Hans klaufi
Útlit
Hans klaufi er ævintýri eftir H.C. Andersen sem kom fyrst út árið 1855. Í ævintýrinu ríður Hans klaufi til konungshallarinnar til að keppa við aðra vonbiðla prinsessunnar, á geit, með dauða kráku, tréskó og leir. Í höllinni svarar hann spurningum prinsessunnar svo vel að hún tekur hann fram yfir hina biðlana. Hans giftist prinsessunni og verður á endanum kóngur.
Sagan hefur ATU-númerið 853 („Hetjan nær í prinsessuna með hennar eigin orðum“).