Auður Eir Vilhjálmsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Auður Eir Vilhjálmsdóttir (f. 21. apríl 1937). Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1956 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla Íslands árið 1962. Séra Auður Eir hlaut prestvígslu 29. september árið 1974, fyrst kvenna á Íslandi. Hún tók formlega við embætti 1. október og fór fyrst til þjónustu á Suðurey í Súgandafirði. Hún er fyrsti kvenpresturinn á Íslandi og hefur starfað sem sérþjónustuprestur í Reykjavík frá árinu 1999. Hún starfaði sem lögreglukona með námi og var starfsmaður á skólaheimilinu á Bjargi á Seltjarnarnesi. Hlutverk hennar á Bjargi varð síðar afar umdeilt. Hún fékk viðurkenningu Jafhréttisráðs fyrir árið 2000 en síðar komst í hámæli meint harðræði hennar á skólaheimilinu. Aðspurð um hlutverk sitt í harðræðinu svaraði hún að svarið kæmi síðar. Fjölmiðlar hafa ekki fylgt því eftir og fengið svar við því hvenær væri von á svari.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

http://www.mbl.is/greinasafn/grein/821856/