Wikipedia:Potturinn/Safn 13
Þetta er skjalasafn fyrir gamla umræðu. Ekki breyta efni þessarar síðu. Ef þú vilt halda áfram umræðu, eða hefja nýja, vinsamlegast gerðu það á núverandi spjalli. |
Interview with Åse Kleveland
The English Wikinews is going to be organizing an interview with the former Norwegian Culture Minister Åse Kleveland. She was also the head of the Swedish Film Institute and is now the chairwoman of the Norwegian Humanist Association. I am asking Wikipedians from all of the Scandinavian languages to contribute questions to her upcoming interview with Wikinews in Oslo. The page is here; please leave questions there and comments to me either on my en.wikinews talk page or my en.wikipedia talk page. Thank you very much! Mike Halterman 1. júlí 2008 kl. 22:29 (UTC)
UDHR volunteer anyone?
Hello all,
Could I make a request for a volunteer to read the Universal Declaration of Human Rights in Icelandic for librivox.org? I sure hope I not breaking the rules of Wikipedia. (Please visit http://librivox.org/forum/viewtopic.php?t=14416 for more details on this project) Again, I apologise if I am flouting the regulations enforced in Wikipedia.
Thank you!
Saga íslenska skólakerfisins og mennta fyrir það
Veit einhver um síðu(r) sem fjalla(r) um íslenska menntakerfið fyrr og síðar? Ég hef farið í gegnum síðu menntamálaráðuneytisins en þar finn ég ekkert um sögu þess, landsprófin og annað. Mig langar að vinna að Education in Iceland, sem er nú þegar er gæðagrein þökk sé Max Naylor. Tengar á góðar ritgerðir væru vel þegnir. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. júlí 2008 kl. 00:35 (UTC)
- Það er að koma út stórt og vandað fræðirit um alþýðufræðslu á Íslandi. Ritstjóri þess er Loftur Guttormsson. Það er gefið út í tilefni 100 afmælis KHÍ. Ég hugsa að það fjalli heilmikið um söguna. Ég hef nú reyndar líka áhuga á að skrifa um skólakerfið t.d. héraðsskólana eins og Héraðsskólinn að Laugarvatni --Salvör Gissurardóttir 3. júlí 2008 kl. 11:25 (UTC)
- Já, fínt. Ég fylgist með þessu alfæðiriti. Var einnig að spá í að fara út í þá tíma áður en skólar voru komnir í tísku og drengir (oftast) voru sendir í fóstur til að læra. Mann allavega eftir því úr íslendingasögunum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 3. júlí 2008 kl. 19:44 (UTC)
Er ekki hæpið að tala um 100 ára afmæli KHÍ? Sá skóli varð ekki til fyrr en eitthvað um 1970 og er því líklega ekki meira en fertugur. Hins vegar er Kennaraskóli Íslands fyrirrennari hans. Hann var stofnaður líklega 1908 og var lagður niður sem slíkur þegar KHÍ var stofnaður. --Mói 3. júlí 2008 kl. 14:24 (UTC)
Hvað heita táknin?
Ég ætlaði að skrifa grein um HTML, en rak mig þá á að ég vissi ekki hvað <> (svigarnir) heita. Þeir eru mikið notaðir í HTML svo: hvað heita þeir? --88.149.118.189 6. júlí 2008 kl. 14:37 (UTC)
Þetta eru hornklofar eða hornklof [] [1] og [2] og <> sem voru hluti af gæsalöppum hér áður fyrr [3] [4] og nefnast á ensku angle brackets or chevrons: < > [5]. Hm ég er að reyna leiða sjálfan mig að svarinu, en ég finn það ekki. Þetta ætti að heita sperruklofar eða vinkilklofar eða..já, hvað nefnast þessi blessuðu tákn? Nei, oddklofar. Þarna kom það eða olnbogasvigar. Stundum þarf maður bara að leiða sjálfan sig upp á fjöll til að finna svarið. [6] --85.220.89.229 6. júlí 2008 kl. 15:13 (UTC)
- Ég kalla þetta bara gogga. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17. júlí 2008 kl. 01:14 (UTC)
- Ég heyrði einhversstaðar að þetta héti einfaldlega hakasvigar, og mér finnst það bara fínt orð. -- SvartMan 28. desember 2008 kl. 18:57 (UTC)
íslensk myndasöfn - Commons:OTRS og fleira
Hefur einhver hérna prófað þetta OTRS kerfi? Ég velti fyrir mér hvort það sé aðferð til að setja inn myndir frá þeim sem leyfa okkur það. Það er mjög mikið vesen núna að setja inn myndir á Commons fyrir óvana notendur.
Hann Kjartan Pétur Sigurðsson tekur alveg frábærar myndir af íslenskum stöðum (sjá http://photo.blog.is og http://photo.is), oft teknar í lágflugi (ég held að Kjartan hljóti að vera fisflugmaður) eða frá sjónarhorni sem er ekki algengt. Ég spurði Kjartan á blogginu hans um notkun mynda frá honum á Commons, sjá umræðuna hérna.
Kjartan svaraði mér:
- Sæl Salvör,
- Þú mátt nota þessar myndir eins og þú vilt inn á wikipedia. En ég nota þann vef mikið. Ég hef séð að myndirnar sem verið er að nota þar eru mjög mismunandi af gæðum og oftar en ekki vantar hreinlega myndir með textanum. Stóru myndirnar hjá mér eru 800x600 að stærð, en það má bæði vísa á myndaslóðina eða ná í myndina inn á vefinn hjá mér. Ég reyndi að setja inn tengingu á wikipedia á sínum tíma á eitthvað af myndum frá mér en þá var litið á það sem auglýsingu og því hætti ég því snarlega. Svo líklega er betra að einhver annar geri það en ég
- )
- Fram af þessu hefur þessi vefur minn verið unninn í sjálfboðaliðsvinnu og ekki hlotið neina styrki. Ekki eru heldur neinar auglýsingar frá öðrum inni á vefnum svo að wikipedia hlýtur að geta sætt sig við myndir frá slíkum vef.
- Eins og er ég staddur á Látrabjargi og því er tölvusambandið ekki upp á það besta þessa stundina.
- Með kveðju frá Vestfjörðum
- )
- Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.6.2008 kl. 23:46
Ég hins vegar er í vandræðum með að setja inn myndir á Commons frá Kjartani því það er ekki leyft að maður setji inn nema myndir sem maður sjálfur hefur höfundarrétt að. Það er líka mjög mikilvægt að ljósmyndarar eins og Kjartan átti sig á því að þeir eru að afsala sér höfundarrétti með þessu, eina sem þeir geta tiltekið er að það verði að vitna í þá þegar myndin er notuð. Það er ekki hægt að tiltaka að höfundarréttarleyfið gildi bara inn í Wikipedia amk hef ég ekki skilið það þannig.
Ég held að íslenska wikipedia yrði miklu betri ef við gætum fengið myndir frá góðum ljósmyndurum eins og Kjartani til að nota í greinum um íslenska staði. Það þarf samt að vera einfaldari leið til að hlaða þeim myndum inn á Commons heldur en ljósmyndarar geri það sjálfir. Ég hef sett mikið af myndum inn á Commons en mér finnst það ennþá afar flókið og óaðgengilegt fyrir eina og eina mynd. En það er frekar einfalt að dæla inn mörgum myndum í einu með sérstökum commons verkfærum.
Spurning er hvort einfaldara sé að kenna ljósmyndurum á svoleiðis verkfæri (búa til leiðbeiningar)þannig að rétthafar skrái sig sjálfir á commons og seti sjálfir inn myndir á einfaldan hátt eða fara út í svona OTRS. Ég held að það sé ekki heppilegt að hlaða myndum inn á íslensku wikipedia sem eru með notkunarleyfi bara á íslensku wikipedia. Auk þess sem allt stefnir í að allar myndir fari inn á Commons.--Salvör Gissurardóttir 6. júlí 2008 kl. 19:03 (UTC)
- Gott framtak hjá þér, Salvör. Það er rétt að fyrsta skrefið er að útskýra að með því að setja myndir inn á Commons þarf höfundur þeirra að gefa þær út undir frjálsu notkunarleyfi. Ég held samt að það sé ekki heppilegt orðalag að manneskjan afsali sér höfundarétti, höfundur hefur áfram rétt til að gera hvað sem er við eigin verk. Allt um það á þetta nú ekki að þurfa að vera mjög flókið. Ef þú getur fengið tölvupóst frá Kjartani þar sem hann segir "ég samþykki að gefa út myndir A, B og C undir frjálsu leyfi X" getur þú áframsent tölvupóstinn á permissions-commons@wikimedia.org og hlaðið síðan myndunum upp. Þá kemur (vonandi) OTRS-sjálfboðaliði og merkir myndasíðurnar þannig að þær séu í lagi.
- Það væri auðvitað gott ef við gætum auðveldað íslenskum lista- og handverksmönnum að gefa út efni sitt undir frjálsum leyfum. Einar Hákonarson listmálari hefur gefið út nokkur verka sinna til slíkra afnota, ég ræddi um það við son hans, sjá t.d. Image:Laxness portrett einar hakonarson 1984.jpg. Þarna hef ég þó ekki gengið nógu vel frá málum, best væri að tala við þá feðga aftur og fá tölvupóst til að senda OTRS. Haukur 6. júlí 2008 kl. 21:16 (UTC)
- Þú getur alveg sett myndir sem þú gerðir ekki sjálf á commons, farðu í Upload file á forsíðunni og veldu eitthvað annað en "It is entirely my own work", t.d. "It is from somewhere else" í þessu tilfelli. Svo tilgreiniru höfund, notkunarleyfi o.s.f.
- En, af svari mannsins einu og sér að dæma má áætla að hann geri sér ekki grein fyrir því hvaða leyfi hann þyrfti að gefa til að hægt væri að nota myndirnar hans á Wikipedia. Það má áætla af svari hans að hann haldi að þær verði bara notaðar á Wikipedia vefnum og hvergi annarstaðar.
- Það væri örruglega best ef þú bentir honum á CC-SA leyfið og http://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0/ . Þar myndi you gilda um handhafa myndarinnar. Sér í lagi þarf hann að gera sér grein fyrir að ef hann gefur verk sín út undir frjálsu notkunarleyfi mun annað fólk geta notað þau, breytt þeim og selt þau svo lengi sem það gefur öðrum sömu réttindi og tilgreinir hann (og aðar, ef við á) sem höfund verksins.
- Þar sem hann virðist eiga sitt lífbrauð að hluta af því að selja myndirnar sínar og ef hann gæfi þær undir t.d. CC-BY-SA gæti hver sem er gefið þær út gjaldfrjálst ef upplýsingar um hvaða leyfi þær væru undir fylgdu hef ég á tilfinningunni að hann sé ekki til í að samþykkja þetta. Þá stendur eftir leyfi til að nota þetta bara á Wikipedia sem er í raun jafn gott og ekki neitt. Sérstaklega fyrir myndir af þessu tagi sem hægt er að taka aftur ---Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 13:49 (UTC)
Tafla
Ég setti inn nýja töflu á greinina um Jakobsveginn, tekna af þýsku wikipedia en þá sjást ekki iw-tenglar og ekki heldur flokkun. Hvað veldur? Masae 7. júlí 2008 kl. 18:11 (UTC)
- Syntaxinn lak, ég lagaði þetta fyrir þig. Fín grein. Haukur 7. júlí 2008 kl. 19:49 (UTC)
Plötur leika lausum hala hjá SG-hljómplötum
Góðan dag. Tvisvar hefur það gerst að breiðskífa (LP-plata) hefur "lent" inn á smáskífu listann (45 rpm) og "skrifað" sig yfir aðra plötu þar með sama listamanni og á stóru plötunni. Eigi veit ég hvers vegna en gæti grunnurinn sem ég nota átt sökina? Í titli beggja plötustærða (LP og 45 rpm) stendur efst; Breiðskífa. Get ég breytt orðinu í; Smáskífa í 45 snúninga listanum án vandkvæða og vonandi komið í veg fyrir fleiri yfirskriftir? Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 11:08 (UTC)
- Ég skil ekki spurninguna, er þetta Wikipedia grein sem skrifast yfir aðra? Getur nefnt dæmi? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 11:13 (UTC)
LP platan SG-050 (Svanhildur - Ég kann mér ekki læti) var skyndilega komin í stað smáskífunnar SG-521 (Sextett Ólafs Gauks og Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball). Mér tókst að laga þetta en spurningin stendur enn. Get ég breytt orðinu Breiðskífa í grunninum á 45 snúninga plötunum í orðið Smáskífa og hugsanlega komið með því í veg fyrir fleiri uppákomur? Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 12:00 (UTC)
- SG 050 var brotin tilvísun því hún vísaði á aðra tilvísun. Þetta þarf að passa þegar verið er að færa hluti.
- Þú hefur verið að færa greinina sem lýsir SG 521 sem nú er á "Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball" á milli þess titils og "Svanhildur - Ég kann mér ekki læti" sem skv. listanum er SG 050.
- Hvað áttu við með "Get ég breytt orðinu Breiðskífa í grunninum á 45 snúninga plötunum í orðið Smáskífa". Viltu að einhver fari í gegnum listann af "45 snúninga plötur - 45 rpm vinyl. Útgáfuröðin “SG 501-579”" á Listi yfir SG-hljómplötur og breyti orðinu "Breiðskífa" í "Smáskífa"? Ef svo er væri hægt að smíða vélmenni til þess verks.
- Það kemur samt ekki heim og saman við að koma í veg fyrir fleiri uppákomur. Þetta vandamál sem þú lýstir skapaðir þú sjálfur með færslu á SG 521 á greinanafn sem SG 050 átti réttilega ef ég skil þetta rétt. Sem er fínasta mál ef það er allt vandamálið, en ég á enn í erfiðleikum með að dæma það af lýsingum þínum sem eru eins og við má búast óljósar ef þú skilur ekki hvað er að gerast í grunninum okkar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 12:33 (UTC)
Ég færði ekki SG-050 yfir á SG-521, einhver annar hefur gert það. Ég lét bara SG-521 aftur á sinn stað. Ég er ekki sérfræðingur í kerfinu ykkar en geri hlutina samkvæmt leiðbeiningum (Steinninn). Ef það er ekki of mikið mál að "búa til vélmenni" til að breyta "Breiðskífa" í "Smáskífa" í 45 rpm listanum, þigg ég það með þökkum. Og í lokin, er "Arnfjörð" tengt Arnarfirði og þá hvar? - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 14:03 (UTC) Ég má kannski ekki spyrja svona persónulega en ég er forvitinn um þetta því ég á báðar mínar ættarrætur í Arnarfirði. Takk - Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 14:06 (UTC)
- Þú færðir SG-050 yfir á Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks (sjá hér). Svo færðirðu það yfir á Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks - Ég kann mér ekki læti og bjóst þannig til tvöfalda tilvísun (þ.e. tilvísun sem vísar á tilvísun) (sjá hér). Af því að þetta er tvöföld tilvísun breytti Notandi:Tölva þessu í tilvísun á Svanhildur - Ég kann mér ekki læti. En þetta var samt enn þá tvöföld tilvísun af því að SG-050 vísaði yfir á Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauks sem vísaði núna á Svanhildur - Ég kann mér ekki læti. En svo færðir þú þá síðu á Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball (sem er einmitt SG-521) (sjá hér og hér). Það var sem sagt byrjað á að færa SG-050 og þegar hér er komið sögu er búið að færa allt þannig að það eigi að vísa á endanum á Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball og þá breytti Ævar upphaflegu tilvísuninni þannig að SG-050 vísaði beint þangað en ekki á ýmsar aðrar tilvísanir sem vísuðu svo þangað (sjá hér). Þetta verður ruglingslegt þegar tvöfaldar og þrefaldar og fjórfaldar tilvísanir verða til. Þess vegna er mikilvægt að þegar maður færir síðu athugi maður hvort eitthvað vísaði á síðuna sem maður færði og breyti þeirri tilvísun þannig að hún vísi beint á nýja staðinn. --Cessator 8. júlí 2008 kl. 14:24 (UTC)
- Cessator útskýrir þetta ágætlega og lenti ég í breytingarárekstri við hann, en læt mitt standa líka: --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 14:27 (UTC)
- Ég á við að greinin sem SG 521 vísar á vísaði SG 050 líka á, þ.e. greinir sem nú er á "Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball" og lýsir SG 521, var skv. breytingarsögu var áður á "Svanhildur - Ég kann mér ekki læti" sem er nafnið á SG 050 útgáfunni.
- Vélmennið er örruglega ekkert mál ef ég veit hvað á að gera, ef ég skoða t.d. SG 522 sem er í 45 rpm listanum er eini staðurinn sem "Breiðskífa" kemur fyrir þegar verið er að vísa í Snið:Breiðskífa efst í greininni? Ætlaðir þú að búa til nýtt snið? Eða kemur orðið "breiðskífa" kannski fyrir í meginm'ali einhverra þessara 45rpm greina og þarf að breyta því í smáskífa?
- Varðandi nafnsifjar "Arnfjörð" er ég í föðurætt ættaður af ströndum á Vestfjörðum, síðast þegar ég spurði virtist fólk ekki vita meira um nafnið en svo að forfeður þess bæru það. En líkast til kom einhver þeirra frá Arnafirði eða sá ástæðu til að bera nafnið af öðrum ástæðum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 14:27 (UTC)
Þetta er grunnurinn fyrir SG-501. Efst stendur {{Breiðskífa. Þarna ætti að standa; Smáskífa og líka við allar hinar 45 rpm plöturnar frá SG-501 til SG-579. Þessar plötur eru jú litlar plötur, 45 snúninga og kallaðar smáskífur en ekki breiðskífur líkt og stóru plöturnar 33 snúninga eru nefndar. Takk -Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 14:59 (UTC)
- Ég færði breytingu þína í sandkassann, eins og sést ef ég breyti {{Breiðskífa}} í {{Smáskifa}} birtist "Snið:Smáskífa". Ástæðan er sú að þarna er verið að vísa í snið sem heitir Breiðskífa sem er til en Snið:Smáskífa er ekki til.
- Snið geta heitið hvað sem er, þetta snið sem heitir Breiðskífa gæti þessvegna heitið Zorgloob og greinin væri ekkert verri fyrir vikið, þannig ég sé ekki ástæðu til að breyta þessu. Nema þú viljir breyti innihaldi sniðsins þannig eitthvað sérstakt komi fram á smáskífugreininum sem ekki er á breiðskífugreinunum, þá er ástæða til að búa til nýtt snið eða breyta hinu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 16:04 (UTC)
Nú er SG-050 horfin! Gætuð þið verið svo góðir að setja hana aftur inn? Takk -Kristján Frímann Kristjánsson 8. júlí 2008 kl. 15:57 (UTC)
- Ég eyddi henni því hún var tilvísun sem vísaði á "Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball" sem er SG 521, ekki SG 050, á það ekki að vera þannig? Ef ég skil þetta flokkunarkerfi rétt á SG 050 að vera tilvísun á Svanhildur - Ég kann mér ekki læti sem ekki er búið að skrifa. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 16:04 (UTC)
Ef breytingarsagan fyrir Svanhildur - Húrra nú ætti að vera ball er skoðuð finnst þar heil grein þar sem textinn lýsir plötu sem heitir Svanhildur og hljómsveit Ólafs Gauk, myndin sýnir plötu sem heitir Svanhildur - Ég kann mér ekki læti. Það má vera að greinin sem vantar sé grafin í breytingarsögu einhverstaðar. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 16:17 (UTC)
Kill all Humans^HRobots!
