Wikipedia:Potturinn/Safn 12

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 11 | Safn 12 | Safn 13


Nýtt Landsnið

Mér fannst landsniðið okkar svo púkó að ég fór að vinna að öðru. Það er ekki fullklárað en ég ákvað að skella því inn til að heyra hljóðið í ykkur. Belgía er dæmið sem að ég nota og sniðið er hér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. mars 2008 kl. 03:54 (UTC)[svara]

Jæja. Ég tel mig hafa lokið við sniðið og bið um grænt ljós á að fá að skipta því gamla út, í rólegheitunum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. apríl 2008 kl. 08:33 (UTC)[svara]
Ef þú nennir að standa í þessu endilega bættu þetta eins og þér sýnist. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. apríl 2008 kl. 10:12 (UTC)[svara]

Hundraðþúsundmilljóntrilljón greinar

Jæja, maður má láta sér dreyma. En allavega, um daginn skrifaði hu:User:Pataki Márta greinina hu:Nicholas Hilliard og var það Wikipedia grein númer tíu milljón! Vúhú, allir að detta í það. Eða eigum við frekar bara að skrifa okkar eigin grein og vonast til að það sé grein númer tuttugu milljón? http://wikimediafoundation.org/wiki/Press_releases/10M_articles --Steinninn 30. mars 2008 kl. 06:00 (UTC)[svara]

Eigum við ekki bara frekar að detta í það. --Stefán Örvarr Sigmundsson 1. apríl 2008 kl. 00:42 (UTC)[svara]

Jæja

Ég er kominn aftur og ef ég man rétt þá átti einhver máltíð inni hjá mér =P hvenær myndi henta þér? --Baldur Blöndal 1. apríl 2008 kl. 12:36 (UTC)[svara]

Þú valdir góða tímasetningu til að snúa heim. Nú trúir þér enginn. Þú ert ábyggilega enþá út í Japan. --Steinninn 1. apríl 2008 kl. 16:58 (UTC)[svara]
Ég fékk mér nú bara sjálfur sushi í tilefni dagsins... á Iðu, það var fínt, en spurningin er hvort við ættum að blása til wikikaffis einhvern tíma á næstunni - t.d. í næstu viku. --Akigka 1. apríl 2008 kl. 21:04 (UTC)[svara]
Endilega, fyrir mitt leiti er ég upptekinn um helgina og næstu helgi. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. apríl 2008 kl. 21:15 (UTC)[svara]
Ég ætla að koma í næsta wikimeeting sko, bara láttu mig að vita hvenær það er. Ég mun örruglega farið, pottþétt ;) Og já ég borðaði sushi í dag líka í háskólatorg, 900kr. fyrir 2 Futo Maki, 2 Salmon, 3 Cucumber, og 1 shrimp. :D --Girdi 1. apríl 2008 kl. 23:01 (UTC)[svara]
Eða, má ég koma? Það er gott til að spurja áður en ég bjóða mig sjálfur :p --Girdi 1. apríl 2008 kl. 23:43 (UTC)[svara]
Það eru allir velkomnir á þessi wikikaffi svona almennt séð. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. apríl 2008 kl. 00:19 (UTC)[svara]
Ég lýg aldrei! En jú það var nú allt í klessu í heimferðinni, vegabréf.. sendiráð.. Terminal 5 í Heathrow. Þarf ég að segja meira? En wikikaffi hljómar vel =) allir eru velkomnir þannig séð --Baldur Blöndal 2. apríl 2008 kl. 10:25 (UTC)[svara]
Já Baldur, þú ert ennþá í Japan, það var japanskt númer sem þú hringdir í mér í gær haha. :D Nei djók, allavega já bara setið upp tíma, stað, og þá verð ég þarna! :) Bíddu, það er í Reykjavík eða Höfuðborgarsvæðinu, er það ekki? :D --Girdi 2. apríl 2008 kl. 10:38 (UTC)[svara]

Gini

Hvað köllum við þetta? --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. apríl 2008 kl. 05:16 (UTC)[svara]

Gini-stuðullinn. --Bjarki 3. apríl 2008 kl. 09:14 (UTC)[svara]

Wikikaffi April 2008

Hvað finnst ykkur um að hitta í Wiki-meeting á föstudagskvöld fimmtudagskvöld 17. apríl 2008 á Kaffi París (austurvöllur/austurstræti)? Kannski klukkan 20:00 til whenever sko. :) Skrifaðu níður ef þú hefur áhuga að mæta. Vona að sjá ykkur þarna! --Girdi 8. apríl 2008 kl. 13:29 (UTC)[svara]

Athugið að það er ekki 10 en 17 apríl fimmtudagskvöld!! :) --Girdi 8. apríl 2008 kl. 19:31 (UTC)[svara]
Spurning að auglýsa þetta eitthvað betur en bara hérna? Kannski á forsíðunni? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. apríl 2008 kl. 15:57 (UTC)[svara]
Væri kannski ráð að búa til svona "notice board" á forsíðunni og að hafa þar tilkynningar eins og samvinnu mánaðains eða svona hittinga? --Baldur Blöndal 9. apríl 2008 kl. 17:05 (UTC)[svara]
Ég held að aðal ráðið væri að búa til nýja forsíðu frá grunni, hún er ljót. --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. apríl 2008 kl. 17:17 (UTC)[svara]
*hóst* --Baldur Blöndal 9. apríl 2008 kl. 18:33 (UTC)[svara]
Kannski ef það er hægt, setja upp yfir, eins og þar sem "Donation notice" var. "Wikimæting 17 apríl 2008 á fimmtudaginn, smelltu hérna fyrir meira upplysinga" eða eitthvað svoleiðis. --Girdi 10. apríl 2008 kl. 16:25 (UTC)[svara]
Þetta er ekki í dag er það? --Akigka 10. apríl 2008 kl. 16:38 (UTC)[svara]
Jú, svo er víst. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. apríl 2008 kl. 16:39 (UTC)[svara]
Nei, þetta er ekki í dag, það er næsta fimmtudaginn, 17 apríl --Girdi 10. apríl 2008 kl. 16:55 (UTC)[svara]

Meira upplysingar

  • Ok, ég var að tala við Café París í dag, við þurfum ekki pöntuna ef við erum minni en 10 fólk. Ef það er meira en 10, það er ennþá ekkert mál að hafa pöntun. Og ef við erum minni en 10 fólk, það er ennþá ekkert mál til að fá borð (svo segir maðurinn sem ég var að tala við). Ef þú hefur spurninga eða eitthvað, bara spurðu hérna. Ég skal senda tölvupost frá Wikipediu til notendara sem eru að mæta með símanúmerinu mínu, svo bara hringdu í mér svo við getum allt mæta saman. :)
  • Ef þú veist ekki hvar Café París er, það er í Austurvelli í 101 Reykjavík, rétt hjá Íslandspóstur á Austurstræta.


Wikimeeting úpplysingar

  • 17 apríl 2008 Fimmtudagskvöld
  • Kaffí París (Eða Café Paris - meira upplysingar
  • 101 Reykjavík
  • Kl. 20:00 - eitthvað
  • Verið í Wikibolum (ef það er hægt ;))
  • Ef þú hefur spurning, spurðu hérna bara, sjáumst þarna)


Notendur sem hafa áhuga að mæta

  • Jóhann (Girdi)
  • Baldur (BiT), fín tímasetning
  • Ævar Arnfjörð Bjarmason: hef áhuga en get ekki mætt svona seint á föstudegi (er nánast aldrei í borginni um helgar). Myndi mæta á eitthvað sem væri ekki um helgi, t.d. á sama tíma á fimmtudegi. Ekki svo að skilja að ég búist við að fyrirætlunum annara um samkomur sé breytt vegna þess að þær henta mér ekki. mæti þá fyrst þetta er á fimmtudegi!
Flott! Já, fimmtudagur 17 apríl :) --Girdi 10. apríl 2008 kl. 16:23 (UTC)[svara]
Fimmtudagur it is. (17. apríl 2008) :) --Girdi 8. apríl 2008 kl. 14:38 (UTC)[svara]

Ok, hver er örruglega að koma?. Við höfum hvað, ég, baldur, Ævar, Haukur, Salvör, og kannski Akigka. Er Jóna, Stefán, Friðrik, Steinninn, eða meira að koma? --Girdi 14. apríl 2008 kl. 23:36 (UTC)[svara]

Ég kemst ekki, bý á Akureyri og hef ekki tíma til að fara suður á fimmtudegi. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. apríl 2008 kl. 13:56 (UTC)[svara]
Ég kemst allavegana, og hvað um að allir mæti með pípuhatta og einglyrni? --Baldur Blöndal 15. apríl 2008 kl. 14:19 (UTC)[svara]

Great Success! Takk fyrir komuna! Það var mjög gaman í kvöld. Því míður en ég get ekki fundið USB-kabíll minn fyrir myndir, ég skal fara til Elko á morgun til að kaupa nýjan. En já Salvör tók myndir, kannski hún getur hlaða þeim inn. En já, annars, það var mjög gaman og hlakka til næsta funds. :) --Girdi 18. apríl 2008 kl. 00:04 (UTC)[svara]

Þetta var mjög fínt. Takk fyrir mig. --Akigka 18. apríl 2008 kl. 00:56 (UTC)[svara]
Wikimedia:Ísland á Commons - Þetta er nokkrar myndir sem ég tók í kvöld, en kannski Salvör hefur meira skemtilegara myndir. :) --Girdi 18. apríl 2008 kl. 00:58 (UTC)[svara]
Hver var aftur slóðin á þennan vélþýðanda sem einhver minntist á í gær? --Akigka 18. apríl 2008 kl. 10:02 (UTC)[svara]
Slóðin á vélþýðandann er http://www.tungutorg.is það er enska, danska og esperanto sem þetta þýðir úr og í. --Salvör Gissurardóttir 22. apríl 2008 kl. 15:23 (UTC)[svara]
Þau ætti að fá nóbelsverðlaunin fyrir hann. Hér eru nokkur dæmi sem ég hef prófað: --Stefán Örvarr Sigmundsson 22. apríl 2008 kl. 17:02 (UTC)[svara]
  • Hvað er í matinn? = A who is in the food?
  • Ströndin er við hafið. = The coast is at initiate.
  • Í nótt fer ég út. = Tonight go I out.
  • Hvenær byrjar aftur myndin? = When restarts the picture?
Haha! Ég þekki manninn sem bjó til tungutorg.is, ég var að tala við systir hennar og hún ætlar að segja honum þessu dæmi! :) Þetta er smá fyndið finnst mér. :) --Girdi 22. apríl 2008 kl. 18:27 (UTC)[svara]

Bætti mínum myndir inn í commons:Wikimedia_Ísland og svo er hérna myndavídeó á flickr, ég læt það spilast undir þessu skemmtilega lagi sem er um mann sem ekkert hefur skrifað inn á wikipedia.Hér er textinn

Tölugreinar (aftur, aftur)

Ættum við að nota 0 (tala) eða 0 (tölustafur)? --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. apríl 2008 kl. 11:15 (UTC)[svara]

Tala, þetta á að fjalla um töluna sjálfa og ýmis tákn sem tákna hana ekki bara tölustafinn 0. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. apríl 2008 kl. 11:20 (UTC)[svara]
Munurinn þar á milli ruglar mig, en ætti þá flokkurinn af heiti tölur eða tölustafir? Hann heitir tölustafir í dag. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. apríl 2008 kl. 11:24 (UTC)[svara]
Ath. muninn á tölu og tölustaf (skoðið flokkana með sama heiti til skýringar). Thvj 10. apríl 2008 kl. 16:48 (UTC)[svara]
Ég þarf eiginlega að fá þetta á hreint áður en að ég færi þetta allt, aftur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. apríl 2008 kl. 19:34 (UTC)[svara]
Fá hvað á hreint og færa hvað aftur?? Það er grundvallarmunur á tölu og tölustaf, m.ö.o. er þetta ekki sama fyrirbærið! Ég var búinn að leggja í dálitla vinnu í að aðgreinan þetta tvennt þ.a. þetta yrði skýrara. Hvað er svona óskýrt? Thvj 10. apríl 2008 kl. 19:44 (UTC)[svara]
Álit annara. Ævar virðist t.d. ekki sammála um þetta. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. apríl 2008 kl. 19:50 (UTC)[svara]
Mér finnst alger óþarfi að skipta upp greinum um tákn og hugtakið sem þau tákna. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11. apríl 2008 kl. 14:45 (UTC)[svara]
Sammála um hvað! Stefán, ertu ekki til í að lesa vandlega greinarnar um tölur og tölustafi fyrst og skoða síðan viðkomadi flokka, en þá er ég handviss um að það rofi til hjá þér :) Thvj 10. apríl 2008 kl. 19:53 (UTC)[svara]
Sammála um hvort eigi að nota. I quote Tala, þetta á að fjalla um töluna sjálfa og ýmis tákn sem tákna hana ekki bara tölustafinn 0. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. apríl 2008 kl. 11:20 (UTC). --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. apríl 2008 kl. 21:56 (UTC)[svara]
Auðvitað er munur á tölu og tölustaf. Það er svona hliðstætt og tónn annarsvegar og svo nótan sem er tákn fyrir þennan tón. Eða þá annars vegar bókstafur og svo hljóðið (fónemið) sem hann stendur fyrir. --Mói 10. apríl 2008 kl. 21:53 (UTC)[svara]
Ég átta mig á því hvað þið eru að tala um, held ég. Þið eruð að segja að það ætti að hafa greinar um tölustafina (frá 0 til 9) og svo greinar um tölur (0 (tala), 55 (tala) 195 (tala) o.fl.) er það ekki svo? Málið er bara svo, að t.d. á ensku Wikipedia þá er enginn greinarmunur gerður þar á. Það er að segja, þessu er bara öllu skellt í eina grein og þar sem að um tölustafi á við er bara tekið fram hvort þetta séu tölustafir. Mér finnst að við ættum að gera slíkt hið sama. Þá myndi 1 (tala) vera eitthvað í áttina að "1 (einn) er tala, tölustafur og tákn.... Það er í raun ekki þess virði að hafa þetta í sér grein. Hvað segið þið? --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. apríl 2008 kl. 01:50 (UTC)[svara]

