Fara í innihald

Wikipedia:Félag Wikimedianotenda á Íslandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Wikipedia:Wikimedia Ísland)
Merki Wikimedia-samtakanna.
Skjaldarmerki Íslands.

Félag Wikimedianotenda á Íslandi er íslensk frjáls félagasamtök sem var stofnað 12. nóvember 2014. Eins og segir í samþykkt félagsins er tilgangur félagsins að framfylgja markmiðum Wikimedia Foundation (hér eftir WMF) á Íslandi. Þau markmið eru að gera fólki um allan heim kleift, og hvetja það til, að safna saman og þróa fræðsluefni sem fellur undir frjálst afnotaleyfi þannig að dreifing þess sé sem auðveldust og nái sem víðast.

Nafn: Félag Wikimedianotenda á Íslandi
Kennitala: 4812140840
Bankareikningur: 1110-15-201317
Netfang: wikimedia.iceland@gmail.com

Í stjórn félagsins eru:

  • Hrafn H. Malmquist, formaður
  • Svavar Kjarrval, varaformaður
  • Salvör K. Gissurardóttir
Fyrra verkefni í tengslum við 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Laugardagana 24. október og 21. nóvember stendur Félag Wikimedianotenda á Íslandi fyrir ókeypis námskeiðum í því hvernig hægt er að taka þátt í að byggja upp Wikipediu. Námskeiðin standa frá kl: 14:00-17:00 í Bókasafni Kópavogs og eru öllum opin. Það er óþarfi að skrá sig og aðeins þarf að mæta með fartölvu með netkorti.

Félag Wikimedianotenda er rúmlega ársgamalt félag opið öllum sem vilja taka þátt í að byggja upp frjálsa þekkingu í verkefnum Wikimedia. Fyrr á árinu stóð félagið fyrir samskonar námskeiðum í tengslum við 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.

Námskeiðin í Bókasafni Kópavogs eru unnin í samstarf við lista- og menningarráð Kópavogsbæjar, Bókasafn Kópavogs og Félags Wikimedianotenda á Íslandi. Héraðsskjalasafn Kópavogs hefur veitt aðgang að ljósmyndum sem safnið hefur í vörslu sinni og er rétthafi að, sem teknar voru af Sigurði Einarssyni, Kópavogsbúa, á árunum 1958-1962 eftir því sem best verður að komist. Ljósmyndir Sigurðar eru teknar við margvísleg tækifæri og varpa áhugaverðu ljósi á sögu bæjarins og má nálgast á vef Wikimedia Commons.


Sigurður Einarsson (1917-2011) starfaði um árabil sem útvarpsvirki hjá Ríkisútvarpinu og seinna sem einn af fyrstu starfsmönnum Ríkissjónvarpsins.


Nokkrar myndir Sigurðar Einarsson

[breyta frumkóða]

Sjá nánar

[breyta frumkóða]