Sjá [7]. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 8. júlí 2008 kl. 13:00 (UTC)
Tækniorð
Ég er að dunda mér við ASP.NET í frístundum (sem eru fáar) og er alltaf að reka mig á það hvað tölvunarfræðiorðaforðinn minn er lítill - marr læri þetta allt á ensku því miður. Í sumum tilföllum er ég (að ég tel) að búa til orð fyrir hin og þessi hugtök. Ef einhver nennir að fara yfir þetta þá væri það fínt. Dæmi um þýðingar frá mér:
- web application framework: vefforritunarumhverfi - hef vanist að þýða framework sem umhverfi.
- separation of presentation and content: aðskilnaður á framsetningu og efni
- web form: vefeyðublað - nokkuð bein þýðing.
- static: kyrrstæður - maður talar um kyrrlegar breytur/aðgerðir (static variables/methods) í hlutbundinni forritun svo ég nota bara það hér.
- dynamic: breytilegur - hef átt erfitt með að þýða þetta en fór eftir Orðabók.is.
- server-side: miðilsmegin - beinþýddi nokkurnveginn.
- web development technology: vefforritunartækni
- databinding: gagnabinding - kannski er til betra orð yfir binding en ég þekki það þá ekki.
Ég gat ekki fundið neitt sniðugt fyrir web controls og user controls, einhverjar uppástungur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. júlí 2008 kl. 03:18 (UTC)
- Það eru til orðalistar fyrir flest þessara orða, bendi þér t.d. á nýlega þræði á rglug póstlistanum um þýðingar. Þar fyrir utan er ekkert voðalega sniðugt að vera þýða buzzword upp úr Microsoft (sem sum þessara virðast vera) nema til að lýsa markaðsefni þeirra. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 10. júlí 2008 kl. 03:33 (UTC)
Nauðsynleg viðbót
Okkur vantar svona, helst á öll wiki-verkefnin. Þessi viðbót virkar þannig að ákveðnir notendur geta merkt breytingar sem góðar breytingar, svo þegar venjulegur, oftast óinnskráður, notandi er að lesa grein þá sér hann góðu breytinguna, jafnvel þótt svo að aðrir hafi breytt þar á eftir. Ekki rugla þessu við flýtiminnið. Þetta er gert svo að ef annar notandi skemmir grein, eða klúðrar einhverju, þá mun sú breyting ekki sjást ef greinin hefur einhverja ákveðna breytingu merkta sem góða breytingu. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. júlí 2008 kl. 05:58 (UTC)
Dagatal frá vitlausu ári
Það kemur alltaf lítil dagatal til vinstri frá 2007 þegar smellt er á dag dagsins í dag t.d. 11. júlí. Þetta virðist vera þannig að Snið:JúlíDagatal er miðað við árið 2007. Ég kann ekki að laga þetta þannig að það komi sjálfkrafa rétt ár. Listinn Listi yfir daga ársins er líka miðaður við 2007. Á ensku wikipedia sé ég að það er á þessari síðu en:Template:JulyCalendar sett upp dagatal sem er ekki miðað við ákveðið ár heldur núverandi ár (current year) þannig að það er væntanlega snið sem ekki þarf að uppfæra á hverju ári. það er náttúrulega eina vitið að hafa þannig snið. Getur einhver fundið út úr þessu? --Salvör Gissurardóttir 11. júlí 2008 kl. 12:19 (UTC)
Það þarf væntanlega að setja inn svona en:Template:CalendarSingle. Þetta gildir fyrir ár að 2037.Það þarf væntanlega að setja inn sjö snið fyrir á hvaða vikudegi mánuður byrjar: en:Template:Calendar/MonthStartFri--Salvör Gissurardóttir 11. júlí 2008 kl. 12:34 (UTC)
- Búinn að laga mánuðina út árið 2008. En svo þarf að breyta aftur eftir næstu áramót.--Mói 12. júlí 2008 kl. 06:56 (UTC)
Wikimania 2008
Wikimania 2008 er að byrja í Alexandríu í Egyptalandi. Hér er dagskráin Vitið þið um einhvern Íslending sem fer þangað? Ég fór bæði á Wikimania í Frankfurt og Boston og vildi óska að ég væri í Egyptalandi núna. Næsta ár verður Wikimania í Argentínu. Eftir því sem ég sé þá verður eitthvað um að atburðir verða sendir út á netinu.
Ég finn nú ekki alveg hvar maður sér það og hvaða græjur þarf. --Salvör Gissurardóttir 16. júlí 2008 kl. 16:15 (UTC)
Hér er podcast frá ráðstefnunni Wikipedia Weekly 53: The Day Before Wikimania --Salvör Gissurardóttir 17. júlí 2008 kl. 06:22 (UTC)
Wikimania 2010
Ég var beðin um að láta ykkur vita um að Svíar eru að bjóða sig fram í að halda Wikimania 2010; hér eru „kosningaloforðin“. Ég nenni ekki að þýða einhverja svaka klausu, þið getið lesið um þetta sjálf hérna og hérna. :) — Jóna Þórunn 24. júlí 2008 kl. 09:51 (UTC)
- Það væri auðvitað gaman ef þetta yrði einhvers staðar nálægt okkur einhvern tíma. Ég var farinn að sjá fyrir mér að þetta yrði haldið á tunglinu næst. Haukur 24. júlí 2008 kl. 10:26 (UTC)
- Hehe, kannski svolítið erfitt að fá vegabréfsáritun þangað :) — Jóna Þórunn 24. júlí 2008 kl. 11:59 (UTC)
OpenStreetMap póstlisti fyrir Ísland
Hæ, ég fékk OpenStreetMap póstlista fyrir Ísland búinn til hægt er að gerast áskrifandi að honum á http://lists.openstreetmap.org/cgi-bin/mailman/listinfo/talk-is
Og fyrir frekari pimpun er hér wikiproject fyrir Ísland og garmin kort af Ísland. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 31. júlí 2008 kl. 20:18 (UTC)
- Loksins. :) Frábært framtak hjá þér Ævar. — Jóna Þórunn 31. júlí 2008 kl. 20:38 (UTC)
Update Betawiki
- Currently 73.38% of the MediaWiki messages and 27.27% of the messages of the extensions used by the Wikimedia Foundation projects have been localised. Please help us help your language by localising at Betawiki. This is the recent localisation activity for your language. Thanks, GerardM 3. ágúst 2008 kl. 10:17 (UTC)
- Currently 69.33% of the MediaWiki messages and 23.72% of the messages of the extensions used by the Wikimedia Foundation projects have been localised. Please help us help your language by localising at Betawiki. This is the recent localisation activity for your language. Thanks, GerardM 8. september 2008 kl. 19:35 (UTC)
- Currently 69.83% of the MediaWiki messages and 22.85% of the messages of the extensions used by the Wikimedia Foundation projects have been localised. Please help us help your language by localising at Betawiki. This is the recent localisation activity for your language. Thanks, GerardM 13. október 2008 kl. 10:52 (UTC)
- Currently 77.05% of the MediaWiki messages and 19.24% of the messages of the extensions used by the Wikimedia Foundation projects have been localised. Please help us help your language by localising at Betawiki. This is the recent localisation activity for your language. Thanks, GerardM 10. nóvember 2008 kl. 10:51 (UTC)
- Currently 75.51% of the MediaWiki messages and 18.53% of the messages of the extensions used by the Wikimedia Foundation projects have been localised. Please help us help your language by localising and proof reading at Betawiki. This is the recent localisation activity for your language. Thanks, GerardM 14. desember 2008 kl. 14:26 (UTC)
- Currently 76.31% of the MediaWiki messages and 18.41% of the messages of the extensions used by the Wikimedia Foundation projects have been localised. Please help us help your language by localising and proof reading at Betawiki. This is the recent localisation activity for your language. Thanks, GerardM 10. janúar 2009 kl. 12:24 (UTC)
- PS Please help us complete the most wanted messages..
Klámvæðing og Wikipedia
Salvör kom fram í Samfélaginu í nærmynd 29. júlí 2008 og talaðu um Klámvæðingu og Wikipedia, hægt er að hlusta á bútinn á vefsíðu RÚV [8] eða sem Ogg skrá sem ég útbjó og hlóð inn.
Þetta viðtal kom í kjölfar pósts Salvarar á feministinn@hi.is
póstlistann nokkrum dögum fyrr, listinn er lokaður en ég tók mér það bessaleyfi að afrita upprunalega póst Salvarar á listann ásamt svari mínu hingað þar sem pósturinn er í grunni til sá sami og viðtalið nema í textaformi.
--Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. ágúst 2008 kl. 11:11 (UTC)
- Ritskoðun á ekki heima neinsstaðar, síst af öllu á Wikipedia. Feministahreyfingunni hefur hrakað verulega síðan Mary Wollstonecraft ýtti henni af stað um árið, aðallega þar sem hún hefur breyst í öfgafengna ofstjórnunarstefnu kvenna sem eru búnar að bíta það í sig að þeim sé mismunað, nú á þessum tímum almennrar baráttu fyrir auknu frelsi einstaklingsins á öllum sviðum.
- Það sem er þó verst við þessa umræðu er hvað þetta skaðar ímynd Wikipedia. Allsstaðar í samfélaginu er fólk byrjað að ógna frelsi annarra vegna ímyndunarveilu um að frelsi sitt sé skert; fólk aðkallandi á harðari reglur til að vernda öryggi sitt. "Sá sem er tilbúinn til að fórna frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið" sagði ágætur maður. Wikipedia er skært ljós í myrkrinu sem er að koma. Látum ekki skoðanir okkar skerða frelsi annarra, og reynum að vernda Wikipedia fyrir þeim sem vilja henni illt (þótt þeir meini oft vel).
- Salvör á nú skilið dálitla virðingu hérna, ég hef ekki tekið eftir að hún sé öfgafengin, ofstjórnunarsinnuð eða ímyndunarveik. Það eru ýmis erfið mál sem koma upp í umræðum um ljósmyndir af lifandi fólki. Það er ekki óeðlilegt að grennslast fyrir um uppruna mynda af því tagi sem hér er rætt um og sjálfsagt að eyða myndum ef grunur leikur á að þær séu illa fengnar eða notaðar í óþökk þeirra sem þær eru af. Ýmiss konar myndefni getur einnig varðað við lög og Wikimedia-verkefnin eru ekki handan við ramma laganna. Haukur 5. ágúst 2008 kl. 13:07 (UTC)
- Vissulega, Salvör hefur unnið gott starf hérna. Og Smári líka og hann hefur eflaust ekki ætlað að gefa í skyn að Salvör sjálf væri „öfgafengin, ofstjórnunarsinnuð eða ímyndunarveik“. En það er kannski þess virði að ræða málefnið, sem er klámvæðing og Wikipedia. Það vakna auðvitað ýmsar spurningar við vinnslu Wikiverkefnanna og sama hvaða pól við tökum í hæðina þá er auðvitað þess virði að spyrja okkur sjálf reglulega hvers virði framlög af ýmsu tagi eru og hvernig sé best að fjalla um málin til þess að verkefnin verði sem best og komi sem mest að notum. Salvör benti á það í viðtalinu að notagildi Wikiverkefnanna gæti minnkað ef engar hömlur eru á því hvað hægt er að setja inn. Það má vera rétt. En um leið getur verið „slippery slope“ að læða inn ritstjórnarreglum byggðum á siðgæðishugmyndum. Á póstlistanum lýsir Salvör t.d. yfir áhyggjum vegna greinarinnar en:Facial (sex act) vegna þess að hún er að mati Salvarar „gegnsýrð af kvenfyrirlitningu“. Nú vil ég gera greinarmun á því að greinin sjálf sé gegnsýrð af kvenfyrirlitningu annars vegar og hins vegar að það sem greinin fjallar um sé gegnsýrt af kvenfyrirlitningu. Það ætti ekki að líðast — og bryti gegn hlutleysisreglunni okkar — ef greinin væri sjálf gegnsýrð af kvenfyrirlitningu; en það ætti að vera hægt að skrifa grein um eitthvað sem er (af mörgum) talið gegnsýrt af kvenfyrirlitningu og fræða lesandann um það (og án þess að lýsa því beinlínis yfir í greininni að það sem hún fjallar um sé gegnsýrt af kvenfyrirlitningu og til skammar o.s.frv.); rétt eins og það á að vera hægt að skrifa grein um t.d. nasisma, sem er auðvitað gegnsýrður af gyðingahatri og annarri kynþáttahyggju, án þess að fella einhvern dóm um umfjöllunarefnið í greininni og án þess að greinin sjálf sé þar með gegnsýrð af gyðingahatri og kynþáttahyggju — ekki satt? Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég sé ekki að greinin „Facial“ sé gegnsýrð af kvenfyrirlitningu“; hún lýsir því sem um ræðir í staðreyndatón (eins og Ævar orðar það) og hefur svo undirkafla um notkun þessa í klámi, um almenn viðhorf til umfjöllunarefnisins og um heilsufarsáhættur og það kemur fram að skoðanir séu skiptar „[w]ith views ranging from considering facials to be an act of misogyny, degradation, or humiliation to being a healthy expression of human sexuality“. Öll álit sem minnst er á á báða bóga eru svo studd heimildum. Ég sé ekki að þetta sé áhyggjuefni. Og ef við annaðhvort lýstum því yfir í greininni að svona lagað væri ósæmilegt og niðurlægjandi fyrir konur (eða bara annan hvorn aðilann) eða ákvæðum að eyða greinni og fjalla ekki um svona í alfræðiritinu, þá væri það í sjálfu sér brot á hlutleysisreglunni og/eða ritskoðun af því tagi sem má alls ekki líðast á Wikipediu.
- Salvör nefndi líka að myndefni sem finna má á commons væri stundum gróft klám. Ég verð að segja að mér hefur ekki tekist að finna gróft klám á commons — ég eyddi u.þ.b. 5 mín. í að kanna málið áðan — þótt vissulega hafi verið hægt að finna myndir af nöktu fólki og ýmsum líkamshlutum. Klám er venjulega skilgreint sem lýsing eða mynd af kynlífi sem er niðurlægjandi fyrir einhvern sem hlut á að máli. Vandinn sem er vel þekktur er vitaskuld sá að það ríkir ekkert samkomulag um nákvæmlega hvað er niðurlægjandi. Látum það liggja milli hluta. En ég held að Ævar bendi réttilega á að það sé ekki eðlilegt að líta svo á að mynd af líkamshluta, t.d. kynfærum, sé sjálfkrafa niðurlægjandi. Ef við litum þannig á málið væri t.d. erfitt að stunda svo mikið sem kynfræðslu í skólum (eða hafa hana í alfræðiritinu) — eða þá að við enduðum með tvöfalt siðgæði þar sem mynd af t.d. sköpum væri leyfileg í líffræðibók/kynfræðsluefni en ekki í tímariti handa fullorðnum körlum. Það hlýtur eitthvað meira að þurfa að koma til svo að myndefni teljist niðurlægjandi. Salvör nefndi í viðtalinu að myndir sýndu oft konur sem einhvers konar kynlífsleikföng fyrir karla, t.d. myndir sem ýkja mjög kynímyndina svo sem konur með óeðlilega stór brjóst. En ég á líka erfitt með að fallast á að ýkt kynímynd eða þá fólk í ýmsum stellingum sé sjálfkrafa niðurlægjandi og það myndi líka verða til þess að við gætum ekki haft myndir af forngrískum leirkerum (sem eru mikilvægar heimildir um ýmsa þætti forngrísks samfélags) og öðrum listaverkum. Er t.d. þessi kona með of stór brjóst? En þessi? Og eru þessar myndir niðurlægjandi: forngrískur vasi frá um 510 f.Kr., sami vasi, önnur mynd, forngrískur vasi frá um 470 f.Kr.?
- Það þarf að huga mjög vandlega að þessu öllu saman. Ég held að það sé rétt hjá Salvöru að hafa auga með öllu efni sem gæti varðað við lög, svo sem nektarmyndir af einstaklingum sem gætu mögulega verið undir lögaldri (í Bandaríkjunum því um Wikipediu gilda bandarísk lög) eða illa fengnum myndum. En ég held að í sjálfu sér eigi það viðhorf að jafnvel nákvæmar myndir af líkamshlutum, svo sem kynfærum, séu sjálfkrafa niðurlægjandi eða að ýkt kynímynd sé sjálfkrafa niðurlægjandi eigi ekki heima á Wikiverkefnunum (Salvör leiðréttir mig ef þetta eru ekki hennar viðhorf); og ég held að það viðhorf að greinar um efni sem getur verið niðurlægjandi eða gegnsýrt af einhvers konar fyrirlitningu séu sjálfar gegnsýrðar af fyrirlitningu sé byggt á einhvers konar misskilningi (aftur, ef þetta er ekki viðhorf Salvarar, þá leiðréttir hún mig). --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 15:06 (UTC)
- Þetta eru ágætis-hugleiðingar, hér er að mörgu að huga. Varðandi "facial"-greinina er rétt að gæta þess að hún var endurskrifuð frá grunni í gær. Nýja útgáfan sýnist mér vera býsna þokkaleg en sú gamla var nú eiginlega afleit. Haukur 5. ágúst 2008 kl. 15:27 (UTC)
- Ah, þörf ábending. Mér sýnist að það sem hafi verið að greininni í fyrradag (í raun útg. frá 1. ágúst) hafi ekki endilega verið að það sem stóð í henni hafi í sjálfu sér verið gegnsýrt af fyrirlitningu heldur að það hafi einfaldlega ekki verið fjallað um efnið frá nægilega mörgum hliðum málsins. Það var t.d. ekki minnst á það viðhorf að þetta væri af mörgum talið niðurlægjandi (en það er þó varla samasem merki á milli þess og að greinin sé gegnsýrð af fyrirlitningu). --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 15:55 (UTC)
- Uss, Cessator, ef þú færð ekki Nóbelsverðlaun fyrir þetta svar þitt þá veit ég ekki hvað... Frábærlega vel skrifað í einu og öllu. Hjartanlega sammála og hef engu við að bæta (allavega ekki í bili). — Jóna Þórunn 5. ágúst 2008 kl. 15:47 (UTC)
- Þetta eru ágætis-hugleiðingar, hér er að mörgu að huga. Varðandi "facial"-greinina er rétt að gæta þess að hún var endurskrifuð frá grunni í gær. Nýja útgáfan sýnist mér vera býsna þokkaleg en sú gamla var nú eiginlega afleit. Haukur 5. ágúst 2008 kl. 15:27 (UTC)
- Salvör á nú skilið dálitla virðingu hérna, ég hef ekki tekið eftir að hún sé öfgafengin, ofstjórnunarsinnuð eða ímyndunarveik. Það eru ýmis erfið mál sem koma upp í umræðum um ljósmyndir af lifandi fólki. Það er ekki óeðlilegt að grennslast fyrir um uppruna mynda af því tagi sem hér er rætt um og sjálfsagt að eyða myndum ef grunur leikur á að þær séu illa fengnar eða notaðar í óþökk þeirra sem þær eru af. Ýmiss konar myndefni getur einnig varðað við lög og Wikimedia-verkefnin eru ekki handan við ramma laganna. Haukur 5. ágúst 2008 kl. 13:07 (UTC)
- Ég get tekið undir það með Hauki að það sé ekkert sjálfgefið eða sem liggur beint við í þessum efnum. Fjölmargir hafa fordóma gagnvart kvenfrelsisbaráttu vegna þess að þeir telja henni hafa verið náð í meginmarkmiðum. Margir þannig þenkjandi kjósa að kalla sig jafnréttissinna frekar en femínista og telja sig þar með hafa handleikið einhvern algildan sannleik þegar kemur að samspili kynja og valds. Frá mínum bæjardyrum séð er það ljóst að íslenskt samfélag er karllægt (lítum á launamun, hlutfall kynja á Alþingi eða í stjórn stórra fyrirtækja, o.m.fl.) og þar sem jafnréttisbarátta er einna lengst komin á Íslandi má draga ályktanir í víðara samhengi í framhaldinu af því um restina af heiminum. Fólki er óhollt að gleyma því nokkurn tíman að réttindabarátta er barátta, ekki átakalaust ferli sem gengur snuðrulaust fyrir sig, alveg eins og í sögu. Með þessum fyrirvara get ég hins vegar sagt að ég hef fylgst með þessari umræðu á póstlistanum af áhuga (Ævar, þú ert að brjóta reglur með því að taka þér þetta bessaleyfi) og mér þykir málefnaflutningur Salvarar ögn langsóttur þótt eflaust leynist nokkur sannleikskorn í honum almennt séð. --Jabbi 5. ágúst 2008 kl. 14:19 (UTC)
- Undirliggjandi siðareglur allra lokaðra póstlista eru þær að þaðan á ekki efni að fara út nema með vitund og samþykki allra viðkomandi. Þar sem Salvör var komin með þetta efni út nær orðrétt í útvarp nokkrum dögum síðar sá ég ekkert því til fyrirstöðu að svara upprunalega bréfinu í stað þess að leggja í þá vinnu að vélrita upp viðtalið og svara því þannig.
