Fara í innihald

Wikipedia:Potturinn/Safn 11

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu


Safn 10 | Safn 11 | Safn 12


Heiti tungumála og landa

Veit einhver um góðan tengil á vefsíðu með lista yfir heiti tungumála og landa og því um líkt? Dæmi um tungumál sem mig vantar að vita hvað er kallað á íslensku er Quechua. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 13:03 (UTC)[svara]

Við erum með þýðingar á þessu á ISO 3166-1 og ISO 639 en ekki á Quechua. Ég held það sé bara kallað quechua, allavegana hér. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11. febrúar 2008 kl. 13:08 (UTC)[svara]
Það er meira helvítis vesenið að átta sig á því hvernær á að tengja orðin með bandi (-) og hvenær ekki, það virðist vera svo mikið smekksatriði. Ég hef bara tekið upp á því að reyna að íslenskugera orð úr Chile greininni (eða ætti það að vera Chile-greininni, kannski Chilegreininni):
  • Araucanians -> Araukanianfólkið
  • Aconcagua -> Akonkagúa
  • Casma Valley -> Kasmadalur
  • Mapuche -> Mapuchefólkið

Þetta eru frekar frumstæð orð finnst mér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 14:29 (UTC)[svara]

Ég legg til: Arákaníumenn. Enska endingin -ian er upphaflega lýsingarorðaending, Araucanian er væntanlega einhver frá Araucania (þ.e. frá Arákaníu) líkt og t.d. Belgian er einhver frá Belgia (þ.e. Belgíu). Og við myndum auðvitað kalla fólk frá Arákaníu Arákaníumenn. Ástæðan fyrir því að ég kýs -menn frekar en -fólk er sú að það er hefð í þjóðaheitum (sbr. Norðmenn, Bandaríkjamenn, Argentínumenn o.s.frv. (en ekki Norðfólk, Bandaríkjafólk, Argentínufólk o.s.frv.)). --Cessator 11. febrúar 2008 kl. 14:43 (UTC)[svara]
Ég valdi bara fólk en ekki hitt vegna þess að - ja, ég veit lítið sem ekkert um málið - ég tel að þetta hafi ekki verið þjóðir, en bara ættbálkar. En -menn hljómar ágætlega, og undirstrikar ekkert sérstaklega þjóðerni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 14:45 (UTC)[svara]
Já já, -menn er auðvitað ekki bara notað um þjóðir, sbr. Evrópumenn, Skagamenn, sjálfstæðismenn o.s.frv. Varðandi bandstrikið: fyrst þarftu að komast að niðurstöðu um hvort þetta á að vera eitt orð eða tvö („Chile grein“ gengur ekki því enginn myndi skrifa „vísinda grein“). Þegar þú hefur komist að því að þú vilt hafa þetta í einu orði vaknar spurningin um bandstrik eða ekki. Venjulega er bandstrik notað ef annar hluti orðsins er af erlendum uppruna og samræmist ekki íslenskri ritvenju („Chile-grein“, „Chicago-búar“) eða ef annar hluti orðsins er sjálfur í fleiri en einu orði („New York-borg“). Reglan sem þú ert að leita að er í ritreglum Íslenskrar málstöðvar, 89. gr. --Cessator 11. febrúar 2008 kl. 15:00 (UTC)[svara]

En þegar við erum svona, í rauninni, að búa til orð, stangast þetta ekki á við einhverjar reglur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 15:06 (UTC)[svara]

Hvað áttu við? Að okkur sé ekki heimilt að búa til orð? Tja, við eigum að nota þau orð sem til eru. En það eru ekki alltaf til orð og þá verðum við bara að leyfa okkur að búa til orð. Ég held að það megi túlka reglur wikipediu þannig að svigrúm gefist fyrir slíkt. --Cessator 11. febrúar 2008 kl. 17:05 (UTC)[svara]
Ég veit að þú lumar einhverstaðar á góðri þýðingu fyrir conquistador? --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 17:18 (UTC)[svara]
Tjah, orðið er komið í enskuna úr spænsku og er þangað komið úr latínu, conquiro sem þýðir að leita eða safna saman. Í spænsku er orðið haft um einhvern sem sigrar eða hernemur land. Í ensku er þetta spænska tökuorð almennt notað um spánska landnema í Mið- og Suður-Ameríku. Kannski er best að þýða conquistador einfaldlega sem spánskur landnemi. --Cessator 11. febrúar 2008 kl. 20:35 (UTC)[svara]
Já, þetta voru svona innrásargaurar.... kannski innrásarlandnemar... veit ekki hvort að það sé til, eða almennt samþykkt orð. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 20:55 (UTC)[svara]
Jæja þér er jesús velkomið að lesa yfir þetta og lagfæra þær málfræði og stafsetningarvillur sem þú sérð. Athugsemdir eru líka fínar, ef textinn er óljós og villandi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 21:05 (UTC)[svara]

Takk fyrir hjálpina. En mér fannst eitt svolítið undarlegt hjá þér. Þú breyttir Inkarnir frá Perú sem höfðu í Innkarnir frá Perú sem hafði. Er þetta rétt? Hljómar eitthvað underlega finnst mér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 23:52 (UTC)[svara]

Aaa. Ég held ég fatti. Ertu að vísa til þess að Perú hafi mistekist? Ég var að segja Inkarnir höfðu, en Perú hafði hljómar ekki sem verst. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. febrúar 2008 kl. 23:57 (UTC)[svara]
Ah, breytingaárekstur. Málsgreinin í heild sinni er svona: „Samkvæmt einni kenningu kölluðu Inkarnir frá Perú, sem hafði mistekist að sigra Arákaníumennina, dal fjallsins Akonkagúa Chili eftir Tili, höfðingja ættbálks sem réð ríkjum þar á tímum innrásar Inkanna.“ Sko „að mistakast“ er ópersónuleg sögn, það er að segja, sögn sem breytist ekki eftir persónu (mér mistekst, þér mistekst, honum mistekst, okkur mistekst, ykkur mistekst, þeim mistekst) og slíkar sagnir hafa frumlagsígildi í annaðhvort þolfalli (eins og „að dreyma“: mig dreymir, þig dreymir...) eða þágufalli eins og í þessu tilfelli. En í þessu tilfelli er sögnin í þáliðinni tíð og hefur því hjálparsögnina „hafa“ í þátíð. Hún er samt ekki persónuleg sögn hér og því breytist hún ekki eftir persónu; maður segir ekki „Inkarnir höfðu mistekist“ heldur „Inkunum hafði mistekist“. (Og á sama hátt: mér hafði mistekist, þér hafði mistekist, honum hafði mistekist, okkur hafði mistekist, ykkur hafði mistekist, þeim hafði mistekist.) En — og nú flækist málið enn frekar — sögnin er í tilvísunarsetningunni sem hefst á „sem“ og það er því ekkert sjáanlegt frumlagsígildi í þágufalli. Aftur á móti má segja að orðið „sem“ sé í þágufalli (þannig lærði ég þetta í bæði grunn- og menntaskóla), þótt sumir íslenskukennarar séu hættir að kenna þetta þannig. Ef þér finnst þetta skrítið og þetta venst bara ekki og þú vilt umorða þetta, þá er hægt að sleppa þessari tilvísunarsetningu, brjóta þetta svolítið upp og segja eitthvað á borð við „Samkvæmt einni kenningu voru það Inkar frá Perú sem nefndu dal fjallsins Akonkagúa Chili. Þeim hafði mistekist að sigra Arákaníumennina og nefndu dalinn eftir Tili, höfðingja ættbálks sem réð ríkjum þar á tímum innrásar Inkanna.“ --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 00:10 (UTC)[svara]
Nei, nei. Það þarf ekkert að orða þetta sérstaklega fyrir fólk eins og mig. Ég er meira í því að skrópa í íslensku, því við förum aldrei í skemmtilega málfræði, heldur alltaf þessar helvítis íslendingasögur. Annars er maður svo langt eftir í andlegum þroska að það liggur við að maður tali málið. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. febrúar 2008 kl. 00:26 (UTC)[svara]
Íslendingasögurnar eru skemmtilegar Annars er það kannski latínunni að kenna að sumir ofþjálfast í málfræði. --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 03:16 (UTC)[svara]

Ég tók eftir að þú settir - á milli í quechua-orðinu. Er það vegna þess að quechua er útlent eða eitthvað annað. Þetta er tungumál svo ég hugsaði "það hlítur að vera skrifað í tveimur, eins og "enska orðinu" en ekki "enskaorðinu". --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. febrúar 2008 kl. 01:15 (UTC)[svara]

Já, er quechua lýsingarorð? Það lítur út eins og í íslensku sé það óbeygjanlegt orð af erlendum uppruna og þess vegna setti ég bandstrikið en kannski er það ekki rétt hjá mér að gera það. Myndum við skrifa „Zulu orð“ eða „Zulu-orð“? --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 03:16 (UTC)[svara]
Ekki veit ég það. En í þessari grein þá stóð til dæmis aímaríska orðinu. Er ekki hægt að nota öll tungumálaheiti sem lýsingarorð? Hvort það sé Zulu orð eða Zulu-orð, fer það ekki bara eftir því hverning þú orðar það? Eins og enska orðinu eða enskuorðinu, þó enska fallbreygist og sé kannski ekki notað svona. --Stefán Örvarr Sigmundsson 12. febrúar 2008 kl. 09:30 (UTC)[svara]
Hmm... spurning um að fá álit annarra líka. --Cessator 12. febrúar 2008 kl. 16:42 (UTC)[svara]

frumbyggjar Ameríku eða Frumbyggjar Ameríku? --Stefán Örvarr Sigmundsson 13. febrúar 2008 kl. 17:03 (UTC)[svara]

Með litlum staf enda ekki allir ein þjóð. --Cessator 13. febrúar 2008 kl. 18:18 (UTC)[svara]

