Fara í innihald

Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Auður Eir Vilhjálmsdóttir (f. 21. apríl 1937) er íslenskur prestur og fyrsta konan á Íslandi sem hlaut prestvígslu í Þjóðkirkjunni.

Auður Eir fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar voru Inga Árnadóttir (1903-1995) húsmóðir og Vilhjálmur Þ. Gíslason (1897-1982) útvarpsstjóri. Maður Auðar er Þórður Örn Sigurðsson (f. 1935) og eiga þau fjórar dætur.[1]

Menntun og starfsferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1956 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1962. Séra Auður Eir hlaut prestvígslu 29. september árið 1974, fyrst kvenna á Íslandi. Hún tók formlega við embætti 1. október og fór fyrst til þjónustu á Suðureyri við Súgandafjörð en frá 1978-1998 var hún sóknarprestur í Kirkjuhvolsprestakalli í Rangaárvallasýslu og starfaði svo síðar sem sérþjónustuprestur í Reykjavík.[2] Auður Eir var í framboði til embættis biskups Íslands árið 1997 en náði ekki kjöri.[3] Árið 1993 stofnaði Auður Eir Kvennakirkjuna sem var sjálfstæður hópur innan Þjóðkirkjunnar.

Auður Eir starfaði sem lögreglukona með námi og var starfsmaður á skólaheimilinu á Bjargi á Seltjarnarnesi. Hlutverk hennar á Bjargi varð síðar afar umdeilt en nokkrar stúlkur sem dvöldu á heimilinu sökuðu starfskonur um harðræði og ofbeldi.[4] Auður fékk viðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2000 en síðar komst í hámæli meint harðræði hennar á skólaheimilinu. Aðspurð um hlutverk sitt í harðræðinu svaraði hún að svarið kæmi síðar. Fjölmiðlar hafa ekki fylgt því eftir og fengið svar við því hvenær væri von á svari.

Auður Eir hlaut riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2005.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn A-Í bls. 39-40, (Reykjavík, 2003)
  2. „Hljótum að ryðja okkur til rúms“, Morgunblaðið 4. október 2004 (skoðað 6. febrúar 2021)
  3. „Vill að kirkjan dreifi valdi sínu“, Morgunblaðið, 17. apríl 1997 (skoðað 6. febrúar 2021)
  4. Dv.is, „Syndir kirkjunnar: Harðræði stúlknanna á Bjargi“ (skoðað 6. febrúar 2021)