- Það er líka mun sanngjarnara að svara upprunalega bréfinu en ekki útvarspviðtali þar sem útvarspviðtalið er ómiðaðra, enda þarf einstaka málkænsku til að koma frá sér upplýsingum jafn vel í orði og riti.
- Ég tel ekki að siðareglur hafi verið brotnar þarna og kæmi mér stórlega á óvart ef Salvör væri á þeirri skoðun. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. ágúst 2008 kl. 14:49 (UTC)
- Mér finnst ekkert athugavert við það að þú skulir afrita þetta af póstlistanum, í ljósi aðstæðna eins og þú segir. Þú hefðir hinsvegar mátt tilkynna það á honum (eins og ég hef nú gert). Kveðja --Jabbi 5. ágúst 2008 kl. 15:03 (UTC)
- Frábært, já ég gleymdi að setja inn tilkynningu þar. Takk fyrir það. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 5. ágúst 2008 kl. 15:06 (UTC)
- Ég sé persónulega ekkert í þessari grein sem bendir til (kvenn)fyrirlitningu. Ég sé persónulega ekkert við athæfið sem bendir til (kvenn)fyrirlitningu. Ég sé persónulega ekkert við það að skrifa um athæfi, hvort sem að það sé almennt talið (kvenn)fyrirlitning eða ekki, sem bendir til (kvenn)fyrirlitningu. Ég vil samt setja spurningarmerki við skilgreiningu háttvirts Cessator á klámi. Hann segir: "Klám er venjulega skilgreint sem lýsing eða mynd af kynlífi sem er niðurlægjandi fyrir einhvern sem hlut á að máli." Ef þetta er almenn skilgreining á klámi þá er það bara í skólabókum bitura kvennréttindasynja. Hér er fyrsta setningin úr greininni pornography á ensku Wikipedia og veit ég ekki betur en að hún sé almennt talin rétt: "Pornography or porn is the explicit depiction of sexual subject matter with the sole intention of sexually exciting the viewer.". Þetta er nú ekki flóknara en það og hefur ekkert með fyrirlitningu að gera. Auðvitað má finna allan fjandann á til dæmis veraldarvefnum, og svo sem klám sem snýst eingöngu um yfirvald og annað. En það er bara fyrir þá sem hafa sérstakan kynferðislegan áhuga á því og er bara lítið brot af öllu fáanlegu klámfengnu efni. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 17:48 (UTC)
- Tja, það getur verið vandasamt að þýða hugtök frá einu máli á annað af því að orðin sem notuð eru um hugtökin geta haft ólík blæbrigði og/eða aukamerkingar á mismunandi málum. Á Íslandi er orðið „klám“ beinlínis notað í lögum; klám er strangt tekið ólöglegt á Íslandi; erótískt efni (efni sem tengist kynlífi og er ætlað til afþreyingar í víðum skilningi (sem sagt ekki kennsluefni)) er hins vegar ekki ólöglegt. (Í 210. grein almennu hegningarlaganna stendur: „Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt.“) Þá vaknar spurningin hvað er og hvað er ekki klám. Og í þeirri umræðu er greinarmunurinn yfirleitt gerður með því að segja að klám (ólíkt öðru erótísku efni) sé lýsing eða mynd af kynlífi sem er niðurlægjandi fyrir einhvern sem hlut á að máli. Þessi greinarmunur styðst auðvitað við sams konar greinarmun sem gerður er á öðrum málum í sambærilegri umræðu annars staðar í heiminum. Í svari Vísindavefsins um hvað klám sé kemur fram að „Diana E. H. Russell, femínisti og félagsfræðingur, hefur skilgreint klám á eftirfarandi hátt: Klám er efni sem sýnir kynlíf og/eða afhjúpuð kynfæri í tengslum við misnotkun og niðurlægingu þannig að slík hegðun sé studd, látin óátalin eða jafnvel hvatt til hennar.“ (leturbr. mín) Þessi skilgreining hefur verið býsna áhrifamikil og Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Feministafélagsins, hefur að mig minnir gengið út frá henni í umræðu um klám á Íslandi[9]. Í svarinu á Vísindavefnum kemur reyndar einnig fram að á Íslandi hafa dómstólar talið klám vera birtingu kynlífstengds efnis sem skortir allt listrænt gildi (þeir undanskilja væntanlega fræðsluefni sem hefur ekki heldur listrænt gildi). Aðrar skilgreiningar á klámi og hvernig það er frábrugðið öðru erótísku efni hef ég aldrei séð. --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 18:25 (UTC)
- Nú þá þurfum við ekkert að hafa neinar áhyggjur. Ef að klám er (kynferðisleg) niðurlæging sem slík en ekki bara kynferðislegt afhæfi (fyrir aðra til að horfa á) þá er óhætt að gleyma þessu hérna á Wiki-verkefnunum og ætli flestir sem framleiða kynferðislega tengt efni sé ekki bara í góðum málum. Ekki nema kynferði sjálft sé niðurlæging, en ef svo væri þá held ég að við værum löngu útdauð. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 18:41 (UTC)
- Þú talar eins og það sé ekki til niðurlægjandi klámefni, það er auðvitað hlutverk dómstólanna í hverju landi að skera úr um slíkt þegar vafi leikur á (hvað er og hvað er ekki klám, hvað er og hvað er ekki niðurlægjandi í þeim efnum og hvað hefur og hvað hefur ekki listrænt gildi); og ákvarðanir þeirra gilda í hverju landi fyrir sig! Við förum eftir bandarískum lögum og (af því að bandarísk lög gilda um Wikipediu) og getum t.d. komið okkur saman um að eyða út efni sem virðist sýna börn undir lögaldri o.s.frv. --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 19:07 (UTC)
- Mér finnst ekkert athugavert við það að þú skulir afrita þetta af póstlistanum, í ljósi aðstæðna eins og þú segir. Þú hefðir hinsvegar mátt tilkynna það á honum (eins og ég hef nú gert). Kveðja --Jabbi 5. ágúst 2008 kl. 15:03 (UTC)
- Það er líka spurning hvort að við skilgreinum klám eins og almennt sé litið á það eða eins og úrelt lög gera. Ég veit ekki hverning maður skrifar grein um klám ef það á að skilgreina það eftir lögum hvers lands fyrir sig. Það verður ekkert samræmi frá íslensku Wikipedia til írönsku Wikipedia. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 18:54 (UTC)
- Það er engin skilgreining á klámi í íslenskum lögum (eins og kemur fram á Vísindavefsgreininni). Orðið „klám“ er eins og svo mörg orð önnur margrætt, það þýðir ekkert eitt. Í víðum skilningi getur það m.a. þýtt hvers kyns mynd- eða lesefni sem tengist kynlífi annað en fræðsluefni. En þegar það þarf að greina á milli kláms og erótísks efnis þá er þessi skilningur sem ég lýsti hér að ofan sá sem almennt er viðhafður. Ég veit ekki af hverju þú segir að lögin séu úrelt; þau eru enn í gildi og það sem þau fjalla um er enn þá til. Það er svo annað mál að þeim er alls ekki alltaf framfylgt og það eru ekki nógu mörg fordæmi til frá dómstólum (en það eru samt dómstólar sem dæma í þessum málum eins og öðrum). Það væri auðvitað hægt að hafa grein um klám með kaflum um skilgreiningar á klámi í lögum víðsvegar um heiminn, en það er aukaatriði. --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 19:07 (UTC)
- Ah, þetta með úrelt var bara persónuleg skoðun sem ég vildi koma að. Það er svo margt sem er hallærislegt og gamldags í okkar lögum, eins og áfengisaldurinn til að kaupa og fleira. Ríkistjórnir ættu frekar að skipa sér af spillingu en hverning aðrir stunda kynlíf. Það er svo undarlegt að ég get gift mig, farið í stíð og látið drepa mig en ekki labbað út í ríkið og keypt mér að drekka - eins og er. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 19:18 (UTC)
- Þetta er kannski ekki rétti vettvangurinn til að ræða okkar persónulegu skoðanir á klámi eða lögunum um þau að öðru marki en því sem snertir vinnslu þessa samstarfsverkefnis. En ég er annars sammála þér um að ríkisvaldið eigi ekki að skipta sér af því hvernig fólk stundar kynlíf (eða gerir eitthvað annað) nema það sé skaðlegt öðru fólki eða samfélaginu. Og það er ýmislegt sem getur verið skaðlegt. Það myndi sjálfsagt enginn mæla fyrir óheftum aðgangi allra að áfengi, þótt það megi deila um hver aldurinn á að vera nákvæmlega, en það er aukaatriði í þessari umræðu. Það má líka deila um skaðsemi klámefnis, en rannsóknir benda samt til þess að það geti stuðlað að auknu ofbeldi rétt eins og ofbeldisefni í sjónvarpi og tölvuleikjum. Auk þess sem það er sjálfsagt að vernda þá sem hafa ekki þroska til þess að taka ákvarðanir um hvort þeir vilja taka þátt í gerð eða neyslu á slíku efni (lesist: börn) og ýmsir glæpir svo sem mansal getur fylgt iðnaðinum. Þannig að það er ekkert athugavert í sjálfu sér að hafa lög um svona efni, bara spurning hvernig þau lög eiga að vera. En eins og ég segi, þá er þetta sennilega ótengt umræðuefninu. Spurningin er hvernig við eigum að nálgast þetta á þessu samstarfsverkefni. Ég hef andmælt a.m.k. þremur atriðum sem ég þóttist lesa út úr því sem Salvör sagði og vona að það sé hjálplegt innlegg. --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 19:36 (UTC)
- Fyrst það er farið að minnast á persónulegar skoðanir hérna hvort-eð-er er gaman að segja frá því að jú það er til það fólk sem er ekki sammála því að valdsstjórnin eigi að takmarka aðgengi vissarra aldurshópa af áfengi eða öðrum vímuefnum, t.d. tel ég sjálfan mig til þessa hóps. Mér finnst það ekki í verkahring ríkisvaldsins að vera í uppheldishlutverki (með aldurstakmörkunum) eða yfirleitt að setja reglur um rétt einstaklingsins til að innbyrða viss efni, hvort sem þar er um að ræða transfitur eða morfín. Eðlilegt hlutverk ríkisvaldsins (ef maður aðhyllist því yfirleitt að það eigi að vera til þ.e.) eru verkefni eins að stöðva ofbeldi á milli fólk, reka réttarkerfi og tryggja á annan hátt rétt einstaklingsins án þess að skerða rétt annara. En eins og áður sagði er þetta nokkur útirdúr í persónulegar sannfæringar mínar um hlutverk valdsstjórna.
- En það vekur forvitni mína að þær rannsóknir sem þú hafir lesið um klám- og ofbeldisefni bendi til þess að slíkt efni geti aukið sókn einstaklingsins í klámefni og ofbeldi á neikvæðan hátt. Sumt sem ég hef lesið í þessum efnum bendir þvert á móti til þess að ofbeldis- og klámefni geti verið heilbrigð losun fyrir þarfir sem til eru fyrir. Svo er það annað að það er örruglega mikið vesen að búa til stýrihópa fyrir slíkar rannsóknir. Ef þú velur hóp af handahófi gætiru lent með fólk sem er að öllu væri t.d. óofbeldisfullt og hefði þar með ekki gagn eða gaman af slíkri útrás fyrir ofbeldisþarfir sínar, þannig það er örruglega erfitt að fullyrða um svona hluti. Ég myndi t.d. ekki telja sjálfan mig ofbeldisfullan einstakling og finn ekki að ég æsist ekkert meira við að spila skotleiki en lúdó, ef eitthvað er finnur maður fyrir óofbeldistengdum pirringi á köflum ef maður getur ekki klárað eitthvað í leiknum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 6. ágúst 2008 kl. 17:00 (UTC)
- Þetta er kannski ekki rétti vettvangurinn til að ræða okkar persónulegu skoðanir á klámi eða lögunum um þau að öðru marki en því sem snertir vinnslu þessa samstarfsverkefnis. En ég er annars sammála þér um að ríkisvaldið eigi ekki að skipta sér af því hvernig fólk stundar kynlíf (eða gerir eitthvað annað) nema það sé skaðlegt öðru fólki eða samfélaginu. Og það er ýmislegt sem getur verið skaðlegt. Það myndi sjálfsagt enginn mæla fyrir óheftum aðgangi allra að áfengi, þótt það megi deila um hver aldurinn á að vera nákvæmlega, en það er aukaatriði í þessari umræðu. Það má líka deila um skaðsemi klámefnis, en rannsóknir benda samt til þess að það geti stuðlað að auknu ofbeldi rétt eins og ofbeldisefni í sjónvarpi og tölvuleikjum. Auk þess sem það er sjálfsagt að vernda þá sem hafa ekki þroska til þess að taka ákvarðanir um hvort þeir vilja taka þátt í gerð eða neyslu á slíku efni (lesist: börn) og ýmsir glæpir svo sem mansal getur fylgt iðnaðinum. Þannig að það er ekkert athugavert í sjálfu sér að hafa lög um svona efni, bara spurning hvernig þau lög eiga að vera. En eins og ég segi, þá er þetta sennilega ótengt umræðuefninu. Spurningin er hvernig við eigum að nálgast þetta á þessu samstarfsverkefni. Ég hef andmælt a.m.k. þremur atriðum sem ég þóttist lesa út úr því sem Salvör sagði og vona að það sé hjálplegt innlegg. --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 19:36 (UTC)
- No censorship, freedom of speech! Er það ekki málið? Ef efnið brýtur ekki lög - eins og barnaklám, eða ekki með samþykki einstaklings - þá sé ég ekki hvert vandamálið er. Mér finnst sumar myndirnar ógeðfeldar en hef áttað mig á því að þær segja sitt. Ef maður á von á því að sjá eitthvað sem manni finnst ekki siðlegt þá getur maður svo sem sleppt því að skoða greinina. Það væri reyndar svolítið sniðugt að gera viðbót við Wiki-kerfið sem leyfir manni að haka við í stillingunum hvort að sýna eigi myndir sem taldar væru djarfar. Og þá þyrfi maður bara að skrá myndir sem slíka eða eitthvað. Bara hugmynd. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 20:05 (UTC)
- Ah, þetta með úrelt var bara persónuleg skoðun sem ég vildi koma að. Það er svo margt sem er hallærislegt og gamldags í okkar lögum, eins og áfengisaldurinn til að kaupa og fleira. Ríkistjórnir ættu frekar að skipa sér af spillingu en hverning aðrir stunda kynlíf. Það er svo undarlegt að ég get gift mig, farið í stíð og látið drepa mig en ekki labbað út í ríkið og keypt mér að drekka - eins og er. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 19:18 (UTC)
- Ég hef hlustað á þetta viðtal þarna á RÚV og átta mig betur á því hvað Salvör er nákvæmlega að tala um. Það virðist vera tvennt:
- að sumir tenglar sem eru notaðir á Wikipedia og Commons tengi í kynferðislegar síður
- að sumar myndir séu of kynferðislegar
- Ég get ekki látið mér detta neitt í hug hvernig hægt sé að koma til móts við þá sem eru á móti slíku efni. Það er ekki æskilegt að börn sem skoða Wikipedia sér til menntunar lendi á svoleiðis efni, en ekki heldur að staðreyndir lífsins séu faldar með ritskoðun. Þetta er frekar flókið mál. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 20:53 (UTC)
- Já, alveg rétt, ég gleymdi að minnast á það sem hún sagði um tenglana. Það er auðvitað rétt að það er ekki heppilegt að tengja í síður sem ganga út á að selja kynlífsefni eða -þjónustu. Kannski er hægt að taka fyrir það með einhverjum hætti? --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 20:59 (UTC)
- Svarti listinn kemur í veg fyrir slíka tengla; sjá spam blacklist á Meta... — Jóna Þórunn 5. ágúst 2008 kl. 21:01 (UTC)
- Þessi umræða snertir Commons er það ekki aðallega? Væri ekki best að taka hana upp þar? Við getum ekki beint ákveði eitthvað hérna. Það væri líka fróðlegt að heyra hvað annara þjóða fólk hefur að segja. --Stefán Örvarr Sigmundsson 5. ágúst 2008 kl. 21:06 (UTC)
- Já, alveg rétt, ég gleymdi að minnast á það sem hún sagði um tenglana. Það er auðvitað rétt að það er ekki heppilegt að tengja í síður sem ganga út á að selja kynlífsefni eða -þjónustu. Kannski er hægt að taka fyrir það með einhverjum hætti? --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 20:59 (UTC)
- Það er engin skilgreining á klámi í íslenskum lögum (eins og kemur fram á Vísindavefsgreininni). Orðið „klám“ er eins og svo mörg orð önnur margrætt, það þýðir ekkert eitt. Í víðum skilningi getur það m.a. þýtt hvers kyns mynd- eða lesefni sem tengist kynlífi annað en fræðsluefni. En þegar það þarf að greina á milli kláms og erótísks efnis þá er þessi skilningur sem ég lýsti hér að ofan sá sem almennt er viðhafður. Ég veit ekki af hverju þú segir að lögin séu úrelt; þau eru enn í gildi og það sem þau fjalla um er enn þá til. Það er svo annað mál að þeim er alls ekki alltaf framfylgt og það eru ekki nógu mörg fordæmi til frá dómstólum (en það eru samt dómstólar sem dæma í þessum málum eins og öðrum). Það væri auðvitað hægt að hafa grein um klám með kaflum um skilgreiningar á klámi í lögum víðsvegar um heiminn, en það er aukaatriði. --Cessator 5. ágúst 2008 kl. 19:07 (UTC)
Common.css og íslenska
Slatti af kóðanum í skjalinu Common.css er á ensku og sumt er á íslensku. Hvaða leið vilja menn fara? Á að hafa allt á ensku eða á íslensku? Málið er svo að það er í raun ekki leyfilegt samkvæmt stöðlum að hafa stafi í kóðanum (klasaheitum) sem eru ekki í enska stafrófinu. Eigum við þá að notast við bjagaða stafsetningu til að komast hjá því að nota séríslenska stafi eða nota einfaldlega ensku - sem mér líst svo sem ekki vel á? --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. ágúst 2008 kl. 02:48 (UTC)
- Endilega vertu ekki neitt að breyta þessu þannig að það sé ekki hægt að afrita þetta beint af ensku útgáfunni án mjög góðrar ástæðu. Það er vesen að viðhalda þessu CSSi. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. ágúst 2008 kl. 03:14 (UTC)
- Er það endilega leiðin sem við viljum fara? Afrita beint af ensku Wikipedia? Annars þegar ég hugsa um það þá hef ég persónulega vanist á það að skrifa allan minn forritskóða eða gagnagrunnskóða á ensku svo það er kannsi besta leiðin. Annars finnst mér að það ættu að vera athugasemdir í kóðanum sem segja hvaða (helstu) snið nota CSSið. Svo við séum ekki að safna úreltu CSSi. Það er líka auðveldara að finna það þegar uppfærslur eiga sér stað. --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. ágúst 2008 kl. 04:26 (UTC)
- Það er enginn ástæða fyrir því að vera þýða CSS klasanöfn á íslensku Wikipedia og þessar athugasemdir. Það skoðar þetta enginn nema þegar þarf að uppfæra þetta og það yrði miklu meira vesen að færa breytingar á milli ef það væri búið að þýða þessi CSS snið. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. ágúst 2008 kl. 13:36 (UTC)
- Já, það er vit í því. --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. ágúst 2008 kl. 18:28 (UTC)
- Það er enginn ástæða fyrir því að vera þýða CSS klasanöfn á íslensku Wikipedia og þessar athugasemdir. Það skoðar þetta enginn nema þegar þarf að uppfæra þetta og það yrði miklu meira vesen að færa breytingar á milli ef það væri búið að þýða þessi CSS snið. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. ágúst 2008 kl. 13:36 (UTC)
- Er það endilega leiðin sem við viljum fara? Afrita beint af ensku Wikipedia? Annars þegar ég hugsa um það þá hef ég persónulega vanist á það að skrifa allan minn forritskóða eða gagnagrunnskóða á ensku svo það er kannsi besta leiðin. Annars finnst mér að það ættu að vera athugasemdir í kóðanum sem segja hvaða (helstu) snið nota CSSið. Svo við séum ekki að safna úreltu CSSi. Það er líka auðveldara að finna það þegar uppfærslur eiga sér stað. --Stefán Örvarr Sigmundsson 7. ágúst 2008 kl. 04:26 (UTC)
Tilkynning: Hjólakort af Íslandi fyrir Garmin tæki
(Þessi skilaboð eru send á nokkra umræðuhópa sem ég taldi viðkomandi þessu máli, t.d. wiki-is póstlistann en ég efast um að nokkur fylgist með honum lengur)
Ég er farinn að búa til hjólakort af Íslandi fyrir Garmin tæki upp úr OpenStreetMap gögnunum. Þessi kort eru eins og venjuleg Garmin kort nema að hlutir á kortinu sem viðkoma hjólum eru sérlega áberandi, t.d. hjólastígar, stæði fyrir hjól, reiðhjólaverslanir, vatnshanar svo eitthvað sé nefnt:
http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Garmin_map_of_Iceland
Það vantar enn mikið upp á á þessum kortum en þau eru alltaf að verða betri eftir því sem bætt er við openstreetmap verkefnið:
http://wiki.openstreetmap.org/index.php/Main_Page
Ef einhverjir vilja hjálpa til við að búa til svona kort er tilvalið að fara út að hjóla með GPS tækið og bæta svo inn gögnum á OpenStreetMap.
