Adalbert Deșu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Adalbert Deșu (ungverska: Béla Dezső) (f. 24. mars 1909 - d. 6. júní 1937) var rúmenskur knattspyrnumaður. Hann skoraði fyrsta mark Rúmena á fyrstu heimsmeistarakeppninni í Úrúgvæ árið 1930.

Ævi og ferill[breyta | breyta frumkóða]

Deșu var af ungverskum ættum og hóf knattspyrnuiðkun í heimabæ sínum Gátalja. Hann var valinn í landsliðið tvítugur að aldri árið 1929 og skoraði þá í vináttuleik gegn Búlgörum. Deșu var í hópi þeirra leikmanna sem valdir voru til fararinnar á fyrsta heimsmeistaramótið sem fram fór í Úrúgvæ árið 1930. Vinnuveitendur hans hjá UDR Reşiţa vildu ekki greiða honum vinnutap vegna fararinnar og gekk hann þá til liðs við Banatul Timișoara þar sem Deșu lauk ferlinum árið 1933.

Í Úrúgvæ skoraði Deșu á fyrstu mínútu í upphafsleiknum gegn [[Perúska karlalandsliðið í knattspyrnu |Perú]] sem lauk með 3:1 sigri. Lið Rúmeníu sá hins vegar aldrei til sólar í seinni leik sínum gegn [[Úrúgvæska karlalandsliðið í knattspyrnu |Úrúgvæ]] sem lauk 4:0.

Deșu lagði skóna á hilluna árið 1933 vegna lungnasjúkdóms sem dró hann að lokum til dauða fjórum árum síðar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]