Frosta (sveitarfélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Frosta er sveitarfélag í Þrændalögum í Noregi. Í sveitarfélaginu eru 2.608 íbúar (2022).

Engin þéttbýli eru í sveitarfélaginu, en sveitarstjórnin og aðalhlutverk sveitarfélagsins eru miðsvæðis á miðjum Frostaskaga, í kringum þorpið Alstad.

Frosta sveitarfélagið liggur að sveitarfélaginu Levanger í austri.

Við vesturodda Frostu er eyjan Tötra í Þrándheimsfirði, milli Frostu og Leksvik. Norðarlega á eynni eru rústirnar af Tötru-klaustri, sem stofnað var 1207. Sunnar á eynni var árið 1999 ákveðið að stofna nunnuklaustur. Hornsteinninn var lagður árið 2003, og klaustrið tekið í notkun sumarið 2006.

Frosta í tölum
  • Flatarmál: 75 km²
  • Ræktað land: 23 km²
  • Nytjaskógar: 31 km²
  • Mannfjöldi: 2.466 (1. janúar 2008)
  • Hæsti staður: Storheia, 368 m y.s.
Skipting atvinnugreina (1980)
  • Landbúnaður, skógrækt, fiskveiðar: 45 %
  • Iðnaður: 9 %
  • Byggingariðnaður: 7 %
  • Verslun: 9 %
  • Samgöngur: 6 %
  • Aðrar þjónustugreinar: 24 %

Tenglar[breyta | breyta frumkóða][breyta | breyta frumkóða]

  • Vefsíða sveitarfélagsins
  • Heimasíða nunnuklaustursins á Tötru