Fara í innihald

Gylfi Pálsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gylfi Pálsson (f. 1. febrúar 1933, d. 28. desember 2024) var skólastjóri, kennari og þulur.

Gylfi útskrifaðist árið 1963 úr Háskóla Íslands með BA-próf í mannkynssögu og bókasafnsfræði ásamt prófi í uppeldis- og sálarfræðum til kennsluréttinda. Árið 1966 og til 1993 var Gylfi skólastjóri Gagnfræðiskólans á Brúarlandi (síðar Gagnfræðaskóli Mosfellsbæjar)[1]

Hann lék lítið hlutverk í kvikmyndinni Kristnihald undir Jökli sem guðfræðingur. Hann er þó líklega frægastur fyrir að vera röddin í viðvörunar-kvikmynd Kvikmyndaeftirliti ríkisins. Í henni les hann upp aldurstakmark kvikmyndarinnar og lýkur viðvöruninni með því að segja: „Góða skemmtun“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Andlát: Gylfi Pálsson Mbl.is, sótt 2. janúar, 2025
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.