Wikipedia:Fyrirlestur
Þessi grein er óvirk og henni er haldið eingöngu vegna sögulegs mikilvægis. |
5. júlí 2008 verður haldin ráðstefna um stafrænt frelsi á vegum FSFí á Grand Hotel í Reykjavík. Þessi fyrirlestur verður fluttur þá í 20 mín. tímaramma.
Hver er ég
[breyta frumkóða]- Glæra: Wiki verkefni á íslensku #1
Sæl öllsömul, Ævar Arnfjörð Bjarmason heiti ég og ætla að halda hér fyrirlestur um wiki verkefni á íslensku.
- Glæra: Wiki verkefni á íslensku #2
Hver er ég?
Ég er venjulegur wiki notandi hingað kominn til að segja frá wiki kerfum og ágæti þeirra.
Á myndinni sést ég niðursokkinn í breytingar á Wikipedia, en það verkefni hef ég verið viðriðinn, auk þess að vinna að hugbúnaðinum á bak við þann vef.
- Glæra: Um hvað er fyrirlesturinn?
Wiki verkefni sem viðkoma íslensku og Íslandi eru viðfangsefni þessa fyrirlestrar.
Og þar sem yfirskrift ráðstefnunnar er starfrænt frelsi og ráðstefnunni ætlað að sannfæra íslensk stjórnvöld um ágæti þess legg ég sérstaka áherslu á þátt opinberra gagna í starfi wiki verkefna.
Upprunalega ætlaði Hjálmar Gíslason að fjalla um það síðarnefnda en fyrirlestur hans „Frjálst aðgengi að opinberum gagnagrunnum“ féll niður.
Hvað er Wiki?
[breyta frumkóða]- Glæra: Wiki?
Fyrir þá sem vita ekki hvað wiki er ætla ég að eyða örstuttum tíma í að útskýra það og taka Wikipedia sem dæmi.
Wikipedia er wiki sem þýðir að notendum hans geta breytt innihaldi hans í samvinnu við aðra notendur.
Allar þessar breytingar eru rekjanlegar og afturkræfar.
Orðið er havæskt að uppruna og merkir hraða, á glærunni sést hraðskutla á Honolúlú flugvelli merkt „wiki wiki“.
Dæmi
[breyta frumkóða]- Glæra: Dæmi: Lesa grein
Sem dæmi um hvernig þetta gengur fyrir sig ætla ég að sýna dæmigerða breytingu á grein á Wikipedia.
Greinin sem varð fyrir valinu er um Hverfell en ég valdi hana því hún er dæmigerð fyrir stutta grein um örnefni á Íslandi. Grein af þessari lengd væri í meðallagi í flestum prentuðum alfræðiritum en gerist varla styttri á Wikipedia.
- Glæra: Dæmi: Breyta grein
Þar sem þetta er örnefni liggur beint við að bæta við frjálsri mynd af því. Þá fylgir maður „breyta“ tenglinum til að komast í breytingarham. Bætir tilvísun í myndina sem ég var búinn að hlaða inn inn og vistar síðuna.
- Glæra: Dæmi: Vista grein
Að breyta grein er ekki flóknara en þetta og á valdi hvers sem er. Þessi stóru gagnasöfn sem ég fjalla um í þessum fyrirlestri virka öll í grunninn á þennan hátt.
Allir geta bætt við wiki verkefnin sem ég fjalla um á þennan hátt og það er þannig sem þau verða til. Öll lumum við á einhverri sérþekkingu sem við getum deilt með öðrum, og þegar milljónir ef ekki milljarðar fólks um allan heim hafa getuna til að ekki aðeins lesa heldur líka breyta getum við náð stórkostlegum markmiðum.
Skemmdarverk
[breyta frumkóða]- Glæra: Hvað ef einhver bætir við bulli?
