Þjóðvegur 30
Útlit
Þjóðvegur 30 eða Skeiða- og Hrunamannavegur er 56 kílómetra langur vegur í Flóahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Hrunamannahreppi og Bláskógabyggð.
Liggur hann frá Hringveginum nálægt Bitru, um Skeið og framhjá Brautarholti, mætir Skálholtsvegi (31) við Reyki og Þjórsárdalsvegi (32) við Sandlækjarkot 1,5 km lengra, áfram yfir Stóru-Laxá og framhjá Hrepphólum til Flúða. Vegurinn liggur í gegnum Flúðir, og áfram upp eftir að Brúarhlöðum, síðan yfir Hvítá og að Biskupstungnabraut við Kjóastaði.
Vegurinn er nú malbikaður að mestu leyti, en ennþá eru eftir um 4 km næst Biskupstungnabraut.
Þessi samgöngugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.