Kyrksæterøra
Kyrksæterøra er þéttbýli og stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins Heim í Þrændalögum í Noregi.. Í byggð eru 2 484 íbúar og í sveitarfélaginu 5.884 (2022). Staðurinn er staðsettur við útfall árinnar Søa við Hemnfjorden, u.þ.b. 105 kílómetra vestur af Þrándheimi og 62 kílómetra vestur af Orkanger.
Á Kyrksæterøra eru hótel, matsölustaðir, verslunarmiðstöð, banki, fata- og íþróttaverslanir, raftæki, hárgreiðslustofa, verkstæði, timbur, tjald- og skálaleiga og smábátahöfn. Hvað stóriðju varðar er í byggðinni skipasmíðastöð, álver, byggingafyrirtæki, tréverksmiðja og eldisverksmiðja fyrir lax og regnbogasilung.
Í Kyrksæterøra er Sodin-skólinn, sem er 10 ára grunnskóli, og Kyrksæterøra Videregående skole (menntaskóla) með almennar greinar og verknám er einnig hér.
Opinber þjónusta á Kyksæterøra er meðal annars læknir og tannlæknir, auk heilsu- og öldrunarstöðvar.
Hemne kirkja er átthyrnd kirkja frá 1817.