En hvað ef hver sem er getur breytt greinum hvernig vitum við ef einhver hefur bætt við einhverju sem telst skemmdarverk, eins og þegar kúk var bætt við ísgreinina okkar?
- Glæra: Nýlegar breytingar
Við erum með skrá yfir nýlegar breytingar á öllum vefnum til að fylgjast með slíku.
- Glæra: Vaktlistinn
Þar að auki eru einstaka notendur með vaktlista þar sem þeir geta vaktað greinar sem þeim er annt um, t.d. greinar sem þeir hafa unnið að.
- Glæra: Breytingarskrá fyrir „Ís“
Þessi tvö tól duga okkur mjög vel til að halda vitleysunni út, kúkurinn sem ég sýndi hér áðan var fjarlægður á tveim mínútum í þessu tilfelli.
- Glæra: Leðurblökuráðið
Þeir sem hafa vald til að banna fólk á Wikipedia heita möppudýr, allir reglulegir notendur fá þetta vald.
- Glæra: Möppudýr
Eða, öllu heldur var ákveðið að kalla það möppudýr.
- Glæra: Núverandi möppudýr
Möppudýr eru notendur sem geta eytt og verndað greinar og bannað notendur.
Til þess að vera möppudýr á íslensku Wikipedia þarftu að kunna að skrifa nafnið þitt, sumar útgáfur eins og enskan eru með mun harðari kröfur en við sjáum enga þörf á því.
Deilur eru leystar á Wikipedia með því að kynna mismundani sjónarmið og kosti þeirra, en aðallega eru þær leystar með því að allir eru sammála, þ.e. sammála um að búa til alfræðirit frá hlutlausu sjónarmiði, og þegar það er komið eru bara smáatriðin eftir.
Wiki verkefni á íslensku
[breyta frumkóða]- Glæra: Wiki verkefni á íslensku
Hvaða wiki verkefni eru þetta?
Þau verkefni sem ég fjalla um eru alfræðiritið Wikipedia og systurverkefni þess, auk kortaverkefnisins OpenStreetMap.
Öllum þessum verkefnum getur hver sem er bætt við og breytt á einfaldan hátt.
Wikipedia
[breyta frumkóða]- Glæra: Wikipedia logo
Wikipedia er alfræðirit í wiki formi sem hóf göngu sína árið 2001. Það er núna stærsta alfræðirit í heimi.
Í fyrstu var það eingöngu á ensku en eru núna á yfir 250 tungumálum þar af yfir 140 með yfir 1.000 greinar.
- Glæra: Hlutur ensku Wikipedia...
Hlutur enskunnar í heildargreinafjölda hefur minnkað frá því að útgáfur á öðrum tungumálum hófu göngu sína og telur núna tæpan fjórðung heildargreina.
- Glæra: Veldisvöxtur yfir í línulegan vöxt
Frá 2003 og mest ár 2006 undirgengst enska útgáfan veldisvöxt, þ.e. stærð hennar meira en tvöfaldaðist á hverju ári miðað við árið á undan.
Fjöldi greina sem bætist við á hverjum degi er þó enn að vaxa og var um 1500 við síðustu athugun.
- Glæra: Wikipedia á ensku prentuð út
Ef Wikipedia á ensku væri prentuð út í 25 cm háum og 5 cm þykkum bindum sem hvert teldi 1,6 milljónir orða og þeim raðað í bókaskáp[1] yrði sá skápur svona stór m.v. mannstærð.
Wikipedia á íslensku
[breyta frumkóða]- Glæra: Wikipedia á íslensku
Útgáfa Wikipedia á íslensku hóf göngu sína fyrir alvöru árið 2004, á þessum tilturulega stutta tíma er búið að skrifa rétt tæplega 22.000 greinar á rúmum 4 árum.
- Glæra: Vöxtur verkefnisins
Miðað við þann hraða sem það tók okkur að skrifa síðustu 1.000 greinar bætast við um 7050 greinar á ári, á milli 20 og 30 bætast við a hverjum degi.
