Straumen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Straumen
Muustrøparken

Straumen  er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins Inderøy í Þrændalögum í Noregi. Í byggð eru 1.764 íbúar og í sveitarfélaginu 6.794 (2022). Straumen er um 22 km suður af Steinkjer, um 75 km norður af Þrándheimsflugvelli, Værnes og um 105 km norður af Þrándheimi.

Auk verslana og banka er fjöldi opinberrar þjónustu í Straumen, þar á meðal Sakshaug skóli, Inderøy framhaldsskóli, Inderøy Videregående skóli  (menntaskóla) og Sund Folkehøgskole (lýðskóli).  

Sakshaug kirkja

Straumen hefur nokkrar menningarstofnanir, þar á meðal listaverkstæði Nils Aas og Inderøy menningarhúsið. Auk þess er Muustrøparken með fjölda skúlptúra ​​eftir Nils Aas. Bærinn er árlegur vettvangur djasshátíðarinnar SoddJazz.  

Við Straumen er einnig Sakshaug kirkja og Sakshaug gömul kirkja frá 12. öld.