ATH

Það eru tveir notendur sem vilja láta ættleiða sig. Ég hef ekki enn fengið opinbert samþykki til að ættleiða en ætla samt að næla mér í annan, það er ekki hægt að láta þá hanga svona. --Stefán Örvarr Sigmundsson 13. febrúar 2008 kl. 03:26 (UTC)[svara]

Smá spurning

Ég er ekki á Íslandi. Orðabækurnar mínar eru á Íslandi. Ég þekki engar íslenskar orðabækur á netinu, þannig ég spyr bara hér vegna þess að flestir hérna eru helvíti klárir. Þýski notandinn Schneelocke gerði fyrir... nokkuð löngu þessa breytingu. Ég hef satt best að segja slæma reynslu af Þjóðverjum sem bæta inn íslenskum greinum á wiktionary; allt var með stórum staf (íslenska er ekki eins og þýska að því leiti..), lang flestar greinarnar innihéldu punkta eða spurningarmerki (má bjóða þér ...? eða eitthvað álíka) og margar ef ekki flestar einfaldlega... rangar. Ég hef aldrei heyrt orðið „man“ í merkingunni maid. Ég hef þannig séð aldrei heyrt orðið „man“ notað sem nafnorð og þess vegna vildi ég spyrja að þessu hérna. Gera langa sögu stutta; er þetta bull? --Baldur Blöndal 13. febrúar 2008 kl. 13:42 (UTC)[svara]

Hið ljósa man... --Akigka 13. febrúar 2008 kl. 13:59 (UTC)[svara]
Hefðir bara getað sagt að þetta væri ekki bull :) hef samt aldrei heyrt þetta, sýnir hve mikið maður veit --Baldur Blöndal 13. febrúar 2008 kl. 14:01 (UTC)[svara]
Orðabókin gefur upp merkingarnar ambátt og mær. Ég hef aðeins heyrt þetta orð í þessu orðasambandi (sem er heitið á öðrum hluta Íslandsklukkunnar eftir Laxness) og á væntanlega að vera seinni merkingin. --Akigka 13. febrúar 2008 kl. 14:02 (UTC)[svara]
Þannig að þýðingin ætti ekki beint að vera "maid" heldur kannski frekar "female slave, famula" og "lady, young woman"? --Baldur Blöndal 13. febrúar 2008 kl. 14:15 (UTC)[svara]
Einmana og mansal byggja á orðstofninum man. Thvj 13. febrúar 2008 kl. 14:44 (UTC)[svara]
Orðabók háskólans hefur nokkur dæmi, m.a. „Í myrkri skal við man spjalla.“ og „þeir [ [...]] náðu mörgu mani og miklum smáfjenaði.“ úr gamalli þýðingu á Austurför Kýrosar eftir Xenofon. Einnig: „Nafnið er [ [...]] líkast því sem móðirin hafi verið útlendt man eða ambátt.“ og „og munu þeir hafa haldið sjer að spakmælinu „ragur er sá, er ekki þolir manið“.“ auk dæma úr Íslandsklukkunni. --Cessator 13. febrúar 2008 kl. 15:37 (UTC)[svara]

Númer 20.000

Mér sýnist Franska Súdan vera tuttugu-þúsundasta greinin. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 15. febrúar 2008 kl. 16:06 (UTC)[svara]

Nei, það var Franska Vestur-Afríka en svo varð Vestfirskur einhljóðaframburður að „grein“ við það að ég wikify'aði hana. --Cessator 15. febrúar 2008 kl. 16:13 (UTC)[svara]

Það hefur verið rætt um stubba og gæði þeirra fram og aftur, svo upp á gannið þá segir AutoWikiBrowser að það séu 7.928 greinar sem eru merktar sem stubbar. --Stefán Örvarr Sigmundsson 16. febrúar 2008 kl. 16:31 (UTC)[svara]

Við náðum inn á forsíðuna á ensku wikipediu :) Það eru þó nokkrir mánuðir síðan við vorum með link þar síðast. --Akigka 18. febrúar 2008 kl. 20:54 (UTC)[svara]
Hvað? Var ekki lámarkið 25.000 þar? --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. febrúar 2008 kl. 23:40 (UTC)[svara]

Við erum þegar þetta er skrifað með 20.512 greinar, 21 dagur er liðinn síðan 15. febrúar.

Áætlaður tími í dögum í 30.000 greinar:

Dagar sem tekur að gera 10.000 greinar á núverandi hraða:

Nú er 67. dagur ársins þannig ef við gerum 32 greinar á dag náum við 30.000 fyrir árslok:

Áhugavert allavegana, ekki að tölur skipti öllu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. mars 2008 kl. 15:17 (UTC)[svara]

Og um 40.000 daga (eða 109 ár) þangað til að við höfum 1.000.000 greinar!!! --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. mars 2008 kl. 15:25 (UTC)[svara]
Já... miðað við núverandi hraða... sá hraði hefur hins vegar tvöfaldast (sirka) milli ára frá 2004 - sem flækir dæmið töluvert. Ef við hefðum reiknað með "núverandi" hraða þegar við vorum við 10.000 t.d. þá hefðum við varla náð 20.000 fyrr en einhvern tíma á næsta ári. --Akigka 7. mars 2008 kl. 16:27 (UTC)[svara]
Sem er einmitt ástæðan af hverju við þurfum að stofna Wikimedia Ísland. Við þurfum að kynna verkefnin, ferðast grunn- og framhaldsskólana á milli og fræða fólk um þetta! Afkoma okkar veltur á því. --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. mars 2008 kl. 16:33 (UTC)[svara]
Ég myndi frekar reyna að komast í blöðin einfaldlega... :) Helst sjónvarpið. Þetta verkefni gagnast öllum sem eitthvað fást við íslenskan texta í vinnunni, ekki bara námsfólki. --Akigka 7. mars 2008 kl. 16:46 (UTC)[svara]
Það er auðveldara að ná til námsmanna held ég. Það vita allir af þessu verkefni held ég, það þarf bara að virkja fólk. --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. mars 2008 kl. 17:18 (UTC)[svara]

Þingsályktunartillaga

Hver væri enska þýðingin á orðinu Þingsályktunartillaga?--Jóhann Heiðar Árnason 19. febrúar 2008 kl. 19:29 (UTC)[svara]

Í bandaríkjunum er þetta en:Concurrent resolution en það ber að varast að þýða svona hugtök sem oft eru bara til í einu lagakerfi, t.d. kennitala. Ég veit ekki alveg hvaða áhrif þingsályktunartillaga hefur en kannski gæti þetta verið Act of alþingi/Icelandic parliament? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. febrúar 2008 kl. 19:35 (UTC)[svara]
Getur verið að „act“ gefi til kynna eiginleg lög? Patriot Act eru t.d. lög. Kæmi „decree“ til greina? --Cessator 19. febrúar 2008 kl. 20:22 (UTC)[svara]
Non-binding resolution. Það er rétt að act gefur til kynna sett lög. --Bjarki 19. febrúar 2008 kl. 21:41 (UTC)[svara]
Rétt hjá Bjarka --Jabbi 19. febrúar 2008 kl. 21:57 (UTC)[svara]

is.wiki á Firefox

Uppi í hægra horninu á Firefox er svona leitargluggi, default er Google en hægt er að stilla þetta að vild. Ég reyndi að bæta is.wiki og það virkaði fínt þar til að maður notar bil í leitinni. Ágúst virkar til dæmis, en 16. ágúst virkar ekki. hér er hægt að finna plugin'ið. Er eitthver til í að skrifa þetta upp á nýtt? --Steinninn 21. febrúar 2008 kl. 10:41 (UTC)[svara]

Það þarf bara að skipta út bili fyrir %20 (url-kóðinn fyrir bil). Líklega notar pluginið þitt + í staðinn fyrir bil, skiptu út + fyrir %20 (prósentatveirnúll) og þá ætti það að fúnkera. --Stalfur 21. febrúar 2008 kl. 13:30 (UTC)[svara]
Já, það sem ég skrifa er is.wikipedia.org/wiki/{searchTerms}. Þetta er svokölluð GET aðferð, kannski er nauðsinlegt að nota POST. Það virðast flestir nota það, en þó eru sumir sem virðast takast að nota GET. Málið er að POST er mun flóknara (að mér finnst) og ég sé ekki hvernig hinir fengu GET til að virka. --Steinninn 21. febrúar 2008 kl. 14:39 (UTC)[svara]
Hm.. ég hef fína leið líka. Það sem ég geri er að ég vista Wikipedia síðuna í bookmarks í firefox, hægri smelli á bookmarkið og ýti á "properties", og- í tilfelli íslenku Wikipediunnar- þá bæti ég "http://is.wikipedia.org/wiki/%s" í Location (það sem maður skrifar á eftir "keyorðinu" fer í stað "%s") og "is" í Keyword. Þá virkar það þannig að ef ég skrifa "is Ísland" í vef..netfangsstöngina þá fer ég beint hingað. Svo hef ég bætt inn eftirfarandi sem mér finnst vera mjööög þægilegt:
  • is Ísland → is.wikipedia.org/Ísland
  • i maður → is.wiktionary.org/maður
  • en Iceland → en.wikipedia.org/Iceland
  • e picture → en.wiktionary.org/picture
  • la Islandia → la.wikipedia.org/Islandia
  • d truth → dictionary.com/truth... etc.
Setti ég þetta alveg nógu vel fram? Mér finnst þetta nefnilega afar þægilegt! Það tekur mig 2 sekúndur að fara inn á wikipedia grein, íslenska, enska, orðabók, wiktionary... það er alveg æðislega þægilegt --Baldur Blöndal 21. febrúar 2008 kl. 15:39 (UTC)[svara]
Fyrst þú ferð að babbla um ff og wiki þá er til add-on sem kallast Look up in Wikipedia, maður blokkar orð og hægrismellir, fær upp valmynd þar sem möguleikinn Look up in Wikipedia er efstur. Það er hægt að velja tungumál í stillingunum. Þetta er alveg lífsnauðsynlegt fyrir mig þegar ég er að vinna í tungumálatenglum eða vil á skjótan hátt ferðast milli orðabókar og t.d. en.wiki. — Jóna Þórunn 21. febrúar 2008 kl. 19:31 (UTC)[svara]
Vá, takk Jóna. Ertu að tala um þessa? --Steinninn 21. febrúar 2008 kl. 22:53 (UTC)[svara]
Já. — Jóna Þórunn 22. febrúar 2008 kl. 09:53 (UTC)[svara]

