Wikipedia:Kynning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Taktu eftir Breyta flipanum á sérhverri síðu. Á Wikipedia er mögulegt að breyta nær öllum síðum hvort sem þú skráir þig inn eður ei.

Hvað er Wikipedia?

Fylgdu Breyta tenglinum til að virkja breytingarham

Wikipedia er frjálst alfræðirit skrifað í samvinnu fjölmargra notenda um allan heim sem í sameiningu gera þúsundir breytinga á hverjum klukkutíma. Þær eru allar skráðar í breytingaskrá einstakra síðna, á nýlegum breytingum og á vaktlista einstakra notenda, sem kosið hafa að fylgjast með ákveðnum síðum. Fylgst er með skemmdarverkum og bulli og er slíkt yfirleitt fjarlægt fljótt.

Hvað get ég gert?

Vertu óhræddur við að gera breytingar! Við hvetjum fólk til að taka bara af skarið og bæta það sem bæta má. Það er alltaf hægt að laga mistök eftir á. Þú getur skrifað nýjar greinar, gjarnan um íslenskt efni eða þá annað sem þér er hugleikið. Þú getur líka bætt við þær sem fyrir eru, lagað staðreyndavillur, stafsetningar- og málfræðivillur.

Það er einfalt að breyta síðu:

  1. Ýttu á Breyta uppi í hægra horni greinar til að virkja breytingarham (eða Skapa ef síðan er ekki til). Þá skiptist síðan yfir í sýnilegar breytingar þar sem þú getur breytt texta, bætt inn hlekkjum með því að ýta á hlekkja-táknið, bætt inn tilvísunum með því að ýta á tilvísunar-flipann, og bætt inn myndum með því að ýta á Setja inn→Margmiðlun.
  2. Þegar þú ert búinn ýtirðu á bláa hnappinn uppi í hægra horninu, Gefa út breytingar eða Birta síðu.
  3. Þá lýsirðu því sem þú hefur breytt, og ýtir svo aftur á Gefa út breytingar eða Birta síðu.

Flóknara er það ekki. Ef þú ert skráður inn geturðu gert tilraunir í sandkassanum þínum, hlekkur á sandkassann er efst uppi hægra megin á síðunni. Ýttu á Skapa til að byrja.

Fyrir frekari leiðbeiningar um textavinnslu geturðu kíkt á námskeiðið og í handbókinni má finna leiðbeiningar um ritstílinn á Wikipediu.

Hvernig finn ég greinar sem ég get bætt?

Með því að vafra um Wikipediu geturðu auðveldlega fundið greinar sem má bæta. Þú getur líka vafrað um hinar erlendu Wikipediur og rekist þar á greinar sem ekki eru til á íslensku.

Til eru nokkrir listar sem þú getur litið yfir og fundið greinar sem þarfnast bóta:

Hvað ef ég lendi í vanda?

Suma hluti getur verið snúið að búa til á Wikipediu. Þú getur alltaf beðið um aðstoð á spjallinu þínu. Aðrir notendur fylgjast með breytingum á Wikipediu og munu kíkja á spjallsíðuna þína og hjálpa þér.

Frekari leiðbeiningar geturðu fundið í handbókinni og í ensku handbókinni.