Þjóðvegur 39
Útlit
Þjóðvegur 39 eða Þrengslavegur er 16 kílómetra langur vegur í Ölfusi. Hann liggur frá Suðurlandsvegi á mislægu gatnamótunum í Svínahrauni, um Þrengslin og um Eldborgarhraun niður til Þorlákshafnarvegar þegar komið er niður af brúninni.
Vegurinn var gerður á 7. áratugnum í tengslum við ríkjandi hugmyndir á þeim tíma að aðalleiðin skildi liggja um þá leið. Fljótlega eftir það var lagður vegur yfir Hellisheiðina og vegurinn um Þrengslin var mjókkaður í kjölfarið. Þrengslavegur, og leiðin í framhaldi af honum til Þorlákshafnar, var malbikaður árið 1980.
Þar sem vegurinn líður niður af brúninni liggur hann á köflum ofan á Raufarhólshelli, en munni hans er rétt við veginn á þeim slóðum.
Þessi samgöngugrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.