Ég legg til að við sameinum þær. --Stefán Örvarr Sigmundsson 20. apríl 2008 kl. 07:59 (UTC)[svara]


Skjölun sniða

Mér datt í hug að við myndum taka upp á því að skjala snið eins og gert er á nokkrum öðrum Wikipedia. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. apríl 2008 kl. 12:19 (UTC)[svara]

Ég ætla að gera tilraunir með þetta því að það staðlar útlit sniða og er frekar sniðugt. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. apríl 2008 kl. 13:18 (UTC)[svara]
Hvað er skjölun sniða? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. apríl 2008 kl. 15:32 (UTC)[svara]
en:Wikipedia:Template documentation. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 15:34 (UTC)[svara]
Þú meinar það. Svo þú vitir af því, ég var byrjaður að nota Snið:Skilaboð til þess að staðla útlit á algengustu sniðunum. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. apríl 2008 kl. 15:40 (UTC)[svara]
Já, skilaboð er fyrir snið sem fjalla um efni/gæði greina. Hitt er allt annað. Það staðlar útlit sniðsins sjálfs, það er að segja, útskýringarnar á notkun sniðsins og svoleiðis. Það hefur lítið með það að gera hverning sniðið kemur út á greinum, reyndar ekkert. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 15:44 (UTC)[svara]
Ertu þá ekki að staðla skjölunina? :P Hvað um það, farðu endilega að dunda þér við þetta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. apríl 2008 kl. 15:52 (UTC)[svara]
Já, ég er mikill dundari. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 15:56 (UTC)[svara]
Mér finnst þetta góð hugmynd. --Steinninn 12. apríl 2008 kl. 20:43 (UTC)[svara]

Kominn tími til að endurhanna forsíðuna

Mér og Steina finnst forsíðan frekar ljót og ég efa ekki að fleiri séu sammála. Vinnur okkar Max tók undir þetta og stakk ég upp á því að hann endurhannaði hana frá grunni. Ég vona að allir taki vel í þetta. Sjá hér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 15:55 (UTC)[svara]

Mæli með því að þið miðið við ítölsku forsíðuna, hún er mjög flott. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 12. apríl 2008 kl. 16:17 (UTC)[svara]
Mér finnst nú ítalska forsíðan fullofhlaðin (af íkonum sérstaklega) og finnst að við ættum frekar að draga úr litanotkun en hitt. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 16:25 (UTC)[svara]
Já, já þið hittið einmitt naglan á höfuðið. Ítalska forsíðan er einmitt það sem að við Max ræddum um, en samt ekki að herma eftir algjörlega. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 16:41 (UTC)[svara]
Ég mæli með hógværð í litadýrð og glossi ýmiss konar, þ.e. ekki of mikið rókókó eing og í þeirri ítölsku :) Thvj 12. apríl 2008 kl. 16:44 (UTC)[svara]
Annað, varðandi þessar gáttir... Ætlum við að búa þær til fyrir forsíðuna - eða eiga þetta að vera þær sem við eigum til? --Akigka 12. apríl 2008 kl. 16:51 (UTC)[svara]
Eru menn almennt á þessu "á lengdina" lúkki? (sbr. norsku, sænsku, dönsku, o.s.frv.) fremur en "á breiddina"? (íslenska, enska, pólska, þýska t.d.). Annars sé ég að da.wiki er orðin flott (orðið löngu tímabært) og með nettum íkonum. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 17:02 (UTC)[svara]
Ég mælin innilega með da.wiki: jafnvægi, hógværð og mátulegt lítillæti :D Thvj 12. apríl 2008 kl. 17:04 (UTC)[svara]
Jájá við erum ekkert að fara leggjast í eitthvað glamur. Ég held að við séum meira á breiddinni. Annars hef ég ekki oft séð jafn ljótar síður og þá sænsku. Tilgangurinn hjá okkur er bara að gefa síðunni nútímalegra útlit. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 17:30 (UTC)[svara]
Einmitt, fáguð hógværð ;) Thvj 12. apríl 2008 kl. 17:31 (UTC)[svara]
Akigka, þú spyrð um gáttirnar; ég held að við munum bara búa þær til. Hugmyndinn er að út frá forsíðunni komi staðlað úlit á aðrar síður svo það ætti að vera auðvelt að búa til gáttir út frá henni. Það yrði einfaldlega þannig að fólk myndi afrita eitthvað ákveðið snið og bæta svo bara texta, myndum og tenglum við það. Ég held að það sé eitthvað svipað gert á sumum öðrum verkefnum, það sparar allavega tíma. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 19:08 (UTC)[svara]
Jamm, en það þarf líka að halda þeim við. Í reynd eru gáttirnar eins og hálfgildingsforsíður um eitthvað áhugasvið. Okkur hefur gengið sæmilega að halda þessari forsíðu við, en það er þó upp og ofan. Ef einhver einn er mjög áhugasamur um eitthvað efni (eða jafnvel tvö efni) þá getur sá hæglega haldið við einum-tveimur gáttum, en viðkomandi þarf samt að hafa sig við svo þessar gáttir verði ekki bara steingervingar. Ég hef sum sé vissar efasemdir um að búa til gáttir sem síðan enginn hefur áhuga á að halda við bara til að hafa eitthvað sem líkist yfirflokkum á forsíðunni. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 19:14 (UTC)[svara]
Annars er tillagan núna elegant. Eina hvað litirnir passa illa við Modern þemað. En þetta er allt í áttina. --Akigka 12. apríl 2008 kl. 19:28 (UTC)[svara]
Ég held að það sé auðveldlega hægt að redda því með því að setja CSS-kóða í Modern.css. Annars eru þetta ekki svo margar gáttir. Ég geri mér líka vonir um að ef að við komum Wikimedia Ísland einhverntíman í gang náum við kannski að hala inn slatta (tugum eða hundruðum) af áhugasömu fólki. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 19:44 (UTC)[svara]
Mér finnst ekkert að forsíðunni eins og hún er núna. Hún er ekkert ljót. Annars má alveg búa til betra útlit ef eitthver nennir því. Mér finnst ítalska og hollenska síðan ljót en danska bara nokkuð flott. Svo finnst mér ekkert vitlaust að búa til gátt um aðal viðfangsefnin: Menning, Samfélag, Tækni, Vísindi og Náttúran. --Steinninn 12. apríl 2008 kl. 20:53 (UTC)[svara]
Þá hef ég eitthvað misskilið þig greyið mitt. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 22:12 (UTC)[svara]
Mér finnst forsíðan ekkert ljót. En ef við ætlum að breyta þessu, þá finnst mér norsku og dansku síðurnar flottari en sú ítalska. Margar síður hafa færri atriði undir "Vissir þú?" og "Atburðir dagsins" og það myndi kannski auðvelda viðhald (að hafa þrjár línur). Varðandi tillögu Maxí, þá fyndist mér að systurverkefnin mættu frekar missa sín (eða það mætti einhvern veginn minnka þau) en efnisyfirlitið. --Cessator 12. apríl 2008 kl. 23:00 (UTC)[svara]
Já, það mætti minnka þau. Annars átta ég mig ekki alveg á þessu efnisyfirliti. Þetta eru tenglar í hálftóma flokka, en allavega. Þetta er enn í smíðum og verður ekki tilbúið fyrr en í fyrsta lagi á morgun. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. apríl 2008 kl. 23:16 (UTC)[svara]
Nei, það er nú búið að vinsa út þá sem eru næst því að vera tómir. Gerðum það þegar við fækkuðum tenglahópunum í efnisyfirlitinu úr átta í sex. Þeir sem eftir eru hafa flestir helling af efni (efni í undirflokkum talið með). --Cessator 12. apríl 2008 kl. 23:43 (UTC)[svara]

Ný síða

Hér má sjá hvað við höfum verið að vinna að. Við erum næstum búnir, þarf bara að skrifa fréttir og breyta aðeins Mynd dagsins en annars teljum við okkur hafa lokið þessu. Viðjum endilega fá athugasemdir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 13. apríl 2008 kl. 22:23 (UTC)[svara]

Þetta er ekki svo slæmt, venst örugglega. Flýtileiðirnar efst uppi til hægri koma reyndar illa út hjá mér. Svo finnst mér að það væri eðlilegt að hafa sögulegu atburðina fyrir neðan heimsfréttirnar af því að þetta er eiginlega það sama: atburðir; nema hvað annað eru sögulegir atburðir og hitt atburðir í samtímanum. Ef við myndum setja atburði dagsins þar sem "Vissir þú?" er núna og öfugt þætti mér það betra. Um leið mætti fækka spurningunum í "Vissir þú?" í þrjár og þá myndi ekki vera jafn mikið white space fyrir neðan mynd dagsins. --Cessator 13. apríl 2008 kl. 23:10 (UTC)[svara]
Jájá þetta venst. Ég þurfti smá tíma sjálfur í að venjast þessu en ég og Max erum búnir að vera að vinna að þessu í svo marga klukkutíma að það er komið. Bilið fyrir neðan Vissir þú? mun minnka af tveimur ástæðum; þegar við setjum inn fréttir og við ætlum að breyta Mynd dagsins þannig að myndin er fyrir ofan (og þá er líka hægt að stækka hana töluvert) og textinn fyrir neðan. --Stefán Örvarr Sigmundsson 13. apríl 2008 kl. 23:59 (UTC)[svara]
Ég fór persónulega yfir sniðið í IE, FF, Safari og Opera svo það ætti ekki að vera neitt að. Í Opera er bilið á milli hægri og vinstri dálkana aðeins meira en í öðrum, en það gerir ekkert til þar sem að það kemur ekki illa út. Það er ómögulegt að gera öllum til geðs. Í raun kemur það út 100% eins í IE, FF og Safari. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. apríl 2008 kl. 00:05 (UTC)[svara]
HVað með hvíta kassann og punktalínuna þar sem flýtileiðirnar eru? --Cessator 14. apríl 2008 kl. 00:35 (UTC)[svara]
Ég fatta ekki spurninguna. Hvað er málið með það? --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. apríl 2008 kl. 00:49 (UTC)[svara]
Ég er sammála Cessator, það er ekki nægilegt samhengi í því að hafa flýtileiðirnar hvítar. Punktalínan pirrar mig samt ekkert. --Steinninn 14. apríl 2008 kl. 12:02 (UTC)[svara]
Já, ég held þið ættuð að sleppa heimsfréttum og gera efnisyfirlitið tvíbreitt.--Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. apríl 2008 kl. 12:46 (UTC)[svara]
Það kemur vel til greina. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. apríl 2008 kl. 15:22 (UTC)[svara]

Ég sting upp á því að við notum Tango íkona ([1]) fremur en Nuvola -- og svo er eitthvað við þessar litasamsetningar sem er að pirra mig. Innan hvers ramma fyrir sig er þetta fínt, en þegar þeir koma saman (alla vega þessi blái, græni og brúni þarna efst) þá bara finnst mér það ekki virka - hvorki í MonoBook né Modern. Væri hægt t.d. að einfalda rammana með því að taka burt þessa línu efst í þeim? --Akigka 14. apríl 2008 kl. 16:14 (UTC)[svara]

Stækkunarerfiðleikar

Efnisyfirlitið sést hjá mér aðeins í öðrum dálknum, það ætti að ná yfir þá báða. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14. apríl 2008 kl. 12:44 (UTC)[svara]

Mætti ég nokkuð fá að vita hvaða vafra þú ert að nota þarna? --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. apríl 2008 kl. 15:19 (UTC)[svara]
Conkeror keyrandi á alpha útgáfu af xulrunner 1.9 sem notar gecko 1.9 vélina. En vandamálið hér er að þarna eru tveir dálkar með mismiklum texta þannig það mun myndast autt svæði nema í einhverri ákveðinni upplausn og leturstærð. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14. apríl 2008 kl. 15:43 (UTC)[svara]

Hér sést þetta betur, þetta er líkast til því kassarnir eru fljótandi en ekki í töflum sem afmarka þá, núverandi forsíða skalast t.d. mun betur upp. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14. apríl 2008 kl. 15:49 (UTC)[svara]

Já ég fatta hvað þú meinar. Þetta ætti að vera minnsta mál að laga. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. apríl 2008 kl. 19:13 (UTC)[svara]

Ný síða aftur

Hér höfum við það aftur. Við breyttum slatta eftir óskum ykkar. Heimsfréttir er farið, efnisyfirlitið er nú 100% af skjánum og skölunin ætti að vera í topp formi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. apríl 2008 kl. 15:44 (UTC)[svara]

