Þjóðvegur 45

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðvegur 45 eða Garðskagavegur er 31 kílómetra langur vegur á Reykjanesi. Hann liggur frá hringtorgi við Reykjanesbraut við Rósaseltjarnir, ofan við Keflavík og út í Garð, um Garðinn og til Sandgerðar, áfram um bæinn og þaðan framhjá Hvalneskirkju út að Stafnesi. Þaðan liggur vegurinn um Básenda og fyrir Ósabotna á Hafnaveg (44).

Vegurinn er að mestu einbreiður frá Sandgerði og út að Stafnesi. Vegurinn frá Stafnesi að Hafnavegi er að miklu leyti gamall vegur frá Varnarliðinu.

  Þessi samgöngugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.