Vestfold
Jump to navigation
Jump to search
Vestfold er fylki í suðaustur Noregi, 2.224 km² að stærð, og er næstminnsta fylki Noregs í ferkílómetrum á eftir Ósló, sem er 454 km² að stærð. Íbúar fylkisins eru um það bil 240.000. Höfuðstaðurinn í fylkinu er Tønsberg, með um 41.000 íbúa. Stærsta borgin í fylkinu er Sandefjord, með um 45.000 íbúa. Fylkið er í landshlutanum Austurland.
Kaupang, sem er gamall bær frá víkingaöld er sagður vera fyrsti bærinn í Noregi, þó að Tønsberg sé elsti bær Noregs sem stendur ennþá.
Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]
- Andabú (Andebu)
- Hof
- Hólmsströnd (Holmestrand)
- Hortin (Horten)
- Lagardalur (Lardal)
- Lagarvík (Larvik)
- Njótarey (Nøtterøy)
- Ré (Re)
- Sandur (Sande)
- Sandar (Sandefjord)
- Stokkar (Stokke)
- Sverðvík (Svelvik)
- Tjúma (Tjøme)
- Túnsberg (Tønsberg)
Fylki Noregs | ![]() | |||
---|---|---|---|---|
Agðir | Innlandet | Mæri og Raumsdalur | Norðurland | Ósló | Rogaland | Buskerud | Troms og Finnmörk | Þrændalög | Heiðmörk | Hörðaland | Mæri og Raumsdalur | Vestfold og Þelamörk | Vesturland | Viken |