Nærøysund (sveitarfélag)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nærøysund er strandsveitarfélag í norðurhluta Þrændalaga í Noregi. Fjöldi íbúa í sveitarfélaginu er 9.840 (2022).

Stjórnsýslumiðstöð sveitarfélagsins er borgin Rørvik. Til sveitarfélagsins teljast einnig þéttbýlin Kolvereid og Ottersøya.

Stór hluti sveitarfélagsins samanstendur af Vikna-eyjaklasanum sem liggur vestan við sveitarfélagið.

Nærøysund liggur að sveitarfélögunum Leka í norðvestri, Bindal (Nordlandssýsla) í norðri, Høylandet í austri og Namsos í suðri.