Þjóðvegur 45
Þjóðvegur 45 eða Garðskagavegur er 31 kílómetra langur vegur á Reykjanesi. Hann liggur frá hringtorgi við Reykjanesbraut við Rósaseltjarnir, ofan við Keflavík og út í Garð, um Garðinn og til Sandgerðar, áfram um bæinn og þaðan framhjá Hvalneskirkju út að Stafnesi. Þaðan liggur vegurinn um Básenda og fyrir Ósabotna á Hafnaveg (44).
Vegurinn er að mestu einbreiður frá Sandgerði og út að Stafnesi. Vegurinn frá Stafnesi að Hafnavegi er að miklu leyti gamall vegur frá Varnarliðinu.