Not yet written

Það angrar mig soldið að ef músarbendlinum er haldið yfir rauðan tengil - á eitthvað sem ekki er búið að skrifa um enn þá kemur lítill gulur gluggi með nafninu á greininni ásamt þeim skilaboðum að ekki sé búið að skrifa hana enn t.d. "Soldið (not yet written)". Væri ekki lag að íslenska þetta? Þetta er s.k. title attribute sem er haft í a-tagginu. Ég veit bara ekki hvar hægt er að vinna á þessu. --Jabbi 25. febrúar 2008 kl. 22:31 (UTC)[svara]

Það hlýtur að vera hægt að breyta þessu í „enn óskrifuð“ eða eitthvað slíkt. --Cessator 25. febrúar 2008 kl. 23:20 (UTC)[svara]
Og hvað haldið þið, Ævar þýddi það Melding:Red-link-title. --Steinninn 26. febrúar 2008 kl. 03:58 (UTC)[svara]
Ok þá er búið að laga það =) --Baldur Blöndal 26. febrúar 2008 kl. 04:10 (UTC)[svara]
Ég held að ég hafi nú verið búinn að laga þetta á TranslateWiki. Það átti bara eftir að virkja það. --Stefán Örvarr Sigmundsson 26. febrúar 2008 kl. 04:25 (UTC)[svara]

Þýðing (ligature)

Ég er að reyna að átta mig á því hverning við myndum þýða ligature á íslensku, veit það einhver? --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. febrúar 2008 kl. 17:15 (UTC)[svara]

Tengiskrift? --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 17:20 (UTC)[svara]
Nei fjallar þetta ekki um hvernig "a" og "e" tengjast saman til að mynda "æ"? Heitir það tengiskrift? --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:22 (UTC)[svara]
Jú, svo virðist vera og nei, það heitir ekki tengiskrift; ég veit ekki hvað þetta heitir. --Cessator 27. febrúar 2008 kl. 17:30 (UTC)[svara]
Þurfum við að smíða nýtt nafn á þetta ef ekkert finnst? (btw, pannt "Leturfelling") --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:35 (UTC)[svara]
Hm Orðabankinn gefur bara upp líffræðiheiti (æðaband, fyrirbinding) og ég finn ekkert á google. Ég hef áhuga á að vita þetta líka, hefur einhver svarið? --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:22 (UTC)[svara]
Samruni? --Mói 27. febrúar 2008 kl. 17:49 (UTC)[svara]
Hm... Það er fínt orð, er það alvöru? Letursamruni skýrir þetta kannski betur? --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 17:52 (UTC)[svara]
Alvöru? Ég veit það ekki. Mér bara datt þetta í hug því að mér fannst það eðlilegt. En væri ekki rétt að finna út hvað prentarar kalla þetta þar sem þetta er þeirra iðn og fræðasvið? --Mói 27. febrúar 2008 kl. 18:04 (UTC)[svara]
Ef einhver getur komist í tæri við prentara eða einhvern sem þekkir betur til í þessu þá væri það auðvitað frábært --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 18:07 (UTC)[svara]
Samskeyttur stafur væri lýsandi og við værum ekki að búa til nýyrði með því. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. febrúar 2008 kl. 18:13 (UTC)[svara]
Ekki held ég að samruni myndi kallast nýyrði og það er líka allvel lýsandi. En hins vegar hlýtur að vera til fagheiti yfir þetta, það þarf bara að finna það út hjá menntuðum prenturum. --Mói 27. febrúar 2008 kl. 18:23 (UTC)[svara]
Til er Orðabók prentiðnaðarins. 1993. Prenttæknistofnun. [Reykjavík] [51 bls.] Ætli þetta finnist þar? --Mói 27. febrúar 2008 kl. 18:37 (UTC)[svara]
"Orðabók prentiðnaðarins"... huh, alltaf eitthvað nýtt --Baldur Blöndal 27. febrúar 2008 kl. 18:39 (UTC)[svara]
Samkvæmt manneskju úr innsta hring prentiðnaðarins, sem hefur aldrei heyrt um orðabókina, þá er ligature hjá þeim skilgreint sem vandamál! Sjáum hvað orðabókin segir. --Stalfur 28. febrúar 2008 kl. 13:31 (UTC)[svara]
Hélt þetta væri bara kallað band á íslensku... Prófið að googla "handritalestur" + "bönd". --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 14:54 (UTC)[svara]
Það er tengt en ekki alveg það sama, athugið líka en:Scribal abbreviation Haukur 15. mars 2008 kl. 20:35 (UTC)[svara]

Límingar! Þeir heita límingar. Haukur 22. mars 2008 kl. 09:18 (UTC)[svara]

Ég er að búa til lista yfir síður án tungumálatengla í samvinnu við sauðkindina. Það er kominn listi yfir greinar í aðalnafnrýminu, er að búa til flokkana núna. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. febrúar 2008 kl. 20:06 (UTC)[svara]

Hver er munurinn á þessu og sambærilegri kerfissíðu? — Jóna Þórunn 27. febrúar 2008 kl. 20:07 (UTC)[svara]
Engin enn, ég á þó eftir að búa til samsvarandi lista yfir flokkana sem kerfissíðan listar ekki. Mér finnst flokkar ekki hljóta verðskuldaða athygli hér og það vantar interwiki tengla á þá marga. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 28. febrúar 2008 kl. 01:05 (UTC)[svara]

Ég var að setja inn nýtt taxobox (breyting: [1]). Með þessari breytingu er hægt að líma taxobox beint af ensku án þess að myndirnar séu í rugli (voru alltaf of langt til vinstri) og svo er komið inn nýr "conservation status" hluti sem á eftir að þýða.

Þar sem þetta er ágætlega mikilvægt snið endilega farið yfir þessa breytingu og þýðið það sem vantar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 28. febrúar 2008 kl. 01:14 (UTC)[svara]

Þetta er mjög flott, þú tókst samt út "Um þetta snið"- var það viljandi? Ég "af"verndaði líka síðuna, var það ekki allt í lagi? Held að það séu ekki framin nóg skemmdarverk á neinni grein á íslensku Wikipediunni til þess að það þurfi að vernda hana, eða hvað? --Baldur Blöndal 28. febrúar 2008 kl. 08:00 (UTC)[svara]
Engar breytingar aðrar en þýðing voru viljandi. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 28. febrúar 2008 kl. 11:05 (UTC)[svara]

Einnig eru öll taxoboxin í sandkassanum núna, sum commentuð út. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 28. febrúar 2008 kl. 15:04 (UTC)[svara]

Þemu og snið

Er mögulegt að hanna snið þannig að það útlit þess velti á þemanu sem að notendur hafa? Þau eru öll, að ég viti, hönnuð í EinBókþemanu (MonoBook) þar sem að það er sjálfgefið og flestir nota það. Það er komið eitt nýtt þema (Modern) til dæmis, sem er helvíti svalt, en sum snið koma ekki rétt út, eins og Snið:Gæðagrein. Hvað er til ráða? --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 11:30 (UTC)[svara]

Þú getur skilgreint stíl á Melding:Common.css og svo skrifað yfir hana á Melding:MonoBook.css eða Melding:Modern.css. Sjá það sem er gert á ensku. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 28. febrúar 2008 kl. 11:34 (UTC)[svara]
Ég hélt að það sem væri skilgreint á common gilti sjálfkrafa fyrir öll sniðin... --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 11:36 (UTC)[svara]
Já, en reglurnar fyrir einstaka þemu eru settar inn á eftir og yfirskrifa fyrri reglur ef þær hafa sama nafn. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 28. febrúar 2008 kl. 11:39 (UTC)[svara]
En ef það eru engar reglur fyrir þemað (eins og t.d. Modern), af hverju virka stílarnir í common þá ekki? --Akigka 28. febrúar 2008 kl. 11:41 (UTC)[svara]
Einhverjar aðrar reglur vantar einhverstaðar sem eru á ensku en ekki hér sem verða til þess að t.d. Snið:Taxobox virkar ekki. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 28. febrúar 2008 kl. 11:44 (UTC)[svara]

Jæja, ég mæli allavega með því að fólk skipti yfir í Modern, eða nútímalegt, eins og ég þýddi það. Það er alveg eitursvalt! --Stefán Örvarr Sigmundsson 28. febrúar 2008 kl. 14:40 (UTC)[svara]

Tenglar í greinum

Oftast stendur Sjá einnig neðst í greinum með tengla á tengt efni. Ég hef tekið eftir því að stundum hafi því verið breytt í Tengt efni. Hvort eigum við að nota? Við þurfum að ákveða að nota annað, ekki bæði. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 11:25 (UTC)[svara]

Það er búið að ákveða að nota tengt efni. — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 11:27 (UTC)[svara]
Ég er búinn að breyta því í tengt efni í öllum greinum eldri en 2 mánaða allavega. Þetta var rætt fyrir löngu, man ekki hvar samt sem áður. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 29. febrúar 2008 kl. 11:31 (UTC)[svara]
Ó, það fór alveg framhjá mér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 11:51 (UTC)[svara]
Einmitt, þetta var ákveðið einhvern tímann fyrir löngu, eins og þau benda á Friðrik og Jóna. Held að "sjá einnig" sé líka miklu sjaldgæfara. Ég breyti þessu alltaf í "tengt efni" þegar ég sé það. --Cessator 29. febrúar 2008 kl. 16:01 (UTC)[svara]

