Fara í innihald

André Maschinoti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

André Maschinot (f. 28. júní 1903 - 10. mars 1963) var franskur knattspyrnumaður sem keppti með franska landsliðinu á fyrstu heimsmeistarakeppninni árið 1930. Hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu HM til að skora tvö mörk í einum og sama leiknum.

Ævi og ferill

[breyta | breyta frumkóða]

André Maschinot fæddist í Búrgund-Franche-Comté-héraðinu í norðaustur Frakklandi og hóf að leika fyrir héraðsliðið US Belfort fyrir tvítugt. Árið 1927 gekk hann til liðs við AS Strasbourg og tveimur árum síðar fór hann í herbúðir stórliðsins Sochaux þar sem hann lék næstu átta árin og varð meðal annars Frakklandsmeistari árið 1935.

Hann lék fimm landsleiki á árunum 1927 til 1930. Þeir síðustu voru tveir fyrstu leikir Frakka á HM í Úrúgvæ. Maschinot skoraði tvö síðustu mörk sinna manna í 4:1 sigri á Mexíkó í upphafsleik keppninnar. Hann var aftur í leikmannahópnum þegar Frakkar töpuðu fyrir Argentínumönnum í næsta leik og voru því í raun úr leik. Maschinot var svo tekin úr liðinu fyrir lokaleikinn gegn Síle.

Maschinot lést tæplega sextugur að aldri í Colmar í Frakklandi.