Í Bretlandi eru OpenStreetMap kortin bestu hjólakort af landinu sem til eru og engin ástæða til að það gæti ekki orðið tilfellið hér, ekki er samkeppnin mikið allavegana. Hér má t.d. sjá kort af london með hjólaleiðum merktum inn á:
http://www.gravitystorm.co.uk/osm/?zoom=13&lat=6710742.75466&lon=-12708.29231&layers=B00
Ef fólk hér hefur áhuga á því að aðstoða verkefnið er tilvalið að fara út að kortleggja og/eða setja sig í samband við restina af verkefninu á Íslandi, sem er bæði með póstlista og wiki-síðu:
http://lists.openstreetmap.org/listinfo/talk-is http://wiki.openstreetmap.org/index.php/WikiProject_Iceland
--Ævar Arnfjörð Bjarmason 7. ágúst 2008 kl. 20:08 (UTC)
Tell us about your Wikipedia
Please Tell us about your Wikipedia language edition, answering some questions, and learn about others.--Ziko 19. ágúst 2008 kl. 22:14 (UTC)
Philtrum
Nú hef ég lengi velt þessu fyrir mér og leitað á öllum aðal orðabókunum mínum en finn ekkert. Hvernig væri orðið philtrum þýtt á íslensku? Ég hef aldrei heyrt orð notað yfir þessa hreint útsagt ómissandi Wikipedia grein. --Baldur Blöndal 20. ágúst 2008 kl. 04:16 (UTC)
- Vinulág, miðsnesisgróf eða efrivararrenna (sbr. [10] og [11]. --Akigka 20. ágúst 2008 kl. 14:44 (UTC)
- Ertu ekki að grínast? Þetta er ótrúlegt hjá þér, takk kærlega fyrir. Wikipedia er magnað fyrirbæri, en hvað ætti að skýra greinina? Vinulág, miðsnesisgróf eða efrivararrenna? --Baldur Blöndal 20. ágúst 2008 kl. 15:17 (UTC)
Handboltahyllingin
Það gæti verið gaman að eiga frjálsar myndir af athöfninni í kvöld. Verða ljósmyndarar Wikipediu á staðnum? :) Haukur 27. ágúst 2008 kl. 06:36 (UTC)
- Jamm. Ég skal smella af nokkrum myndum. --Bjarki S 27. ágúst 2008 kl. 08:39 (UTC)
- Gott mál. Hvernig gekk? Haukur 28. ágúst 2008 kl. 13:25 (UTC)
- Ég náði því miður ekkert sérstaklega góðum myndum. Ég komst aldrei nálægt hetjunum og skrúðgangan var svo mikið að flýta sér að þsð gafst lítill tími til að virða þá fyrir sér. Myndirnar voru flestar hreyfðar og úr fókus. En hér er nokkrar ágætar. --Bjarki 28. ágúst 2008 kl. 18:58 (UTC)
- Mér finnst þetta bara ansi gott, miðað við allt og allt. Bestu þakkir! Haukur 29. ágúst 2008 kl. 06:47 (UTC)
- Ég náði því miður ekkert sérstaklega góðum myndum. Ég komst aldrei nálægt hetjunum og skrúðgangan var svo mikið að flýta sér að þsð gafst lítill tími til að virða þá fyrir sér. Myndirnar voru flestar hreyfðar og úr fókus. En hér er nokkrar ágætar. --Bjarki 28. ágúst 2008 kl. 18:58 (UTC)
- Gott mál. Hvernig gekk? Haukur 28. ágúst 2008 kl. 13:25 (UTC)
Åse Kleveland
Hi all. I am an ex Icelandic citizen who can sadly, barely speak his own language anymore. I have been asked by Mike Halterman, from English wikipedia and Wikinews, to translate an article on Ase Kleveland, which I am not going to be able to do with out making a lot of mistakes now. If anyone on here can translate it to Icelandic for inclusion here, I would appreciate it! Regards, Iceflow w:en:User:Iceflow
Translation request
Hello,
Unfortunately I can't speak Icelandic, so I would greatly appreciate if one of the editors of this wiki translate the following template into Icelandic. : Utilisateur SUL (this is the main page, but the template can be find in other languages).
Thanks in advance --Treehill 28. ágúst 2008 kl. 07:15 (UTC)
- Hello, commons:Template:User SUL is an english version (for translation to Icelandic). I think this template is useful for leave an urgent message on the main talk page of an user. Could someone translate this template? Otourly 28. ágúst 2008 kl. 17:05 (UTC)
- Does someone could do the translation? Just the text please? Otourly 7. september 2008 kl. 14:39 (UTC)
Norrænn Myndabanki
Ég var að rekast á þennan ljósmyndagagnagrunn á heimasíðu Norðurlandaráðs norrænn myndbanki. Allar myndir í gagnagrunninum eru frjálsar, eins og stendur á síðunni "Myndirnar eru til frjálsra afnota en geta þarf uppruna myndanna (til dæmis "Nafn ljósmyndara - norden.org")". Í stuttu máli fullt af efni til að setja inn á commons.--Jóhann Heiðar Árnason 3. september 2008 kl. 07:26 (UTC)
- "Til frjálsra afnota" er ekki nógu ljóst. Má breyta myndunum? Má hagnýta þær í hagnaðarskyni? Einhvern tíma var sniðmát fyrir myndir frá Norðurlandaráði á Commons en því var eytt þar sem leyfið þótti ekki nógu frjálst. Haukur 3. september 2008 kl. 07:37 (UTC)
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Ég var að velta því fyrir mér hvort hægt væri að nota myndir af Ljósmyndasafni Reykjavíkur? --Baldur Blöndal 3. september 2008 kl. 09:34 (UTC)
- Nei. Jafnvel þær sem eru úr höfundarétti, t.d. myndir Sigfúsar Eymundssonar, eru þeir búnir að klína þessu vatnsmerki sínu á. Haukur 3. september 2008 kl. 10:42 (UTC)
- Það er nú bara lúalegt.. ég sem hélt að ljósmyndasafnið væri þarna sem ‚þjónn‘ fyrir borgarana og það myndi alveg makea sense að hafa þetta frjálst. Þetta er bara asnalegt vegna þess að það eru margar þarfar myndir þarna. --Baldur Blöndal 3. september 2008 kl. 16:16 (UTC)
- Það væri ekkert fráleitt að skrifa þeim og benda þeim á þetta. Haukur 3. september 2008 kl. 18:05 (UTC)
- Það er nú bara lúalegt.. ég sem hélt að ljósmyndasafnið væri þarna sem ‚þjónn‘ fyrir borgarana og það myndi alveg makea sense að hafa þetta frjálst. Þetta er bara asnalegt vegna þess að það eru margar þarfar myndir þarna. --Baldur Blöndal 3. september 2008 kl. 16:16 (UTC)
- Til dæmis mætti benda á að "Hlutverk Ljósmyndasafns Reykjavíkur er að varðveita ljósmyndir, glerplötur, filmur og skyggnur með þeim hætti að borgarbúar og gestir þeirra hafi sem bestan aðgang að ljósmyndun í eigu safnsins."[12] (leturbreyting mín) Aðgangurinn að myndunum myndi batna við að þessum vatnsmerkjum væri sleppt. Haukur 4. september 2008 kl. 21:41 (UTC)
Google og wikiveröldin
Bendi ykkur á þetta viðtal 12. sept. á RÚV um wikiveröldina--Salvör Gissurardóttir 15. september 2008 kl. 17:43 (UTC)
Enska
Það fer doldið í taugarnar á mér að þegar leitað er að einhverju sem ekki finnst þá sé titillinn á síðunni á ensku "Search results for fs - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið" Er ekki hægt að breyta þessu? --Jabbi 17. september 2008 kl. 12:55 (UTC)
- og áfram mætti telja "Current revision as of"... þegar breyting er skoðuð. --Jabbi 24. september 2008 kl. 15:40 (UTC)
Fyrirsagnaæði
Eðli alfræðirits er þannig að í því eru oftast margar stuttar greinar (með einstaka löngum). Eðli stuttra greina er það að þær þurfa sjaldnast kaflaskiptingar, áðan bjó ég til Sundlaug Kópavogs og setti þar inn söguna með nokkrum málsgreinum, næsti maður ákvað að þessi stutta grein þyrfti kaflaskiptingu og bjó til kaflaheitið Saga og kippti setningunum inn í það án greinaskila. Mér finnst þetta algjör óþarfi í svo stuttri grein og tók því til baka.
Er það bara ég sem er á því að óþarfi sé að taka stuttar greinar og skipta í fjöldamarga kafla? Svo þegar efnisyfirlit birtist að auki er lítil og nett grein allt í einu orðin að meirihluta til fyrirsagnir og efnisyfirlit, og innihaldið sjálft rétt tæpur helmingur skjáplássins. --Stalfur 17. september 2008 kl. 15:36 (UTC)
- Ég hef séð alveg hreint fáranlegar útfærslur á þessu, eitt æviágrip var alveg fáranlegt...sumir "kaflarnir" voru bara nokkur orð....man ekki hver átti þar í hlut --Jabbi 17. september 2008 kl. 15:42 (UTC)
Wikipedia:WikiProject Check Wikipedia
Hello, I have create a new page Wikipedia:WikiProject Check Wikipedia. Notandi:Jóna Þórunn ask me at my German page for this page. Here they are. There you can find many syntax errors in the is.wikipedia. I hope I can help you with this page. Every morning my script scan the wikipedia and you can find a updated page. Please copy this page then at the wikipedia. -- sk 17. september 2008 kl. 18:13 (UTC)
Help with pronouncement
Hello.
I'm writing an article about Odin (for the Hebrew wiki) and can't figure the right pronouncement of Hliðskjálf. It's anglicized as Hlidskjalf but I have another source that says it's more like Hlidsshalf.
Could you please assist?
Thanks.
- No problem, . --Stalfur 20. september 2008 kl. 01:07 (UTC)
That was super helpful, thank you.
Tölfræði
The statistics page has been updated and now needs localising into Icelandic. Maxí 26. september 2008 kl. 12:12 (UTC)
BetaWiki - diff
Mig vantar uppástundur að því hverning við eigum að þýða diff. Hingað til hafa flestar meldingar sem innihalda orðið verið óþýddar. Diff (eða difference) er notað um mismun tveggja síðna. Samt veit ég ekki hvort að heppilegast sé að þýða það sem mismun þar sem að það getur valdið rugling í meldingu eins og þessari: Use external diff by default (for experts only, needs special settings on your computer) eða Nota utanaðkomandi mismun sjálfgefið (eingöngu fyrir reynda, þarfnast sérstakra stillinga á tölvunni þinni). Eða hvað? Eigum við kannski að reikna með því að fólk viti hvað er verið að tala um? --Stefán Örvarr Sigmundsson 27. september 2008 kl. 02:20 (UTC)
- Að mínu mati mætti alveg sleppa því að þýða diff, enda myndi það enda sem „breyt“, „breyting“ sem er dálítið of langt eða eitthvað álíka. --Baldur Blöndal 27. september 2008 kl. 12:44 (UTC)
- Er ekki munur einfaldasta þýðingin á þessu? --Stalfur 30. september 2008 kl. 13:35 (UTC)
- Ætli það ekki. Nú er ég svolítið ruglaður, hver er nákvæmlega munurinn á munur og mismunur? --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. september 2008 kl. 13:51 (UTC)
- Er ekki munur einfaldasta þýðingin á þessu? --Stalfur 30. september 2008 kl. 13:35 (UTC)
Digital - Analogue
Ég er að búa til smá stubb og mig vantar að geta þýtt digital og analogue. Mér skilst að þau þýðist sem stafrænn og hliðstæður en hverning væri það sem titill greinar? Notum við einfaldlega lýsingarorðið eða segjum við stafrænnleiki eða hliðstæðleiki? --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. september 2008 kl. 04:43 (UTC)
- Er eitthvað sem segir að heitið verði að vera nafnorð? Mér þætti stafrænt og hliðrænt alveg nothæft heiti. 88.149.112.25 30. september 2008 kl. 08:40 (UTC)
- Nei það held ég ekki. Maður er bara orðinn svo vanur því að það séu nafnorð. Annars er ég ekki viss um það hvaða kyn eigi að velja fyrir lýsingarorðin. --Stefán Örvarr Sigmundsson 30. september 2008 kl. 09:30 (UTC)
Stemming fyrir wiki-hitting?
Ég er að reyna að koma af stað OpenStreetMap mapping party reglulega (búið að halda eitt [13]) og datt í hug hvort það væri ekki fínt að samtvinna það við einhverja semi-reglulega wikifundi fyrir önnur verkefni.
T.d. 18. október næstkomandi, þá OSM mapping partýið fyrr um daginn og svo komið inn seinna í wikihittinginn í mat og spjall. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. október 2008 kl. 01:14 (UTC)
- Þetta er rosa-flott hjá ykkur þarna í Skeifunni, gaman að hafa byggingarnar merktar. Hvað eruð þið margir sem eruð virkir að kortast? Ég á eitthvert GPS-tæki sem ég hef aldrei einu sinni tekið úr kassanum, veit ekki hvort væri hægt að notast við það við þetta. Haukur 2. október 2008 kl. 11:00 (UTC)
- Það er erfitt að segja til um fjöldann þar sem tölfræðitólin fyrir OSM eru ekki jafn góð og fyrir Wikipedia en þetta ætti að gefa einhverja hugmynd, þarna sést hversu marga punkta í grunninum (vegir eru samansafn af punktum) hver notandi "á" sem er skilgreint sem sá sem breytti veginum síðast. Þetta er nokkuð ónákvæmt þar sem í núverandi skema (sem er reyndar verið að breyta) er ég skráður fyrir öllum nóðum í 1000 nóða veg ef ég færi eina þerra til. Svo er líka ósamræmi á milli nóðufjölda og nothæfra breytinga, ég er t.d. mjög hátt á þessum lista vegna þess að ég er með nákvæmt GPS tæki og kortlegg mikið af hjólastígum sem beygja til og frá en notendur eins og t.d. KarlP hafa kortlagt mun stærri svæði með færri nóðum.
- En með þeim fyrirvara myndi segja að það væru svona c.a. 10 virkir notendur á Íslandi í dag.