Tilkynningar um snið

Það eru komin tvö ný snið (Alverndað og ‎Hálfverndað) sem ég gerði bara upp á grínið. Einnig bjó ég til snið fyrir lesnar greinar (Lesin grein), þó svo engar séu hér enn. Einnig breytti ég sniðunum gæðagrein og úrvalsgrein þannig að þær taka við færibreytu, sem færir þau um eitt eða tvö bil, eftir því hvort að verndunar- eða lestrarsniðið sé notað - svo þetta fari ekki allt í klessu. Síðast en ekki síst gerði ég smávægilegar útlistbreytingar á velkomnunarsniðinu okkar, sem að ég vona að hafi gert það aðeins nútímalegra og í stil við önnur snið á íslensku Wikipedia. Takk fyrir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. febrúar 2008 kl. 16:17 (UTC)[svara]

Lífríki íslands

Það væri gaman að taka saman einn alsherjar lista yfir plöntur, dýr og aðrar lífverur á Íslandi og skrifa greinar um þær, eða jafnvel bara hafa listann. Þar gæti verið allt frá lunda upp í kakkalakkana á keflavíkurflugvelli. Hvaða heimildir ætli sé best að nota fyrir svona lista? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. febrúar 2008 kl. 23:00 (UTC)[svara]

Mætti t.d. byrja á Notandi:Jóna Þórunn/Plöntur og Notandi:Akigka/Sveppir á Íslandi :). --Akigka 29. febrúar 2008 kl. 23:04 (UTC)[svara]
Jább. Eftir Ævar Petersen er líka til bókin Fuglar á Íslandi. + Flóra Íslands.is sem hefur lista yfir blómplöntur, byrkninga og sveppi. — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 23:08 (UTC)[svara]
Má ekki færa þetta á Listi yfir plöntutegundir á Íslandi og Listi yfir sveppategundir á Íslandi eða eitthvað svipað? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. febrúar 2008 kl. 23:36 (UTC)[svara]
Það vantar einhvern slatta amk. á plöntulistann. — Jóna Þórunn 29. febrúar 2008 kl. 23:38 (UTC)[svara]

Sjá Flokkur:Íslenskir fuglar. Þar er verið að flokka fuglana eftir því hvort þeir eru staðfuglar, farfuglar eða flækingar. --Stalfur 2. mars 2008 kl. 02:45 (UTC)[svara]

Sá þess að auki tvær afar áhugaverðar bækur um helgina; Dulin veröld sem fjallar um smádýr á Íslandi og Skeldýrafána Íslands. Hvort tveggja bækur sem þyrfti að vinna upp úr. — Jóna Þórunn 3. mars 2008 kl. 12:11 (UTC)[svara]
Skellti inn einum lista í viðbót: Notandi:Jóna Þórunn/Smádýr. — Jóna Þórunn 4. mars 2008 kl. 19:27 (UTC)[svara]
Ég færði þennan lista yfir í aðalnafnrýmið, hvernig lýst þér á það? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. mars 2008 kl. 17:44 (UTC)[svara]
Tja, þá spyr maður sig hvort þetta sé ekki höfundarréttarbrot rétt eins og listinn yfir umfjöllunarefni íslenska alfræðiritsins. Hvernig sem því nú líður þá mætti taka tungumálatenglana út, þeir eiga ekki heima þarna. :) — Jóna Þórunn 5. mars 2008 kl. 20:51 (UTC)[svara]

Sýna forskoðun

Hver breytti þessu (hnapparnir fyrir neðan textaboxið)? Var ekki einfaldara að hafa þetta bara "Forskoða" eða "Forskoðun" ?? --Akigka 3. mars 2008 kl. 11:48 (UTC)[svara]

Ég get reddað þessu. En hvað um hinn hnappinn Sýna breytingar? Hafa það bara Breytingar eða Breyting? --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. mars 2008 kl. 11:56 (UTC)[svara]
Mér finnst þetta ágætt eins og það er. Hjálpar nýliðum. --Steinninn 3. mars 2008 kl. 14:56 (UTC)[svara]
Já, mér reyndar líka. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. mars 2008 kl. 15:34 (UTC)[svara]
Mér finnst þetta óþarfa tvítekning. Forskoðun er alveg nóg. Sýna forskoðun bætir engu við. --Akigka 4. mars 2008 kl. 20:36 (UTC)[svara]
Sammála. --Bjarki 5. mars 2008 kl. 21:02 (UTC)[svara]

Svo er önnur breyting sem mér líst illa á: Þegar maður skoðar nýlegar breytingar er í sviga á eftir tímanum (nú; fyrri). Þetta hljómar eins og núverandi útgáfa og fyrri útgáfa en hið rétta er að þetta sýnir "fyrri breytingu" og "þessa breytingu". Af hverju þurfti að breyta þessu? --Akigka 6. mars 2008 kl. 00:57 (UTC)[svara]

Ég skal laga þetta á morgun. Er kominn með höfðuverk. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 01:27 (UTC)[svara]
Ég mundi halda að rétti staðurinn til að ræða þetta væri hér. En ég veit, það eru mjög fáir virkir þar. Málið er bara að það er þar sem við erum að breyta þessu. --Steinninn 6. mars 2008 kl. 01:29 (UTC)[svara]
En hér eru allir notendurnir sem hafa skoðanir á málinu. Það er hægt að auglýsa translatewiki og fá fleiri notendur þangað og auka umræðu þar en þessi mál verða samt alltaf rædd hér líka. Það er óumflýjanlegt. --Cessator 6. mars 2008 kl. 04:20 (UTC)[svara]
Ég er allavega sammála að 'nú' og 'fyrri' gengur ekki. Það þarf að vera eitthvað annað. --Steinninn 6. mars 2008 kl. 05:14 (UTC)[svara]
Í nýlegum breytingum? Er þið ekki að tala um breytingaskrána? Ég finn þetta ekki í nýlegum breytingum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 6. mars 2008 kl. 23:51 (UTC)[svara]
Má ekki bara breyta þessu í það sem þetta var? Það var ágætisþýðing og algjör óþarfi að breyta. Er einhver að vinna í þessu núna? --Akigka 14. mars 2008 kl. 10:28 (UTC)[svara]
Það sem ég spyr er, hvar koma þessi orð fyrir (nú, fyrri), í nýlegum breytingum eða breytingaskránni? --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. mars 2008 kl. 10:50 (UTC)[svara]
Þetta tók ég núna úr nýlegum breytingum:
10:50 (nú; fyrri) . . (+203) . . S.Örvarr.S (Spjall | framlög | banna) (→Sýna forskoðun)

--Akigka 14. mars 2008 kl. 10:54 (UTC)[svara]

Þú þarft að vera með virkjað "endurbættar nýlegar breytingar" í notandastillingunum til þess að sjá þetta. --Akigka 14. mars 2008 kl. 10:56 (UTC)[svara]
Vá, þetta er óþægileg stilling. Allavega ég skal breyta þessu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 14. mars 2008 kl. 12:23 (UTC)[svara]

Þýðing (barcode)

Hefur einhver hugmynd um það hvað við köllum barcode og svo barcode reader? --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. mars 2008 kl. 16:12 (UTC)[svara]

Strikamerki. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. mars 2008 kl. 16:16 (UTC)[svara]
Ég veit annars ekki hvað Barcode reader er þýtt sem. Strikamerkalesari? Skanni? --Baldur Blöndal 3. mars 2008 kl. 17:58 (UTC)[svara]
Strikamerkalesari. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. mars 2008 kl. 18:03 (UTC)[svara]
Ah sorry, "strikamerkJalesari" er það ekki? --Baldur Blöndal 3. mars 2008 kl. 18:11 (UTC)[svara]
Já, ég límdi bara vitleysun upp úr þér og sé eftir á að þér var ekki treystandi til að stafsetja þetta >:) --Ævar Arnfjörð Bjarmason 3. mars 2008 kl. 18:20 (UTC)[svara]
Haha.. já það... ég meina... Já! Það! Það var prófraun! Haha ò,ó til að sjá hvort þú myndir nenna að... að skrifa þetta sjálfur upp.. og þú féllst! Haha áætlun mín... =_= ææi skiptir engu --Baldur Blöndal 3. mars 2008 kl. 21:40 (UTC)[svara]

Heiti sniðs

Ég er að búa til snið á öðrum Wiki-verkefnum eins og Ambox, eða Mbox eins og það heitir á ensku Wikibókunum. Ég legg til að við gefum þeim eitthvað gott nafn á íslensku, hverning hljómar Skilaboð? --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 14:31 (UTC)[svara]

Hvað um að íslenska þetta enn fremur og kalla þetta "íslenzku skilaboðaskjóðuna"? Eða bara "skiljaboðaskjóðan". --Baldur Blöndal 5. mars 2008 kl. 15:50 (UTC)[svara]
Það er svolítið leiðinlega langt. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 16:44 (UTC)[svara]
Pf, ef þú vilt þá stutt nafn þá er hægt að nota Mbox. --Baldur Blöndal 5. mars 2008 kl. 16:57 (UTC)[svara]
Nei mér líst ekkert á það. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 17:22 (UTC)[svara]
Hvað um "hinn yndislega skemmtilegi og óámælisverði staðar þar sem fólk getur skilið eftir hluti sem gætu eða gætu ekki verið skilaboð". Eða það mætti bara kalla þetta skilaboð.. --Baldur Blöndal 5. mars 2008 kl. 17:39 (UTC)[svara]
Já, ég held að það sé besta hugmyndin sem einhver hefur komið með. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. mars 2008 kl. 19:12 (UTC)[svara]
Já, ég reyndi nú bara að hjálpa smá. =) --Baldur Blöndal 5. mars 2008 kl. 19:58 (UTC)[svara]