Það er enn þá vandamál með hvítakassann í kringum flýtileiðirnar. Er ekki hægt að hafa hann í sama lit og hitt? --Cessator 15. apríl 2008 kl. 16:19 (UTC)[svara]
Jújú, ekkert mál. --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. apríl 2008 kl. 17:08 (UTC)[svara]
Svo er spurning með gáttirnar, hvort það sé ekki rétt að hafa heimspekigáttina með þarna einhvers staðar, því hún fellur ekki beint undir neitt af hinu. Fornfræðigáttin, tja... kannski má fella hana undir sögu en fornfræðin er samt þverfagleg. --Cessator 15. apríl 2008 kl. 17:13 (UTC)[svara]
Nennir þú nokkuð af skrifa bara nákvæmlega hér fyrir neðan hvaða gáttir ættu að vera þarna? --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. apríl 2008 kl. 17:23 (UTC)[svara]
Það sem ég gerði var bara að þýða það sem var á ensku forsíðunni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. apríl 2008 kl. 17:25 (UTC)[svara]
Heimspeki fellur undir samfélagið, á ensku Wikipedia. --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. apríl 2008 kl. 17:28 (UTC)[svara]
Heimspeki mætti koma í stað æviágripa mín vegna. Auk þess er fáránlegt að setja upp gáttir sem enginn nennir að hirða um. Sjálfur væri ég alveg til í að líta eftir vísindum og stærðfræði. Cessator á án efa eftir að sinna heimspekigáttinni vel og ég held það sé mun betra að hafa frambærilegar gáttir á forsíðunni frekar en einhverja valda yfirflokka af ensku Wikipedia. Af hverju er forsíðan snið annars? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. apríl 2008 kl. 22:05 (UTC)[svara]
Það er jafn eðlilegt að flokka heimspeki undir samfélagið eins og að flokka stærðfræði undir æviágrip :) Það er svo sem skynsamlegt að hafa sem víðastar gáttir á forðsíðunni og fella þær þrengri undir þær (Finnland t.d. undir Landafræði). --Cessator 15. apríl 2008 kl. 22:23 (UTC)[svara]

Ég skipti Systurverkefnin út fyrir gamla útlitið, enda eyddi ég þónokkrum tíma í að samhæfa það útlit með öllum systurverkefnunum. Ef fólki finnst ennþá að það ætti að breyta því þá finnst mér að við ættum að breyta því á öllum verkefnunum. Svo finnst mér "Á öðrum tungumálum" endurtekning frá því sem er í vinstri valröndinni. Hvað Gáttirnar varðar, þá má líta á Flokkur:Grunnflokkar til viðmiðunar um hvað byrja má á. --Steinninn 15. apríl 2008 kl. 20:14 (UTC)[svara]

Af hverju höfum við ekki bara þær gáttir sem eru til og fólk nennir að halda við? Eins og þetta er sett upp þá erum við að fara að setja upp sex aukaforsíður sem allar þurfa sérviðhald. Er það virkilega raunhæf áætlun? --Akigka 15. apríl 2008 kl. 22:26 (UTC)[svara]
Ég tek fram að ég hef ekkert á móti gáttunum per se, en mér finnst persónulega fremur óspennandi gátt á borð við Samfélag og veit ekki hvert okkar myndi taka að sér að halda henni við þannig að hún stæði undir nafni. Kannski hef ég rangt fyrir mér... --Akigka 15. apríl 2008 kl. 22:29 (UTC)[svara]
Ég skil vel sjónarmið þitt um að búa ekki til gáttir bara til að búa þær til, og sjá svo til hvort einhver eigi eftir að halda þeim við. Hins vegar sé ég ekkert frekar fram á að þær gáttir sem er nú þegar búið að stofna eigi eftir að halda lífi, því miður. Nú eru til 7 gáttir og mér sýnist bara 4 þeirra hafa eitthvað efni til að hægt sé að tengja í þær af forsíðunni (með góðri samvisku). Þetta er sama og við lentum í með efnisyfirlitið um daginn; það þurfti að fjarlægja „alveg og nær tóma“ flokka sem voru búnir að hanga þar frá upphafi.
Hitt er svo annað mál að ég skil ekki hvers vegna þarf að vinna í nýrri forsíðu ef hún hvort eð er endar í því að verða eins og hin gamla, nema kannski með nýjum litum... — Jóna Þórunn 15. apríl 2008 kl. 22:35 (UTC)[svara]
Ég ætla aðeins að eiga eitt stutt innlegg í þessa umræðu: Mér finnst núverandi forsíða fín, hún er stílhrein og tiltölulega viðhaldsfrí. Þær tillögur sem hér hafa komið fram finnst mér vera afturför. Það er dálítið eins og menn ætli að vaða út í breytingar breytinganna vegna. Það er ágætis hugmynd að sýna gáttirnar á forsíðunni en má ekki gera það innan ramma núverandi forsíðu án þess að fokka upp öllu lúkkinu? --Bjarki 15. apríl 2008 kl. 22:52 (UTC)[svara]

Ég er sammála Bjarka um þess þessa forsíðu eins og hún er orðin, þetta eru voða litlar breytingar, en:

  • Mér finnst fínt að gáttirnar séu komnar þarna, um að gera að setja þær sem fólk nennir að viðhalda (eins og Vísindi og Stærðfræði) en ekki hinar, eins og Samfélagið.
  • Kynning fyrir byrjendur, Handbók Wikipediu, Samvinna mánaðarins og gæðagreinar og úrvalsgreinar eru mun minna sýnilegri og þau tvö síðustu komin niður í efnisflokka í stað þess að vera ofarlega í síðunni. Kannski væri hægt að fella þetta eitthvað saman eins og hérna (kjánaleg litasamsetning þó)
  • Ég er hrifnari af því að hafa sem minnst af sérstökum litum á forsíðunni, mér finnst núverandi forsíða vera með sína hógværu liti vera meira aðlaðandi en þessi.

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 16. apríl 2008 kl. 02:37 (UTC)[svara]

Það voru upprunalega nýjungar á síðunni. Síðan vorum við beðnir um að breyta hinu og þessu, sem endað með því að þær voru allar fjarlægðar, íhaldsemi? En nú er ekki mikið nýtt eftir, hins vegar eru breytingar af sökum breytinga ekki svo slæmar. Nýtt útlit ætti að koma finnst mér persónlega öðru hverju. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. apríl 2008 kl. 16:50 (UTC)[svara]
Það er hægt að breyta útlitinu án þess að breyta innihaldinu. Það var lögð töluverð hugsun í það sem átti að vera á forsíðunni, til dæmis lögðum við áherslu á að gera frambærilegt efni sýnilegt (eins og gæðagreinarnar) og hafa hana viðhaldslitla. Þetta er ástæðan fyrir því að enginn nennir að hafa heimsfréttir og sumar af þessum gáttum mættu alveg hverfa. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. apríl 2008 kl. 17:17 (UTC)[svara]
Gáttirnar voru bara til bráðabyrgða. Mig vantaði einhverjar gáttir þarna svo ég þýddi þær ensku. Það er augljóst að aðeins gæðagáttir ættu að vera þarna. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. apríl 2008 kl. 17:52 (UTC)[svara]
Ég var hrifinn af sumu sem var í upprunalegu tillögu þinni þar sem skipulagið var annað, því miður er sú síða ekki aðgengileg ennþá þar sem sniðin eru komin með {{eyða}} snið. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 16. apríl 2008 kl. 18:54 (UTC)[svara]
Já svona er þetta. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs. Ég breytti bara því sem að fólk talaði um að ofan að það vildi breytt. Svo var þetta ekki mín hönnun heldur hans Max. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. apríl 2008 kl. 19:16 (UTC)[svara]
Nei, enda skiptir það littlu máli hver hannaði þetta. --Steinninn 16. apríl 2008 kl. 21:31 (UTC)[svara]

Áður en við höldum eitthvað áfram þá væri gott að vita hverjir eru hlynntir því að skipta um forsíðu, þá bara hér fyrir neðan. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. apríl 2008 kl. 23:21 (UTC)[svara]

Úff, það er soldið erfit að segja, kostir og gallar auðvitað. Ég held ég hallist að því að halda gamla útlitinu. Annars er gaman að benda á að á ensku wikipediunni er hægt að velja um margar forsíður en:Wikipedia:Main_Page_alternatives. --Steinninn 17. apríl 2008 kl. 00:07 (UTC)[svara]

Félag um Stafrænt Frelsi á Íslandi

Halló. Við hjá FSFÍ erum að falast eftir því að reyna að fá sem flest frjáls verkefni á Íslandi undir einn hatt að einhverju leyti. FSFÍ er ætlað sem samband frjálsra félagasamtaka og einstaklinga sem hafa áhuga á frjálsum hugbúnaði, frjálsum vélbúnaði, frjálsri menningu og þaðan af. Wikimedia er þá fyrst og fremst verkefni um frjálsa menningu, og því mikilvægur hluti af heildarpakkanum.

Nú hef ég ekki fylgst neitt sérstaklega vel með umræðunni um hvort stofna eigi Wikimedia chapter hér á landi (ég dett stundum út :P).. en ég held að hvort sem það er til eða ekki yrði gott að tengja verkefnið við umsvif FSFÍ. Það felur ekki í sér neina stjórnun eða neitt þannig, heldur bara það að þegar við höldum ráðstefnur, gefum út fréttatilkynningar, og svo framvegis, þá séu sem flestir hlutar "frjálsa samfélagsins" með í því - þetta eru hagsmunasamtök og pólitískt þrýstiafl, simple as that. Einnig er FSFÍ ætlað að vera ákveðið fjármögnunarfyrirbæri þannig að hugsanlega verði hægt að greiða undir fólki á ráðstefnur á borð við FSCONS (btw, ætlar einhver að fara á það í ár?) og þessháttar.

FSFÍ ætlar að standa fyrir ráðstefnu þann 5. júlí næstkomandi og verða meðal fyrirlesara Eben Moglen frá Free Software Foundation og John Perry Barlow frá Electronic Frontier Foundation.

Ég sé starfssvið FSFÍ fyrir mér sem:

  • Hagsmunafélag áhugamanna um stafrænt frelsi
  • Samband frjálsra félagasamtaka
    • fjármögnunaraðili fyrir samstarfsverkefni
  • Pólitískt þrýstiafl fyrir
    • frjálsa staðla
    • frjálsa menningu
    • frjálsu flæði upplýsinga
  • Pólitískt þrýstiafl gegn
    • einkaleyfum
    • þrengingu höfundaréttar
    • hamlandi skriffinsku í málefnum ríkis hvað snýr að tæknimálum
    • ónýtri löggjöf sem endurspeglar vanskilning stjórnvalda á tækni
  • Vettvangur fyrir ráðstefnur og útgáfustarfsemi um undantalin málefni

Hvað finnst ykkur? Væri vit í samstarfi einhverskonar? Hvernig gætuð þið séð það fyrir ykkur? --Smári McCarthy 14. apríl 2008 kl. 13:08 (UTC)[svara]

Einhver þeirra verkefna sem Wikimedia Ísland gæti gengt gæti FSFÍ líka gengt í tengslum við þetta verkefni eða því til bóta, t.d. til að fá yfirvaldið til að gefa út frjálst efni, t.d. kort, gögn á aðgengilegu formi o.s.f. þ.e. frjáls[t] flæði upplýsinga eins og þú nefnir hér að ofan.
Annars var ég búinn að velta því upp við þig persónulega áður að íslenska Wikipedia gæti komið eitthvað fram á þessari ráðstefnu sem stærsta frjálsa íslenska verkefnið, t.d. með kynningarfyrirlestur. Það væri áhugavert að vita hvort fleiri hér hefðu áhuga á að kýla það í gegn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14. apríl 2008 kl. 13:28 (UTC)[svara]
Mér lýst bara vel á þetta, ætli ég mæti ekki á ráðstefnuna. En af hverju eru stórir stafir í Stafrænt Frelsi? :P --Friðrik Bragi Dýrfjörð 14. apríl 2008 kl. 13:37 (UTC)[svara]
Það er Félag um stafrænt frelsi á Íslandi, Smári er bara svo gjarn á að kamelstafa allt:) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14. apríl 2008 kl. 13:47 (UTC)[svara]

Þýðingar á hlutum

Það er oft svo að þýðingar á hinu og þessu er hafðar í sviga fyrir aftan orðið sjálf. En mér finnst að við ættum að ákveða, ef það er ekki á hreinu nú þegar, hvernig á að setja þær upp. Ég kem með nokkur dæmi:

  1. SS-sveitirnar (þýska: Schutzstaffel)
  2. SS-sveitirnar (þýsku: Schutzstaffel)
  3. SS-sveitirnarþýsku: Schutzstaffel)
  4. SS-sveitirnar (þ.: Schutzstaffel)

Hvaða leið á að staðla? --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. apríl 2008 kl. 03:45 (UTC)[svara]

