst því í dag hafa skorað fyrstu þrennuna í sögu heimsmeistarakeppninnar.

Sæti Lið L U J T Sk Fe Mm Stig
1 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin 2 2 0 0 6 0 +6 4
2 Paragvæ 2 1 0 1 1 3 -2 2
3 Belgía 2 0 0 2 0 4 -4 0
13. júlí 1930
Bandaríkin 3-0 Belgía Estadio Gran Parque CentralMontevideo
Áhorfendur: 18.346
Dómari: José Macías, Argentínu
McGhee 23, Florie 45, Patenaude 69
17. júlí 1930
Bandaríkin 3-0 Paragvæ Estadio Gran Parque CentralMontevideo
Áhorfendur: 18.306
Dómari: José Macías, Argentínu
Patenaude 10, 15, 50
20. júlí 1930
Paragvæ 1-0 Belgía Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 12.000
Dómari: Ricardo Vallarino, Úrúgvæ
Vargas Peña 40

Undanúrslit

[breyta | breyta frumkóða]
Argentínska landsliðið.

Báðar undanúrslitaviðureignirnar reyndust afar ójafanar og lauk með 6:1 sigrum suður-amerísku liðanna. Var það mesti markamunur í undanúrslitum HM allt til mótsins 2014. Leikur Argentínu og Bandaríkjanna fór fram í ausandi rigningu. Jafnræði var í fyrri hálfleik en í þeim seinni skildi á milli liðanna. Júgóslavar náðu forystunni í seinni viðureigninni, en Úrúgvæ tók fljótlega öll völd á vellinum.

Ekki var keppt um bronsverðlaun á mótinu. Heimildum ber ekki saman um hvort slíkt hafi staðið til, en að Júgóslavar hafi neitað að taka þátt af óánægju með dómgæsluna í tapleik sínum gegn Úrúgvæ. Sumar heimildir herma að bæði lið hafi fengið bronsverðlaun og aðrar að Júgóslavar hafi fengið þau í mótslok þar sem þeir töpuðu gegn heimsmeisturunum. Árið 1986 tilkynnti FIFA hins vegar að samkvæmt útreikningum þess teldust Bandaríkin hafa hlotið þriðja sætið.

26. júlí 1930
Argentína 6-1 Fáni Bandaríkjana Bandaríkin Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 72.886
Dómari: John Langenus, Belgíu
Monti 20, Scopelli 56, Stábile 69, 87, Peucelle 80, 85 Brown 89
27. júlí 1930
Úrúgvæ 6-1 Júgóslavía Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 79.867
Dómari: Gilberto de Almeida Rêgo, Brasilíu
Cea 18, 67, 72, Anselmo 20, 31, Iriarte 61 Vujadinović 4

Úrslitaleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Úrúgvæ og Argentína mættust í úrslitaleik HM líkt og verið hafði í úrslitaleik Ólympíuleikanna tveimur árum fyrr. Spennan var mikil milli liðanna sem birtist meðal annars í deilum um hvaða bolta skyldi nota. Varð úr að liðin lögðu til knött hvort í sínum hálfleik. Belgískur dómari leiksins krafðist þess að hraðskreiður bátur yrði til taks ef hann þyrfi að flýja í leikslok. Úrúgvæ skoraði fyrsta markið en Argentína náði forystunni með mörkum frá Carlos Peucelle og Guillermo Stábile. Þrjú mörk heimamanna í síðari hálfleik tryggðu þeim hins vegar sigurinn og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í Montevideo.

30. júlí 1930
Úrúgvæ 4-2 Argentína Estadio CentenarioMontevideo
Áhorfendur: 68.346
Dómari: John Langenus, Belgíu
Dorado 12, Cea 57, Iriarte 68, Castro 89 Peucelle 20, Stábile 37

Markahæstu leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]
Guillermo Stábile var markakóngur HM 1930.

70 mörk voru skoruð af 36 leikmönnum, þar af var eitt sjálfsmark. Argentínumaðurinn Guillermo Stábile varð markahæstur með 8 mörk.

8 mörk
5 mörk
4 mörk
3 mörk