CPI

Veit einhver hvort að við höfum eitthvað opinbert heiti á Corruption Perceptions Index? --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. mars 2008 kl. 05:03 (UTC)[svara]

Spillingarvísitalan? --Akigka 9. mars 2008 kl. 11:58 (UTC)[svara]
Vantar nauðsynlega í nafnið eitthvað sem gefur í skyn að þetta er ekki raunveruleg spilling sem vísitalan mælir heldur skoðun sérfræðinga í hverju landi fyrir sig. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. mars 2008 kl. 18:01 (UTC)[svara]
Af hverju vantar það nauðsynlega? Þetta er ekkert verri mælikvarði á spillingu þótt hann byggi á skoðun sérfræðinga. Svo sýnist mér spillingarvísitalan vera það íslenska orð sem hefur verið notað í fjölmiðlum. --Akigka 9. mars 2008 kl. 18:11 (UTC)[svara]
Það drepst enginn þótt við finnum ekki betra nafn, ég á við að það sé nauðsynlega upp á að skilja hvað átt er við, enska nafnið er til dæmis mikið meira lýsandi. Ég er ekki að segja að mælikvarðin sé verri en einhver annar mælikvarði. Nafnið lýsir vísitölunni ekki vel að mínu mati, vísitalan gefur til kynna hvað starfsmenn ríkis álíta að sé mikil spilling þar, það er ekki verið að mæla spillingu beint. Þess vegna finnst nafnið misleiðandi, ef það er hægt að finna betra og meira lýsandi nafn er það ekki bara sjálfsagt? --Friðrik Bragi Dýrfjörð 9. mars 2008 kl. 18:32 (UTC)[svara]
Jú, auðvitað, ef það er sæmilega þjált, en það ætti nú að liggja í augum uppi að maður mælir ekki spillingu „beint“. --Akigka 9. mars 2008 kl. 18:38 (UTC)[svara]

En hvað um Transparency International, þá sem standa fyrir þessu? --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. mars 2008 kl. 19:02 (UTC)[svara]

Það ætti IMHO að heita einfaldlega Transparency International, sbr. Amnesty International. --Akigka 9. mars 2008 kl. 19:36 (UTC)[svara]
Nei mér líst ekkert á það. Ég styng upp á Alþjóðleg Gegnsæi, hehe. --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. mars 2008 kl. 19:40 (UTC)[svara]

Eða hvað, er það svo vitlaust? --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. mars 2008 kl. 04:04 (UTC)[svara]

Höfundarréttur á myndum af Alþingismönnum af alþingisvefnum

Var búið að taka einhverja umræðu eða senda fyrirspurnir varðandi þær? Ég á um þessar mundir í samskiptum v. starfsmann Alþingis v. þessa. Sú segir að eitthva hafi borist þeim, fyrirspurn fyrir 1-2 árum. Hver er staðan á þessu? --Jabbi 11. mars 2008 kl. 19:39 (UTC)[svara]

Bjarki talaði við stóru stjórnmálaflokkana og fékk að nota myndir frá Frjálslyndum og Vinstri grænum (commons:Category:Political parties in Iceland). Held að hinir hafi ekki svarað... — Jóna Þórunn 11. mars 2008 kl. 19:41 (UTC)[svara]
Það er ekki alveg það sama mynd af alþingismanni og mynd af alþingismanni. Þessar myndir sem ég er að tala um eru teknar f. Alþingi til (opinberrar) kynningar á Alþingismönnum, t.d. á vef. Ekki eign stjórnmálaflokkanna, búnar til á þeirra vegum til kynningar á þeim. Það eru talsverðar meiri líkur á því að þessar myndir sem ég er að tala um falli undir (allt að því) frjáls afnot þar sem þetta eru gögn búin til af og fyrir Alþingi. bíð eftir því að fá svar í tölvupósti --Jabbi 11. mars 2008 kl. 20:37 (UTC)[svara]
Rámar í eitthvað svona álíka, nú er minnið ekki það besta upp á svona eitthvað... — Jóna Þórunn 11. mars 2008 kl. 20:38 (UTC)[svara]

Íslenskir frasar

Ég var að velta því fyrir mér að búa til lista yfir íslenska frasa; sérstaklega awesome comeback frasa úr gömlum sögum eins og „öxin og jörðin geymir þá best“, „það launaði ég þér lambið gráa“ eða „hann lá vel við höggi“. Fyrsta lagi þá vantar mig tillögur að nafni og öðru lagi fullt af hjálp þar sem ég hef tekið eftir því að það eru margir sem vita slatta um íslendingasögurnar og flotta frasa =) --Baldur Blöndal 12. mars 2008 kl. 00:43 (UTC)[svara]

Ég legg til:
  • Listi yfir íslensk orðatök
  • Listi yfir íslensk orðatiltök

--Stefán Örvarr Sigmundsson 12. mars 2008 kl. 00:45 (UTC)[svara]

Bæði hljómar vel, en ég hafði ekki hugsað mér að þetta rynni saman við eitthvað eins og "sjaldan er ein báran stök" eða "heimskt er heimaalið barn". Kannski „Listi yfir fleygar íslenskar setningar“? =) --Baldur Blöndal 12. mars 2008 kl. 00:52 (UTC)[svara]
Er nafnið „Listi yfir fleygar íslenskar setningar“ fínt? Það er auðvitað ekkert mál að breyta því =) --Baldur Blöndal 12. mars 2008 kl. 01:20 (UTC)[svara]
Á þetta ekki heima á Wikivitnun? --Cessator 12. mars 2008 kl. 01:47 (UTC)[svara]
Eru ekki svona listar á Wikitilvitnun vanalega flokkaðir eftir mælendum? --Baldur Blöndal 12. mars 2008 kl. 01:55 (UTC)[svara]
Eða eftir bókmenntaverki. En það breytir litlu, síða sem hefur bara tilvitnanir ætti að fara þangað. --Cessator 12. mars 2008 kl. 02:01 (UTC)[svara]
En af hverju eru greinar eins og Listi yfir latneka frasa á ensku Wikipediunni? --Baldur Blöndal 12. mars 2008 kl. 02:03 (UTC)[svara]
Veit það ekki. Hafa þeir lista yfir tilvitnanir úr bókmenntaverkum? --Cessator 12. mars 2008 kl. 02:07 (UTC)[svara]
Ég fann eitthvað; w:en:List of political catch phrases, w:en:AFI's 100 Years... 100 Movie Quotes --Baldur Blöndal 12. mars 2008 kl. 02:14 (UTC)[svara]
Mér finnst nú óþarfi að vera færa hluti of grimmt inn á systurverkefnin ef notendur eru til í að viðalda efninu hérna. Það eru mun fleiri augu hérna og mér finnst ekki endilega mega við því að vera skipta hlutum of mikið.
Það er alltaf hægt að færa þetta seinna. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. mars 2008 kl. 06:45 (UTC)[svara]
En það er sem ég er sagnfræðilega þroskahefur þá verða aðrir að bæta einhverju inn á þetta. Ég notaði upp allt sem ég hef lært þessi 18 ár í heiminum. Einhverjir hljóta að vera íslendingasagnfróðir..? er þetta alvöru orð.. --Baldur Blöndal 12. mars 2008 kl. 10:07 (UTC)[svara]
Hefur enginn neinar hugmyndir? --Baldur Blöndal 14. mars 2008 kl. 08:14 (UTC)[svara]
Til eru íslenskar tilvitnanabækur, ein er eftir Hannes Hólmstein, önnur heitir Orð í tíma töluð. Fyrir Íslendingasögurnar sérstaklega er til bók sem heitir Sagnabrunnur Íslendinga (aftur Hannes). Það er sjálfsagt að styðjast við þessar bækur eða a.m.k. að fletta í gegnum þær til að fá hugmyndir. Gættu þess samt að nota þær ekki svo mikið að varði við höfundalög, tilvitnanirnar sjálfar eru iðulega úr höfundarétti en höfundur safnrits hefur samt ákveðin réttindi. Allt kann sá er hófið kann. Ekki svo að skilja að ég haldi að Hannes fari í mál við þig. Haukur 16. mars 2008 kl. 12:57 (UTC)[svara]

Tölfræði um síðuheimsóknir

Nýja tólið hérna finnst mér ansi sniðugt til að fá hugmynd um það hversu vinsælar einstakar síður eru. Væri hægt að taka saman lista yfir vinsælustu síðurnar á is.wiki eins og þennan lista yfir vinsælustu síðurnar á en.wiki?[2] Haukur 12. mars 2008 kl. 11:43 (UTC)[svara]

Á stendur að það sé væntanlegt bráðlega. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. mars 2008 kl. 11:47 (UTC)[svara]

Já, þú segir nokkuð, Ævar, vonandi verður af því. En það er líka gaman að enska topplistanum. Ég velti fyrir mér hvaða umfjöllunarefni tengd Íslandi séu vinsælust. Hérna eru nokkur sem ég fann í fljótu bragði.

Getið þið fundið fleiri? Haukur 13. mars 2008 kl. 13:14 (UTC)[svara]

Hvernig er Clade þýtt?

--Ævar Arnfjörð Bjarmason 12. mars 2008 kl. 19:48 (UTC)[svara]

Þetta þýðir bókstaflega bara grein, held það sé ágæt þýðing. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. mars 2008 kl. 16:17 (UTC)[svara]

Orðabækur

Ég var að velta því fyrir mér hvaða netorðabækur/orðabækur þið Wikilingar notið? Bæði íslensk-enskar; íslensk-íslenskar; orðsifjafræðibækur og fyrst ég er nú að á að spyrja latínubækur (Cessator?)? Ég nota (fyrir utan wiki-verkefnin):

Ég vona að þetta hjálpi einhverjum. Hvaða netorðabækur notið þið? --Baldur Blöndal 14. mars 2008 kl. 08:26 (UTC)[svara]

Má ég bæta við...