Þú gerir ráð fyrir að það eigi að staðla þetta. En það þarf ekki að staðla allt. Hvers vegna er þörf á að staðla nákvæmlega þetta? --Cessator 17. apríl 2008 kl. 04:05 (UTC)[svara]
Ég er bara mikill staðlari og hef lengi velt þessu fyrir mér. Mér datt líka í hug að sumum þætti ein aðferðin kannski rangari en önnur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. apríl 2008 kl. 04:16 (UTC)[svara]
Það væri betra, upp á skýrleika, að hafa þetta ekki skammstafað. En annars er þetta aukaatriði í mínum huga. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17. apríl 2008 kl. 12:28 (UTC)[svara]
Mér finnst betra að hafa þetta staðlað, og hef oft pælt í hvað sé réttast. Ég legg til að númer eitt sé notað, enda skýrt og auðvelt að muna það. Maður þarf ekki að nota pípustrikið eða hvað það kallast, sem er alltaf kostur finnst mér, ef hægt er að komast hjá því. --Steinninn 17. apríl 2008 kl. 17:15 (UTC)[svara]
Ég hef alltaf breytt þessu í #1, sérstaklega þegar verið er að nota einn staf fyrir tungumálanafn eins og það sé ekki tvírætt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 17. apríl 2008 kl. 17:27 (UTC)[svara]
Ég hef sjálfur kosið númer #1. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. apríl 2008 kl. 21:03 (UTC)[svara]
Þá mun ég breyta því yfir í númer 1 ef ég sé eitthvað annað. --Steinninn 17. apríl 2008 kl. 21:27 (UTC)[svara]
Ég myndi nota #4 enda hefðbundnar skammstafanir. Ef við stöðlum þetta, þá ætti að vera svigrúm til þess að gera það á fleiri en eina vegu. En mér finnst reyndar að það þurfi að sýna fram á að eitthvað af þessu sé beinlínis rangt ef við ætlum að fara að útrýma einhverju af þessu. Við gætum líka staðlað orðið tagi/tæi og skrifað alltaf „af þessu tagi“ en það væri út í hött enda ekki rangt að skrifa „tæi“ og ekki okkar hlutverk að útrýma þeim rithætti. --Cessator 17. apríl 2008 kl. 22:42 (UTC)[svara]
Mér finnst að við ættum bara að skammstafa sem minnst. Það þekkja ekki allir þessar skammstafanir og ég held að það sé ekki svo rosalega algengt að skammstafa tungumálaheiti yfirhöfuð í íslensku. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. apríl 2008 kl. 23:59 (UTC)[svara]
Í orðabókum og alfræðiritum er líka oftast efnisyfirlit sem útskýrir skammstafanir, það er óþarfi hér enda erum við ekki að spara pappír. Svo er alveg hægt að hugsa sér tilfelli þar sem það er ekki ljóst hvort g er gríska eða grænlenska. :) En svo erum við reyndar ekki að spara nema músarsmell, það er alltaf hægt að smella á skammstöfunina og athuga hvað hún þýðir. En ég nenni ekki að ræða þetta, þetta er algjört aukaatriði. I'll say no more. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 18. apríl 2008 kl. 00:21 (UTC)[svara]

Magic word/number

Veit einhver hvað við köllum þetta? --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. apríl 2008 kl. 06:50 (UTC)[svara]

Kerfissnið sbr. kerfissíður? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 21. apríl 2008 kl. 14:01 (UTC)[svara]
Orð eins og {{PAGENAME}} og tölur eins og HEX í tölvumálum fyrir liti. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. apríl 2008 kl. 17:06 (UTC)[svara]
Ágætis hugmynd að kalla þetta kerfissnið, ef ekkert annað er komið. --Steinninn 22. apríl 2008 kl. 00:27 (UTC)[svara]
Hvað með mögnuð orð? :D --Friðrik Bragi Dýrfjörð 22. apríl 2008 kl. 17:25 (UTC)[svara]
Getum við ekki bara skeytt saman einhverju orði og notað galdrar eða töfrar; svona nokkurnveginn beinþýtt það? --Stefán Örvarr Sigmundsson 22. apríl 2008 kl. 21:02 (UTC)[svara]
Kuklyrði, kynngyrði, fjölorð/fjölyrði, fjölnúmer/fjöltala, margyrði/margtala... --Baldur Blöndal 23. apríl 2008 kl. 23:46 (UTC)[svara]
Það þarf ekki að skeyta þeim saman. Mögnuð orð og magnaðar tölur! Það er bara í tvennu lagi eins og ensku orðin og byrjar líka á emm. Auk þess að vera mögnuð þýðing þótt ég segi sjálfur frá. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. apríl 2008 kl. 01:32 (UTC)[svara]

Áhrínisorð? Haukur 24. apríl 2008 kl. 09:18 (UTC)[svara]

Mjög gott orð. ;) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. apríl 2008 kl. 14:35 (UTC)[svara]

Hjálp við SG - hljómplötur

Ég er í smá vandræðum og kann ekki nógu vel á að taka til baka og laga þetta. SG 015 hafði af einhverjum orsökum skrifað sig yfir SG 002. Ég tók á það ráð að setja SG 002 inn á ný og vonaði að allt yrði ok. Nei, þá hafði SG 002 skrifað sig yfir SG 015. Hvernig get ég lagað þetta svo SG 002 verði bara á SG 002 og SG 015 verði bara á SG 015! Getur einhver hjálpað mér? -Kristján Frímann Kristjánsson 23. apríl 2008 kl. 22:59 (UTC)[svara]

Mér sýnist sem svo að þú hafir skrifað Savanna tríóið - Folksongs from Iceland og svo síðar áttað þig á því að það er SG002 platan en ekki SG015 sem heitir svipuðu nafni Savanna tríóið - Savanna tríóið. Ég held það hafi aldrei verið til grein um SG015. En ég skal fjarlægja þær tilvísanir og þá getur þú skrifað greinar á SG 015. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. apríl 2008 kl. 01:42 (UTC)[svara]

Jú SG 015 var líka inni og leynist örugglega einhversstaðar í kimum Wikipedia, ef sniðið finnst ekki verð ég bara að skrifa það aftur. Kærar þakkir Iceman - Kristján Frímann Kristjánsson 24. apríl 2008 kl. 09:55 (UTC)[svara]

Ég leitaði allavega í breytingarskránni á fjórum stöðum (Savanna tríóið - Folksongs from Iceland, Savanna tríóið - Savanna tríóið, SG 015 og SG 002). Ég veit ekki hvar þetta gæti verið annars. Gæti verið einhver draugagangur hérna. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 24. apríl 2008 kl. 14:34 (UTC)[svara]

Góðan dag. Tvisvar hefur það gerst að breiðskífa (LP-plata) hefur "lent" inn á smáskífu listann (45 rpm) og "skrifað" sig yfir aðra plötu þar með sama listamanni og á stóru plötunni. Eigi veit ég hvers vegna en gæti grunnurinn sem ég nota átt sökina? Í titli beggja plötustærða (LP og 45 rpm) stendur efst; Breiðskífa. Get ég breytt orðinu í; Smáskífa í 45 snúninga listanum án vandkvæða og vonandi komið í veg fyrir fleiri yfirskriftir? Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 11:06 (UTC)[svara]

Common.css vandræði

Ég er búinn að vera í endalausum vandræðum eftir þessa breytingu. Maður var búinn að gera hlutina eins og maður vildi hafa þá og svo var það allt eyðilagt. Til dæmis fór Kerfissíða:Hlaða inn skrá að birtast aftur í verkfærunum, en við vorum búin að berjast fyrir því að hafa Wikipedia:Hlaða inn skrá frekar. Núna var ég að reyna að laga þetta en einu sinni og allt bara horfið. Er eitthvað annað sem eyðilagðist eftir breytingarnar í febrúar? --Steinninn 25. apríl 2008 kl. 04:20 (UTC)[svara]

Ertu í einhverjum öðrum vandræðum en að þú gast ekki falið Hlaða inn skrá? N.b. er ég ósammála því að vera breyta þessum verkfærakassa á einstaka Wikipedia verkefnum, bæði til þess að upload viðmótið sé eins allstaðar og svo verkfærakassin sé eins.
Væri ekki nær að setja tengil efst á Special:Upload sem býður upp á eitthvað tutorial upload eins og commons er með ef þú vilt útfæra þannig og leyfa þeim sem vilja nota staðlaða upload viðmótið að nota það? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 25. apríl 2008 kl. 13:41 (UTC)[svara]
Ég sé ekki af hverju öll verkefnin þurfa að vera eins (augljóst til dæmis að það hentar ekki að hafa eins forsíður alls staðar). Kosturinn við að geta fiktað í kerfinu svona og prufað nýjar aðferðir er að við getum reynt eitthvað nýtt án þess að gjörbreyta öllu alls staðar. Mér finnst þessi lausn reynast bara ágætlega. Þetta viðmót ætti ekki að vera heilagt hvað varðar breytingar frekar en annað hérna. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. apríl 2008 kl. 15:18 (UTC)[svara]
Allavega, hver var það aftur sem náði að segja Wikipedia:Hlaða inn skrá í verkfærin? Er ekki lítið mál að setja það þangað? --Steinninn 25. apríl 2008 kl. 17:58 (UTC)[svara]
Ég sé ekki betur en að þetta sé á réttum stað. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 25. apríl 2008 kl. 18:04 (UTC)[svara]
Og er þetta ekki default hvort eð er? — Jóna Þórunn 25. apríl 2008 kl. 18:06 (UTC)[svara]
Skrítið, er ég sá eini sem sé þetta ekki. Prufið að tæma flítiminnið. --Steinninn 25. apríl 2008 kl. 19:43 (UTC)[svara]
Mér finnst reyndar að mismunandi tungumál ættu að nota sem líkustu forsíðu og hægt er. Skil ekki afhverju allir þurfa alltaf að vera að finna upp hjólið. Það vantar bara betri samskipti á milli tungumála þannig að allir geti sætt sig við eitt útlit. Þannig verður auðveldara að flakka á milli mismunandi tungumála. Sama með útlit á sniðum eins og stubbunum. Tungumálaboxin líta eins út allstaðar, það virkaði nokkuð vel. Ábyggilega margir ósammála mér, en mér finnst þetta samt. --Steinninn 27. apríl 2008 kl. 02:27 (UTC)[svara]

Það væri sniðugt að gera eins og á ítölsku Wikipedia og setja tengla á hin systurverkefnin fyrir neðan verkfæri. --Stefán Örvarr Sigmundsson 25. apríl 2008 kl. 19:23 (UTC)[svara]

Það er ekkert svo vitlaust, þetta er líka gert á wikiorðabók. Finnst samt að þetta ætti að vera gert í Wikimedia, en þangað til þá verður maður að redda sér. Taka bara wiki sniðin úr Flokkur:Flakksnið og skipta þeim út. --Steinninn 25. apríl 2008 kl. 19:46 (UTC)[svara]

Election Notice, Please Translate

The 2008 Board election committee announces the 2008 election process. Wikimedians will have the opportunity to elect one candidate from the Wikimedia community to serve as a representative on the Board of Trustees. The successful candidate will serve a one-year term, ending in July 2009.

Candidates may nominate themselves for election between May 8 and May 22, and the voting will occur between 1 June and 21 June. For more information on the voting and candidate requirements, see <http://meta.wikimedia.org/wiki/Board_elections/2008>.

The voting system to be used in this election has not yet been confirmed, however voting will be by secret ballot, and confidentiality will be strictly maintained.

Votes will again be cast and counted on a server owned by an independent, neutral third party, Software in the Public Interest (SPI). SPI will hold cryptographic keys and be responsible for tallying the votes and providing final vote counts to the Election Committee. SPI provided excellent help during the 2007 elections.

Further information can be found at <http://meta.wikimedia.org/wiki/Board_elections/2008/en>. Questions may be directed to the Election Committee at <http://meta.wikimedia.org/wiki/Talk:Board_elections/2008/en>. If you are interested in translating official election pages into your own language, please see <http://meta.wikimedia.org/wiki/Board_elections/2008/Translation>.

For the election committee,
Philippe Beaudette

Markverð íþróttafélög og -menn

Hvar eigum við að leggja línurnar varðandi markverðugleika innan íþrótta; teljast íslensk utandeildarfélög markverð (t.d. þau sem spila í Sunnlenska-deildinni eða Malarvinnslubikarnum)? Hvar liggur línan varðandi íþróttamennina (sérstaklega knattspyrnumenn), þurfa þeir að hafa tekið þátt í amk. einum leik í efstu deild/móti hverrar íþróttagreinar fyrir sig til að teljast markverðir, eða mega þeir hafa setið á bekknum alla leiðtíðina? Hvar drögum við mörkin?