- Varðandi GPS tækið þitt er nær örruglega hægt að nota það, nær öll tæki gefin út á síðustu 10 árum geta annaðhvort tekið upp feril þeirra leiðar sem farin var eða vegpunkta, og oftast bæði. Ef þú skoðar kassann og segir frá gerðinni og módelnúmerinu ætti að vera hægt að komast að því fyrir víst. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. október 2008 kl. 15:09 (UTC)
- Þetta er einhver hlaupagræja - "Garmin Forerunner 201". Haukur 2. október 2008 kl. 19:52 (UTC)
- Það er hægt að fá track & waypoints út úr þessu tæki og það ætti alveg að duga til að t.d. tracka vegi, en það er ekkert voðalega nákvæmt. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. október 2008 kl. 20:28 (UTC)
- Þetta er einhver hlaupagræja - "Garmin Forerunner 201". Haukur 2. október 2008 kl. 19:52 (UTC)
- Á nú ekki GPS en hefði ekkert á móti því að hittast. --Baldur Blöndal 2. október 2008 kl. 13:16 (UTC)
- Já meiningin var að hafa OSM mapping partýið á undan, kannski svona 13:00-15:00 og svo wikifundinn á eftir frá og með 15:00, tímasetningar allar skáldaðar en fólk gæti þá mætt á annað hvort eða bæði. Reyndar þarf ekki endilega GPS tæki til að taka þátt, eins og sést á mynd frá síðasta mapping party er hægt að samkeyra ljósmyndir og GPS track (myndir eru settar á kortið á þann punkt sem handhafi GPS tækisins var á þeim tíma), þannig gæti handhafi myndavélar t.d. fylgt einhverjum með GPS tæki, tekið myndir af verslunum og öðrum áhugaverðum stöðum og svo samkeyrt það við trackið á eftir og breytt þannig kortinu. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 2. október 2008 kl. 15:09 (UTC)
Ég allavegana verð ekki við fyrir hitting umræddan 18. október. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 15. október 2008 kl. 19:07 (UTC)
- Það eru nú miðvetrarprófin núna þannig að ég efast um að ég komist þann 18. --Baldur Blöndal 15. október 2008 kl. 21:07 (UTC)
Efnahagsvandi
Var að velta því fyrir mér hvað grein um efnahagsvandann gæti heitið? --Baldur Blöndal 6. október 2008 kl. 07:58 (UTC)
- Kannski efnahagskreppan 2008 sbr. en:economic crisis of 2008. Haukur 6. október 2008 kl. 08:32 (UTC)
- Fólk er nú samt að velta því fyrir sér á ensku Wikipediunni hvort sameina eigi en:Financial crisis of 2007–2008 við en:economic crisis of 2008? --Baldur Blöndal 6. október 2008 kl. 09:09 (UTC)
- Við ættum að fara að drífa upp grein um þetta og þá tvískiptri þ.e. efnahagsvandinn almennt og svo efnahagsvandinn á Íslandi. Núna í marga daga veit fólk ekki sitt rjúkandi ráð, það er mjög fjarri venjulegu máli fólks öll þessi hugtök í fjármálaheiminum sem almenningur þarf núna að vita eitthvað um. --Salvör Gissurardóttir 6. október 2008 kl. 11:29 (UTC)
- Heyr heyr. Ég er fullkomlega sammála. Ég byrjaði að safna einhverju saman um ástandið á Íslandi í greininni um efnahag Íslands en gafst fljótlega upp á því. Við getum gert efnahagsástandsumfjallanir, alþjóðlegar sem íslenskar að samvinnu mánaðarins...? Er stemmning f. því? --Jabbi 6. október 2008 kl. 11:41 (UTC)
- Já, ég er upptekinn núna en ég til í að hjálpa við að gera góða grein um þetta seinna í dag. Það væri flott að hafa þetta sem samvinnu mánaðarins.--Jóhann Heiðar Árnason 6. október 2008 kl. 12:14 (UTC)
- Já, það er alveg réttlætanlegt að hafa sérstaka grein um efnahagskreppuna á Íslandi annars vegar og svo almenna grein um efnahagskreppuna í heiminum hins vegar. Enda eru aðstæður á Íslandi ekki að öllu leyti þær sömu og annars staðar og afleiðingarnar ekki nákvæmlega þær sömu, þó að vísu tengist þetta. Það er hins vegar spurning hvort við eigum að hafa eina eða tvær greinar um alþjóðlegu kreppuna; í augnablikinu eru tvær á ensku en lagt til að sameina þær. Ég held að það sé best að hafa bara eina grein enda er efnahagskreppan núna bara áframhald af krísunni í fyrra; hins vegar þarf á endanum að skrifa líka um húsnæðislánakrísuna í Bandaríkjunum í fyrra og það gæti verið sérstök grein — en það má bíða. Greinin um aljóðlegu kreppuna sem nú er gæti heitið Lausafjárkreppan 2007-2008. Það orð hefur verið notað á mbl.is, visi.is og víðar og er gegnsætt og gott orð. Mér finnst það betra orð en bankakreppan sem einnig hefur verið notað. --Cessator 6. október 2008 kl. 14:47 (UTC)
- Heyr heyr. Ég er fullkomlega sammála. Ég byrjaði að safna einhverju saman um ástandið á Íslandi í greininni um efnahag Íslands en gafst fljótlega upp á því. Við getum gert efnahagsástandsumfjallanir, alþjóðlegar sem íslenskar að samvinnu mánaðarins...? Er stemmning f. því? --Jabbi 6. október 2008 kl. 11:41 (UTC)
- Ég vil líka hvetja menn til að hjálpa til við en:2008 Icelandic financial crisis. Vísun á þá grein er á forsíðunni á ensku Wikipediu og hún er áreiðanlega mikið lesin. Það vantar ennþá í greinina upplýsingar um það sem FME er að gera við bankana. Einnig vantar meiri upplýsingar um áhrif kreppunnar á íslenskan almenning (lífeyrissjóði o.s.frv.) Svo þarf að gæta þess að stóryrtum yfirlýsingum breskra ráðamanna sé ekki haldið fram sem staðreyndum. Haukur 11. október 2008 kl. 22:16 (UTC)
- Það voru 40.000 sem lásu greinina í gær svo að þetta er sæmilegt tækifæri til að koma upplýsingum á framfæri.[14] Haukur 12. október 2008 kl. 09:23 (UTC)
Af hverju ekki opinber fjárstuðningur við Wikipedia til jafns við hefðbundnar orðabækur - umræða í Noregi
Rakst á þessa ágætu umræðu á Aftenposten.no í Noregi um það hvort eigi að styrkja norsku wikipedia til jafns við hefðbundna orðabókarumræðu. Það væri nú gaman að svona umræða væri uppi í íslensku samfélagi um íslensku wikipedia. Hér er svo lítið málsamfélag að töluvert sparast ef fólk kemur sér saman um að nota wikipedia sem uppsláttarit.--Salvör Gissurardóttir 6. október 2008 kl. 11:35 (UTC)
- Það er bara spurning hvert styrkurinn færi og til hvers? Kannski erfitt að úthluta honum þar sem það eru svo margir með svo mismikla þekkingu sem vinna að þessu. --Baldur Blöndal 6. október 2008 kl. 16:50 (UTC)
- nn:Wikipedia:Stipendstøtte frå Noregs Mållag gefur kannski dálitla hugmynd um hvernig hægt er að gera. Haukur 7. október 2008 kl. 11:15 (UTC)
- Maður gæti séð fyrir sér að t.d. utanríkisráðuneytið hefði hag af því að til væru greinar um Lönd heimsins sambærilegar við CIA factbook, sem þeir gætu svo byggt á sitt eigið efni, eins að Reykjavíkurborg hefði hag af því að til væru sæmilegar greinar um hverfin í Reykjavík. Ýmsar opinberar stofnanir og fyrirtæki eru þegar farin að nýta sér vísanir í íslensku Wikipediu sem ítarefni (væri gaman að taka saman þau dæmi). Hefur annars einhver reynslu af Bounty-kerfinu sem er á sumum útgáfum WP? --Akigka 7. október 2008 kl. 12:00 (UTC)
- nn:Wikipedia:Stipendstøtte frå Noregs Mållag gefur kannski dálitla hugmynd um hvernig hægt er að gera. Haukur 7. október 2008 kl. 11:15 (UTC)
- Þetta er eitthvað sem maður hefur verið að hugsa lengi að væri sniðugt. Og ég hef líka hugsað með mér að ef maður ætti svo sem einn milljarð, þegar milljarður var einhvers virði, þá hefði verið gaman að ráða fólk í vinnu við að starfa að Wikipediu, enda munu íslenskar alfræðiorðabækur mikið notast við hana þessa í framtíðinni. Að öllum líkindum. Ráða fólk í vinnu án fjárhagslegrar gróðravonar, nema fyrir andann og landið allt. Leggja slatta inn á Cessator, Skúmhött og Jónu Þórunni, Móa, BiT, Salvöru osfrv osfrv og biðja þau vinsamlegast að halda áfram og líta á innlagða fjárhæð sem fyrstu greiðslu. Meira kæmi með betri og meiri vinnu. Það er í raun sorglegt hvað fjárplógsmenn og pappírstígrisdýr hafa verið ófrumleg með þennan monning sem nú er horfinn. --157.157.192.171 10. október 2008 kl. 21:57 (UTC)
- Það væri ekkert dónalegt að geta borgað einhverjum fyrir að vinna á WP, eins og var gert á nýnorskunni. Peningagræðgin í þessu landi er bara svo mikil að peningarnir fara úr landi og ekkert verður eftir hér heima. Það sést nú vel í þessari blessuðu kreppu. — Jóna Þórunn 11. október 2008 kl. 10:17 (UTC)
- Þetta er ekki alvitlaus hugmynd, en kannski þetta verði eins og í blóðbönkum þegar byrjað var að borga fyrir hverja blóðgjöf. Þá á víst gjöfum að hafa fækkað sökum þess að fólk missti þá tilfinningu að vera að láta eitthvað gott af sér leiða og fékk í staðin þá tilfinningu að það var einhverskonar hóra sem seldi blóðið sitt (sökum þess að ég fann ekki betri myndlíkingu). Á sama hátt er ég viss um að margir myndi afþakka peninginn, þótt það væri auðvitað ekki óvitlaust að hvetja fólk til að skrifa um eitthvað sérstakt málefni. Svo er auðvitað spurning hvort við fengjum pening á þessum síðustu og verstu. --Baldur Blöndal 11. október 2008 kl. 23:12 (UTC)
- Það væri ekkert dónalegt að geta borgað einhverjum fyrir að vinna á WP, eins og var gert á nýnorskunni. Peningagræðgin í þessu landi er bara svo mikil að peningarnir fara úr landi og ekkert verður eftir hér heima. Það sést nú vel í þessari blessuðu kreppu. — Jóna Þórunn 11. október 2008 kl. 10:17 (UTC)
- Þetta er eitthvað sem maður hefur verið að hugsa lengi að væri sniðugt. Og ég hef líka hugsað með mér að ef maður ætti svo sem einn milljarð, þegar milljarður var einhvers virði, þá hefði verið gaman að ráða fólk í vinnu við að starfa að Wikipediu, enda munu íslenskar alfræðiorðabækur mikið notast við hana þessa í framtíðinni. Að öllum líkindum. Ráða fólk í vinnu án fjárhagslegrar gróðravonar, nema fyrir andann og landið allt. Leggja slatta inn á Cessator, Skúmhött og Jónu Þórunni, Móa, BiT, Salvöru osfrv osfrv og biðja þau vinsamlegast að halda áfram og líta á innlagða fjárhæð sem fyrstu greiðslu. Meira kæmi með betri og meiri vinnu. Það er í raun sorglegt hvað fjárplógsmenn og pappírstígrisdýr hafa verið ófrumleg með þennan monning sem nú er horfinn. --157.157.192.171 10. október 2008 kl. 21:57 (UTC)
Ég held að best væri að nota svona beinar peningagjafir með því að finna leið til að við þurfum ekki að nota þær, þ.e. að koma málunum þannig fyrir að það væri ekki Wikimedia sem væri með einhvern í vinnu heldur myndi t.d. Reykjavík eða HÍ vera með einstakling í vinnu við að færa inn efni tengt Höfuðborgarsvæðinu eða Háskólanum, svo þetta dæmi sé notað. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 11. október 2008 kl. 23:24 (UTC)
- Þetta er góð hugmynd, veita styrk til ákveðins verkefnis (t.d. að skrifa einhvern greinaflokk) sem væri unnið undir leiðsögn einhvers hjá Háskólanum. Svo gæti styrkþegi eða leiðbeinandi verkefnisins fyrir hönd háskólans gefið skýrslu um framvindu verkefnisins til Wikimedia á Íslandi. Þannig virka t.d. verkefni sem styrkt eru af nýsköpunarsjóði námsmanna. Annað sem kæmi til greina væri að kaupa auglýsingar í blöðum til að laða að góða penna. --Cessator 12. október 2008 kl. 01:35 (UTC)
- Það væri reyndar sennilega hægt að fá ókeypis augýsingu ef svona verkefni væri sett á laggirnar; benda t.d. Kastljósi og Íslandi í dag á að viðtöl við háskólanema sem vinna svona verkefni væru ágætissjónvarpsefni þegar það er gúrkutíð. --Cessator 12. október 2008 kl. 01:37 (UTC)
- Ég held að það væri sniðugt að reyna að setja á stað einhver verkefni til að auka greinar á wikipedia og kalla til aðila sem hefðu hagsmuni af því. Hér dettur mér í hug t.d. ferðamálaiðnaður hefur hag af því að hafa góðar greinar um ákveðin efni t.d. staði, þjóðgarða o.fl. og orkuiðnaðurinn hefur hag af því að hafa góðar greinar um t.d. allar virkjanir og græna tækni og vatnsafls- og gufuaflsvirkjanir. Reykjavíkurborg hefur hag af því að hafa greinar um ýmislegt tengt borginni. Þetta er góð atvinnubótavinna í kreppunni. Þetta gæti verið eins og að grafa skurði í kreppunni 1930 og búa til flóaáveituna að grafa tengingar inn í íslensku wikipedia núna. --Salvör Gissurardóttir 21. október 2008 kl. 15:28 (UTC)
- Greiða má í fleiru en beinhörðum seðlum ... einingar og einkunnir eru t.d. fínar gulrætur :). Ég á von á að nokkrir nemendur mínir muni setja inn efni tengt líftækni, sjávarútvegsfræðum o.fl. á næstu vikum og mánuðum. Ég á ekki von á öðru en þau muni sinna því af kostgæfni. Þið takið vonandi vel á móti þeim :). Ábendingar og athugasemdir verða auðvitað þegnar með þökkum, bæði af mér og þeim.--Oddurv 19. janúar 2009 kl. 13:39 (UTC)
Hvort á að nota?
Það virðist vera töluvert ósamræmi og ósamstaða varðandi hvort eigi að nota tímalína eða tímaás í greinartitlum, flokkstitlum, fyrirsögnum og svo auðvitað í texta. Ég tel að það sé skynsamlegast að hafa samræmi á þessu. Eins og hefð er fyrir, fletti ég orðunum upp á Google. Útkoman var 47.500 fyrir tímalína og 5.930 fyrir tímaás. Ég hef heyrt einhverja ræða hvort eigi að nota, og sumir segja að tímaás sé betra því tímalína séu slæm enskuáhrif eða eitthvað álíka. Ég hef persónulega enga skoðun á þessu máli en vil fá samræmi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 11. október 2008 kl. 19:25 (UTC)
- Tímalína virðist jú vera tökuþýðing á timeline.. Tímaás virðist vera fínt heiti, og ef það þyrfti að velja myndi ég alveg leggja blessun mína yfir það- ekki þar með sagt að ég hafi neitt sérstakt á móti hinu orðinu. --Baldur Blöndal 11. október 2008 kl. 22:59 (UTC)
- Tímaás er sennilega betra orð. --Cessator 12. október 2008 kl. 01:29 (UTC)
- Ætli það ekki bara. --Stefán Örvarr Sigmundsson 13. október 2008 kl. 19:23 (UTC)
- Ég skil ekki af hverju þú ert alltaf að færa svarið líkt og ég hafi verið að svara Baldri en ekki þér ;) En já, notum tímaás ef enginn andmælir. --Cessator 13. október 2008 kl. 20:52 (UTC)
- Þetta er fínt dæmi um það að Google hits sé ekki heilagur sannleikur, segir bara um það hvað sé algengast. En þetta er nú bara 3 manna umræða, er einhver mótfallinn þessu? --Baldur Blöndal 13. október 2008 kl. 21:37 (UTC)
- Tímaás já takk. --85.220.12.197 14. október 2008 kl. 00:07 (UTC)
- Þetta er fínt dæmi um það að Google hits sé ekki heilagur sannleikur, segir bara um það hvað sé algengast. En þetta er nú bara 3 manna umræða, er einhver mótfallinn þessu? --Baldur Blöndal 13. október 2008 kl. 21:37 (UTC)
- Ég skil ekki af hverju þú ert alltaf að færa svarið líkt og ég hafi verið að svara Baldri en ekki þér ;) En já, notum tímaás ef enginn andmælir. --Cessator 13. október 2008 kl. 20:52 (UTC)
- Ætli það ekki bara. --Stefán Örvarr Sigmundsson 13. október 2008 kl. 19:23 (UTC)
- Tímaás er sennilega betra orð. --Cessator 12. október 2008 kl. 01:29 (UTC)
- Ég hef látið Bumbuhala fara nokkrum sinnum yfir þetta og breyta tímalína yfir í tímaás, það ætti því að vera algengara en hitt. Þetta var einhvern tímann rætt og niðurstaðan var þá tímaás og þess vegna hef ég sett þetta á villulistann. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 28. janúar 2009 kl. 16:25 (UTC)
Íslenskar kvikmyndir sem fallnar eru úr höfundarétti
Ég var eitthvað að skoða gamalt small Íslenskar ljósmyndir sem virðist aldrei hafa klárast. Þar er talað um ljósmyndara sem dó árið 1937 og að hans ljósmyndir séu því fallnar úr höfundarétti ef svo má að orði komast. Hvað með kvikmyndir á borð við Glataði sonurinn sem var tekin upp 1923. Leikstjórinn dó 1930, rithöfundurinn dó ári seinna, aðalleikarinn dó 1965, ég veit ekki hver var framleiðandinn. Það er sem sagt augljóst að ekki er jafn auðvelt að vita hvenær kvikmyndir detta úr höfundarétti og ljósmyndir. Þekkið þið eitthverja þumarputtareglu um þetta? --Steinninn 16. október 2008 kl. 14:57 (UTC)
- Sæll Steinn, maður hefur ekki orðið mjög var við þig undanfarið... Þetta er skemmtileg pæling, ég var búinn að spyrjast f. í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar á bæ nota menn vatnsmerki til að tryggja að sú vinna sem hefur farið í að skanna og leita upplýsinga um myndina fari ekki í súginn. Þar var mér sagt að; Já, 70 ára reglan gildir. Finni maður myndir, þar sem höfundurinn hefur látist f. a.m.k. 70 árum síðan, og láti á netið þá lúti það engum lögum um höfundarétti. --Jabbi 16. október 2008 kl. 15:07 (UTC)
- Hvernig hjálpar vatnsmerkið til að hindra að vinnan fari í súginn? Haukur 16. október 2008 kl. 18:11 (UTC)
- skv. höfundarlögum (43. grein) helst höfundaréttur að kvikmyndaverkum í 70 ár eftir dánarár þess sem lengst lifir af aðalleikstjórum, handritshöfundum og tónhöfundum. Þannig að dæmið um Glataða soninn er þá líklega komin í almenning nema höfundur tónlistar í kvikmyndinni (hafi hún verið sérstaklega samin fyrir myndina) hafi látist síðar. Dánarár leikara hefur engin áhrif. --Akigka 16. október 2008 kl. 15:16 (UTC)
- Ekki hygg ég að nein tónlist hafi verið samin fyrir þessa mynd. En þetta er rétt hjá þér, Coleby og Caine dóu 1930 og 1931 svo að myndin ætti að vera í almenningi. Haukur 16. október 2008 kl. 18:10 (UTC)
Höfundaréttur á styttum og byggingum
Kannski ágætt að það komi fram hér að styttur Einars Jónssonar og annarra listamanna sem dóu fyrir minna en 70 árum eru enn undir höfundarétti. Þar sem Ísland hefur ekki í höfundalögum sínum það sem á þýsku er kallað Panoramafreiheit er ekki hægt að taka frjálsar myndir þar sem slíkar styttur eru aðalviðfangsefnið. Slíkar myndir eru því ekki nógu frjálsar til að setja á Commons og er eytt þaðan þegar menn taka eftir. Strangt til tekið gildir það sama um byggingar, við getum tekið verk Guðjóns Samúelssonar sem dæmi. Ekki er hægt að taka fyllilega frjálsar myndir af Landakotskirkju, Akureyrarkirkju, aðalbyggingu Háskóla Íslands eða Hallgrímskirkju. Slíkar myndir myndu hins vegar sennilega teljast frjálsar undir bandarískum lögum og m.a. þess vegna eru menn ekki jafnfljótir að eyða þeim af Commons. Þetta er samt eitthvað til að hafa í huga. Haukur 16. október 2008 kl. 18:21 (UTC)
