Wikipedia:Notendur
Notendur Wikipediu eru þeir einstaklingar sem lesa vefinn sér til gagns og gamans og einnig þeir sem vinna í breytingum á honum. Þessi síða fjallar um síðarnefnda hópinn en lesendum alfræðiritsins er bent á almenna kynningu á því. Ekki hefur myndast hefð fyrir því á íslensku útgáfu Wikipediu að kalla þennan hóp notenda sérstöku nafni eins og tíðkast á mörgum öðrum tungumálum (e: Wikipedians, þ: Wikipedianer, da: Wikipedianere, fr: Wikipédiens) sem er mögulega verkefni fyrir flinkan nýyrðasmið. Á heimsvísu er þetta gríðarstór og fjölbreyttur hópur fólks í öllum heimshornum og með ýmiss konar bakgrunn en eins og má vænta vegna smæðar íslenska málsvæðisins þá er samfélag íslenskra Wikipediunotenda öllu minna í sniðum. Á íslenska hluta alfræðiritsins eru skráð 100.623[1] notendanöfn en langflestir þessara notenda hafa gert mjög fáar eða engar breytingar. Notendur sem gert hafa breytingar síðustu 30 daga er 170[1] talsins. Möppudýr eru 17[1] og vélmenni 13[1].
Skráning notandanafns
[breyta frumkóða]Allir geta lagt sitt af mörkum til Wikipediu hvort sem þeir kjósa að skrá sig með notandanafn eða ekki en það eru nokkrir kostir sem fylgja notandanafni sem vert er að benda á:
- Með því að skrá notandanafn opnast ýmsir auka möguleikar — þar á meðal fleiri breytingatól og stillingar varðandi útlit síðunnar og fleira. Þú getur einnig sett síður sem þú vilt fylgjast sérstaklega vel með á vaktlista og jafnframt opnast sá möguleiki að færa og endurnefna síður. (Aldrei reyna að færa síðu með því að afrita bara innihaldið á milli. Með því ruglast breytingaskráin og uppruni textans gæti glatast. Ef þú treystir þér ekki til þess að færa síðu sjálf(ur) eða hefur ekki aðgang að möguleikanum, þá skalt þú biðja um aðstoð í Pottinum.)
- Óskráður notandi er kenndur við vistfang sitt í breytingaskrám og þegar hann undirritar athugasemdir á spjallsíðum. Vistfangið segir ýmislegt um þig þannig að ef þér er það á móti skapi að það sé öllum sýnilegt þá ættir þú að skrá notandanafn til þess að passa betur upp á þínar persónuupplýsingar. Algengt er einnig að vistföng breytist oft sem gerir þér erfitt fyrir með að byggja upp orðstír sem notandi á Wikipediu og gerir samskipti við aðra notendur erfið og ruglingsleg. Með því að gerast skráður notandi læra líka aðrir notendur að þekkja þig og treysta betur breytingum þínum og athugasemdum í umræðu heldur en ef hið sama væri ritað af óskráðum notanda.
Notaðu minnisstætt notandanafn og lykilorð ef þú skráir þig. Ef þú ert vís til þess að gleyma lykilorðum þá skaltu gefa upp netfang líka þannig að þú getir fengið sent nýtt lykilorð í tölvupósti.
Réttindi
[breyta frumkóða]- Möppudýr hafa aðgang til þess að breyta öllum síðum. Þau geta meðal annars eytt síðum og verndað þær og sett notendur í bann.
- Sjálfkrafa staðfestir notendur eru notendur sem hafa verið skráðir í 4 daga og hafa gert 10 breytingar. Þeir hafa réttindi til þess að færa síður, hlaða inn skrám, yfirskrifa skrár sem eru til fyrir, þurfa ekki lengur að fylla út kæfuvörn og geta búið til EPUB, PDF, ODF og ZIM rafbækur. Þeir geta einnig breytt þeim fáeinu síðum sem eru verndaðar gegn breytingum nýrra og óskráðra notenda.
- Óskráðir notendur geta breytt flestum síðum. Breytingar þeirra eru einkenndar með vistfangi. Þessir notendur geta ekki fært síður eða hlaðið inn skrám.
Reglur um notendanöfn
[breyta frumkóða]Þessi kafli
lýsir samþykkt sem gildir á íslensku Wikipediu og allir notendur ættu að virða eins og kostur er. Ekki breyta honum í ósátt við aðra notendur. |
Wikipedia leyfir ekki notendanöfn sem eru ruglandi, misvísandi, særandi, gerð í auglýsingaskyni eða svo lík nöfnum þekktra notenda að ruglingi geti valdið.
