Røros
Røros er námubær í Þrændalögum í Noregi með um 5.600 íbúa (2017). Bærinn byggðist upp í kringum koparnámur á 17. öld og stór hluti húsanna er enn sömu gerðar og á 17. og 18. öld. Bærinn hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO frá 1980. Námavinnsla hófst þar árið 1644 en henni lauk árið 1977, meðal annars vegna verðfalls á kopar.
Í Røros mældust -50,4 gráður árið 1914 sem er lægsti hiti sem mælst hefur í Noregi utan Finnmarkar.