--Girdi 24. mars 2008 kl. 16:17 (UTC)[svara]

Ég reyni að nota frekar prentaðar orðabækur af því að ég treysti ekki almennilega flestum netorðabókum. Ég nota helst Orðabók Háskólans og Orðabanka Íslenskrar málstöðvar og Oxford English Dictionary. Latnesku orðabækurnar sem ég nota eru yfirleitt eru Oxford Latin Dictionary og Lewis & Short: Latin Dictionary, en stundum Cassell's Latin Dictionary sem er býsna góð. Fyrir grísku nota ég LSJ eða minni útgáfuna. Svo á ég allnokkrar smærri sem eru stundum við höndina. --Cessator 14. mars 2008 kl. 09:47 (UTC)[svara]
Veit enginn um staði á netinu þar sem hægt er að sjá orðsifjafræði íslenskra orða? --Baldur Blöndal 14. mars 2008 kl. 10:09 (UTC)[svara]
Eða málshætti, það væri svakalega hjálplegt --Baldur Blöndal 15. mars 2008 kl. 05:10 (UTC)[svara]
Orðabók Háskólans hefur skrá yfir orðasambönd. --Cessator 15. mars 2008 kl. 05:12 (UTC)[svara]
Nota oft bara answers.com því þá fæ ég skilgreiningar úr nokkrum orðabókum samtímis og alfræðiritum. Svo er ég með Stóru orðabókina í tölvunni sem er mjög þægileg (fylgdi geisladiskur með bókinni) og líka Tölvuorðabók Heimskringlu á ýmsum tungumálum. Svo nota ég að sjálfsögðu allt dótið frá arnastofnun.is og Orðasafn Íslenska Stærðfræðafélagsins. Svo er ég bara með alls konar bækur hérna heima sem ég fletti í, Samheitaorðabók HÍ og M&M og orðabók Menningarsjóðs o.s.frv. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. mars 2008 kl. 16:23 (UTC)[svara]

Tölugreinar (aftur)

Vorum við ekki búin að ákveða að nefna tölugreinar svona 50 (tala) en ekki með bókstöfum? --Stefán Örvarr Sigmundsson 15. mars 2008 kl. 08:10 (UTC)[svara]

Jú var það ekki? Við gætum haft það þannig að einfaldar tölu (einn, tveir, þrír, fjórir, tíu, fimmtán, sextíu, hundrað) verði skrifaðar með bókstöfum og flóknari tölur (hundrað og þrír, sextíu og sjö) skrifaðar með tölustöfum en það er svo tilgangslauslega flókið að við ættum frekar að hafa þetta sem 50 (tala) frekar en fimmtíu. --Baldur Blöndal 15. mars 2008 kl. 08:45 (UTC)[svara]

Grein í NY Times um alfræðirit

Ef einhver hefur áhuga: http://www.nytimes.com/2008/03/16/weekinreview/16ncohen.html --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. mars 2008 kl. 16:25 (UTC)[svara]

Fyrst þú nefnir þetta þá las ég ansi skemmtilega lýsingu á WP um daginn; hér. Hef þó ekki komið því í verk að klára greinina... — Jóna Þórunn 16. mars 2008 kl. 16:28 (UTC)[svara]
Já, ég var búinn að lesa þessa og aðra í The Economist um daginn. Sjálfur myndi ég kalla mig inclusionista en skil hins vegar vel af hverju sumir vilja stíga á bremsuna. Svo var ég að skoða eol.org sem er nýtt alfræðirit um lífverur, þar er hægt að stjórna því hversu ítarleg greinin er með því að færa til sveif. Það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hafa nokkur ritstjórnarsvið sem flokka greinar eftir því hversu merkilegar þær eru og síðan gæti maður stjórnað því hversu ómerkilegar greinar maður sér. Þetta er náttúrlega töluvert flókið, en fyrir þá íhaldssömu sem vilja þetta þá er þetta einn möguleiki. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 16. mars 2008 kl. 18:43 (UTC)[svara]
Það eru auðvitað margar ólíkar leiðir til að stíga á bremsuna. Mér finnst það vera ólíkt — eða getur verið það — að bremsa af með tilvísun til markverðugleika og hins vegar með tilvísun til sannreynanleika / frumrannsókna eða til möguleikans á að viðhalda greininni. Svo er líka hægt að vera samþykkur því að inklúdera einhverjar upplýsingar en ekki í sér grein; m.ö.o. er hægt að vera „inclusionisti“ um greinar annars vegar („greinin á rétt á sér!“) og hins vegar um upplýsingar. T.d. mætti fjalla um marga tónlistarmenn eða hljómplöturnar þeirra í grein um hljómsveitina frekar en að gefa öllu sér grein. --Cessator 16. mars 2008 kl. 20:11 (UTC)[svara]

Útgáfur

Íslensk útgáfuheiti eru líkleg til að vera Einhver vara 1,0 og svo Einhver vara 2,0 en þeir nota víst punktinn (Some product 1.0) í ensku. Þegar ég þýði útgáfur af enskum forritum eða stöðlum, á ég þá að skipta . í , eða bara láta það eiga sig? Ég tel það svolítið ruglandi ef ég breyti því ekki. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. mars 2008 kl. 10:12 (UTC)[svara]

Athyglisverð spurning. Ég myndi sjálfur nota punktinn, því þetta eru ekki beinlínis tugabrotsmerkingar í útgáfunúmerum heldur ID-númer (svipað og en:Tumblers) þar sem talan getur hæglega verið 2.45.3.0.6 sem dæmi. Ef við notum kommuna verður þetta 2,45,4,0,6 sem er auðvitað ekkert verra í sjálfu sér, en líklega samt óþarfi að breyta því frá enska kerfinu úr því þetta er annars eðlis - myndi ég segja alla vega. --Akigka 17. mars 2008 kl. 11:35 (UTC)[svara]
Já, ég held að ég sé sammála þér. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. mars 2008 kl. 12:17 (UTC)[svara]
Það mætti samt kannski búa til tilvísun frá "," útgáfunni. Sakar ekki? --Baldur Blöndal 17. mars 2008 kl. 16:22 (UTC)[svara]
Já, ég var reyndar ekki að tala um greinaheiti. Við skrifum yfirleitt ekki greinar um útgáfur eins og Internet Explorer 7.0.5730.11, það kemur varla fyrir að maður fari upp að fyrsta punktinum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. mars 2008 kl. 22:49 (UTC)[svara]
En segið þið, eins og ég geri, 'Internet Explorer sjö-komma-núll'? --Gdh 17. mars 2008 kl. 23:46 (UTC)[svara]
Já, gera það ekki allir? --Cessator 18. mars 2008 kl. 01:26 (UTC)[svara]
Jú það geri ég líka, þó ég myndi líklegast segja bara Internet Explorer 7, til að stytta hlutina. --Stefán Örvarr Sigmundsson 18. mars 2008 kl. 02:21 (UTC)[svara]
Vissulega, en aukastafurinn er ekki alltaf núll. --Cessator 18. mars 2008 kl. 03:07 (UTC)[svara]
Persónulega segi ég 'forrit tala komma undirtala' en skrifa alltaf Forrit 1.2, sem og flestir sem ég þekki. Tómas A. Árnason 20. mars 2008 kl. 15:53 (UTC)[svara]
Ég segi aldrei "komma" í þessu samhengi. Myndi segja t.d. "ópenoffis tveir þrír" eða "internet explorer sjö núll". --Akigka 20. mars 2008 kl. 17:51 (UTC)[svara]

Það vantar að klára þessa síðu svo hægt sé að nota hana á heimsálfugreinunum. Fínt að hafa snið sem tekur til sögulegar heimsálfur sem voru til fyrir nýlífsöld. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 09:21 (UTC)[svara]

Virka collapsable snið einhverstaðar?

Eins og á European Union t.d. javascriptið virðist í lagi en ég sé hvergi svona collapsable takka. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 11:49 (UTC)[svara]

Virka hjá mér (í modern þemanu). T.d. á Ítalía. --Akigka 19. mars 2008 kl. 12:05 (UTC)[svara]
Virkar hjá mér en að vísu er misjafnt hvort ég þarf að smella á "sýna" (eins og t.d. á Ítalía) eða "fela" (eins og t.d. á Evrópusambandið). --Cessator 19. mars 2008 kl. 12:08 (UTC)[svara]
Það er stilling í javascriptinu sem kveður á um að ef aðeins er eitt svona snið á síðunni þá sé það opið, annars lokað. --Akigka 19. mars 2008 kl. 12:10 (UTC)[svara]
Ég þarf samt að smella á "sýna" á sumum síðum þar sem er bara eitt svona snið, t.d. Þeófrastos. --Cessator 19. mars 2008 kl. 12:14 (UTC)[svara]
Það er af því að {{Aristótelískir heimspekingar}} er skilgreint {{{state|autocollapse}}} í {{navbox}}. — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 12:17 (UTC)[svara]
Ítalía virkar hjá mér í monobook en ekki EU... — Jóna Þórunn 19. mars 2008 kl. 12:19 (UTC)[svara]
Ah, þetta er vafrinn minn. Er að nota Conkeror á Xulrunner 1.9b venjulega. Virkar í firefox. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 12:39 (UTC)[svara]

Íslensk tölfræði komin

Jæja, skoðið nú listann yfir vinsælustu síðurnar og skemmtið ykkur vel! Kemur í ljós að nafnalistagreinar eru býsna mikið heimsóttar, einnig greinar um þjóðlönd og ártöl. Mest skoðaða greinin er Ísland. Haukur 19. mars 2008 kl. 13:51 (UTC)[svara]