- Ruglandi notendanöfn sem gera það erfitt að þekkja notendur í sundur:
- Notendanöfn sem líkjast notendanöfnum annarra notenda Wikipedia.
- Villandi notendanöfn sem veita misvísandi upplýsingar um notendur:
- Notendanöfn sem gefa í skyn stöðu á Wikipedia.
- Bönnuð notendanöfn þekktra skemmdarvarga:
- Notendanöfn sem eru lík notendum sem hafa verið bannaðir.
- Auglýsandi notendanöfn sem draga taum fyrirtækja eða stofnana:
- Notendanöfn sem líkjast nöfnum fyrirtækja, hópa eða stofnana.
- Særandi notendanöfn sem gera öðrum notendum mein:
- Notendanöfn sem fela í sér árásir eða lítilsvirðingu í garð annara.
Breyting notendanafna
[breyta frumkóða]Ráðsmenn geta breytt notendanöfnum og beiðnir um slíkt eiga að fara á meta:Steward requests/Username changes. Við breytingu notandanafns flytjast framlög notanda, notandasíður og aðgerðarskrár á öllum tungumálum wikipediu og systurverkefnum yfir á nýja notendanafnið.
Notendasíður
[breyta frumkóða]Þessi kafli
lýsir stefnu sem víðtæk sátt er um að fara eftir á íslensku Wikipediu. Ekki breyta honum í ósátt við aðra notendur. |
Nafnarými | |||
---|---|---|---|
Grunnnafnarými | Spjallnafnarými | ||
(ekkert forskeyti) | Spjall | ||
Notandi | Notandaspjall | ||
Wikipedia | Wikipediaspjall | ||
Snið | Sniðaspjall | ||
Flokkur | Flokkaspjall | ||
Mynd | Myndaspjall | ||
Hjálp | Hjálparspjall | ||
Gátt | Gáttaspjall | ||
Melding | Meldingarspjall | ||
Sýndarnafnarými | |||
Kerfissíða | |||
Media |
- Sjá einnig: Hjálp:Notandasíðan mín
Allir skráðir notendur Wikipediu hafa aðgang að sérstakri notandasíðu sem þeir geta notað nokkuð frjálslega en þó innan skynsamlegra marka. Notendasíður eru sérstakt nafnarými á vefnum. Hverjum notanda fylgir einnig notandaspjall. Notendasíðurnar eru gagnlegar fyrir notendur til þess að kynna sig, skipuleggja vinnu sína, skrifa uppköst að greinum, koma á tengslum við aðra notendur og taka þátt í samvinnuverkefnum. Notendur geta hagað útliti og uppsetningu á síðunum eins og þeir vilja á meðan þær eru tengdar störfum þeirra á Wikipediu og síðan er verkefninu ekk til álitshnekkis. Notendur eru þó ekki eigendur sinna notendasíða og á endanum er það hlutskipti Wikipediusamfélagsins í heild að ákvarða það hvað telst eðlileg notkun á notendasíðum í vafatilfellum. Notandasíður eru ekki blogg, hýsingarþjónusta fyrir ótengt efni, samfélagsmiðill eða vettvangur til þess að básúna skoðunum notenda um ýmis hugðarefni þeirra. Það er sömuleiðis illa séð að byggja notandasíðu upp eins og hún sé grein þannig að ruglingi geti valdið. Sömu skilyrði um frjálst efni gilda á notandasíðum eins og á öllum öðrum síðum Wikipediu þannig að ekki er heimilt að nota þar ófrjálst myndefni eða afrita þangað texta sem nýtur verndar höfundaréttar.
Innan Wikipediasamfélagsins hefur verið litið svo á að notendur hafi rétt á því að hverfa ef þeir vilja ekki lengur tengjast verkefninu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að möppudýr eyði notandasíðu ef notandinn fer fram á það. Framlög notandans í breytingaskrám og athugasemdir eftir hann á spjallsíðum halda sér hins vegar. Það er nauðsynlegt vegna sjónarmiða um höfundarétt og til þess að varðveita samhengi í umræðum.
Meira um notendur
[breyta frumkóða]- Wikipedia:Hver erum við?
- Wikipedia:Notendur eftir breytingafjölda
- Wikipedia:Framkoma á Wikipediu
- Wikipedia: Deilumál