- Glæra: Fjölgun notenda
Nú eru um 70 virkir notendur með 5 breytingar eða fleiri á mánuði og þar af 25 með yfir 100 breytingar á mánuði.
Það fellur úr og nýtt bætist við í þann kjarnahóp sem vex um um 5 notendur á ári.
- Glæra: Forsíða Wikipedia
Svona lítur forsíða verkefnisins út í dag, hún er sjálfvirkt uppfærð daglega. rauðu tenglarnir vísa á greinar sem ekki eru til ennþá.
- Glæra: Stubbur - stutt grein
Þegar einhver skrifar grein sem einn þessara rauðu tengla bendir er hún yfirleitt stutt og gerir efni sínu ekki fyllilega skil. Og kallast þá stubbur.
- Glæra: „Venjuleg“ grein
Þegar einhver vinnur að stubb verður hann að grein sem segir nægilega frá viðfangsefni sínu til að aðalatriðin komi fram.
- Glæra: Heimskautarefur
Og ef enn frekar er unnið að þeim geta þær verið flokkaðar sem gæðagreinar eins og þessi grein um tófuna.
- Glæra: Ágústus
Eða úrvalsgreinar eins og þessi grein um Ágústus Sesar.
Íslensk mannanöfn á Wikipedia
[breyta frumkóða]- Glæra: Íslensk mannanöfn á Wikipedia
Í nóvember 2005 komst ég í afrit af þjóðskrá sem innihélt skrá yfir nöfn og fæðingardag lifenda þess tíma.
Mig langaði að gera eitthvað verkefni með þessi gögn og skrifaði því forrit sem bjó til greinar í íslensku útgáfu Wikipedia fyrir hvert mannsnafn í mannanafnaskrá.
- Glæra: „Jóhannes“ á Wikipedia
Í greinunum kemur fram hve margir nota nafnið sem fyrsta og seinna eiginnnafn.
- Glæra: „Jóhannes“ - Graf
Gröf sýna heildarfjölda og hlutfall nafngifta eftir árum og beygingarlýsingar voru fengnar af vefsíðunni mannanofn.com sem var og hét.
- Glæra: Wikipedia article traffic statistics
Í dag eru listar yfir íslensk mannanöfn með vinsælustu greinum á íslenska hluta Wikipedia með um 4500 heimsóknir á mánuði.[2]
- Glæra: Þetta verkefni hefði „réttilega“ aldrei komið til
Þetta verkefni er merkilegt fyrir þær sakir að ef aðgangsstýringu þjóðskrár sem selur aðgang að þessum grunni hefði verið fylgt eftir hefði þetta verkefni aldrei komið til.
Ég sinnti þessu 2005 því gögnin fyrir tilviljun duttu í hendurnar á mér, þau voru svo uppfærð og gerð mun flottari 2007 af öðrum notanda í sömu aðstöðu.
Gröfin væru uppfærð mánaðarlega ef við hefðum aðgang að nafnagrunn þjóðskrár.
Auk þess sem hægt væri að hafa inni í tölfræðinni tölur yfir nöfn látinna einstaklinga, en eins og er eru þær skekktar af því að sýna bara nafnhafa sem eru enn á lífi í dag.
Wikiorðabók
[breyta frumkóða]- Glæra: Wikiorðabók forsíða
Wikiorðabók er orðabók og samheitaorðabók á íslensku, verkefnið á hátt í 70 systurverkefni á öðrum tungumálum.
- TODO Glæra: Beyging á wikiorðabók
Nær allar færslur eru með meðfylgjandi beygingarlýsingar og hægt er að sjá lista yfir önnur orð sem beygjast eins og önnur orð í ritinu.
Sá fídus er eftir því sem ég best fæ séð einstakur meðal beygingarbanka.
Það mætti segja að wikiorðabókin sé austurrískt verkefni því öll meginvinnan við það hefur enn sem komið er verið unnin af nemum í Austurríki.
