Hitra (sveitarfélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hitra er sveitarfélag í Þrændalögum í Noregi. Í sveitarfélaginu eru 5.156 íbúar (2022). Sveitarfélagið samanstendur af eyjunni Hitra, sem er stærsta eyjan í Trøndelag og Suður-Noregi, nokkrum minni eyjum og litlu svæði á meginlandinu.

Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er þéttbýlið Fillan. Til sveitarfélagsins teljast einnig þéttbýlinu Hestvika, Sandstad, Forsnes og Ansnes á eyjunni Hitra, og Sunde á meginlandinu.

Sveitarfélagið Hitra á landamæri að Orklandi í austri og Heimi í suðri.  Norðvestur af Hitra er eyjasveitarfélagið Frøya.