Það hafa komið upp slíkar umræður áður en nú vil ég koma af stað almennilegri umræðu og fá niðurstöður í kjölfarið... — Jóna Þórunn 27. apríl 2008 kl. 13:50 (UTC)[svara]

Þetta er mjög misjafnt eftir íþrótt líka. Til dæmis, ætlum við að skrá Íslandsmeistara í boccia? Bara þá skíðamenn sem vinna á FIS mótum? Hvað með siglingarmenn eða skákmenn? Þetta eru ekki mjög vinsælar íþróttir og ekki mjög algengt að menn fylgist með þeim. Þetta eru samt bara þær íþróttir sem mér dettur í hug þar sem ég hef eitthvað stundað þær eða komið að. Ég sé afskaplega lítið vit í því að skrá niður öll utandeildarlið þegar þegar það er mjög ólíklegt að við eigum eftir að halda skrá yfir þá sem vinna Íslandsmeistaramót Íþróttasambands fatlaðra. (Svo á einhver eftir að gera það bara til að þagga niður í mér ). En já, ég er svona aðalega að benda á að Íslendingar stunda ekki bara fótbolta eða handbolta. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 27. apríl 2008 kl. 15:15 (UTC)[svara]
Þetta kom kannski svolítið illa frá mér; ég er sérstaklega að fiska eftir einhverjum reglum um knattspyrnuna vegna þess að hún hefur ákveðna hlutdeild hér. Annars finnst mér mjög eðlilegt að skrá íslandsmeistara í öllum íþróttagreinum sem teljast markverðar yfir höfuð (girðingahlaup telst varla markvert þó það sé stundað). — Jóna Þórunn 27. apríl 2008 kl. 15:20 (UTC)[svara]
á Wikipedia:Markverðugleiki (fólk) er talað um „Íþróttamenn í atvinnumennsku eða í fremstu röð [...]“. Það er ekki búið að skrifa viðmiðin fyrir íþróttamenn en á ensku er talað um „Competitors and coaches who have competed in a fully professional league, or a competition of equivalent standing in a non-league sport such as swimming, golf or tennis.“ og „Competitors and coaches who have competed at the highest level in amateur sports (who meet the general criteria of secondary sources published about them).“ Ég held að orðin highest level útiloki utandeildarlið. Í íslensku samhengi erum við í raun bara að tala um 1. deild eða úrvalsdeild o.s.frv. Og þegar um einstaklinga er að ræða, þá keppendur á Íslansdmeistaramóti, ólympíufara, HM-fara, EM-fara o.s.frv. Íslendingar stunda auðvitað aðrar íþróttir en fótbolta og handbolta, en það er ekki sjálfgefið að við eigum markverða menn eða félög að skrifa um í öllum íþróttagreinum. --Cessator 27. apríl 2008 kl. 16:27 (UTC)[svara]
En hvað með 3. deildarlið sem keppa í VISA-bikarnum, eru þau markverð ef þau komast áfram í 2. umferð, eða er þau markverð á því einu að vera skráð í 1. umferð forkepnninnar? — Jóna Þórunn 28. apríl 2008 kl. 12:05 (UTC)[svara]
Tja, eru þau yfirhöfuð markverð? --Cessator 28. apríl 2008 kl. 14:48 (UTC)[svara]
Nei, örugglega ekki. Hins vegar lít ég á úrvals, 1. og 2. deildirnir íslensku sem markverðar, en finn ekkert um það á ensku. sv: segir meðal annars um markverð íþróttafélög:
„* Har eller har haft minst en professionell aktiv.
 * Har eller har haft ett seniorlag som tävlar eller har tävlat i högsta eller näst högsta divisionen i ett nationellt seriesystem för seniorer.“
Jafnframt er talað um amk. 2.000 meðlimi í íþróttafélögum og eitthvað meira skemmtilegt. Er þetta eitthvað sem við ættum að fylgja? — Jóna Þórunn 28. apríl 2008 kl. 16:38 (UTC)[svara]
Ég held að það komi alveg til greina að fylgja Svíunum í þessu. --Cessator 28. apríl 2008 kl. 17:02 (UTC)[svara]
Ég er að hugsa um að þýða amk. hluta af þessu. — Jóna Þórunn 28. apríl 2008 kl. 17:09 (UTC)[svara]

Óleyfilegt notandanafn

Samkvæmt Wikipedia:Notandanafn er Notandi:Althingi ekki viðeigandi notandanafn eða á mjög gráu svæði, þar sem að th er notað í stað þ. Krefst þetta ekki einhverja aðgerða? --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. apríl 2008 kl. 22:09 (UTC)[svara]

Ekki finnst mér þetta neitt til að hafa áhyggjur af. Haukur 27. apríl 2008 kl. 23:36 (UTC)[svara]
Hvar kemur það fram á þessari síðu að mað megi ekki hafa th í stað þ? Eða hvaða liður af þessum fimm sem nefndir eru á Wikipedia:Notandanafn bannar þetta notandanafn? --Cessator 28. apríl 2008 kl. 00:38 (UTC)[svara]
Aðalega liður 4 en 3 fylgir á eftir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. apríl 2008 kl. 01:42 (UTC)[svara]
Ég sé ekki að notandanafnið dragi taum stofnunarinnar eða sé auglýsing fyrir hana í neinum venjulegum skilningi. --Cessator 28. apríl 2008 kl. 04:21 (UTC)[svara]

Mér finnst bara að við ættum ekki að gefa neitt eftir. Annars getur næsti sagt mjög réttlætanlega, "en þessi mátti það". --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. apríl 2008 kl. 00:30 (UTC)[svara]

Alveg sammála, zero tolerense fyrir svona. Hvernig á maður að díla við þetta? Hvernig eyðir maður Althingi notendanafninu? Síðan er líka spurning hvað maður nennir að eltast lengi við þetta, Alþingi og Althingi hafa jú engin framlög til þessa. --Steinninn 28. apríl 2008 kl. 00:37 (UTC)[svara]
Hvað truflar ykkur við þetta notandanafn? Ég sé ekki vandamálið. --Bjarki 28. apríl 2008 kl. 00:40 (UTC)[svara]
Ég hélt að það væri verið að tala um „Ruglandi notendanöfn sem gera erfitt fyrir að þekkja notendur í sundur“. Althingi og Alþingi eru mjög lík og fólk gæti hæglega ruglað þeim saman. Til dæmis gæti eitthver komið hingað og notað Steínninn og þósst vera ég og gert alskonar skandal. Margir mundu halda að það væri ég. --Steinninn 28. apríl 2008 kl. 01:46 (UTC)[svara]
Ah, það kom ekki fram að það væri líka til notandinn Alþingi. En er það ekki samt vafaatriði hvort þetta sé yfir strikið? --Cessator 28. apríl 2008 kl. 04:21 (UTC)[svara]
Það er ekki til notandi sem heitir Alþingi. --Bjarki 28. apríl 2008 kl. 09:28 (UTC)[svara]
Svo er þetta bara greinilegt brot á lið 4 þar sem að þetta er ekki alþingi, eða líklega ekki en það myndi samt ekki skipta neinu máli. --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. apríl 2008 kl. 01:47 (UTC)[svara]
Ég er ekki viss um að þetta sé brot... sbr. athugasemd að ofan. --Cessator 28. apríl 2008 kl. 04:21 (UTC)[svara]

Fariði nú ekki að gera mál úr þessu, það tíðkast að nota heiti hljómsveita oþh. og því sé ég ekkert varhugavert við þetta notendanafn. — Jóna Þórunn 28. apríl 2008 kl. 11:59 (UTC)[svara]

Sparðatíningur að mínu mati. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 28. apríl 2008 kl. 20:37 (UTC)[svara]

geisp... vonandi kemur aldrei sá tími að notendanöfn á wikipedia verði borin undir íslenskar mannanafnanefndir og enginn megi skýra afkvæmi sín (okkar alterego hérna er nú hugarfóstur okkar) þeim orðskrípum sem hann vill nema hann finni þrjár manneskjur í sömu ætt sem hafi borið þetta notendanafn... Ef mig langar til að heita Guð almáttugur skapari himins og jarðar á wikipedia þá ætti ég náttúrulega að mega það. Nema náttúrulega það sé frátekið notendanafn eða hætta sé á að einhver villist á mér og alvöru guði (hver er það aftur?) --Salvör Gissurardóttir 29. apríl 2008 kl. 15:03 (UTC)[svara]

Það hlýtur að vera leyfilegt að heita eftir persónum í bók. --Cessator 29. apríl 2008 kl. 17:16 (UTC)[svara]
Við verðum nú að fara eftir þeim reglum sem búið er að setja á Wikipedia:Notandanafn. Er áhugi fyrir því að breyta þeim? Ég mundi segja að Coca Cola, Ólafur Ragnar Grímsson, Smárabíó dæmi brjóti fjórðu regluna. Ég athugaði nú ekki hvort þau væru til, tek bara svona random dæmi. --Steinninn 29. apríl 2008 kl. 22:28 (UTC)[svara]
Eins og ég hugsa þetta, þá er takmarkið að banna þá sem heita Coca Cola og þykjast vera talsmenn fyrirtækisins en ekki banna þá sem heita Coca Cola því þeim þykir það gott á bragðið. Það er fyrst og fremst fyrri hópurinn sem yrði til vandræða. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. apríl 2008 kl. 12:57 (UTC)[svara]
Ég ætla bara að prófa að skrá mig inn á ensku Wikipedia sem Google Inc. eða eitthvað og sjá hverning viðbrögðin verða. --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. apríl 2008 kl. 13:17 (UTC)[svara]
Ah, get það ekki. Það var einhver á undan mér og var bannaður endanlega. Mér finnst bara að við ættum ekki að vera nota nöfn á fyrirtækjum og öðrum stofnunum. Ég mun persónulega ekki lýða kynþáttalast í notandanöfnum eða annað svipað en mörkin ættu að vera nokkuð skýr á svona lagað. --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. apríl 2008 kl. 13:23 (UTC)[svara]
En er ekki munur á ALþingi og gróðafyrirtækinu Google Inc.? Hvers taum er notandinn Althingi að draga? --Cessator 30. apríl 2008 kl. 15:10 (UTC)[svara]
Báðir aðilar hafa ákveðna ímynd sem ætti ekki að flakka hérna, hvort sem að það væru í raun aðilarnir sjálfir sem stæðu á bak við nafnið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. apríl 2008 kl. 16:50 (UTC)[svara]
Nöfnum sjálf hafa enga merkingu nema í hausnum á fólki. Við erum ekki hérna til að vernda fólk fyrir mögulegum hugsanavillum. Ef þú lest reglurnar á ensku Wikipedia þá sérðu að þar er hvergi lagt bann við því að bera heiti þekktra einstaklinga eða fyrirtækja. Hins vegar er þetta ekki leyfilegt ef að tilgangurinn er að gera mönnum upp skoðanir eða auglýsa fyrirtæki. Eins og ég sagði að ofan, það er ekkert að því að einhver heiti Coca-Cola ef honum þykir kók gott. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. apríl 2008 kl. 17:14 (UTC)[svara]
Við skulum nú ekki gerast þrælar einhverrar reglusíðu sem var beint þýdd úr ensku án þess að sérstök eftirspurn hafi verið eftir því. Það ætti að vera nóg að beita almennri skynsemi í þessum málum þegar þau koma upp eins og við höfum alltaf gert. Það hefur aldrei liðist að fólk skrái sig undir meiðandi eða dónalegum notendanöfnum eða reyni vísvitandi að villa á sér heimildir. Það er enginn að fara að álykta sem svo að notandinn Althingi sé einhverskonar opinber tengiliður Alþingis á Wikipediu. --Bjarki 30. apríl 2008 kl. 20:05 (UTC)[svara]

Innhleðsla á myndum á Commons

Ég var að uppgötva mjög sniðuga windowsgræju til að hlaða inn myndum á Commons. Það er hérna wikimediacommonplace

Þetta virkaði vel og var afar auðvelt og handhægt ef maður er að hlaða inn mörgum myndum. Sennilega hægt að stilla þetta á alls konar sjálfgefið t.d. höfundarleyfi og höfund og þá er maður fljótari að hlaða inn. Svo græja kemur sér vel ef maður fær leyfi til að setja inn heil myndasöfn. Eru fleiri græjur sem þið vitið um sem gera þetta. Hér er mynd sem ég hlóð inn með þessu --Salvör Gissurardóttir 29. apríl 2008 kl. 22:16 (UTC)[svara]

Ég er reyna að breyta þannig að ég geti hlaðið inn líka á önnur wiki. Það á að vera hægt sjá hérna en ég veit bara ekki hvað er "basepath to your wiki". Hvernig get ég fundið það út? --Salvör Gissurardóttir 29. apríl 2008 kl. 22:16 (UTC)[svara]

Fólk sem ég kannast við mælir ávallt með Commonist til að hlaða inn myndum. — Jóna Þórunn 29. apríl 2008 kl. 22:18 (UTC)[svara]
Base path to your wiki index.php, ég hefði haldið að það væri http://is.wikipedia.org/wiki/, það er líklegt að það sé bara verið að biðja um þetta: /wiki/. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. apríl 2008 kl. 12:51 (UTC)[svara]
Já, það stendur þarna fyrir neðan: "/wiki/index.php". --Friðrik Bragi Dýrfjörð 30. apríl 2008 kl. 12:54 (UTC)[svara]

Update on the localisation at Betawiki

Þýðing

Okkur á íslensku Wiktionary vantar góða þýðingu á derived terms. Einhverjar hugmyndir? --Stefán Örvarr Sigmundsson 4. maí 2008 kl. 03:21 (UTC)[svara]

Afleidd hugtök? Eitthvað þannig. --Bjarki 4. maí 2008 kl. 03:35 (UTC)[svara]
Eða kannski bara "afleiðingar"? --Baldur Blöndal 17. maí 2008 kl. 19:32 (UTC)[svara]


Wikimedia Ísland fyrirlestur á ráðstefnu um stafrænt frelsi á Íslandi

Smári P. McCarthy hefur potað því að mér að halda 15-20 fyrirlestur um íslensku Wiki verkefnin á ráðstefnu um stafrænt frelsi á Íslandi sem haldin verður 5. júlí.

Ég þó boðið fyrir hönd okkar, ég segi okkar því ég ætla mér að semja þennan fyrirlestur hér á Íslensku Wikipedia í samvinnu við aðra notendur og jafnvel ætla ég ekki að flytja hann eða flytja bara hluta af honum ef einhverjir aðrir notendur vilja vera með. Það er ekkert leyndarmál að í mengi fyrirlesara er ég ekki skarpasti hnífurinn í skúffuni.

