Fara í innihald

Hringur (skartgripur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hringar á málverki frá 1559.

Hringur eða baugur (sbr. baugfingur)) er skartgripur sem oftast er borinn á fingri, annaðhvort til skrauts eða til staðfestingar á trúlofun eða giftingu. Táhringur er borinn á tám (sjaldnast um þumaltána) og nefhringur er borinn í gati í nasavængnum eða í miðsnesinu. Til forna var fingurgull hringur hafður á fingri, en baugur og hringur voru orð sem höfð voru aðallega um armbauga sem voru miklu stærri og þyngri en fingurgullin.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.