Og svo er greinin íslenska í öðru sæti. Já, þetta er mjög áhugavert. En það er erfitt að vita hvað það er mikið að marka þetta. Margar greinar komast eflaust á lista í þessum mánuði einfaldlega af því að við höfum verið að vinna mikið í þeim í þessum mánuði. Svo hefur lítið sem ekkert unnið í öðrum greinum í þessum mánuði en þær komast samt á lista. Vandinn er að greina á milli raunverulegra heimsókna og svo bara okkar framlags. --Cessator 19. mars 2008 kl. 14:45 (UTC)[svara]
Við sem vinnum í þessu riti stöndum líkast til fyrir meirihluta þessa heimsókna sem sést á háu hlutfalli breytingartóla, t.d. nýlegra breytinga og greina auk vaktlistans. Á ensku útgáfunni virðist hlutfallið almennt minna. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 14:54 (UTC)[svara]
Ég sagði alltaf að mannanöfnin væru góð búbót! --Stalfur 19. mars 2008 kl. 15:15 (UTC)[svara]
Þau eru það auðvitað. =) Huh.. efstu greinarnar koma ekkert svo mikið á óvart (sérstaklega kerfissíðurnar og Ísland) en blogg? Vel á minnst, bara hugdetta en við ættum kannski að vinna mikið í þeim greinum sem eru mikið heimsóttar? Greinin um blogg er t.d. ekkert það góð. --Baldur Blöndal 19. mars 2008 kl. 16:34 (UTC)[svara]
Þetta væri kannski ágætis samvinnuverkefni í apríl eða maí, að taka t.d. efstu 100 greinarnar og reyna bæta þær. Ég veit ekki hve mikinn áhuga fólk hefur á skordýrum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 19. mars 2008 kl. 16:42 (UTC)[svara]
Allir elska skordýr! =D En annars þá eigum við fullt í fangi með að vinna að samvinnu þessa mánaðar --Baldur Blöndal 19. mars 2008 kl. 16:55 (UTC)[svara]
Ég er mjög sammála því að bæta greinar sem eru vinsælar hér. Það má líka athuga greinar sem eru vinsælar á en sem eru hreinlega ekki til á íslensku. Cloverfield, Facebook, Blu-ray --Steinninn 24. mars 2008 kl. 18:18 (UTC)[svara]
Það má hunsa Cloverfield... -.- --Baldur Blöndal 24. mars 2008 kl. 18:21 (UTC)[svara]

Hver er alltaf að fikta?

Nú breyttist leturgerðin á stafnum N sem táknar nýjar greinar í yfirlitinu yfir nýlegar breytingar. Hver var að breyta þessu og hvers vegna í ósköpunum? --Cessator 20. mars 2008 kl. 00:57 (UTC)[svara]

Þetta er örruglega að kenna tilfallandi breytingum á Melding:Common.css þegar ég var að reyna fá taxobox töflur til að virka í sniðum sem ekki eru MonoBook. Tók sniðin inn í heild sinni frá ensku útgáfunni.
Ef þetta er eins á ensku er það tilfellið (ég sé ekki muninn í mínum vafra og ég nenni ekki að grafa í gegnum kóðann/css skilgreiningarnar:). Það þarf mögulega að henda út einhverjum af þessum breytingum sem ég setti inn eða yfirskrifaði með þessu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 20. mars 2008 kl. 01:03 (UTC)[svara]
Já, eins á ensku og á Wikivitnun. --Cessator 20. mars 2008 kl. 12:55 (UTC)[svara]
Eins á no.wiki. Hræðilega ljótt alveg. — Jóna Þórunn 20. mars 2008 kl. 12:56 (UTC)[svara]
Lítur út fyrir að vera Times New Roman, er að gera mig vitlausan. --Cessator 20. mars 2008 kl. 13:02 (UTC)[svara]
Þetta er víst svona allsstaðar... þetta er nú ekki beint fallegt en ekki mikið sem hægt er að gera í þessu. Svo verður þessu örugglega breytt bráðum. --Baldur Blöndal 20. mars 2008 kl. 13:50 (UTC)[svara]
Ég get frætt ykkur um það að þetta eru span klassarnir newpage og minor. Einu skilgreiningarnar eru erfðar frá body-inu. (family: sans-serif;) --Jabbi 20. mars 2008 kl. 14:15 (UTC)[svara]

Gross National Income

Hvað köllum við þetta? --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. mars 2008 kl. 17:10 (UTC)[svara]

Gross National Product (GNP): Verg þjóðarframleiðsla? Thvj 21. mars 2008 kl. 17:14 (UTC)[svara]
Það sem okkur vantar er en:List of countries by GNI per capita og en:Gross National Income. --Stefán Örvarr Sigmundsson 21. mars 2008 kl. 17:16 (UTC)[svara]
þ.e. Vergar þjóðartekjur. Thvj 21. mars 2008 kl. 17:23 (UTC)[svara]

Skjaldarmerki íslenskra sveitarfélaga

Jæja, þá stendur til að eyða þeim öllum út af commons. Þá verð ég bara að uploada þeim hingað inn í staðinn. Ég veit satt að segja ekki hver nákvæmlega skilyrðin eru fyrir notkun þeirra (þau eru sum skrásett vörumerki, önnur ekki), en satt að segja efast ég um að þau skilyrði samræmist skilyrðum commons, en séu meira í ætt við fair use (má nota sem einkenni í umfjöllun sem varðar sveitarfélagið etc.). Mér finnst gríðarlega mikilvægt að merkin séu við viðkomandi sveitarfélagagreinar og í umfjöllun sem snertir þau, s.s. greinar um sveitarstjórnarkosningar o.s.frv. og tel að wikipedia myndi missa mikils ef þau væru ekki hér. Þess vegna hyggst ég uploada þeim hingað með vörumerkjasniðinu eða hliðstæðu sniði áður en þau verða tekin út af commons (21. mars) nema einhver mótmæli því eindregið. --Akigka 21. mars 2008 kl. 21:30 (UTC)[svara]

Þá bítur Commons í eigið skott eina ferðina enn. En, jú, greinar um sveitarfélögin verða litlausar án skjaldarmerkjanna sinna. — Jóna Þórunn 22. mars 2008 kl. 13:43 (UTC)[svara]
Þótt þetta sé tekið út þá endar þetta alltaf hingað inn. Hringrás Wikipediu býst ég við; ef þú bætir einhverju ekki inn þá endar það hérna samt, tekur bara smá lengri tíma --Baldur Blöndal 22. mars 2008 kl. 14:14 (UTC)[svara]

Gæti einhver vinsamlegast skrifað eitthvað um hana? --Baldur Blöndal 22. mars 2008 kl. 17:08 (UTC)[svara]

Ég var að spá í því að koma upp síðu þar sem að notendur geta sett tengla á greinar sem að þeir eru að skrifa ef þeir vilja fá hjálp við málfar og stafsetningu. Það er að segja; notendur setja sjálfir þá grein sem að þeir eru að skrifa á listann þannig að aðrir málglöggir notendur geta farið yfir hana svona einu sinni á dag, eða bara eftir nennu. Svo myndi hver notandi fjarlægja greinina sjálfur af listanum þegar hann teldi sig hafa lokið verkinu eða nennti ekki að halda áfram með hana. --Stefán Örvarr Sigmundsson 23. mars 2008 kl. 22:43 (UTC)[svara]

Þetta er ágætt fyrir lesblinda. Hef gert þetta soldið á Wikivitnun og Cessator farið yfir það sem ég er óöruggur með. --Steinninn 23. mars 2008 kl. 22:53 (UTC)[svara]
Væri ekki nóg að búa til sniðið Málfar Greinin þarfnast yfirlestrar vegna málfars? Thvj 24. mars 2008 kl. 12:10 (UTC)[svara]
Jú, það er best að gera þetta með svoleiðis hreingerningarsniði, sjá t.d. en:Template:Grammar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 24. mars 2008 kl. 16:30 (UTC)[svara]
Það þarf ekki endilega að vera. Þegar ég skrifa eitthvað þá læt ég það þannig frá mér að mér finnist það vel gert, en svo kemur alltaf einhver og lagar slatta sem að mér yfirsást. Ekki vil ég merkja allt sem að ég skrifa sem lélega skrifað og að það þurfi hreingerningu. Við höfum nú þegar snið fyrir hreingerningu og það eru ekki margir sem að fara greinar á milli og laga. Það sem að ég hafði í huga var að ef maður væri að skrifa eitthvað stanslaust þá gæti maður sett það á lista, því að ef þú setur snið á greinina þá mun einhver koma og laga og svo er það búið, en þú vilt kannski að fólk líti inn reglulega, kannski nokkrusinnum á dag ef það nennir, án þess að merkja greinina sem lélega. --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. mars 2008 kl. 20:21 (UTC)[svara]
Þetta er ekki slæm hugmynd og það er alveg rétt hjá þér, það vilja sennilega fæstir merkja greinar sem illa skrifaðar. Það eru líka ekki bara illa skrifaðar greinar sem þarfnast yfirlesturs; það getur verið gott að fá yfirlestur þótt engu þurfi að breyta (jafnvel ekki einu einasta atriði). Ég sé ekki af hverju það ætti að einskorðast við einhvern einn notanda að setja greinar á þennan lista eða fjarlægja þær. Það mætti allt eins setja gamlar greinar á listann eftir notendur sem eru hættir að venja komur sínar hingað og hver ætti þá að gera það? Og sumar greinar eru verk margra en ekki eins eða fárra. En það væri hægt að hafa svona afdrep fyrir greinar sem þarfnast yfirlesturs, t.d. (en ekki eingöngu) í undirbúningi fyrir gæðagreinatillögu. Þegar a.m.k. einn lesandi hefur kvittað undir með {{done}} (helst fleiri en einn) mætti taka greinina af listanum. --Cessator 24. mars 2008 kl. 20:29 (UTC)[svara]
Það sem að ég átti í raun við var að hver setur inn fyrir sjálfan sig. Það væri óþarfi að troða inn öllum sem þarf að hreingera, ég hugsaði þetta sem hjálpartól fyrir þá sem er að skrifa greinar og ætla að gera hana langa, hugsanlega að gæðagrein eða úrvalsgrein. --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. mars 2008 kl. 21:09 (UTC)[svara]
Og líka það að ég er til dæmis að skrifa, í rólegheitum, greinina Chile. Þá væri gott fyrir mig að setja hana á listann og svo lítur fólk á hana öðru hvoru eftir því hvað það nennir, en ekki bara einu sinni. Svo þegar ég nenni ekki að vinna í henni lengur þá tek ég hana af listanum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. mars 2008 kl. 21:11 (UTC)[svara]
Það er vel hægt að skipta síðunni upp, hafa einn lista yfir greinar í vinnslu og annan fyrir nær kláraðar greinar sem sem þarfnast „prófarkalesturs“. --Cessator 24. mars 2008 kl. 21:52 (UTC)[svara]