Mér datt í hug að þetta gæti verið almennt yfirlit yfir starfið hér á iswiki og hinum verkefnunum:

  • Þetta er það frjálsa verkefni á íslensku sem er með hvað flesta þáttakendur
  • Við erum búin að koma miklu í verk á fáeinum árum
    • Yfirlit yfir það flottasta, úrvals- og gæðagreinar
    • Yfirlit yfir stærri verkefni eins og mannanafnadótið
    • Kynning á meðalgrein/um
  • bla bla blabledí bla

Endilega komið með hugmyndir af öllu tagi! --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. maí 2008 kl. 12:03 (UTC)[svara]

Substub hunt

Over at the Swedish Wikipedia, there are lots of very short articles, not only stubs but "substubs". We are now finally starting to address this problem. It is worse in sv.wp than elsewhere, but it also exists to some degree in the Danish, Icelandic and Estonian Wikipedia. One good tip is to go to "Stillingar" -> "Aðrar stillingar" and after "Threshold for stub link formatting (bytes):" fill in the value 512 bytes and press "Vista stillingar". Then all links to stubs will show in dark red, almost like the red links that point to non-existing articles.

In the most recent database dump of May 7, the following 76 pages in is.wp were shorter than 150 bytes: Aðalsöngvari (131 bytes), Afsjálfgun (134), Alzheimerssjúkdómurinn (80), Atlavík (98), Auður Eir Vilhjálmsdóttir (93), Binni (140), Frææta (144), Gas (stuttmynd) (71), Geirólfsgnúpur (126), Gifting (140), Grautaræxli (120), Grim (85), Gunnbjarnarsker (95), Hans klaufi (104), Harðkjarni (121), Heilsokkar (98), Hrifrit (93), Hringur (skartgripur) (84), Hvítivetur (103), Kasmadalur (142), Kálfur (100), Kjaftsæri (110), Klasahús (136), Kró (95), Listasafn (108), Listi yfir þekktar tilraunir/Hagfræði og stjórnmálafræði (128), Litla stúlkan með eldspýturnar (103), Litli ljóti andarunginn (117), Lumma (108), Lúðvík Geirsson (142), Löndun (136), M-10001 (125), Miðský (149), Munaðarleysingi (146), Nýju fötin keisarans (97), Pegasos (144), Skaftfellskur einhljóðaframburður (132), Skoska (125), Snædrottningin (108), Sólveig Foster Svavarsdóttir (146), Styttur (132), Stækjugula (105), Sútari (78), Tapísjke (138), The Great Northern Whalekill (136), Valentínusar bræðurnir (138), Varaþingmaður (132), Vermut (124), Vindar og Breytingar (117), Vitinn í Faros við Alexandríu (119), Væntigildi (106), Þangprjónn (120), Þjóðvegur 22 (110), Þjóðvegur 25 (119), Þjóðvegur 26 (110), Þjóðvegur 30 (128), Þjóðvegur 31 (116), Þjóðvegur 32 (119), Þjóðvegur 33 (121), Þjóðvegur 34 (117), Þjóðvegur 35 (128), Þjóðvegur 36 (116), Þjóðvegur 37 (117), Þjóðvegur 38 (121), Þjóðvegur 39 (115), Þjóðvegur 40 (120), Þjóðvegur 42 (118), Þjóðvegur 43 (118), Þjóðvegur 44 (111), Þjóðvegur 45 (116), Þjóðvegur 46 (112), Þjóðvegur 47 (118), Þjóðvegur 48 (120), Þjóðvegur 50 (120), Þjóðvegur 51 (116), Öldutoppur (127).

The only article that links to Þjóðvegur 47 is Listi yfir þjóðvegi á Íslandi, and the stub ("Þjóðvegur 47 eða Hvalfjarðarvegur er vegur sem liggur um Íslandi") doesn't provide any additional information, so the person who finds this stub after clicking the link in that list, will probably become disappointed. In such situations, the Swedish Wikipedia now replaces the stub with a redirect to the list, and removes the link in the list. In some cases, the larger (list) article can provide additional information, such as a map or other information that relates one member object (one road) to another. --LA2 8. maí 2008 kl. 15:34 (UTC)[svara]

This is great. Is it possible to make these settings default on the Icelandic Wikipedia? Do we want to do that? --Steinninn 8. maí 2008 kl. 23:11 (UTC)[svara]
These are only 76 articles, so not really a big problem. Couldn't we just fix them manually? Is there really a need to automatically supplant the stub with redirects? --Akigka 9. maí 2008 kl. 00:56 (UTC)[svara]
Thank you for the settings guide. I hadn't really noticed this very useful option for marking stubs :) --Akigka 9. maí 2008 kl. 11:15 (UTC)[svara]
There are 76 with 150 bytes or less. There are bound to be more with 512 bytes or less. I see people are already fixing some of there sites :D --Steinninn 12. maí 2008 kl. 00:54 (UTC)[svara]

Ég hata strumpa stubba! Nei, það er reyndar ekki alveg satt en svona Þjóðvegur 47 "greinar" eru vissulega dálítið þreytandi. Mér líst vel á þessa 'sænsku leið' sem LA2 lýsir. Haukur 13. maí 2008 kl. 09:29 (UTC)[svara]

Ég veit það ekki. Ástæðan fyrir þessum vandræðum hjá þeim er sú að þeir bjuggu til sérstakt stubbasnið fyrir örgreinar sem voru ekkert annað en greinarheitið - yfirleitt eitt eða tvö orð - sem við höfum aldrei leyft hér. Við höfum þvert á móti verið dugleg að eyða greinum sem ekki innihalda neinar upplýsingar, þótt auðvitað séu til greinar (sbr. að ofan) sem eru aðeins ein stutt setning. Ég sé því ekki að hér sé sérstök ástæða til þess að búa sjálfvirkt til tilvísanir úr þessum örgreinum... --Akigka 13. maí 2008 kl. 09:41 (UTC)[svara]
Svo er hægt að taka norsku leiðina á þetta; merkja þá sem örstubba og leyfa þeim að veltast í viku. Ef þeir hafa ekki batnað á þeim tíma er þeim eytt. Eða, það er kannski bara verið að flækja málið þannig... — Jóna Þórunn 13. maí 2008 kl. 11:38 (UTC)[svara]

Þýðing: engine, dialect

Hverning er það; er vél notað fyrir browser engine og er mállýska notað fyrir programming language dialect? --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. maí 2008 kl. 05:18 (UTC)[svara]

Einnig var ég að velta því fyrir mér hvort að rétt væri að segja móðurmál fyrir native í samhenginu native programming language fyrir (ör)gjörva? --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. maí 2008 kl. 14:47 (UTC)[svara]
Það væri kannski eðlilegra að tala um frummál í þessum skilningi. Þetta ætti svo sem allt að skiljast af samhengi ef menn eru þessu kunnugir. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17. maí 2008 kl. 23:31 (UTC)[svara]

Kerfissíða: Tölfræði

Áður voru tenglar af þessari síðu á viðkomandi síður (töflur og gröf) á stats.wikimedia.org. Veit einhver af hverju þessir tenglar eru ekki lengur þarna? --Akigka 11. maí 2008 kl. 15:48 (UTC)[svara]

Þetta var ekki hluti af meldingunni sem sýndi þessa síðu heldur bara viðbætt af einhverjum hér. Nú er meldingin ekki lengur til og notumst við þær frá MediaWiki. Það væri hægt að koma upp síðu með tengla á þetta á Wikipedia:Tölfræði. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. maí 2008 kl. 18:23 (UTC)[svara]
Ertu að tala um Melding:Sitestatstext. --Steinninn 12. maí 2008 kl. 00:58 (UTC)[svara]
Mikið rétt, ég eydd 132 óþarfa, ógildum og óuppfærðum meldingum síðustu nótt. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. maí 2008 kl. 01:33 (UTC)[svara]
Dugnaður --Steinninn 14. maí 2008 kl. 23:52 (UTC)[svara]

Ideas for interwiki links

Hi,

Do you have any WikiProject here for systematic adding interwiki links to pages that don't have them? We have such a thing in the Hebrew Wikipedia and it works pretty well. You can read about it here:

If you don't have anything like this, i think that you should do it. It is very easy to set up, and i shall gladly help you.

One positive and important effect is that it helps you write about your local culture in other languages.

If you do have something like this, we'd like to hear about your experience.

Thanks for your attention. I hope to hear from you! --Amir E. Aharoni 11. maí 2008 kl. 20:30 (UTC)[svara]

Wikipedia sem skólaverkefni

Fróðleg lesning um það að sumir háskólar séu að láta nemendur sína skrifa Wikipedia-flettur. Nokkuð sem þyrfti að brydda upp á hér á landi líka, enda hið fullkomna verkefni fyrir nemendur: [2] --85.220.89.242 14. maí 2008 kl. 11:31 (UTC)

Ég hef í nokkur misseri núna haft það sem eitt verkefni hjá nemendum mínum að skrifa pistla í íslensku wikipedia og lét þau skrifa lexíur í wikibooks. Ég hætti nú að láta þau nota wikibooks vegna vandamála varðandi suma stjórnendur þar og læt þau nú vinna lexíur í öðru wikikerfi. En það er að mínu mati mjög mikilvægt að kennarar, sérstaklega kennarar nemenda á framhaldskólastigi og efsta stigi grunnskólans þekki þetta umhverfi og vankanta þess og möguleika. það er líklegast að það fyrsta sem nemendur þeirra gera sé að gúgla eitthvað og lenda á wikipedia. Nemendur mínir hafa verið að skrifa greinar um sjálfvalið efni eins og vörtusvín og Thorbjörn Egner og þá verið að skrifa einir grein. Það er hins vegar sniðugt að láta nemendur vinna saman í að gera stærri greinar eins og þessi prófessor hefur gert. Hér er viðtal við hann í Wikinews. --Salvör Gissurardóttir 14. maí 2008 kl. 14:08 (UTC)[svara]
En hvernig er það, eru fleiri kennarar að vinna einsog þú? Ég held að það sé mjög sniðugt að nemendur kynnist þessu frjálsa verkefni sem Vigga er, það bæði stækkar þennan upplýsingabanka, og kennir fólki að taka gagnrýni, rökræða og leita upplýsinga og sjóða þær niður í alfræðiform. --157.157.159.168 14. maí 2008 kl. 15:24 (UTC)
Ég hef óstaðfestar heimildir fyrir því að íslenskir grunnskólakennarar séu að gera þetta. Talaði allavega við einn þegar við blockuðum IP tölu sem við fréttum síðar að hafi verið úr grunnskóla. Þá var hann víst að láta nemendur skrifa á síðuna og gat það ekki. Þetta er nú orðið soldið síðan og man þetta ekki skýrt. Allavega redduðum við þessu. Það er mjög gaman að fá víðann hóp af fólki að skrifa hingað. --Steinninn 14. maí 2008 kl. 23:50 (UTC)[svara]
Já, áhugavert viðtal við Beasley-Murray. Sé þarna merkilega síðu sem hann vísar í. Þyrfti kannski að þýða hana ef kennarar á Íslandi eru byrjaðir að gera þetta í einhverjum mæli eins og Eysteinn bendir á. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 15. maí 2008 kl. 19:25 (UTC)[svara]
Ég held að wikipedia sé ekki vettvangur fyrir nemedaritgerðir, eins og ég benti nokkrum á sem greinilega voru að skrifa slíka og höfðu sett inn flagg, sem bað menn um að láta greinina í friði því verið væri að vinna í henni! Wikipedia er alfræðivefur og þeir sem ákveða að skrifa á henni verða að beygja sig undir þær kvaðir, t.d. að hver sem er getur breytt grein, hvenær sem er! -- Ég benti viðkomandi á að e.t.v. væri best fyrir skólana að koma sér upp sínum eigin wiki-vef, fyrir nemendur og kennara til að skrifa ritgerðir og greinar varðandi námskeiðin, sem þeir væru að stunda/kenna. Hins vegar væri ekki úr vegi að leiðbeinendur í t.d. fjölmiðlun, upplýsingatækni o.þ.h. mundi kenna nemendum að skirfa wiki-greinar og taka þátt í því áhugaverða uppbyggingastarfi, sem felst í skrifa alfræðivef :) Thvj 15. maí 2008 kl. 21:19 (UTC)[svara]
Ég er sammála Thvj um að þeir sem skrifa hér verði að átta sig á hvaða viðmið og hvaða venjur gilda hérna og þetta „vinsamlegast ekki breyta“ snið ætti ekki að nota nema í kannski klukkutíma í einu meðan verið er að vinna í greininni. En að öðru leyti er það ekkert nema gott mál að skólafólk taki þátt í þessu verkefni. --Cessator 15. maí 2008 kl. 23:27 (UTC)[svara]
Nei það er rétt, enda kemur það fram í þessari umfjöllun allri. Þetta verkefni var afar sniðugt þar sem takmarkið var að skrifa úrvalsgreinar samkvæmt þeim skilyrðum sem enska Wikipedia hafði sett um slíkar greinar. Eins og segir í ritgerðinni sem þessi prófessor skrifaði er þetta að mörgu leiti afar sniðugt, nemendur læra á galla og kosti kerfisins, þeir læra heimildarvinnu og að skrifa fræðilegan texta. Eina sem hann gerði sér grein fyrir að nemendurnir myndu ekki læra af þessu, er að setja fram eigin kenningar, svo sem túlkanir á ritverkum o.s.frv. sem að sjálfsögðu eiga ekki heima á Wikipedia. En svo lengi sem menn gera sér grein fyrir því er þetta ekkert nema sjálfsagt. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. maí 2008 kl. 22:22 (UTC)[svara]
Svo ég bæti við, ástæðan fyrir því að þetta tiltekna verkefni virkaði svona vel var kannski af því að þetta var stór hluti af lokaeinkunn nemenda og markmiðið var að ljúka heilu verki. Ef þetta er eitthvert smáverkefni, tímaverkefni kannski, er hætt við því að þetta verði bara eitthvert copypasta eins og oft vill verða í smáverkefnum hjá nemendum þegar þau vega lítið og eru kannski hluti af einhverju sem kallast vinnueinkunn. Áhugamenn leggja sig kannski frekar fram en þeir sem eru látnir gera það sama, sérstaklega ef að ávinningurinn af því er ekki sérstaklega mikill í þeirra augum, þeir eru líka líklegri til að fylgja verkefninu eftir. Það þarf að vera einhver raunveruleg hvöt bakvið það sem menn eru að gera, annars endar maður bara með fullt af greinum sem þarf að laga og vinnan við að laga greinarnar er kannski meiri en maður myndi leggja í eina góða grein sjálfur. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. maí 2008 kl. 22:33 (UTC)[svara]