Já, ég hef séð að enska wikipedia birtir ekki myndasöfn (gallery) m.a. annars af styttum Einars einmitt út af þessu ákvæði. En myndirnar hanga samt inn á Commons ennþá. Alla vega þá held ég áfram að vitna í þær þangað til svona myndir eru þurrkaðar út af Commons. Þetta er erfiður heimur. Fólk í kynlífsiðnaði og alls konar klámstjörnur hafa myndasjóv af sér á Commons sem einn ódýran auglýsingakanal en við megum strangt til tekið ekki hafa þar myndir af neinu manngerðu nema höfundur hafi dáið fyrir margt löngu. --Salvör Gissurardóttir 21. október 2008 kl. 15:24 (UTC)
- Þetta getur varla passað. Þótt kannski séu ekki til lög sem sérstaklega taka fram að slíkar myndir væru undanþegnar höfundarétti efast ég um að það sé mögulegt að ljósmynd af því sama sem tekin er á almennu opnu svæði þar sem engar takmarkanir á ljósmyndun gilda lúti höfundarétti höfundar hússins eða styttunnar. Eða getur einhver nefnt dæmi um slíkt í íslenskri dómaframkvæmd? --Akigka 21. október 2008 kl. 23:48 (UTC)
- Ég get varla trúað því að það sé höfundarréttur á myndum af byggingum, og eiga myndir af styttum líka að vera höfundarréttarvarnar? Það þarf ekki að taka þessu bókstaflega er það nokkuð, enda eru fjöldan allan af myndum af byggingum á Wikipediu sem eru nýjar. Það vantar t.d. ekki myndir af turninum í Dubai.. --Baldur Blöndal 22. október 2008 kl. 00:56 (UTC)
Þetta er skýrt í höfundalögum: Heimilt er að taka og birta myndir af byggingum, svo og listaverkum, sem staðsett hafa verið varanlega utanhúss á almannafæri. Nú er bygging, sem nýtur verndar eftir reglum um byggingarlist, eða slíkt listaverk, sem áður greinir, aðalatriði myndar, sem hagnýtt er til markaðssölu, og á höfundur þá rétt til þóknunar, nema um blaðamyndir eða sjónvarpsmyndir sé að ræða. Þetta er ekki nógu frjálst fyrir Commons. Þú getur ekki selt póstkort með ljósmynd af Hallgrímskirkju án þess að erfingjar Guðjóns Samúelssonar eigi rétt á þóknun. Lög um þetta eru mjög mismunandi eftir löndum, ég veit ekki með Dubai en þið getið skoðað Commons:Commons:Freedom of panorama Haukur 22. október 2008 kl. 07:58 (UTC)
- það er sem sagt strangt til tekið þannig að við getum alveg vísað í myndir á wikipedia greinum íslenskum því wikipedia er ekki "efni sem er hagnýtt er til markaðssölu". Hins vegar er núna ekki hægt að setja lengur efni inn á Commons myndasafnið sem er CC-nc og það væri röng merking að setja mynd af byggingu hér á Íslandi inn án þess. Þetta er afleit staða. Það er útilokað að fylgja þessum lögum og það virðist enginn í vefumhverfi gera það. Ég held reyndar að löggjafinn á Íslandi hafi ekki séð hvaða miklu vandamál þetta skapar í svona alþjóðlegum samvinnuverkefnum. Reyndar eru íslensku höfundarréttarlögin sennilega bara þýðing á einhverjum Evrópubandalagslögum. Ekki eru þau betri fyrir það. --Salvör Gissurardóttir 26. október 2008 kl. 14:51 (UTC)
- Hárrétt, við gætum sjálfsagt notað svona myndir án þess að vera í trássi við lög en ef einhver vildi gefa út Wikipediu (eða hluta hennar) á prenti og selja eintök gæti hann lent í vandræðum. Þetta eru auðvitað ólög allt saman, ég dreg ekkert úr því. Íslensku höfundalögin eru svipuð og önnur skandinavísk höfundalög og verða síðan alltaf minna frjáls þegar þarf að innleiða EES-tilskipun. Það var t.d. EES-tilskipun sem framlengdi íslenskan höfundarétt úr 50 árum eftir dauða höfundar í 70 ár eftir dauða höfundar (enginn hér á landi virðist hafa viljað þá breytingu). Haukur 27. október 2008 kl. 08:18 (UTC)
- Þetta er þekkt sem Mikka Mús-lögin (enska: Mickey Mouse Protection Act), í hvert sinn sem Mikki Mús nálgast það að falla úr höfundarrétti taka þingmenn sig saman og framlengja frestinn. --Stalfur 27. október 2008 kl. 13:41 (UTC)
Allt að koma
Nú er minna en 500 meldingar sem á eftir að þýða á BetaWiki. Einnig er búið að þýða allar meldingarnar í hópnum 500 mest notuðu meldingarnar. Meirihluti þeirra meldinga sem eftir eru tengjast myndvinnslu að einhverju leyti. Einnig forritaskilum MediaWiki og gagnagrunninum. Kannski spurning að gera þetta að samvinnu mánaðarins einhvern mánuðinn. --Stefán Örvarr Sigmundsson 17. október 2008 kl. 07:38 (UTC)
Orðsifjar
Ég var að velta því fyrir mér hvort það sé ekki allt í lagi að nota Íslensku orðsifjabókina sem heimildir eins og í t.d. hrím? Bæði þá að velta höfundarlögum fyrir mér, hvort fólk sé sátt við uppsetninguna á þessu og líka hvort orðsifjar eigi heima á Wikipediu. --Baldur Blöndal 19. október 2008 kl. 18:36 (UTC)
Flateyjardalsheiði
er einhver svo lánsamur að eiga bókina Flateyjardalsheiði sem væri til í að selja mér það er svolítið síðan að þessi bók var gefinn út og ég var búinn að tala við þann en hann átti ekki bók eftir — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.220.45.78 (spjall | framlög)
- Wikipedia er ekki auglýsingavefur, en hefurðu prófað bokmenntir.netserv.is? Það er oft verið að selja einhverjar skemmtilegar bækur þar... — Jóna Þórunn 23. október 2008 kl. 19:58 (UTC)
Anthroponomastics
Hvernig væri fræðigreinin anthroponomastics þýdd? Ég nota heitið „mannanafnfræði“ í greininni nafnfræði. Á meðan ég er að spyrja, hvernig ætti hydronymy að vera þýtt? Sem „vatnsnafnfræði“? Sem „vökvanafnfræði“? --Baldur Blöndal 23. október 2008 kl. 22:57 (UTC)
- Einnig vantar þýðingar fyrir demonymy og ethnonymy, sem ég reyndi eftir bestu getu að þýða í greininni örnefnafræði. --Baldur Blöndal 23. október 2008 kl. 23:09 (UTC)
Linux í skólastofurnar
Ég hef verið að kynna mér kosti og galla þess að setja upp frjáls stýrikerfi í grunnskólum á Íslandi, ég hef tekið eftir að margir á Wikipediu noti frjáls stýrikerfi, en þau eru að vissu leiti eins og Wikipedia- þ.e.a.s. unnin af sjálfsboðaliðum (og stundum fyrirtækjum) og ókeypis og (oft) betri en keppinautarnir sem eru ekki ókeypis. Þess vegna tel ég að fólk hér muni aðhyllast þessa hugmynd. Mín hugdetta var að senda menntamálaráðherra bréf þess efnis að biðja hana um að setja upp t.d. Linux kerfi (að mínu mati væri Ubuntu eða jafnvel Edubuntu afar fýsilegir kostir sem láta vel að stjórn, mjög vinsæl stýrikerfi og notendavæn) upp á tölvur í skólum. Ég veit persónulega ekki manna mest um þetta efni en stjórnvöldum er skildað að taka frjálsan hugbúnað og stýrikerfi með í reikninginn. Kostir við þetta eru að sjálfsögðu kostnaðurinn (=0 kr./evrur), þægileg og notendavæn stýrikerfi, krakkar fái að kynnast mörgum stýrikerfum og fái því breiðari „sýn“ á tölvur og frjáls verkefni (eins og Wikipediu), með Edubuntu fylgja mörg forrit ætluð til kennslu, og svo er verið að vinna að því að þýða Ubuntu/Edubuntu yfir á íslensku nákvæmlega eins og Wikipedia er þýdd. Ef þið sjáið eitthvað að þessu þá væri fínt að fá smá feedback, annars væri stuðningur mjög góður (ég hef þegar haft samband við RGLUG og FSFI. Og svo í lokinn ætla ég að setja bréfið hingað á Wikipediu til þess að þeir sem styðja þetta geti lagt hönd á plóg. Og til þeirra sem hafa ekki prufað frjáls stýrikerfi þá ráðlegg ég ykkur að kíkja á það. :) Alla vegana, bréfið skil ég eftir hérna. Ég vona að sem flestir svara, til að sjá hvort góður hljómgrunnur fyrir þessu. --Baldur Blöndal 25. október 2008 kl. 20:49 (UTC)
- Það er náttúrulega eina vitið núna á þessum síðustu og verstu tímum að fara með allt yfir í opinn ókeypis hugbúnað sem getur verið þannig. Það er gerbreytt staða núna og við sem þegar höfum sannfærst um kosti opins efnis og opins hugbúnaðar þurfum að sannfæra fleiri. Breytingar taka hins vegar tíma. Það er rétti tíminn núna að byrja eitthvað sem virkar í skólakerfinu næsta haust. Ég sting upp á að allir sem eitthvað eru inn í commons hugsunarhætti stilli saman krafta sína og þá á ég við m.a. Ísfoss (félag áhugafólks um opinn hugbúnað í skólastarfi), Félag um stafrænt frelsi og wikipedians (heyrðu, er ekki ennþá eftir að stofna félag um íslensku wikipedia?) taki höndum saman. Ég hef þegar skrifað til félags um stafrænt frelsi um þetta. Ég hef sérstaklega í huga ef það verður massaatvinnuleysi, hvort ekki væri hægt að setja í gang þróunarverkefni.
- Einnig er ekkert vit í að ungmenni séu að kaupa rándýrar fartölvur. Þau ættu að geta haft þann kost að kaupa tölvur eins og asus eee pc með opnum hugbúnaði og nota það í starfi skólans. --Salvör Gissurardóttir 26. október 2008 kl. 14:44 (UTC)
- Ég vonaðist eiginlega eftir því að þú hefðir eitthvað um þetta að segja Salvör :) enda ertu bæði mikið í menntamálum og rafrænu frelsi; ég vissi ekki einu sinni um Ísfoss en sé að þú sért formaður :p hafði ekki hugmynd að það væru margir að þessu en það er frábært að Ég held einmitt líka að þessa málefni hljóti aukið vægi eða vogarafl nú þegar komin er kreppa, hins vegar veit ég lítið um þessar Asus eee ps tölvur, hvar fást þær? Hvaða verkefni er Ísfoss að gera? --Baldur Blöndal 27. október 2008 kl. 23:06 (UTC)
- Þær fást í Tölvulistanum. Ég fór fyrr á þessu ári og talaði lengi við afgreiðslumann hérna á Akureyri um þetta, ódýrasta fartölvan sem þeir buðu upp á og markaðsettu fyrir námsmenn kostaði um 100.000 kr. Ég benti honum á að það þyrftu fáir námsmenn svona góðar tölvur og byrjaði að tala um eee við hann, sýndi honum meira að segja allt saman á Amazon.com. Svo kom ég aftur í Tölvulistann svona 2-3 mánuðum síðar og þá voru þeir búnir að kaupa þessar tölvur, með opnu stýrikerfi. Svo reyndar fór ég um daginn og þá voru þeir byrjaðir að selja eee útgáfuna með Windows. Veit ekki hvort ég varð til þess að þeir byrjuðu að selja þessar tölvur (þótt ég vilji halda það) en þeir hafa allavega átt þessar tölvur til. :) --Friðrik Bragi Dýrfjörð 2. nóvember 2008 kl. 15:13 (UTC)
- Ég vonaðist eiginlega eftir því að þú hefðir eitthvað um þetta að segja Salvör :) enda ertu bæði mikið í menntamálum og rafrænu frelsi; ég vissi ekki einu sinni um Ísfoss en sé að þú sért formaður :p hafði ekki hugmynd að það væru margir að þessu en það er frábært að Ég held einmitt líka að þessa málefni hljóti aukið vægi eða vogarafl nú þegar komin er kreppa, hins vegar veit ég lítið um þessar Asus eee ps tölvur, hvar fást þær? Hvaða verkefni er Ísfoss að gera? --Baldur Blöndal 27. október 2008 kl. 23:06 (UTC)
- Það er búið að vera ræða þessi mál eitthvað á rglug póstlistanum, bendi þá helst á LTSP sem Ólafur Garðarson hefur verið að vinna með. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 31. október 2008 kl. 15:25 (UTC)
- Hvað hafa viðkomandi gert í þessu? Hefur einhverju takmarkið verið náð eða eru þeir að vinna í einhverju? Eða ætti ég kannski að spyrja þá sjálfa að þessu? :P --Baldur Blöndal 31. október 2008 kl. 23:57 (UTC)
- Hann er að mér skilst að selja linux terminal server uppsettningar, og var að miða þetta eitthvað á skóla. En spurðu hann endilega. Svona linux terminal server uppsettning er mun einfaldari í viðhaldi en að setja bara t.d. ubuntu á allar vélarnar, ert með miðlægt viðmót á þetta, getur straujað vélar og sett upp aftur auðveldlega o.s.f. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóvember 2008 kl. 00:15 (UTC)
- Þetta var bara rugl hjá mér með menntamálaráðherra, enda sér hvert sveitarfélag um þetta hvort fyrir sig. Ég ætla að funda eitthvað um þetta við fulltrúa Reykjavíkurborgar í þessum málum á miðvikudag til að sjá hvernig landið liggur, sosum fínt að byrja þar en ég mun hafa samband við önnur sveitarfélög (helst minni þá) eftir miðvikudaginn. Það eina sem ég veit er að Reykjavíkurborg hefur þegar skipulagt dreyfingu á SUSE á einhverja skóla. Ég er persónulega ekki hrifinn af SUSE, og ég held að þeir hugsi um að nota KDE gluggakerfið sem ég er ekki mjög hrifinn af heldur, en ástæðan fyrir valinu var víst sú að SUSE er gert af Novell, og það á að passa betur við kerfið þeirra. --Baldur Blöndal 9. nóvember 2008 kl. 23:25 (UTC)
- Hvernig gekk þessi fundur? --Ævar Arnfjörð Bjarmason 26. nóvember 2008 kl. 11:36 (UTC)
- Þetta var bara rugl hjá mér með menntamálaráðherra, enda sér hvert sveitarfélag um þetta hvort fyrir sig. Ég ætla að funda eitthvað um þetta við fulltrúa Reykjavíkurborgar í þessum málum á miðvikudag til að sjá hvernig landið liggur, sosum fínt að byrja þar en ég mun hafa samband við önnur sveitarfélög (helst minni þá) eftir miðvikudaginn. Það eina sem ég veit er að Reykjavíkurborg hefur þegar skipulagt dreyfingu á SUSE á einhverja skóla. Ég er persónulega ekki hrifinn af SUSE, og ég held að þeir hugsi um að nota KDE gluggakerfið sem ég er ekki mjög hrifinn af heldur, en ástæðan fyrir valinu var víst sú að SUSE er gert af Novell, og það á að passa betur við kerfið þeirra. --Baldur Blöndal 9. nóvember 2008 kl. 23:25 (UTC)
- Hann er að mér skilst að selja linux terminal server uppsettningar, og var að miða þetta eitthvað á skóla. En spurðu hann endilega. Svona linux terminal server uppsettning er mun einfaldari í viðhaldi en að setja bara t.d. ubuntu á allar vélarnar, ert með miðlægt viðmót á þetta, getur straujað vélar og sett upp aftur auðveldlega o.s.f. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. nóvember 2008 kl. 00:15 (UTC)
- Hvað hafa viðkomandi gert í þessu? Hefur einhverju takmarkið verið náð eða eru þeir að vinna í einhverju? Eða ætti ég kannski að spyrja þá sjálfa að þessu? :P --Baldur Blöndal 31. október 2008 kl. 23:57 (UTC)
Flokkar sem eiga rétt á sér
Á ensku WP eru til ýmsir skondnir flokkar. Um daginn bjó ég til Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík og eitthvað er að týnast saman í hann. Mér dettur hins vegar að búa til Flokkur:Íslendingar sem látist hafa af slysförum, og dettur mér strax í hug Jónas Hallgrímsson, Guðrún Lárusdóttir og Bjarni Ben. Er þetta ekki verðugur flokkur? --Jabbi 29. október 2008 kl. 12:16 (UTC)
- Hljómar skynsamlega. Það ætti í raun að endurhugsa hverning við flokkum hérna. --Stefán Örvarr Sigmundsson 1. nóvember 2008 kl. 06:53 (UTC)
Beygingarlýsing íslensks nútímamáls
Nú er slatti af tenglum á þessar síður frá Árnastofnun. Nokkrir af þeim eru dauðir af því þeir vísuðu á lexis-urlið. Eini tengillinn sem Árnastofnun gefur nú upp er óbeinn (gegnum spurl-bókamerkjaþjónustuna). Ég spyr mig: 1) Eru spurl-tenglar í lagi eða erum við að búa til traffík á einkareikning einhvers spurl-notanda? 2) Eigum við yfirhöfuð að vera að tengja á þessar síður hjá Árnastofnun? (sérstaklega ef haft er í huga hversu viðkvæmir þeir eru fyrir því að beygingarlýsingin sé notuð). Ættum við ekki heldur að láta wiktionary.org nægja þar sem það er hægt? --Akigka 9. nóvember 2008 kl. 04:36 (UTC)
- Ég held að það sé mjög æskilegt að tengja frekar í wiktionary, bæði til að hleypa lífi í verkefnið og líka til að sniðganga orðabanka Árnastofnunar. — Jóna Þórunn 9. nóvember 2008 kl. 19:13 (UTC)
- En Wiktionary gengur ekki sem heimild þannig séð, því ef fólk vantreystir Wikipediu þá hefur það enga ástæðu til að treysta henni ef hún getur heimilda í systurverkefni sínu? Svo efast ég um að eitthvað verður sett út á að við vísum til beygingarmynda sem heimilda? --Baldur Blöndal 9. nóvember 2008 kl. 21:57 (UTC)
- Wiktionary er beinlínis búið til til þess að gegna þessu hlutverki. Það er líka þannig gert að ekki þarf að vera með ref. eftir fyrsta orði greinarinnar heldur er nóg að setja sambærilegan tengil við commons fyrir neðan hana. --Akigka 10. nóvember 2008 kl. 00:06 (UTC)
- En Wiktionary gengur ekki sem heimild þannig séð, því ef fólk vantreystir Wikipediu þá hefur það enga ástæðu til að treysta henni ef hún getur heimilda í systurverkefni sínu? Svo efast ég um að eitthvað verður sett út á að við vísum til beygingarmynda sem heimilda? --Baldur Blöndal 9. nóvember 2008 kl. 21:57 (UTC)
Floaters?
Hvernig ætti að þýða fyrirbærið floater? Ég finn þetta ekki í neinni orðabók hjá mér. --Baldur Blöndal 9. nóvember 2008 kl. 23:52 (UTC)
- Hér er grein á vísindavefnum. Hér er þetta kallað „augngrugg“ og hér „flotagnir“. Í fljótu bragði sýnist mér „augngrugg“ vera rétta orðið yfir þetta.--Akigka 10. nóvember 2008 kl. 00:10 (UTC)
Orkugátt og sjávarútvegsgátt
Orkumál verða örugglega mikið í umræðunni næstu ár, sérstaklega græn orka. Væri ef til vill sniðugt að búa til sérstaka gátt - svona eins og tölvuleikjagátt - sem væri greinar tengdar orkumálum t.d. greinar um einstakar virkjanir, virkjanasögu, útskýringar á tæknilegum atriðum, umhverfismál tengd virkjunum o.s.frv.
Einnig væri gagnlegt að hafa sjávarútvegsgátt.
Verð að viðurkenna að ég hef mikið í huga þarfir skólanemenda á þessu sviði. Það hefur verið mikið skrifað um þetta en það er oft efni sem er ekki aðgengilegt almenningi á auðveldan hátt nema ef það væri í gegnum greinar á wikipedia t.d. greinin árabátaöld tengir í mikið fræðslurit sem er aðgengilegt hjá Sjávarútvegsráðuneyti.
Það er alla vega mikilvægt að stefna því að fjölga greinum á þessum tveimur sviðum. Einn liður í því gæti verið einmitt að gera sýnilegar þær greinar sem fyrir eru í svona sérstökum gáttum --Salvör Gissurardóttir 10. nóvember 2008 kl. 09:41 (UTC)
Það væri gaman ef einhverjir fleiri nenntu að fikta í þessari grein. Það vantar myndir, heimildir, betur ígrundaðar skoðanir o.s.frv. Mér finnst þetta alla vega mikilvægt efni. Svo væri ekki úr vegi að gera sambærilega grein á íslensku útgáfunni. --Akigka 18. nóvember 2008 kl. 04:09 (UTC)
Fellesskandinavisk Planet Wikimedia?