Wikiheimild
[breyta frumkóða]Wikiheimild er safn um 1.700 frumtexta sem ekki eru háðir höfundarétti eða falla undir frjálst notkunarleyfi.
OpenStreetMap.org
[breyta frumkóða]- Glæra: OpenStreetMap
OpenStreetMap er verkefni með það að markmiði að búa til frjáls götu- og landakort af heimsbyggðinni.
- Glæra: OpenStreetMap tölfræði
Verkefnið fór af stað 2004 en byrjaði fyrst að vaxa fyrir alvöru tveimur árum seinna.
Í dag eru um 3 milljón nóður á heimskortinu og fer þeim ört fjölgandi.
- Glæra: Miðbær Akureyrar - GPS hamur
OpenStreetMap virkar þannig að fólk safnar GPS leiðum (svokölluðum „Tracks“), hleður þeim inn á OSM, og skoðar svo hvert leið þeirra lá og teiknar götur, strandlengjur, byggingar og annað eftir þessum leiðum.
Á kortinu sést miðbær Akureyrar í GPS ham. GPS leiðir eru á því ljósbláar og sjá má að aðalgöturnar eru mun fjölfarnari en aðrar.
- Glæra: Miðbær Akureyrar
Út frá þessum leiðargögnum eru OpenStreetMap kortin búin til. Götur og önnur landamerki eru teiknuð út frá leiðunum og punktar notaðir til að merkja staði á kortinu, t.d. pósthús.
- Glæra: Miðbær Reykjavíkur
Hér sést miðbær Reykjavíkur með helstu landamerkjum og fullkláruðu götuskipulagi. Allir Bjórkollurnar á myndinni merkja skemmtistaði og sést nafn þeirra ef súmmað er inn.
Tjörnin er nokkuð frjálsleg enda handteiknuð, það er tilfellið með strandlengjur Íslands og útlínur flestra fyrirbæra enn sem komið er. Það þyrfti einhver að ganga ströndina til að fá betri línur.
- Glæra: London
OpenStreetMap er upprunið í London en í Bretlandi en þar - líkt og hér - glíma menn við að ríkisstofnanir hafa kortlagt hvern einasta fermetra landsins síðustu 200 árin en sitja á þeim gögnum.
Þannig alla þá vinnu þurfa verkefni eins og OpenStreetMap að vinna aftur.
- Glæra: Norðlingaholtið - GPS hamur
Ég talaði við Þórir Tryggvason sem vinnur hjá símafyrirtækinu Nova við undirbúning þessa fyrirlestrar. Hann er einn af þessum fjórum virku notendum á Íslandi og hefur það fyrir venju að hafa GPS tæki uppi við í bílferðum sínum um þéttbýli og hálendið.
Fyrirtækið Nova sem hann vinnur hjá safnar gögnum um styrkleik GSM senda með því að keyra um á bílum um götur borgarinnar. Þórir notar þá oft tækifærið og fær að hafa GPS tæki meðferðis til að afla frekari leiðargagna.
- Glæra: Norðlingaholtið
Hann er búinn vinna mikið að Reykjavíkurkortinu og hefur m.a. kortlagt Norðlingaholtið upp á sitt einsdæmi.
- Glæra: Staðan á Íslandi
Á Íslandi er nær búið að kortleggja alla vegi og nokkur helstu örnefni í tveim stærstu þéttbýliskjörnunu. Nær allt annað er þó eftir og vantar sjálfboðaliða eða gögn.
- Glæra: Yfirlit
Hér sést yfirlit af landinu eins og það er í dag.
- Glæra: Hvaða opinberu gögn notar OSM?
OpenStreetMap notar vegaskrá vegagerðarinnar fyrir götunöfn en nær enga aðra utanaðkomandi gangabanka.
Óformlega aðspurð segist Vegagerðin ekki láta utanaðkomandi í tjé leiðarskrár fyrir landið.