Viðbót fyrir upplýsingu kóða

Það er ein sniðug viðbót sem að boðið er upp á og það er að upplýsa kóða úr forritunarmálum á mismunandi hátt eftir máli. Hún virðist virka hérna á íslensku Wikipedia en ekki alveg 100%. Við t.d. fáum ekki lit á sum orðin í Java forritunarmálinu og svoleiðis. Ég veit ekkert hverning þessu (extensions) er komið á hérna, hvort að það sé einhver notandi sem setur þær upp eða fer fram á það en það væri gott að fá uppfærslu á þeim. Ég er að tala um þessa. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. maí 2008 kl. 13:53 (UTC)[svara]

Eftir að vera búinn að lesa mér aðeins til um þetta sýnist mér að ég sem möppudýr geti gert þetta sjálfur. Við virðumst vera að nota nýrri útgáfu af þessari viðbót en er fáanleg samkvæmt þessari síðu, kannski hefur hún ekki verið uppfærð lengi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. maí 2008 kl. 14:16 (UTC)[svara]

Teljari

Hvernig er staðan á "Stóra bróður"? Hafið þið yfirsýnarmöguleika að sjá hversu margir heimsækja viðkomandi efni, teljara til að sjá hvort einhver kíkir á (í þessu tilfelli) SG-hljómplötur? Gaman að sjá hvort einhverjum gagnist þessi fróðleikur! Kristján Frímann Kristjánsson 17. maí 2008 kl. 21:37 (UTC))[svara]

Hér er eitthvað. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17. maí 2008 kl. 23:17 (UTC)[svara]

Takk, kærlega! -Kristján Frímann Kristjánsson 19. maí 2008 kl. 06:57 (UTC)[svara]

Smá spurning í viðbót. Hvar get ég séð þegar einhver (hver það er) utanaðkomandi kemur inn á "SG-hljómplötur" svæðið og bætir við eða breytir, til dæmis SG-026, lagið "Vegir liggja til allra átta"? -Kristján Frímann Kristjánsson 29. maí 2008 kl. 09:48 (UTC)[svara]

Breytingaskráin efst (við hliðina á 'breyta' flipanum) á að sýna þér allar breytingar sem gerðar hafa verið á tiltekinni grein, eins og þessari sem þú nefnir (sem ég breytti btw). --Akigka 29. maí 2008 kl. 09:52 (UTC)[svara]

85.220.93.48 - Akigka! Ég er eiginlega engu nær, þurfa menn að leynast hér? Kristján Frímann Kristjánsson 29. maí 2008 kl. 11:20 (UTC)[svara]

Það er ekki skilyrði að gefa upp rétt nafn hér á Wikipediu. --Akigka 29. maí 2008 kl. 12:22 (UTC)[svara]

Fyrirlestur um Wikipedia á ráðstefnu um stafrænt frelsi

Ég er byrjaður að vinna að fyrirlestri sem verður fluttur eftir u.þ.b. mánuð á ráðstefnu um stafrænt frelsi.

Hugmyndir um það hvað ég ætti að tala um eru vel þegnar a Wikipediaspjall:Fyrirlestur, ég er byrjaður að krota eitthvað nú þegar en endilega bætið við hugmyndum um það hvað þið mynduð vilja heyra á svona fyrirlestri. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. júní 2008 kl. 23:53 (UTC)[svara]

Það er svo að hin Wikimedia verkefnin falla í skugga Wikipedia, sem að flestir vita hvað er. Ég tel að það sé best að fjalla um verkefnin hvert fyrir sig en ekki titla þetta Wikipedia-hitt og þetta. Það ýtir undir þá algengu ranghugmynd að Wikipedia sé mikilvægasta/aðal verkefnið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. júní 2008 kl. 01:19 (UTC)[svara]
Þú getur þá kannski stungið upp á betri titli fyrir fyrirlesturinn? :) Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. júní 2008 kl. 01:21 (UTC)[svara]
Eitthvað einfalt sem hægt er að muna er líklega best. Íslensku Wikimedia-verkefnin eða Íslensku wiki-verkefnin. Dettur ekker skára í hug. Svo verðum við að koma þessu Wikimedia Ísland í gang næsta vetur. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. júní 2008 kl. 01:59 (UTC)[svara]
Hvernig líst þér á "Frelsi íslenskrar þekkingar á kvikusíðum" Mætti skipta út kvikusíðum fyrir wiki-síðum eða eitthvað tengdara Wikimedia eða jafnvel bara sleppa "á kvikusíðum". Mér finnst bara kvika mjög töff þýðing á wiki. Tryggvib 5. júní 2008 kl. 23:03 (UTC)[svara]
Það er engin ástæða til að gera málið það óþekkjanlegt að engin viti hvað verið er að tala um. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. júní 2008 kl. 01:08 (UTC)[svara]

Ég ætla að vona að einhver sé sammála mér þó svo að engin taki undir það. Það væri kannski hægt að fjalla um tilkomandi samtök. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. júní 2008 kl. 18:10 (UTC)[svara]

Tölvutengd Orð

Ég var að velta því fyrir mér hvort til væri góð orðabók með hugtökum sem notuð eru á netinu.Orðabanki íslenskrar málstöðvar er nokkuð góður en engu að síður á ég erfitt með að finna íslenskar þýðingar á mörgum orðum.Sem dæmi má taka: Web 2.0 Social bookmarking, Social networking (hef notað orðið netsamfélag sjálfur) --Jóhann Heiðar Árnason 4. júní 2008 kl. 22:25 (UTC)[svara]

Tölvuorðasafnið er mjög gott uppflettirit þar sem reynt er að hafa allt uppfært og flott. Tölvuorðasafnið er líka aðgengilegt á netinu. Tryggvib 5. júní 2008 kl. 23:06 (UTC)[svara]
Takk, þetta virðist vera þónokkuð ítarlegt. --Jóhann Heiðar Árnason 6. júní 2008 kl. 23:42 (UTC)[svara]

Blómategund og blómaættkvísl með sama nafni

Ég er að spá í hvort það séu einhverjar reglur um nafngiftir þegar blómategund og blómaættkvísl heitir sama nafni á íslensku og hvort það sé í lagi að skipta þessu eins og ég gerði í gleym-mér-ei og gleym-mér-ei (blóm). Á ensku er tegundin en:Myosotis_arvensis og ættkvíslinen:Myosotis. --Salvör Gissurardóttir 8. júní 2008 kl. 19:46 (UTC) Heitir ættkvíslin kannski Gleym-mér-eiar ? --Salvör Gissurardóttir 8. júní 2008 kl. 19:49 (UTC)[svara]

Kosningar stjórnarmanna Wikimedia

Nú eru kosningar í gangi gott fólk og rétti tíminn til að nýta sér þann wiki-borgaralega rétt sem vér höfum. Eftir því sem að ég best veit er ég, Akigka og Spacebirdy þau einu sem búin eru að kjósa frá íslenskum verkefnum. Hægt er að kjósa til 23:59 þann 21. Júní 2008 og er það gert frá þessari síðu fyrir notendur íslensku Wikipedia. --Stefán Örvarr Sigmundsson 8. júní 2008 kl. 21:54 (UTC)[svara]

Hvað gerðist eiginlega 31. mars?

Heimsóknir á forsíðuna í marsmánuði.--Jóhann Heiðar Árnason 15. júní 2008 kl. 12:38 (UTC)[svara]

Góð spurning. Er þetta mögulega villa eða eitthvað álíka? --Baldur Blöndal 18. júní 2008 kl. 23:49 (UTC)[svara]
Mér dettur helst í hug að einhver stór fjölmiðill hafi minnst á Íslensku Wikipediu eða einhver vinsæl síða hafi linkað á hana. 8 þúsund heimsóknir á einum degi er langt yfir meðallagi.--Jóhann Heiðar Árnason 20. júní 2008 kl. 22:36 (UTC)[svara]

Frjálsar myndir frá setningarhátíð 17. júní í Reykjavík

Ég tók eitthvað af frjálsum myndum í dag, örruglega eithvað af stjórnmálamönnum og öðrum greinaefnum sem eru myndir þarna af sem okkur vantar.

Flickr er með note fídus og ég er með kveikt a því að hver sem er geti bætt þar við, væri ágætt að bæta þar við hvaða fólk þetta er allt saman ef einhver nennir.

Þetta fer allt á commons einhvertíman þegar ég bý til forrit til að færa þarna á milli, en það er ekki komið enn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 17. júní 2008 kl. 20:12 (UTC)[svara]

Og annað, það er fullt af erlendum gestum þarna sem enn verra er að bera kennsl á, var birtur listi yfir þá helstu einhverstaðar? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 17. júní 2008 kl. 20:25 (UTC)[svara]
Frábært framtak! Þarna eru nokkrir ráðherrar og svona sem gott væri að fá á Commons. Þetta sýnir samt líka hvað það er fjári erfitt að ná góðum myndum af fólki þegar það er ekki sérstaklega að sitja fyrir. Geir Haarde er til dæmis iðulega á bak við hljóðnemann eða hálf-bjánalegur á svipinn. Þó eru þarna myndir af honum sem eru klárlega betri en sú sem nú er notuð á enskunni. Haukur 18. júní 2008 kl. 00:38 (UTC)[svara]

Common.js

Sorry for posing in english. You have a bug in your site-wide javascript. I left a short message on Mediawiki_talk:Common.js. There seems to be little traffic on that page, so I'm leaving this note here to attract some attention :-). --Dschwen 17. júní 2008 kl. 21:58 (UTC)[svara]

Does some admin here have firefox 3 installed and is willing to play with it? I could change it but I don't know whether it works or if it would break something. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. júní 2008 kl. 16:06 (UTC)[svara]
It should work now on FF3. --Akigka 18. júní 2008 kl. 16:27 (UTC)[svara]

Efni sem vantar fyrir fyrirlesturinn (í bili)

Ég er víst tilknúinn til að fara vinna aðeins meira í þessum fyrirlestri því ekki skrifar hann sig sjálfur, í einum hluta hans ætla ég að fara aðeins í það hvaða áhrif það hefur að ríkisstjórnir gefi út efni undir frjálsum skilmálum.

Bandaríkin eru fyrirmynd framtíðarinnar í þessum efnum þar sem allt efni sem ríkisstjórnin framleiðir er óháð höfundarrétti þannig það liggur beint áhrif stefnu hennar og þeirrar Íslensku saman.

Eitt dæmi sem hægt væri að taka væru kort, sýna muninn á nákvæmu korti af einhverjum stað eða fyrirbæri í Bandaríkjunum og svo samsvarandi kort af Íslensku fyrirbæri. Mér datt í hug að bera saman t.d. Iceland Akureyri position.png, Akureyri map.png (sem er reyndar gerð af Landmælingum Íslands) og svo einhverjum bæ í Bandaríkjunum með USGS kort, t.d. héðan.

Eina frjálsa myndin sem við fundum af sumum Íslenskum stjórnmálamönnum var þegar þeir voru að taka í hendina á einhverjum Bandarískum embættismönnum, það ættu að vera einhverjar slíkar myndir hér en ég finn engar.

