Skólavarðan (Reykjavík)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Skólavarðan í Reykjavík á póstkorti frá 1921.

Skólavarðan var ferhyrndur steinturn sem stóð á Skólavörðuholti í Reykjavík þar sem nú er styttan af Leifi Eiríkssyni við enda Skólavörðustígs. Upphaflega hlóðu skólapiltar í Hólavallarskóla vörðuna úr ótilhöggnu grjóti árið 1793 en þá voru sjö ár síðan skólinn var fluttur frá Skálholti þar sem upphaflega Skólavarðan hafði staðið öldum saman og verið aðalfundarstaður þeirra þar. Þessi fyrsta skólavarða hrundi nokkrum árum síðar vegna hirðuleysis.

Árið 1834 lét Lorentz Angel Krieger, stiftamtmaður, hlaða nýja skólavörðu á sama stað úr tilhöggnu grjóti. Þessi skólavarða var tvílyftur steinturn með gluggum á efri hæð og ofan á hana var bætt tréverki og þaki. Hún var um tíma nefnd Kriegersminde. Skólavarðan stóð til 1931 þegar hún var rifin til að rýma fyrir styttu af Leifi Eiríkssyni sem Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum í tilefni af Alþingishátíðinni árið áður og stendur þar nú.

Hluti af grjóti Skólavörðunnar hefur varðveist og er nú varðveittur á Árbæjarsafni og hefur öðru hvoru komið til tals að nýta það til að endurreisa vörðuna í einhverri myndi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Gísli Gottskálksson í Sólheimagerði. „Ferðaminningar 1926“. Vefur Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skoðað þann 13. júlí 2008.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]


Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.