Gerið þið svo vel, hvað er "Venetian" á íslensku? (kannski venetíanska?) Ég fann það ekki í lista yfir tungumál :( Kærar þakkir, --geimfyglið (:> )=| 24. mars 2008 kl. 01:09 (UTC)[svara]

Það væri þá venetíska... --Akigka 24. mars 2008 kl. 02:21 (UTC)[svara]
Þakka þér mjög kærlega, --geimfyglið (:> )=| 24. mars 2008 kl. 21:06 (UTC)[svara]

Myndaupplýsingar - fleiri skrýtnar MediaWiki-þýðingar

Aftur að MediaWiki-þýðingunni. Nú stendur þetta í myndaupplýsingum:

(100 × 113 depplar, stærð skráar: 21 KB, MIME gerð: image/png)

Það færi betur á því að þarna stæði:

(100 × 113 dílar, stærð: 21 KB, MIME-gerð: image/png)

Bara svona svo þetta sé kórrétt :). --Akigka 24. mars 2008 kl. 02:21 (UTC)[svara]

Búinn að breyta þessu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 24. mars 2008 kl. 02:40 (UTC)[svara]

Ós

Er orðið ós eins og í Blönduós eitthað skylt latneska orðinu os? Á ensku kallast þetta meðal annars mouth, sem er einmitt það sem os merkir í latínu. --Baldur Blöndal 24. mars 2008 kl. 11:40 (UTC)[svara]

Föll þýðing í finnsku og téténsku

Sælir. Ég var að spjalla við BiT um hvernig að þýða föll frá finnsku og téténsku sem er unique í þessum málum yfir íslensku. Eins og "comparitive" og "adessive". Ég skal skrifa hérna níður hvaða föll þurfa þýðinga:

Finnska:

  • Essive (Essiivi) - talona eins og hús (ísl: Verufall)
  • Inessive (Inessiivi) - talossa í húsinu (enska: in the house) (ísl: Íverufall)
  • Elative (Elatiivi) - talosta að labba út frá innviðum hússins (ísl: Úrferðarfall)
  • Ablative (Ablatiivi) - talolta að labba frá húsinu, eða bara frá húsinu (ísl: Sviptifall)
  • Adessive (Adessiivi) - talolla á húsinu (enska: at the house) (ísl: Nærverufall)
  • Illative (Illatiivi) - taloon enska: into the house (ísl: Íferðarfall)
  • Allative (Allatiivi) - talolle til húsins (ísl: Tilgangsfall)
  • Abessive (Abessiivi) - talotta án húsins (ísl: Fjarverufall)
  • Comitative (Komitatiivi) - taloineni með húsinu mínu (enska:together with my house) (ísl: Samvistarfall)
  • Instructive (Instruktiivi) - taloin með hús (enska: with the house) (ísl: Aðferðarfall)
  • Partitiivi (Partitive) - (ísl: Deildarfall)
  • Translatiivi (Translative) - (ísl: Áhrifsfall)

Téténska:

  • Ergative (Дийриг) - notað með transitive verbs, t.d.
со века - ég er að kvaka (со sem þýðir ég er í nefnifalli því "að kvaka" er intransitive)
ас нохчийн мотт буьйца - ég tala téténsku (ac sem þýðir ég líka er núna í ergative falli því "að tala" er transitive, en "ég" er ennþá frumlag)
  • Substantive (Хотталург) - notað þegar eitthvað sem er lífandi ýta eða "moves" eitthvað annað sem er í staðinn, en núna er í einhver annar staðinn....þetta er mjög erfitt að útskyra, svo ég skal gefa dæmi.
говр хих елира - hesturinn fór yfir ánna (хи - á, хих - ánna).. ég veit ekki, þetta er erfitt fall
  • Comparitive - Ég gaf þýðingu í Fall (málfræði) greini, en ég veit ekki ef það er rétt. Það er bara fall þar sem nafnorð skiftir ef það er a vera samberað, t.d.
со декханиг ву хол - ég er stærri þér (декханиг - stór, ekki stærri, bara stór , og хол er bara comparitive fall af хьо sem þýðir þú)

Gangi þér vel! :) --Girdi 24. mars 2008 kl. 18:44 (UTC)[svara]

Ah bíddu, er munur á inessive og staðarfalli? --Baldur Blöndal 24. mars 2008 kl. 18:46 (UTC)[svara]
Uhm, ég held ekki. Öðru dæmi eru.
Asun Reykjavíkissa - Ég bý í Reykjavík (in Reykjavík)
Pekka on talossa - Pétur er í húsinu (in the house)
Minä olen työssa yliopistossa - Ég er að vinna á háskóla (at the university) --Girdi 24. mars 2008 kl. 18:57 (UTC)[svara]
Jæja góða wikinotenda, síðan engin hérna kann þýðingu fyrir þessu föll, við BiT skulum að þýða þetta. Við skulum að þýða úr latínu. --Girdi 26. mars 2008 kl. 16:06 (UTC)[svara]
Það eru til íslensk heiti á þessum föllum þótt enginn hérna viti eða muni hver þau eru. Spurning um að fletta í bókum áður en við þýðum/smíðum nýyrði. --Cessator 26. mars 2008 kl. 16:40 (UTC)[svara]
Ókei satt. Hérna, á morgun skal ég fara í Lands- háskólabókasafninu og ég skal kikja English-Icelandic Dictionary þarna sem ég hef fundið, sem er ogeðslega stór. Og kannski finnsk-íslenskt orðabók. Ég skal láta ykkur vita á morgun hvað ég hef fundið. --Girdi 26. mars 2008 kl. 16:48 (UTC)[svara]
Spurning um að fletta líka í bókum um málvísindi. Eða spyrja á vísindavefnum, kannski færðu þá svar frá Guðrúnu Kvaran. --Cessator 26. mars 2008 kl. 16:53 (UTC)[svara]
Ég get spyrt Þorhalli, hann er kennari minn í málvísindum, hann ætlar kannski að vita þetta. Jæja, ég skal research þetta á morgun þegar ég er í háskóla. --Girdi 26. mars 2008 kl. 17:03 (UTC)[svara]

Ókei sko, ég skoðaði öll ensk-íslensk orðabækur og fann ekki neitt (í bókasafninu og bóksölu háskóla). En ég hef fundið á gegnir.is í handbókasafninu það er finnsk-íslensk orðabók, ég skal skoða það eftir smá, og dö ég hef ekki dátt í hug að ég get bara farið að spurja finnska kennara mína hvað er þýðingu á íslensku, hún er finnsk og hefur finnsk-íslensk orðabók í norræna húsinu. Ég skal kikja þarna. Ef ég finn ekkert, þá ég veit ekki hvernig það er hægt að finna þýðingu. En já, það er status-update. :) --Girdi 27. mars 2008 kl. 11:37 (UTC)[svara]

Jæja, æðislegar fréttir fyrir ykkur! Ég hef spurt kennara mína (finnsk) og hún gaf mér þýðingu af öllum föllum! Við höfuðum það rétt fyrir "íverufall", en já, ég hef núna opinber þýðingar frá H.Í. frá finnskudeildinni. Töff, er það ekki? :) (Eikö niin?) --Girdi 27. mars 2008 kl. 12:44 (UTC)[svara]

Single user login

Jæja, þá er komið að því. Nokkrir ljónheppnir notendur (lesist möppudýr) geta slegið saman notendanöfnum sínum á öllum verkefnum og tungumálum. Gerist þó á eigin ábyrgð (viðvaranir hér). — Jóna Þórunn 25. mars 2008 kl. 13:55 (UTC)[svara]

Já, þetta er algjör snilld. Búinn að vera nöldra á Bugzilla um þetta í langann tíma. Loksins loksins. --Steinninn 25. mars 2008 kl. 14:53 (UTC)[svara]
Ég var að tengja saman alla 318 reikningana mína, ofur. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 25. mars 2008 kl. 14:56 (UTC)[svara]
Svalt! Ég var ekki með 318 en nokkuð marga þó. Var að slá saman og sé ekki að neitt hafi farið í tjón. --Stalfur 29. mars 2008 kl. 09:51 (UTC)[svara]
Nokkur nöfn komin á listann. — Jóna Þórunn 31. mars 2008 kl. 21:16 (UTC)[svara]

Efnisyfirlit

Nú er ég í algjörri steypu, hvernig setur maður efnisyfirlit í greinar? Eða gerist það einhvernveginn sjálfkrafa? Siggi 27. mars 2008 kl. 21:43 (UTC)[svara]

Þegar það eru nóg af fyrirsögnum (4 held ég) kemur þetta sjálfkrafa. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 27. mars 2008 kl. 22:52 (UTC)[svara]
ok, stórfínt, þetta virkar núna. Siggi 28. mars 2008 kl. 14:07 (UTC)[svara]