Gleym-mér-ei
Gleym-mér-ei | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||
Myosotis arvensis (L.) Hill |
Gleym-mér-ei, kærminni eða kattarauga (fræðiheiti: Myosotis arvensis) er jurtkennd, einær jurt af munablómaætt sem ber lítil, heiðblá blóm.
Lýsing[breyta | breyta frumkóða]
Blómin eru 4 til 5 mm í þvermál, heiðblá með gul- eða hvítleitar skellur við blómginið. Bikarinn er fimmdeildur með hvít krókhár. Í hverju blómi eru 5 fræflar sem eru lokaðir inni í krónupípunni. Blöðin eru stakstæð og lensulaga, um 5 til 7 mm á breidd. Stöngull, blöð og blóm eru alsett hvítum hárum. Plantan getur náð 10 til 30 sentímetra hæð og vex í högum og móum, sérstaklega í nálægð við þéttbýli eða byggð ból.
Annað[breyta | breyta frumkóða]
Hárin á plöntunni valda því að hún loðir vel við föt eins og til dæmis prjónaðar peysur og flís. Þetta er vinsælt hjá börnum.
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Gleym-mér-ei.