Fara í innihald

Þrándheimsfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.
Åsenfjord, einn af innfjörðum Þrándheimsfjarðar.

Þrándheimsfjörður (norska: Trondheimsfjorden) er þriðji lengsti fjörður Noregs og er 130 km langur. Mesta dýptin er yfir 600 metra. Stærstu eyjur í firðunum eru Ytterøya og Tautra. Eyjan Niðarhólmur er við Þrándheim en borgin sjálf er við miðbik fjarðarins.