Planet Wikimedia er en bloggaggregator som samler Wiki[mp]edia-relaterte blogger på ett sted, og skaper en felles feed som gjør at man kan abonnere på den via f.eks. Google Reader eller direkte i nettleseren. Jeg synes det hadde vært en god ide å opprette en fellesskandinavisk Planet Wikimedia, med wikirelaterte blogger på alle nordgermanske språk på ett sted. Hva synes folk her om den ideen? Jon Harald Søby 22. nóvember 2008 kl. 17:45 (UTC)
Planet Wikimedia is a blog aggregator that collects Wiki[mp]edia related blogs in one place, creating a common feed which makes you able to subscribe to it via e.g. Google Reader or directly in the browser. I think it would be a great idea to create a common Scandinavian Planet Wikimedia, with wiki-related blogs in all North Germanic languages in one place. What do you guys think of that idea? Jon Harald Søby 22. nóvember 2008 kl. 17:45 (UTC)
Jeg har nå posta forslaget på Meta, vennligst gå dit og skriv under om du synes det virker interessant! Jon Harald Søby 29. nóvember 2008 kl. 01:41 (UTC)
I have now posted the proposal om Meta, please sign it if you think it sounds interesting! Jon Harald Søby 29. nóvember 2008 kl. 01:41 (UTC)
Planet Wikimedia på skandinavisk er nå lansert. Den er den første planeten med blogger på flere språk, og er således veldig spesiell. I tillegg til å samle blogginnlegg fra mange wikipedianere gjør den også at man får et felles feed som man kan abonnere på i for eksempel Opera eller Google Reader. Folk oppfordres til å blogge i vei. (For å få sin blogg lagt til går man til m:Planet Wikimedia#Requests for inclusion.) Jon Harald Søby 18. desember 2008 kl. 22:26 (UTC)
Tímarit.is
Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því, en tímarit.is hefur breyst. Og vegna þessa eru allir tenglar hér innan wikipediu sem beina lesendum inn á tímarit.is ónýtir. Eða svo til. Þeir vísa núna inn á fyrstu síðu þess tölublaðs sem greinin er í. Þetta er slæmt, MJÖG slæmt. Ég hef fest inn fleiri hundruð tengla sem þarf núna að endurfesta inn í kerfið - nema fólk viti um einhvern annan möguleika. Og hvað ef ég leiðrétti þá er þá hægt að eiga von á þessu aftur innan nokkra ára þegar þeir endurnýja síðuna á ný. Kunnið þið einhver ráð? Væri hægt að tala við tölvustjóra tímarit.is - eða eitthvað slíkt - og stilla kerfið þannig að það vísi á réttan stað, þó kerfið hafi breyst? Ég væri alveg til í að taka það að mér að tala við þá...--89.160.136.166 1. desember 2008 kl. 23:13 (UTC)
- Já endilega hafðu samband við þá út af þessu, það er alltaf slæmt þegar vefstjórar sjá ástæðu til að brjóta tengla en sérstaklega slæmt í uppflettiriti. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 1. desember 2008 kl. 23:15 (UTC)
- Ég mun hafa samband. --89.160.136.166 1. desember 2008 kl. 23:18 (UTC)
- Já, þetta er leiðinlegt. Við ræddum þetta innanhúss en því miður tókst ekki að finna lausn sem studdi gamla djúptengla. Að næstum öllu öðru leyti held ég að nýi vefurinn sé mikil framför. En endilega sendið athugasemdir. Haukur 1. desember 2008 kl. 23:49 (UTC)
- Svakalega er þetta eitthvað fúlt og hálfklúðurslegt. Það er auðvitað mjög mikilvægt þegar gerðir eru vefir sem talið er að fólk muni tengja í (sérstaklega í uppflettiritum eins og Ævar sagði og hjá dagblöðum) að passa það að hægt sé að tengja í síðuna aftur, helst að gefa hverri síðu sérstakan kóða sem aldrei dettur úr gildi- annars er alltaf uppi sú óvissa hvort tengillinn muni hætta að virka eftir ákveðinn tíma sem er auðvitað bara fáránlegt. Væri mögulegt að búa til snið fyrir tímarit.is? Það væri mögulegt að það þurfi bara að breyta einu sniði smávægilega ef þetta verður gert aftur (þ.e.a.s. ef einhverjum litlum streng væri bætt við veffangið þá þyrfti bara að bæta honum við sniðið, og þá myndi það virka á öllum greinum). Annars er það pínlegt að þetta hafi farið svona þar sem ég hef tekið eftir því hvað þú hefur verið duglegur að bæta inn timarit.is tenglum --Baldur Blöndal 2. desember 2008 kl. 21:30 (UTC)
- Það er því miður ekki svo einfalt, það eru ný undirliggjandi ID. Haukur 2. desember 2008 kl. 23:50 (UTC)
- Já, ég hef eytt töluverðum tíma við að reyna að setja smá ballest í greinarnar hérna - þeas að tengja þær tímaritsgreinum á timarit.is. Sérstaklega svo að greinahöfundar geti auðveldað sér vinnuna og fyrir lesendur sem vilja glöggva sig frekar um efnið. En þið hafið greinilega vit á tölvumálum. Það væri kannski sniðugt ef þú Baldur myndir hafa samband við þá og spyrja hvort ekki væri hægt að fiffa þetta einhvernveginn. Haukur seigr að það sé ekki einfalt, og það er alveg eins víst að svo sé, en kannski eiga þeir einhver ráð - eitthvert sniðugt fiff. Ég á persónulega tengla í massavís og það verður mér töluverð vinna að fara laga þá til ef ekki er hægt að breyta þessu einhvernveginn. Ég nota þá þegar ég þarf að hugsa hratt - einsog ég kalla það. En hvað segið þið? hvað er hægt að gera? og á þetta eftir að koma upp aftur þegar þeir breyta síðunni eftir kannski fimm ár? --85.220.7.145 2. desember 2008 kl. 23:58 (UTC)
- Það væri kannski sniðugt að útskýra í hverju breytingin felst þannig að hægt væri að vita hvort einhverju væri hægt að bjarga með bot og hvort eitthvert þarf að laga handvirkt. --Akigka 3. desember 2008 kl. 02:43 (UTC)
- Ég hafði samband við forstöðumenn timarits.is, en reyndar áður en Akigka minntist á það að útskýra breytinguna. Ég hef ekki skoðað hvernig veffangið er fyrir og eftir, en er ekki hægt að sjá eitthvað munstur úr því? --Baldur Blöndal 3. desember 2008 kl. 04:28 (UTC)
- Það væri kannski sniðugt að útskýra í hverju breytingin felst þannig að hægt væri að vita hvort einhverju væri hægt að bjarga með bot og hvort eitthvert þarf að laga handvirkt. --Akigka 3. desember 2008 kl. 02:43 (UTC)
- Já, ég hef eytt töluverðum tíma við að reyna að setja smá ballest í greinarnar hérna - þeas að tengja þær tímaritsgreinum á timarit.is. Sérstaklega svo að greinahöfundar geti auðveldað sér vinnuna og fyrir lesendur sem vilja glöggva sig frekar um efnið. En þið hafið greinilega vit á tölvumálum. Það væri kannski sniðugt ef þú Baldur myndir hafa samband við þá og spyrja hvort ekki væri hægt að fiffa þetta einhvernveginn. Haukur seigr að það sé ekki einfalt, og það er alveg eins víst að svo sé, en kannski eiga þeir einhver ráð - eitthvert sniðugt fiff. Ég á persónulega tengla í massavís og það verður mér töluverð vinna að fara laga þá til ef ekki er hægt að breyta þessu einhvernveginn. Ég nota þá þegar ég þarf að hugsa hratt - einsog ég kalla það. En hvað segið þið? hvað er hægt að gera? og á þetta eftir að koma upp aftur þegar þeir breyta síðunni eftir kannski fimm ár? --85.220.7.145 2. desember 2008 kl. 23:58 (UTC)
- Það er því miður ekki svo einfalt, það eru ný undirliggjandi ID. Haukur 2. desember 2008 kl. 23:50 (UTC)
- Þetta veldur mér gífurlegri undrun. Við endurhalningu á timarit.is fyrir nokkrum árum smíðaði ég frameset sem átti einmitt að passa upp á það að breytingar myndu ekki rústa tenglum. Réttur tengill ætti að vera til dæmis http://www.timarit.is/?issueID=413172&pageSelected=15&lang=0, þarna er ekki minnst á síðu heldur IDin send inn (lang 0 = is). Ég hefði viljað sjá þetta endurnýtt, ef þörf krefði þá að hafa sérdæmi sem grípur svona 'old school' URL og gæti komið því áfram (með aukalookupi). Ég er vonsvikinn með að eftir öll samtölin um URI (unique resource identifier) hafi LBS-HBS þverbrotið það sem þar var reynt að prédika. Að sjálfsögðu veit ég ekki hvað liggur þarna á bakvið núna en trúi ekki öðru en að hægt sé að setja 'grípara' í index-síðuna sem áframsendir svona 'gamaldags' fyrirspurn á rétt nýtt URL. Við erum einmitt með hundruð tengla á gamla forminu og að þurfa að laga þá kannski á nokkura ára fresti er bara geðveiki. Ég sé reyndar að flestir tenglarnir sem eru á Bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi opna síðu sem býður upp á að smella á síðu sem er rétta síðan, en þó með þeim fyrirvara að þetta geti verið röng síða, sem er pínu undarlegt. Er ekki til samanburðartafla þar sem hægt er að sjá hvar eldri síða er 100% núna ný síða? --Stalfur 4. desember 2008 kl. 08:48 (UTC)
- Var að telja, 2504 tenglar af wikipediunni okkar yfir á timarit.is. Ég er búinn að laga um það bil 30 þeirra... --Stalfur 4. desember 2008 kl. 09:32 (UTC)
Ljósmyndir sem ekki eru listaverk
Ég bætti við klausu á Wikipedia:Almenningur#Ljósmyndir sem ekki eru listaverk um dóm sem féll í síðustu viku um ljósmyndir í Séð og heyrt. Ég held þetta sé jákvæður dómur fyrir okkur. Haukur 1. desember 2008 kl. 23:55 (UTC)
Efnahagur.is
Í dag hafði umsjónamaður síðunnar efnahagur.is samband við mig. Hann var að útskýra fyrir mér hugmyndina fyrir þessum vef og mikilvægi þess. Hann er að sjálfsögðu byggður upp á MediaWiki kerfinu, en þeir kunna sjálfir lítið á það. Þessvegna er hann að leita til nokkra Wikipedia-sérfræðinga sem eru til í að leggja hönd á plóginn við uppsetningu á vefnum. Til dæmis að hafa flotta forsíðu og svoleiðis. Svo eru að sjálfsögðu allir kvattir til að skrifa. http://efnahagur.is/ --Steinninn 2. desember 2008 kl. 16:44 (UTC)
- Það er nú sniðugra hjá þeim sem eru með svona vefi að skrifa ekki allar greinar sjálfir heldur vísa í wikipedia greinar t.d. grein um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það er einfalt að láta vera eins og innri tengingar þ.e. tengja gera með að nota w: eða wikipedia: (w:en: og wikipedia:en: ef tengt er í enska)
- [[w:is:Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn]] Tengja í grein á íslensku wikipedia
- [[w:IMF]] Tengja í grein á ensku wikipedia
- Mér tekst nú samt ekki að fá fólk til að skilja hagræðið í þessu, það er svo mikið ríkjandi hugsun að sleppa notandanum ekki út úr eigin vef og allra síst á svæði sem þú hefur ekki fullkomna stjórn á. --Salvör Gissurardóttir 12. desember 2008 kl. 06:25 (UTC)
- Það er öllum opið að skrifa á þessa síðu. --Steinninn 15. desember 2008 kl. 07:14 (UTC)
Myndir o.fl
Ég get ekki fundið út hvernig ég get látið myndir inná pistla, eða öllu heldur mínar eigin myndir. Ég get aðeins notað myndir sem eru fyrir inná Wikipedia. Er það bara þannig? Síðan kann ég ekki heldur að láta það sem er oft kallað "innbox" eða allavega þegar ég reyni að láta það þá kemur ekkert nema innbox þar sem það á að koma eins og lítil reitatafla eða svo. Kann einhver á þetta?
--Huldahvonn 3. desember 2008 kl. 12:40 (UTC)Hulda Hvönn
- Ef þú átt við ljósmyndir sem þú hefur tekið sjálf þá er best að hala þeim inn á Commons og gefa út undir frjálsu leyfi. Haukur 4. desember 2008 kl. 00:55 (UTC)
Hello to all. I was informed that the community decided to limit the number of bots, but I made the request on August 5 and no definitive answer. My bot is global and has some edits here, therefore it should be flagged. My suggestion is: give bot status to the bots who requested and don't accept more interwiki bots. Regards. --Luckas Blade 6. desember 2008 kl. 21:25 (UTC)
- I'm also waiting since July. Please give us the answer in order to begin working with this project or not. Thanks. Muro de Aguas 15. desember 2008 kl. 15:29 (UTC)
- Do you guys have reason to think that we need more interwiki bots? Haukur 16. desember 2008 kl. 14:03 (UTC)
Jólamatur
Ég fann þessa grein [15] um jólamat á ensku wikipediu, og tók eftir að það stóð ekkert um Ísland og skrifaði eitthvað smá til að byrja. Mér datt í hug að einhverjum hér langaði að gera betur (mér fannst mér ekki alveg takast nógu vel). Það stóð heldur ekkert um Noreg og Svíþjóð og ég skrifaði smá um Noreg (en veit því miður ekki mikið um sænskan jólamat þrátt fyrir að ég búi í Svíþjóð) sem má líka ennþá bæta ef einhver þekkir vel til. Svo er að sjálfsögðu við hæfi að gera sambærilega, helst betri, grein hér á íslensku wikipediu. Megi síðan jólamaturinn fara vel í ykkur öll og gleðileg jól öll saman. --Orri 23. desember 2008 kl. 23:12 (UTC)
- Já gleðileg jól sjálfur, ég veit hins vegar ekkert mikið um íslenskar jólahefðir. Höfum við einhverja svona grein á íslensku Wikipediunni? --Baldur Blöndal 27. desember 2008 kl. 13:00 (UTC)
Breadcrumb
Hvernig væri best að þýða w:en:Breadcrumb (navigation)? --Baldur Blöndal 27. desember 2008 kl. 12:59 (UTC)
- Ég hef séð brauðmolaslóð notað sem þýðingu. --Stalfur 31. desember 2008 kl. 10:20 (UTC)
OpenStreetMap mapping party 30. desember kl. 17:30 og hittingur 20:00 á Balthazar
Nokkrir notendur OpenStreetMap verkefnisins mun halda mapping party þriðjudaginn 30. desember kl. 17:30 og hitting á Balthazar (gamla Café Viktor).
Það eru allir velkomnir, hvort sem er í sjálfa kortlagninguna eða hittinginn á eftir. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 29. desember 2008 kl. 01:00 (UTC)
- Ég verð líklega á Grundarfirði þá, hefði annars haft gaman af því að mæta. --Baldur Blöndal 29. desember 2008 kl. 04:51 (UTC)
Wikiliði ársins?
Hæ! Við Gummi vorum að gantast aðeins í Fab Labinu áðan og bjuggum til veglegan verðlaunagrip fyrir wikiliða ársins, standandi púslbita með W grafið inní. Þennan grip ákváðum við að veita þeim sem almennt þykir hafa staðið sig best á árinu 2008. Spurningin er bara, hver er það? --Smári McCarthy 2. janúar 2009 kl. 23:41 (UTC)
- Ég tilnefni Akigka. Hann er óþreytandi við að skrifa greinar um afar margvísleg en jafnframt aðkallandi efni. Og þótt hann kalli þær stundum „stubba“ og „örverpi“ þá eru þessir stubbar og örverpi oft jafn vegleg og greinar frá öðrum. Hann tók sig líka til í byrjun ársins við að bæta hálfaumingjalega grein um kartöflu og gerði (með hjálp frá öðrum á síðari stigum) að einni af glæsilegri úrvalsgreinum okkar. Svo má nefna önnur glæsileg framlög sem ekki hefur verið kosið um eins og greinina um sögu Ítalíu sem hann á mestan heiðurinn af. Annars koma líka fleiri til álita; Jóna Þórunn er alltaf jafn öflug. Jabbi hefur staðið sig vel og eflaust má nefna ýmsa fleiri. --Cessator 3. janúar 2009 kl. 00:46 (UTC)
- Akigka sem wikiliða ársins; ekki spurning. :) — Jóna Þórunn 7. janúar 2009 kl. 12:57 (UTC)
- Heyr heyr! (Cessator kemur þó, að sjálfsögðu, einnig sterklega til álita) --Jabbi 7. janúar 2009 kl. 13:12 (UTC)
- Cessator eða Akiga koma vel til greina. --Baldur Blöndal 8. janúar 2009 kl. 00:35 (UTC)
Volume
Ég var að velta því fyrir mér hvort einhver almennileg þýðing á orðinu volume væri til? Tölvuorðasafnið kemur með þýðinguna „eintak“ en ég hugsa að það hljóti að vera til betri þýðing en þetta. --Baldur Blöndal 5. janúar 2009 kl. 09:27 (UTC)
- If you check the interwiki links from en:Volume (computing), you see that many languages use "volume", but Ukrainian uses "tom" which is the word they also use for a book volume in an encyclopedia, Danish "bind" (Salmonsens konversationsleksikon i 26 bind; Encyclopædia Britannica in 20 volumes). --LA2 5. janúar 2009 kl. 09:32 (UTC)
- Ég nota oft bindi sé talað um bækur, en hér er verið að tala um rýmd eða geim sem er afmarkaður. Harður diskur getur haft marka sýndardiska, sem hver um sig er ein rýmd, og getur sú rýmd svo haft eitt eða fleiri skráarkerfi (þó yfirleitt bara eitt). --Smári McCarthy 5. janúar 2009 kl. 11:28 (UTC)
Það mætti alveg hugsa sér orðið "umfang" um fyrirbærið. - Kristján Frímann 7. janúar 2009 kl. 17:24 (UTC)
Translation help needed
Please see commons:Commons:Potturinn#Translations. We could use help to get the upload form at the Commons fully translated into Icelandic. Lupo 10. janúar 2009 kl. 10:54 (UTC)
GeoURL tengja ekki í OpenStreetMap
Hver þýddi Geohack á íslensku (t.d. [16] og [17]). Enska útgáfan tengir í OpenStreetMap en ekki sú íslenska. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 14. janúar 2009 kl. 13:17 (UTC)
- Nennirðu ekki bara að bæta því við og klára að laga hinar þýðingarnar (ég treysti mér ekki í þær um daginn)? — Jóna Þórunn 14. janúar 2009 kl. 13:49 (UTC)
Þýsk nöfn og nafnahefð
Ég á í smá vandræðum með að ákveða mig hvernig best er að höndla hina þýsku hefð að skíra börn nokkrum nöfnum sem svo eru aldrei notuð (þ.e. skírnarnöfn önnur en Rufname, sbr hér og hér). Það er sumsé algengur siður í Þýskalandi að skíra t.d. drengi í höfuðið á bæði pabba sínum og afa, auk einkennandi nafns sem síðan er það nafn sem notað er (Rufname). Hér á Wikipediu, bæði þeirri íslensku og öðrum - jafnvel þeirri þýsku - er algengt að gefa upp fullt nafn einstaklings, jafnvel þó stór hluti þess sé aldrei notaður af viðkomandi persónu eða samferðamönnum hans/hennar. Dæmi er t.d. Heinrich Hermann Robert Koch, sem aldrei kallaði sig annað en Robert Koch (svo ég viti). Annað dæmi er Anton Julius Friedrich Rosenbach, sem ýmist kallaði sig Friedrich Rosenbach eða F. J. Rosenbach, aldrei Anton, né notaði Julius á „réttum“ stað. Spurningin er sumsé: Á maður að nota hið „opinbera“ nafn (ath. að í Þýskalandi er Rufname hálf-opinbert og gjarnan undirstrikað á opinberum skjölum) eða því sem þetta ágæta fólk notaði sjálft?--Oddurv 20. janúar 2009 kl. 17:07 (UTC)
- Nota algengustu nöfnin og bæta svo hinum við; t.d. Robert Koch (fæddur Heinrich Hermann Robert Koch fæðingardagur+ár ). — Jóna Þórunn 20. janúar 2009 kl. 17:36 (UTC)
- Það gæti reyndar gefið það í skyn að hann hafi fæðst Heinrich Hermann Robert Koch en svo verið skýrður Robert Koch, gæti verið einhver sparðatíningur hjá mér. Svo væri auðvitað hægt að setja þetta upp á forminu "<langt nafn> (fæddur --) en þó oftast kallaður/kölluð <nafn>" til að fyrirbyggja allan misskilning? --Baldur Blöndal 20. janúar 2009 kl. 17:56 (UTC)
- Þessi sama hefð er notuð í t.d. Hollandi og Frakklandi. Líklega er best að skíra greinina stuttnefninu (Robert Koch) og svo í greininni sjálfri segja allt nafnið en feitletra það sem hann notaði, sumsé Heinrich Hermann Robert Koch. --Stalfur 22. janúar 2009 kl. 22:01 (UTC)
- Það gæti reyndar gefið það í skyn að hann hafi fæðst Heinrich Hermann Robert Koch en svo verið skýrður Robert Koch, gæti verið einhver sparðatíningur hjá mér. Svo væri auðvitað hægt að setja þetta upp á forminu "<langt nafn> (fæddur --) en þó oftast kallaður/kölluð <nafn>" til að fyrirbyggja allan misskilning? --Baldur Blöndal 20. janúar 2009 kl. 17:56 (UTC)
- Takk fyrir góðar tillögur. Ég breyti þá Koch í Heinrich Hermann Robert Koch og hugsa aðeins málið um hvað ég á að gera við Rosenbach. Annars sá ég á þýsku Wikipediusíðunni um Haydn þetta: (Franz) Joseph Haydn (auch Josef, er benutzte nie Franz; * 31. März 1732 in Rohrau, Niederösterreich; † 31. Mai 1809 in Gumpendorf). Óttaleg langloka, en alveg ótvírætt hvað við er átt.--Oddurv 24. janúar 2009 kl. 17:33 (UTC)
Breyta .avi skrá í .ogg skrár til að setja á Commons?
