Þjóðvegur 25
Þjóðvegur 25 eða Þykkvabæjarvegur er vegur á Suðurlandi og liggur af hringveginum (Þjóðvegi 1) hjá bænum Ægissíðu vestan við Ytri-Rangá hjá Hellu og niður í Þykkvabæ. Liggur vegurinn á köflum á varnargarði sem gerður var um 1923 til að verja Þykkvabæ og nærsveitir fyrir flóðum úr Ytri-Rangá og Hólsá, og til að þurrka upp Safamýri.
Vegurinn er 18,5 km langur.
