Fara í innihald

Bryggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bryggja á Mapourika-vatni í Nýja-Sjálandi.

Bryggja er fastur pallur við vatn eða sjó þar sem skip eða bátar leggja að og eru fermd og affermd. Ólíkt hafnargarði rennur vatnið frjálst undir bryggju og hún skapar þannig minni hættu á brimi og uppsöfnun sands eða leðju á botninum. Sérstök tegund af bryggju er flotbryggja.