- Glæra: TIGER gögn flutt inn
Í Bandaríkjunum telst slíkt hinsvegar sjálfsagt mál og má hér sjá hreyfimynd af breytingu OpenStreetMap sumarið 2007 til janúar 2008 þegar opinberar leiðarskrár vega Bandaríkjanna voru fluttar inn.
Hvernig þyrfti að bæta lagastöðuna?
[breyta frumkóða]- Glæra: Lokaorð
Áður var svo sem sú stefna ríkjandi sem enn eimir af, að opinberar stofnanir vilja gjarnan stjórna aðgangi að þessum gögnum og hafa með meðferð þeirra að gera - t.d. texta íslendingasagna - eins undarlegt og það kann að hljóma.
Þetta viðhorf hefur þó verið á undanhaldi og margar stofnanir eru nú í óða önn að leggja áherslu á þjónustuhlutverk sitt gagnvart almenningi.
Það vantar samt hefð fyrir því að skilgreina tiltekin gæði þannig að þau séu í almenningi hér á landi (eins og raunar annars staðar í Evrópu).
- Glæra: Hvernig þyrfti að bæta lagastöðuna? (diet útgáfa)
Í fyrsta lagi þyrfti að ríkja bann við því innan stjórnsýslunnar að stofnanir ríkisins taki sér einkarétt á gögnum sem eru óháð einkarétti fyrir.
öðru lagi ætti stofnunum að vera gert skylt að upplýsa almenning á vef viðkomandi stofnunar um skilyrði notkunar þeirra gagna sem þau búa yfir, sem þá væri hægt að andmæla, t.d. með erindi til umboðsmanns alþingis.
- Glæra: Hvernig þyrfti að bæta lagastöðuna?
Eina siðlega og réttláta leiðin er samt sem áður að gögn sem verða til í starfsemi sem kostuð er að öllu leyti af almannafé séu í almenningi, ef annað kemur ekki í veg fyrir það.
Það væri samt stór pólitísk ákvörðun því það myndi gera út af við viðleitni stofnana til að skapa sér sértekjur með sölu á aðgangi eða notkunarleyfum, en þær gætu auðvitað áfram haft sértekjur af öðru, t.d. þjónustu.
Staðreyndin er sú að þessar aðgangstakmarkanir tefja þróun upplýsingatækni, tefja þróun nauðsynlegrar almannaþjónustu, gera Ísland hornreka í stórum alþjóðlegum verkefnum og gera stöðu íslenskunnar verri en hún þyrfti að vera, sem er algjörlega í andstöðu við yfirlýst markmið margra þessara sömu stofnana.
Hins vegar koma þær ekki í veg fyrir þetta - þær gera það bara að verkum að sömu gögnin eru búin til mörgum sinnum, sem er fáránleg sóun í litlu samfélagi með fá úrræði.[3]
Heimildir
[breyta frumkóða]- ↑ http://en.wikipedia.org/wiki/Size_of_Wikipedia#Hard_copy_size
- ↑ http://stats.grok.se/is/top
- ↑ http://is.wikipedia.org/wiki/WP%3AP#Opinber_g.C3.B6gn
Tenglar
[breyta frumkóða]- Fyrirlesturinn í OpenOffice.org sniði
- Git tré með öðrum fyrirlestrargögnum (
git clone git://git.nix.is/avar/fsfi-iswiki-slides
til að ná í allt)
Annað
[breyta frumkóða]- http://bre.klaki.net/dagbok/faerslur/1209130588.shtml - Opið aðgengi að opinberum gögnum
- Árnastofnun og Wiktionary:
- http://salvor.blog.is/blog/salvor/entry/511058/ - Orð í eignarfalli
- http://hjalli.com/2008/04/18/adventures-in-copyright-open-access-data-and-wikis/ - Adventures in copyright: Open access, data and wikis
- Til minnis: