Fara í innihald

Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fimmta ráðuneyti Ólafs Thors (stundum kallað Viðreisnarstjórnin) var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem sat við völd á Íslandi frá 1959 til 1971. Markmiðið með stjórnarmynduninni var að reisa við efnahag landsins. Nafngiftin kom til eftir að ríkisstjórnin gaf út ritið Viðreisn árið 1960.

Forsætisráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar voru formenn Sjálfstæðisflokksins; Ólafur Thors til 1963, Bjarni Benediktsson til 1970 og Jóhann Hafstein til 1971. Utanríkisráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar voru Guðmundur Í. Guðmundsson, varaformaður Alþýðuflokksins 1954-1965, til 1965 og Emil Jónsson formaður Alþýðuflokksins 1956-1968. Forsetar Sameinaðs Alþingis voru Friðjón Skarphéðinsson til 1963 og Birgir Finnsson, báðir þingmenn Alþýðuflokksins.

Frá 14. september 1961 til 1. janúar 1962, gengdi Bjarni störfum forsætisráðherra í veikindaorlofi Ólafs, Jóhann Hafstein leysti Bjarna af hólmi sem dóms- og kirkjumálaráðherra og heilbrigðis- og iðnaðarmálaráðherra. 10. júlí 1970 lést Bjarni Benediktsson í eldsvoða á Þingvöllum og tók Jóhann Hafstein við sem forsætisráðherra.

Ýmsir töluðu um nýja viðreisnarstjórn þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð 1991 af Sjálfstæðisflokki og Alþýðuflokki.

Viðreisnarstjórnin markaði upphaf álvæðingar landsins með stofnun Íslenska álfélagsins, ÍSAL, 1966 í Straumsvík. Viðreisnarstjórnin vann að heimkomu handritanna. Ríkissjónvarpinu var komið á fót af Viðreisnarstjórninni. Viðreisnarstjórnin glímdi við afleiðingar Síldarhvarfsins. Ísland gerðist aðili að EFTA í tíð Viðreisnarstjórnarinnar. Viðreisnarstjórnin hélt þingmeirihluta sínum í tvennum þingkosningum, 1963 og 1967.

Ráðherrar Viðreisnarstjórnarinnar

[breyta | breyta frumkóða]
Forsætis Utanríkis Fjármála Dóms- og kirkju Iðnaðar Heilbrigðis Mennta-
og viðskipta
Landbúnaðar- og samgöngu Sjávarútvegs Félags Hagstofan
20. nóvember
1959
Ólafur Thors (D) Guðmundur Í. Guðmundsson (A) Gunnar Thoroddsen (D) Bjarni Benediktsson (D) Gylfi Þ. Gíslason (A) Ingólfur Jónsson (D) Emil Jónsson (A)  
1960
1961
14. september
1961
Bjarni Benediktsson (D) Jóhann Hafstein (D)
1962 Ólafur Thors (D) Bjarni Benediktsson (D)
1963
14. nóvember
1963
Bjarni Benediktsson (D) Jóhann Hafstein (D) Jóhann Hafstein (D)
1964
8. maí 1965 Magnús Jónsson (D)
31. ágúst 1965 Emil Jónsson (A) Eggert Þorsteinsson (A)
1966
1967
1968
1969
1970 Eggert Þorsteinsson (A) Eggert Þorsteinsson (A) Emil Jónsson (A) Magnús Jónsson (D)
10. júlí 1970 Jóhann Hafstein (D)
10. október 1970 Auður Auðuns (D) Jóhann Hafstein (D)
1971


Fyrirrennari:
Emilía
Ríkisstjórn Íslands
(20. nóvember 195914. júlí 1971)
Eftirmaður:
Vinstristjórn II