Smárar
Smári | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Trifolium sp. (smári)
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Útbreiðslusvæði smára
| ||||||||||||||||
Undirættkvíslir og deildir[1] | ||||||||||||||||
subg. Chronosemium
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Amoria C. Presl[2] |
Smárar er samheitið yfir tegundirnar í smáraættkvísl (Trifolium á Latínu er tres "þrír" + folium "blað"), sem samanstendur af um 300 tegundum jurta í Ertublómaætt (Fabaceae). Ættkvíslin hefur heimsútbreiðslu; mesti fjölbreitileiki hennar er í tempruðum svæðum norðurhvels, en margar tegundir finnast einnig í Suður-Ameríku og Afríku, oft á hálendi á hitabeltissvæðum. Þeir eru smávaxnir einæringar, tvíæringar, eða fjölæringar. Smárar geta verið sígrænir. Blöðin eru þrískift, sjaldar 4-, 5- eða 6-skift, og blómin eru mörg saman í stórum, egglaga eða hnöttóttum kolli; rauð, bleik, hvít eða gul. Fræin eru í belgjum, 1 til 4 í hverjum. Aðrar skyldar ættkvíslir sem einnig eru nefndar smárar eru Melilotus (Steinsmári) og Medicago (Refasmárar).
Ræktun
[breyta | breyta frumkóða]Nokkrar tegundir smára eru mikið ræktaðar sem fóðurplöntur. Þar sem smárar eru í sambýli við niturbindandi gerla eru þeir einkar æskilegir í ræktun á beitilöndum og ökrum. Eru gerlarnir einkum af ættkvíslunum Rhizobium og Bradyrhizobium.
Helstu smárar á Íslandi eru; Hvítsmári (Trifolium repens) og Rauðsmári (Trifolium pratense). Hvítsmári er vinsæll fyrir nokkra hluti; hann sprettur aftur eftir endurtekinn slátt, hann er næringarríkur fyrir búfénað, hann vex vel í mismunandi jarðvegi og bætir hann með hjálp niturbindandi baktería í rótum.
Býflugnabændur njóta góðs af smára þar sem hann er ein af betri uppsprettum blómasafa (nektar) fyrir alibýflugur.
Trifolium repens, hvítsmári, er fjölær tegund sem er algeng á vallendi og túnum á láglendi. Blómin eru hvít eða bleikleit og verða brúnleit og niðursveigð við þroska. Túnsmári (Trifolium hybridum), er fjölæringur sem var tekinn til ræktunar snemma á 19 öld og hefur ílenst víða um heim. Blómin eru hvít eða rauðleit. (Trifolium medium), Skógarsmári, er skriðull fjölæringur með hlykkjóttum stönglum og rauðleitum blómum. Það er verið að kanna möguleika á kynblöndun hans og rauðsmára (T. pratense) til að mynda langlífa ræktunarjurt.[3]
-
Fjögurra blaða hvítsmári (Trifolium repens)
-
Fimmblaða rauðsmári (Trifolium pratense)
Valdar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Ættkvíslin Trifolium hefur nú 245 viðurkenndar tegundir:[1]
Sjá einnig
[breyta | breyta frumkóða]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Stökkva upp til: 1,0 1,1 „Species Nomenclature in GRIN“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. október 2008. Sótt 4. ágúst 2010.
- ↑ Stökkva upp til: 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 „Genus Nomenclature in GRIN“. Sótt 9. júlí 2010.
- ↑ Isobe, S.; Sawai, A.; Yamaguchi, H.; Gau, M.; Uchiyama, K. (2002). „Breeding potential of the backcross progenies of a hybrid between Trifolium medium × T. pratense to T. pratense“. Canadian Journal of Plant Science. 82 (2): 395–399. doi:10.4141/P01-034.
- ↑ „Detox and Cleansing“. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 12, 2016. Sótt 12. mars 2016.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Quattrofolium
- Edibility of clover: Ætir hlutar og greining á villtum smára.
- Nitrogen fixation