Hæ, ég hef mætt með mína litlu stafrænu myndavél á mörg mótmæli og uppákomur sem tengjast kreppunni og hruninu og hef hug á að því að setja einhver brot inn á Commons sem lýsa stemmingunni og ástandinu, ekki síst í kryddsíldarmótmælunum og bálköstinum fyrir framan Alþingishúsið 21. janúar. Hins vegar gengur mér ekkert með að umbreyta vídeóskránum mínum yfir í form sem wikimedia commons vill. Upprunalegu skrárnar hjá mér eru .avi og ég hef notað Avidemux (opinn hugbúnaður sem á að geta studd við OGM) og Camtasia eða Windows Movie Maker til að setja saman og klippa. Getur einhver ráðlagt mér hvernig ég get sett t.d. avi eða .flv skrár yfir í .ogg format?
Hér eru nokkur af þeim vídeóum sem ég hef tekið:
--Salvör Gissurardóttir 22. janúar 2009 kl. 16:48 (UTC)
Britannica wikivæðist
http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/7846986.stm
Reyndar bara fyrir sérfræðinga (dregur þá máttinn úr sérfræðingapediunni sem ég man ekki hvað heitir?). --Stalfur 25. janúar 2009 kl. 03:40 (UTC)
- Þetta er seint í rassinn gripið hjá þeim, og lýsing hans á WP ("wisdom of the masses" - "knowledge is a collaborative, not a democratic, process") finnst mér lýsa mikilli vanþekkingu á WP. Britannica fer langt á fornri frægð, en málið er einfaldlega að sem uppflettirit þá hefur notagildi hennar (að ekki sé talað um skemmtigildi) dregist aftur úr miðað við önnur online-alfræðirit. --Akigka 25. janúar 2009 kl. 11:54 (UTC)
- Þetta nálgast í mesta lagi Citizendium og ég held þetta verði engann veginn jafn vinsælt og Wikipedia. Google skeit allavega langt upp á bak með Knol. — Jóna Þórunn 25. janúar 2009 kl. 12:59 (UTC)
Var fólk hérna búið að sjá þetta?
Editorial row engulfs Wikipedia It is proposing a review of the rules, that would see revisions being approved before they were added to the site. — Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.220.14.125 (spjall | framlög)
- Ég held að þetta sé alls ekki svo vitlaust og myndi vera fylgjandi því að taka þetta upp hér. --Cessator 26. janúar 2009 kl. 18:21 (UTC)
- Mér finnst Jimmy Wales hafi sýnt mikla vanþekkingu á því hvernig Wikipedia virkar (sjá þessa rannsókn), það væri örruglega mjög letjandi fyrir verkefnið ef nýjir notendur sæju ekki breytingar sínar koma strax fram. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 26. janúar 2009 kl. 18:45 (UTC)
- En ef þetta er bara haft fyrir ip-tölunotendur? Það er líka hvetjandi fyrir verkefnið ef það hefur gott orð á sér, ef Wikipedia hefur orð á sér fyrir að vera traust og áreiðanlegt rit; og skemmdarverk eða möguleikinn á þeim grefur undan því trausti. --Cessator 26. janúar 2009 kl. 18:48 (UTC)
- Ég er hlynntur þessu í tilviki greina um lifandi fólk, þar sem rugl og lygar geta valdið mestu tjóni. --Stalfur 27. janúar 2009 kl. 15:27 (UTC)
- Þessi tillaga virðist illa ígrunduð, sett fram vegna þess að einhver prakkari bætti inn ótímabæru dánardægri hjá áberandi stjórnmálamanni. Skemmdarverk hafa hingað til verið ótrúlega fá og is.wikipedia hefur haft fullt kontól á þeim. Það eina sem ég gæti fallist á, sem mætti hjugsanlega bendla við einkvers konar "ritskoðun", væri að ip-tölunotendur gætu ekki stofnað nýjar greina án samþykkis möppudýra. Thvj 28. janúar 2009 kl. 08:58 (UTC)
- Einn af kostur Wikipediu imo er það að maður getur breytt einhverju og það kemur strax. Ég get lofað ykkur því að Wikipedia væri ekki eins stór ef nýjir notendur gætu ekki séð breytingar birtast strax. Ef þetta verður sett á þá vona ég að hver Wikipedia geti ráðið hvort hún taki þetta upp, vegna þess að það er ekki nærrum því eins mikið um þetta hér. Annars er ég persónulega ekkert það hrifinn af þessari hugmynd þar sem hún myndi örugglega virka hamlandi á nýja notendur. --Baldur Blöndal 28. janúar 2009 kl. 15:14 (UTC)
- Við erum kannski ekki alveg í sömu stöðu og enska wp þar sem mikill tími fer í að verja greinar fyrir "hrörnun", bæði vegna skemmdarverka og rangra viðbóta. Hins vegar finnst mér skráðir notendur með "agendu" mun verri en nafnlausu skemmdarverkin sem yfirleitt er einfalt að sjá út og eyða. A.m.k. þeir sem virðast sjá þann eina tilgang með vinnu sinni á WP að koma sinni tilteknu skoðun eða söguskýringum á framfæri. --Akigka 28. janúar 2009 kl. 17:29 (UTC)
- Það er nú reyndar til í því að skráðir notendur eru verri ef þeir hafa það sérstaklega á stefnuskrá sinni að valda skemmdarverkum eða koma einhverjum skrýtnum skilaboðum á framfæri. Ég hef bent á það á Commons að t.d. kynlífsþjónustusíður nota commons gagnasafnið og wikipedia sem þægilega leitarvél til að beina athygli á þá þjónustu sem þar er seld. Auðvitað munu seljendur annars konar varnings líka nota sér þetta.
- Við erum kannski ekki alveg í sömu stöðu og enska wp þar sem mikill tími fer í að verja greinar fyrir "hrörnun", bæði vegna skemmdarverka og rangra viðbóta. Hins vegar finnst mér skráðir notendur með "agendu" mun verri en nafnlausu skemmdarverkin sem yfirleitt er einfalt að sjá út og eyða. A.m.k. þeir sem virðast sjá þann eina tilgang með vinnu sinni á WP að koma sinni tilteknu skoðun eða söguskýringum á framfæri. --Akigka 28. janúar 2009 kl. 17:29 (UTC)
- Einn af kostur Wikipediu imo er það að maður getur breytt einhverju og það kemur strax. Ég get lofað ykkur því að Wikipedia væri ekki eins stór ef nýjir notendur gætu ekki séð breytingar birtast strax. Ef þetta verður sett á þá vona ég að hver Wikipedia geti ráðið hvort hún taki þetta upp, vegna þess að það er ekki nærrum því eins mikið um þetta hér. Annars er ég persónulega ekkert það hrifinn af þessari hugmynd þar sem hún myndi örugglega virka hamlandi á nýja notendur. --Baldur Blöndal 28. janúar 2009 kl. 15:14 (UTC)
- Þessi tillaga virðist illa ígrunduð, sett fram vegna þess að einhver prakkari bætti inn ótímabæru dánardægri hjá áberandi stjórnmálamanni. Skemmdarverk hafa hingað til verið ótrúlega fá og is.wikipedia hefur haft fullt kontól á þeim. Það eina sem ég gæti fallist á, sem mætti hjugsanlega bendla við einkvers konar "ritskoðun", væri að ip-tölunotendur gætu ekki stofnað nýjar greina án samþykkis möppudýra. Thvj 28. janúar 2009 kl. 08:58 (UTC)
- Það er frekar einfalt að ráða við óinnskráða notendur sem eru með rugl, það er erfiðara ef þeir eru innskráðir og allra erfiðast er fólk er komið með stjórnendaréttindi sem ekki veldur því. Þannig þurfti ég að verja meira en 2 dagsverkum í að laga "skemmdarverk" eftir stjórnanda á is.wikibooks.org, stjórnanda sem skildi ekki hvernig wikiverkefni virka. Þetta varð til þess að hvorki ég né nemendur mínir treystum okkur til að vera áfram að setja efni inn á wikibooks og mér sýnist þetta hafa orðið til þess að fleiri hundruð notendur hröktust frá íslensku wikibooks og þar er núna svotil ekkert nýtt efni lagt inn.--Salvör Gissurardóttir 29. janúar 2009 kl. 06:24 (UTC)
- Ég er eiginlega sammála því að vandamálið séu ekki ip-tölur vegna þess að það er oftast kíkt á breytingarnar sem ip-tölur gera, og ef viðkomandi gera eitthvað rugl þá er það oft augljóst. Vandamálið virðist frekar vera fólk sem fylgir ákveðinni agenda og vill koma á þeim skoðunum sem þeir telja réttar. Ef þannig breytingar eru nægilega smávægilegar þá geta þær leynst í marga mánuði. --Baldur Blöndal 29. janúar 2009 kl. 12:12 (UTC)
- Ég veit ekki hvort það er heppilegt að orða það þannig að vandamálið með greini sé þetta eða hitt, eins og það sé bara eitthvert eitt vandamál við að hafa svona Wkiverkefni. Vandamálin eru vitaskuld margvísleg og eflaust engin ein lausn til á þeim. Þetta er auðvitað hvort tveggja vandamál: að ip-tölunotendur vinni skemmdarverk (og langflest skemmdarverk eru eftir ip-tölunotendur) og að skráðir notendur séu með eigin stefnuskrá. En þetta eru alveg aðskilin vandamál og lausnirnar við þeim geta verið mjög ólíkar (ef þær eru til). Það má vel vera að skráðir sérmarkmiða-notendur séu alvarlegt og flóknara vandamál en ég held að það ætti ekki að koma í veg fyrir að við ræðum líka hinn vandann og hvort (og þá hvað) er hægt að gera til að sporna við honum. Til að koma í veg fyrir skemmdarverk þarf eins og er að skoða allt sem ip-tölunotendur gera; það er kannski ekki ógerlegt hér á íslensku Wikipediunni en það getur samt tekið sinn tíma. Ég er reyndar þeirrar skoðunar og hef lengi verið að það væri skynsamlegt að loka fyrir ip-tölunotendur alveg á öllum verkefnunum. Mönnum munar nákvæmlega alls ekki neitt um að skrá sig inn undir einhverju notandanafni (sem þarf ekki að gefa neitt upp um hver viðkomandi er) — og það þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því ef maður lætur vafrann muna lykilorðið. Og nýskráður notandi sér breytingarnar sínar koma fram strax rétt eins og menn eru að benda hér á að sé svo mikilvægt. Hvað varðar skráða sérmarkmiða-notendur, þá sé ég reyndar ekki að þeir hafi verið fyrirferðamiklir hér — reyndar miklu fyrirferðaminni en skemmdarvargar bæði skráðir og óskráðir. En kosturinn er sá að úr því að þeir eru skráðir er auðvelt að fylgjast með þeim og þeirra breytingum enda eru þær allar geymdar í breytingaskránni þeirra; ip-tölur breytast hins vegar og það geta líka verið fjölmargir notendur á einni og sömu ip-tölunni. Eftirlit með ip-tölubreytingum er mjög handahófskennt og það kemur alveg fyrir að okkur sjáist yfir skemmdarverk sem leynast þá lengi á síðum hérna. Gleymum því ekki að öll okkar vinna er síðan einskis virði ef skemmdarverk verða til þess að grafa alvarlega undan trausti á alfræðiritið. --Cessator 29. janúar 2009 kl. 18:56 (UTC)
- Ég er eiginlega sammála því að vandamálið séu ekki ip-tölur vegna þess að það er oftast kíkt á breytingarnar sem ip-tölur gera, og ef viðkomandi gera eitthvað rugl þá er það oft augljóst. Vandamálið virðist frekar vera fólk sem fylgir ákveðinni agenda og vill koma á þeim skoðunum sem þeir telja réttar. Ef þannig breytingar eru nægilega smávægilegar þá geta þær leynst í marga mánuði. --Baldur Blöndal 29. janúar 2009 kl. 12:12 (UTC)
- Það er frekar einfalt að ráða við óinnskráða notendur sem eru með rugl, það er erfiðara ef þeir eru innskráðir og allra erfiðast er fólk er komið með stjórnendaréttindi sem ekki veldur því. Þannig þurfti ég að verja meira en 2 dagsverkum í að laga "skemmdarverk" eftir stjórnanda á is.wikibooks.org, stjórnanda sem skildi ekki hvernig wikiverkefni virka. Þetta varð til þess að hvorki ég né nemendur mínir treystum okkur til að vera áfram að setja efni inn á wikibooks og mér sýnist þetta hafa orðið til þess að fleiri hundruð notendur hröktust frá íslensku wikibooks og þar er núna svotil ekkert nýtt efni lagt inn.--Salvör Gissurardóttir 29. janúar 2009 kl. 06:24 (UTC)
Þetta flagged revision dæmi er búið að vera á ensku Wikibooks í einhvern tíma og finnst mér það mjög sniðugt. Fyrir nokkrum mánuðum reyndi ég að vekja athygli að þessu hér í Pottinum en fékk engin undirtök. Þetta er kannski ekki eins nauðsynlegt hér og á ensku verkefnunum en ég tæki þessu fagnandi. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. janúar 2009 kl. 07:45 (UTC)
Íslenskar þýðingar
Hversu langt finnst ykkur að maður ætti að ganga í þýðingum?
Persónulega finnst mér mikilvægt að þýða nöfn allra kvikmynda, sjónvarpsþátta, bóka, landa og borga (þeirra landa og borga sem hafa íslenskt heiti). Kannski ekki ganga það langt að kalla New York Nýju Jórvík. Svo kannski líka að þýða lauslega nöfn sumra háskóla; það er svolítið óþjált að segja ...og hann gekk í London School of Economics... Svo finnst mér líka mikilvægt að halda í þýðingar einstakra nafna, t.d. eins og Karl og Vilhjálmur bretaprinsar, Elísabet englandsdrottning og þannig.
Hvað finnst ykkur?
- Tja, mér finnst allt í lagi að segja „Hann nam við London School of Economics“ og auk þess er engin hefðbundin þýðing á því nafni. Það er tiltölulega auðvelt að breyta University of X eða X University í Háskólinn í x eða x-háskóli. En mér finnt óþarfi að finna upp íslenskt heiti á LSE. Svo finnst mér reyndar að alls ekki eigi að nota Nýja Jórvík. --Cessator 27. janúar 2009 kl. 23:42 (UTC)
- Það fer eftir hvað er notað. „Enginn“ notar t.d. orðið Nýja Jórvík þannig að New York ætti að sjálfsögðu að vera notað í staðin- Lúndúnir eru t.d. ekkert það lítið notað, en ég er persónulega ánægðari með að nota einfaldlega London. Svo er oft hefð fyrir nöfnum, og sumir erlendir aðilar eru kallaðir íslenskum nöfnum en sumir ekki. --Baldur Blöndal 28. janúar 2009 kl. 00:04 (UTC)
- Ég hef tekið þá afstöðu að þegar sæmilegt íslenskt heiti er til þá sé eðlilegra að nota það. Mér finnst t.d. betra í íslenskum texta að nota Princeton-háskóli en University of Princeton. Ríkisheiti, eins og Elísabet fyrsta, er auðvitað löng hefð fyrir því að íslenska þegar það er hægt, en það eru þó "alien" dæmi, eins og t.d. ríkisheiti indverskra eða kínverskra keisara, og jaðardæmi, eins og nöfn frá Miðausturlöndum sem einhvern tíma hafa verið íslenskuð án þess að til sé beinlínis fastmótuð hefð fyrir því. --Akigka 28. janúar 2009 kl. 00:56 (UTC)
- Ég tel að heppilegast sé að nota íslenskar þýðingar, nema að þær komi undarlega út. Það er ruglandi og jafnvel pirrandi þegar maður er til dæmis á ensku Wikipedia þar sem að stundum er notað til dæmis "Althingi" fyrir þing Íslands en hinsvegar "Parliament of India" fyrir þing Indlands eða þegar notað er "National Police (France)" fyrir ríkislögreglu Frakklands en "Cuerpo Nacional de Policía (Spain)" fyrir ríkslögreglu Spánar. Það er eins og sumir hafi fordóma fyrir stöðlum. --Stefán Örvarr Sigmundsson 29. janúar 2009 kl. 07:37 (UTC)
- Staðlar eru góðir en þeir eiga ekki alltaf við. Það er mikilvægt að hafa almennar reglur sem flestir eru sammála um en að hafa á sama tíma ákveðinn sveigjanleika. --Baldur Blöndal 29. janúar 2009 kl. 12:07 (UTC)
- Það fer eftir hvað er notað. „Enginn“ notar t.d. orðið Nýja Jórvík þannig að New York ætti að sjálfsögðu að vera notað í staðin- Lúndúnir eru t.d. ekkert það lítið notað, en ég er persónulega ánægðari með að nota einfaldlega London. Svo er oft hefð fyrir nöfnum, og sumir erlendir aðilar eru kallaðir íslenskum nöfnum en sumir ekki. --Baldur Blöndal 28. janúar 2009 kl. 00:04 (UTC)