Einhverjar aðrar tillögur að þessu máli? Aðaltilgangurinn er að sýna fram á að rit eins og þetta séu betur sett ef þau komast í upplýsingar sem þegar er búið að búa til. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 18. júní 2008 kl. 21:26 (UTC)[svara]

Það er fín þannig mynd á ensku greininni um Davíð Oddsson en svo bætti Hannes við slatta af gömlum myndum. Efsta myndin virðist vera notuð í heimildarleysi. en:Image:Geir Haarde 1006.jpg er annars mynd tekin af bandarískum embættismanni.
Svo má taka dæmi um timarit.is og sagnanet.is - notkunarskilmálarnir þar leyfa enga endurbirtingu af þessum myndum, sem þó ættu að vera almenningseign. Má ég endurbirta ljósmynd af síðu úr handritu frá 15. öld? Neibbs. Má ég endurbirta ljósmynd af forsíðu Fjölnis frá 19. öld? Nei, ekki heldur. Haukur 18. júní 2008 kl. 23:02 (UTC)[svara]
Um stjórnmálamennina aftur - flestar myndirnar í Commons:Category:Politicians_of_Iceland eru í rauninni ekki nógu frjálsar fyrir Commons. Margar ganga út frá að ólistrænar ljósmyndir séu í almenningi eftir 25 ár en þau lög eru úrelt - síðan 2006 er um að ræða 50 ár. Þarna eru líka myndir af styttum sem eru í höfundarétti (íslensku höfundalögin hafa ekki nógu sterkt "panoramafreiheit" fyrir Commons). Svo er eitthvað purestebbi-rugl þarna líka. Jafnvel þær sem gætu raunverulega verið í almenningi eru yfirleitt ekki með nógu ítarlega upplýsingar til að maður geti verið viss um það. Haukur 20. júní 2008 kl. 23:42 (UTC)[svara]
Það væri eflaust gott að impra á betri skilgreiningu á því hvað er "almenningur" á Íslandi mtt. höfundalaga. Hugtakið er, finnst mér, illa skilgreint, lítið notað og almennt ekki í umræðu á Íslandi, nema í tengslum við jarðnæði, afréttar o.s.frv. (t.d. í tengslum við þjóðlendurnar). Yfirleitt virðist umræðan lítið hirða um það hvað verður um hugverk þegar það er ekki lengur háð hugverkarétti og hverjar tímasetningarnar eru. Þetta skiptir okkur höfuðmáli, svo þess vegna erum við í bestu aðstöðu til að gefa okkar álit á því. Ég sé fyrir mér að söfnin (t.d. Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Þjóðminjasafnið og Landsbókasafnið) væru þeir aðilar sem væru okkar viðmælendur í þessu efni. --Akigka 21. júní 2008 kl. 01:42 (UTC)[svara]
Mér þætti það sum sé fínt ef fjallað væri um þetta málefni í fyrirlestrinum (sem ég kemst ekki í af því það er Faxaflóamót á sama tíma :) ) en það er auðvitað margt fleira, og kannski jákvæðara, sem hægt er að tala um. --Akigka 21. júní 2008 kl. 02:03 (UTC)[svara]

Málshættir og orðatiltæki

Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver ætti orðabók þar sem hægt er að leita að enskum hliðstæðum fyrir íslenska málshætti eða orðatiltæki eða öfugt? Veit einhver hvað "to have one's cake and eat it, too" væri á íslensku? --Baldur Blöndal 19. júní 2008 kl. 00:37 (UTC)[svara]

Ekki verður bæði sleppt og haldið? Haukur 19. júní 2008 kl. 08:18 (UTC)[svara]
Ah takk, nú verð ég að spyrja hvort þú hafir notað einhverja orðabók vegna þess að mig sárvantar þýðingarorðabók fyrri málshætti. (á meðan ég er hérna, hvernig væri „beggars can't be choosers“ og „don't look a gift horse in the mouth“ þýtt?) --Baldur Blöndal 19. júní 2008 kl. 09:13 (UTC)[svara]
Ég hygg að engin slík bók sé til. Það næsta sem mér dettur í hug með seinni málsháttinn er "Vandi er velboðnu að neita". Ég veit ekki með þann fyrri, eflaust er þó eitthvað svipað til. Haukur 19. júní 2008 kl. 13:01 (UTC)[svara]
Jú, heyrðu, það er til einhver svona skræða. Kannski ekki beinlínis íslensk-ensk-málsháttaorðabók-handa-Baldri en einu sinni las ég íslenska bók með málsháttum á mörgum málum. Það eru sjálfsagt ein 15 ár síðan svo að ekki getur hún verið ný. Hmm... Haukur 19. júní 2008 kl. 13:10 (UTC)[svara]
Spakmæli : málshættir frá mörgum löndum kom út 1991 og er til á ýmsum bókasöfnum. Sennilega er það bókin sem ég var að hugsa um. Haukur 19. júní 2008 kl. 13:12 (UTC)[svara]
Já takk fyrir. Ég hef einmitt staðið í því að bæta inn þýðingum á íslenskum málsháttum inn á wiktionary sérstaklega vegna þess að þýðingar þeirra eru nokkuð vandfundnar. Málshátturinn „vandi er velboðnu að neita“ er reyndar ekki eins flottur að mér finnst og „beggars can't be..“ en takk kærlega samt. =) --Baldur Blöndal 19. júní 2008 kl. 15:01 (UTC)[svara]
Ég meinti hann sem útgáfu af þessum með gjafahrossið. En hann er ekki jafnlitríkur, rétt er það. Haukur 19. júní 2008 kl. 15:28 (UTC)[svara]


Frjálsar æviskrár

Útgáfuár Höfundur Ævi höfundar Titill Svið rits
1884 Jón Borgfirðingur 1826-1912 Rithöfundatal 1400-1882
1906 Jóhann Kristjánsson 1884-1918 Alþingismannatal 1845-1905
1910 Klemens Jónsson 1862-1930 Lögfræðingatal 1736-1910
1910 Hannes Þorsteinsson 1860-1935 Guðfræðingatal 1707-1907
1914 Jóhann Kristjánsson 1884-1918 Læknatal 1760-1913

Hér eru helstu æviskrár sem ég veit um og eru liðnar úr höfundarétti. Þær gætu verið áhugaverðar til að nýta á Wikipediu. Sjálfsagt eru ekki allir þessir 18. og 19. aldar embættismenn markverðugir í þeim skilningi sem við notum hér en býsna margir eru það. Ég er líka forvitinn um rithöfundatal Jóns, það nær lengra aftur og flestir rithöfundar eru markverðugir. Haukur 20. júní 2008 kl. 13:30 (UTC)[svara]

Ég skoðaði rithöfundatalið. Það þyrfti að nota með öðrum æviskrám því að það gefur litlar eða engar upplýsingar um annað en ritstörf manna.

Alþingismannatalið er bláþráðótt, sem vænta mátti, en þó ekki ónýtt. Hér er dæmigerð færsla:

Egill Egilson f. 8. júlí 1829 á Bessast. For.: Sveinbjörn (d. 17.8. 1852) Egilsson síðar skólastjóri í Rvík og k. h. Helga (d. 6. 8. 1855) Benediktsdóttir yfirdómara Gröndals. Var um hríð í Rvík-skóla, en lauk eigi prófi. Verzlunarstj. í Stykkishólmi og síðar í Rvík. d. 14. jan. 1896 í Rvík. K. 1. (4. 10. 1855) Anna María Guðrún Árnadóttir kaupm. í Stykkishólmi Thorlacius; k. 2. (12. 10. 1864) Ólína Ágústa (d. 3. 4. 1881) systir f. k. h. Þm Snæf. 1869-1873, Mýr. 1881-1885

Þetta virkar styttra en það er vegna þess hversu mjög það er skammstafað. Til samanburðar má sjá æviágrip mannsins á Alþingisvefnum.[3] Haukur 20. júní 2008 kl. 16:49 (UTC)[svara]

Íslensk rðsifjafræði í orðabókum á netinu

Ég hóf fyrir einhverju umræðu um orðabækur á netinu þar sem ég spurðist t.d. eitthvað fyrir um orðsifjafræði íslenskra orða. Vildi bara benda á að ég fann hérna uppflettirit sem leitar á íslensku (reyndar á forníslensku þannig maður leitar bara að maðr í staðinn fyrir maður) sem inniheldur orðsifjafræði og aðra hluti sem ég hef ekki fundið annars staðar. Og fyrir notendur eins og Cessator sem treysta ekki almennilega tölvuorðabókum þá er hægt að sjá .png eða .tiff (betri upplausn) mynd af síðunni úr orðabókinni þannig að þetta er nákvæmlega eins og að hafa orðabókina við höndina. Vona að þetta komi einhverjum að notum. --Baldur Blöndal 26. júní 2008 kl. 01:43 (UTC)[svara]

Þýðingar á MediaWiki

Rakst á "Munda innskráninguna mína á þessari tölvu" á innskráningar-síðunni. Hver er að fikta í þýðingunum? --Stalfur 1. júlí 2008 kl. 14:03 (UTC)[svara]

Búið að laga þetta. — Jóna Þórunn 1. júlí 2008 kl. 22:43 (UTC)[svara]
Það mun vera ég sem er að eiga við þær. Það er verið að færa þær [meldingarnar] allar á miðlægan stað frá stökum verkefnum svo hægt sé að halda um þær allar á einum stað, fyrir núverandi og öll verkefni sem kunna að vera gerð - hvort sem af hálfu Wikimedia eða annarra sem nýta sér WikiWiki. Þetta eru þúsundir meldinga og þar sem að ég er mannlegur, að flestu leyti, kemur það fyrir að mér verður á í messunni í þessu fikti. --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. júlí 2008 kl. 01:02 (UTC)[svara]

Fyrirlestur á Föstudaginn laugardaginn

Þessi fyrirlestur sem ég flyt á laugardaginn (OpenOffice glærur) á Grand Hotel er allur að komast í form þótt fyrr mætti vera.

Ég met allar uppástungur, yfirferð og breytangar á málfari til hins betra, þetta er nú Wiki eftir allt.

Ætlar einhver hér að sjá sér fært að mæta? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. júlí 2008 kl. 20:37 (UTC)[svara]

Ég hefði reyndar áhuga á að mæta. Veistu hvenær þetta myndi mögulega byrja? --Baldur Blöndal 3. júlí 2008 kl. 15:55 (UTC)[svara]
Dagskráin er á forsíðu http://fsfi.is , og þetta er á laugardaginn, ekki föstudaginn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. júlí 2008 kl. 16:02 (UTC)[svara]
Jæja ég ætlaði nú að mæta en svo stukku upp streptókokkar, eyrnabólga, gröftur í auganu (er eins og sjóræningi), höfuðverkur... jæja þetta er bölvað. Hvernig gekk? --Baldur Blöndal 7. júlí 2008 kl. 00:45 (UTC)[svara]
Vel fannst mér og var mér sagt, upptakan kemur á youtube einhvertíman. Hér eru myndir. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. júlí 2008 kl. 01:19 (UTC)[svara]

Opinber gögn

Best ég svari þér hérna: Varðandi opinber gögn þá kemur þetta ágætlega fram í dæminu sem þú nefnir um vegagerðina og þjóðskrá. Það hefur komist einhver óheppileg hefð á hjá opinberum stofnunum að taka sér einkarétt til afnota á gögnum sem verða til í starfsemi þeirra - þótt hún sé kostuð af almannafé - og reyna að hafa tekjur af þeim með þeim hætti. Áður var svo sem sú stefna ríkjandi sem enn eimir af, að stofnanir vilja gjarnan stjórna aðgangi að þessum gögnum og hafa með meðferð þeirra að gera - t.d. texta íslendingasagna - eins undarlegt og það kann að hljóma (Netútgáfan kann eflaust einhverjar sögur af svonalöguðu). Þetta viðhorf hefur þó verið á undanhaldi og margar stofnanir eru nú í óða önn að leggja áherslu á þjónustuhlutverk sitt gagnvart almenningi. Það vantar samt hefð fyrir því að skilgreina tiltekin gæði þannig að þau séu í almenningi hér á landi (eins og raunar annars staðar í Evrópu). T.d. má benda á disclaimer sem er á vefnum timarit.is sem dæmi um gjörning sem vafasamt er að standist höfundalög. Í fyrsta lagi þyrfti að ríkja bann við því innan stjórnsýslunnar að stofnanir ríkisins taki sér einkarétt á gögnum sem eru óháð einkarétti fyrir. Í öðru lagi ætti stofnunum að vera gert skylt að upplýsa almenning á vef viðkomandi stofnunar um skilyrði notkunar þeirra gagna sem þau búa yfir, sem þá væri hægt að andmæla, t.d. með erindi til umboðsmanns alþingis. Eina siðlega og réttláta leiðin er samt sem áður að gögn sem verða til í starfsemi sem kostuð er að öllu leyti af almannafé séu í almenningi, ef annað (t.d. höfundaréttur starfsfólks) kemur ekki í veg fyrir það. Það væri samt stór pólitísk ákvörðun því það myndi gera út af við viðleitni stofnana til að skapa sér sértekjur með sölu á aðgangi eða notkunarleyfum (þær gætu auðvitað áfram haft sértekjur af þjónustu). Það er grein á Vefritinu um mistök sem gerð hafa verið hér á landi í þessu efni. Staðreyndin er sú að þessar aðgangstakmarkanir tefja þróun upplýsingatækni, tefja þróun nauðsynlegrar almannaþjónustu, gera Ísland hornreka í stórum alþjóðlegum verkefnum og gera stöðu íslenskunnar verri en hún þyrfti að vera, sem er algjörlega í andstöðu við yfirlýst markmið margra þessara sömu stofnana. Hins vegar koma þær ekki í veg fyrir þetta - þær gera það bara að verkum að sömu gögnin eru búin til mörgum sinnum, sem er fáránleg sóun í litlu samfélagi með fá úrræði.

Helst þyrftir þú að geta nefnt dæmi um opinber gögn sem gefin eru út í opnum aðgangi og með frjálsu notkunarleyfi á Íslandi, en mér dettur bara ekkert slíkt í hug... því miður. --Akigka 2. júlí 2008 kl. 10:56 (UTC)[svara]

Þakka þér fyrir þetta, þér er vonandi sama þótt ég noti hluta af þessu svo-til orðrétt í þessum fyrirlestri enda hefði ég ekki getað komið mörgum að þessum punktum betur frá mér.
Varðandi samanburðinn ætla ég aðallega að bera saman Bandaríkin og Ísland vegna þess að í Bandaríkjunum ríkir alger kjörstaða að þessu leiti þar sem gögn sem ríkisvaldið býr til eru óhöfundaréttvarin rétt eins og landslög hér á Íslandi.
Það er þó óvíst eins og þú bendir á að menn séu viljugir í að taka það stórt stökk strax, og koma þá punktar þínir um að fólki sé allavegana sagt hvaða notkunarleyfi það er að fást við o.s.f. sterkt inn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. júlí 2008 kl. 14:35 (UTC)[svara]
Auðvitað máttu taka þetta beint upp ef þú vilt. --Akigka 2. júlí 2008 kl. 18:54 (UTC)[svara]