Þjóðvegur 32

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þjóðvegur 32 eða Þjórsárdalsvegur er vegur á Suðurlandi. Hann liggur af Skeiða- og Hrunamannavegi (Þjóðvegi 30) inn í Gnúpverjahrepp, framhjá Árnesi og fyrir Gaukshöfða upp í Þjórsárdal. Vegurinn sveigir upp á Skeljafell við Búrfellsvirkjun og liggur síðan meðfram Bjarnalóni og Þjórsá allt að Sultartangavirkjun. Þar er farið yfir Þjórsá og að Landvegi (Þjóðvegi 26).

Vegurinn er 51 km langur.

  Þessi samgöngugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.