Forsíða
59.514 greinar á íslensku.
Jimmy Carter
James Earl „Jimmy“ Carter, Jr. (1. október 1924 - 29. desember 2024) var bandarískur stjórnmálamaður úr Demókrataflokknum. Hann var 39. forseti Bandaríkjanna á árunum 1977-1981 og vann friðarverðlaun Nóbels árið 2002.
Jimmy Carter var kjörinn forseti í kosningunum 1976, þar sem hann sigraði sitjandi forsetann Gerald Ford. Ford hafði áður verið varaforseti en hafði tekið við forsetaembættinu af Richard Nixon sem sagði af sér vegna Watergatemálsins. Carter náði kjöri á forsetastól sem pólitískur utangarðsmaður sem var ósnertur af hneykslismálum sem höfðu sett bletti á síðustu ríkisstjórnir landsins. Þrátt fyrir að koma þannig í Hvíta húsið með ferskum andvara glataði Carter smám saman vinsældum sínum vegna versnandi efnahagsástands í kjölfar olíukreppunnar 1979 og þjóðarauðmýkinga á borð við innrás Sovétmanna í Afganistan og gíslatökuna í Teheran. Þessir erfiðleikar stuðluðu að því að Carter tapaði endurkjöri á móti Ronald Reagan, frambjóðanda Repúblikana, í forsetakosningunum 1980.
Vissir þú...
- … að Charles Curtis, varaforseti Bandaríkjanna frá 1929 til 1933, er eini ameríski frumbygginn sem hefur gegnt embætti varaforseta landsins?
- … að talið er að 83% mannkyns búi við ljósmengun?
- … að Jeannette Rankin (sjá mynd), fyrsta konan til að ná kjöri á fulltrúadeild Bandaríkjaþings, var jafnframt eini þingmaðurinn sem kaus gegn stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna gegn Japan árið 1941?
- … að Taínóar voru fyrsta ameríska frumbyggjaþjóðin sem Kristófer Kólumbus hitti á ferðum sínum til Ameríku?
- … að sex af tekjuhæstu kvikmyndum allra tíma hafa halað inn meira en tveimur milljörðum dollara?
- … að heitið völva er dregið af orðinu „völur“ sem merkir göngustafur?
Fréttir
- 21. desember: Ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur: Samfylkingin, Viðreisn og Flokkur fólksins kynna stjórnarsáttmála og ráðherraskipan eftir Alþingiskosningar. (Kristrún Frostadóttir á mynd)
- 8. desember - Uppreisnarmenn ná völdum yfir höfuðborg Sýrlands, Damaskus. Bashar al-Assad, forseti síðan árið 2000, flýr land.
- 5. desember: Franska þingið lýsir yfir vantrausti á forsætisráðherrann Michel Barnier.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Jimmy Carter (29. desember) • Gylfi Pálsson (29. desember) • Manmohan Singh (26. desember) • Desi Bouterse (23. desember)
2. janúar
- 2004 - Geimkönnunarfarið Stardust flaug í gegnum hala halastjörnunnar Wild 2 og safnaði geimryki.
- 2006 - Kolanáma í Vestur-Virginíu féll saman með þeim afleiðinum að 12 kolanámumenn létust.
- 2009 - Her Srí Lanka náði höfuðstað skæruliða Tamíltígra, Kilinochchi, á sitt vald.
- 2010 - Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra kola eftir íkveikju.
- 2011 - Síðasta sagan um Brendu Starr kom út.
- 2016 - 47 fangar, þar á meðal margir sjítar, voru teknir af lífi í Sádi-Arabíu vegna ásakana um að hafa áformað hryðjuverk.
- 2022 - Abdalla Hamdok sagði af sér sem forsætisráðherra Súdans.
- 2022 - Yfir 40 mótmælendur í Kasakstan létu lífið í kjölfar mótmæla gegn hækkandi eldsneytisverði og ríkisstjórn landsins.
Systurverkefni
Commons |