Alibýfluga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alibýfluga
Alibýfluga að nálgast blóm maríuþistils
Alibýfluga að nálgast blóm maríuþistils
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Apoidea
Ætt: Apidae
Undirætt: Apinae
Ættflokkur: Apini
Ættkvísl: Apis
Tegund:
Alibýfluga

Tvínefni
Apis mellifera
Linnaeus, 1758
Undirtegundir

Norðvestur Evrópa

Suðvestur Evrópa

Miðausturlönd

Afríka

Asía

Samheiti
  • Apis mellifica Linnaeus, 1761
  • Apis gregaria Geoffroy, 1762
  • Apis cerifera Scopoli, 1770
  • Apis daurica Fischer von Waldheim, 1843
  • Apis mellifica germanica Pollmann, 1879
  • Apis mellifica nigrita Lucas, 1882
  • Apis mellifica mellifica lehzeni Buttel-Reepen, 1906 (Unav.)
  • Apis mellifica mellifica silvarum Goetze, 1964 (Unav.)

Alibýfluga (fræðiheiti: Apis mellifera) er önnur tveggja tegunda hunangsbýa sem ræktuð er að ráði. Hin er Austurasískt bý (Apis cerana). Alibýflugan skiftist í allnokkrar undirtegundir (sjá hér til hliðar), en nú er stór hluti býræktenda með svonefndan Buckfast stofn, en hann er upphafnlega blendingur af A. m. mellifera og A. m. ligustica, síðar einnig blandaður við fjölda annarra undirtegunda. Það er einmitt sá stofn sem er ræktaður hérlendis. Víða um heim herja margs konar plágur á alibýflugur (t.d. Nosema og Varroa) en enn sem komið er finnast þær verstu ekki hérlendis. Þess vegna er mikið lagt upp úr ströngu eftirliti með innflutningi og eingöngu frá sjúkdómafríum svæðum.

Upprunaleg útbreiðsla undirtegundanna í Evrópu og Austurlöndum nær (eftir síðustu ísöld).

Aðrar tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Auk Apis mellifera, eru 6 aðrar tegundir í ættkvíslinni Apis. Þær eru Apis andreniformis, Apis florea, Apis dorsata, Apis cerana, Apis koschevnikovi, og Apis nigrocincta.[1] Þessar tegundir, fyrir utan Apis mellifera, eiga uppruna sinn í Suður og Suðaustur Asíu. Aðeins Apis mellifera er talin eiga uppruna sinn í Evrópu, Asíu og Afríku.[2]

Lífsferill[breyta | breyta frumkóða]

Lífsferill búsins[breyta | breyta frumkóða]

Þegar nýjar drottningar eru við að koma úr púpu, þá tekur gamla drottningin tvo þriðju hluta af vinnuflugum búsins til að stofna nýtt. Nefnist hópurinn svermur og reynir hann að finna heppilegan stað til að hafa nýtt bú á (oft holan trjábol, eða tóman kassa). Gerist þetta vanalega á vorin eða snemmsumars þegar nóg er af blómum með blómasafa og frjói.

Swarm of honey bees on a wooden fence rail
Býsvermur. Býflugur eru ekki árásargjarnar á meðan þær sverma, því þær hafa ekkert bú eða birgðir til að verja.

Á meðan eru ungu drottningarnar að skríða úr púpu og berjast þær um yfirráð á gamla búinu þar til einungis ein stendur eftir lifandi. Á meðan hún er ófrjóvguð getur hún verpt, en afkvæmin verða þá aðeins druntar (karlar). Hún fer í nokkur mökunarflug þegar hún hefur náð yfirráðum og makast í hvert skifti við 1 til 17 drunta.[3] Þegar mökunarflugin eru afstaðin, sem er vanalega innan tveggja vikna eftir að hún braust úr púpu, þá heldur hún sig í búinu til að verpa.

Yfir sumarið getur fjöldi býa í heilbrigðu búi orðið á milli 40.000 til 80.000.Þær safna vetrarforða sem samanstendur af blómasafa og frjói. Á meðan kalt er eru flugurnar daufar og hreyfa sig lítið nema til að halda hita í búinu (yfir 20–22 °C).

Lífsferill einstaklinga[breyta | breyta frumkóða]

Eins og aðrar flugutegundir, þá skiftist líf alibýflugna í fjóra hluta; egg, lirfa, púpa og fullorðin fluga. Að auki skiftist líf fullorðinna vinnuflugna í tímabil. Drottningin verpir einu eggi í klakhólf í vaxkökunni. Eggið klekst út í augnlausa og fótalausa lirfu sem er fóðruð af fósturflugu (vinnuflugu sem sér um innviði búsins). Eftir um viku er lirfan lokuð af í klakhólfinu af fósturflugunni og lirfan byrjar að púpa sig. Eftir aðra viku brýst hún út úr púpunni sem fullorðin fluga. Algangt er að vaxkakan sé með afmarkaða hluta með klakhólfum og aðrir séu með frjó og/eða hunangsbirgðir.

Fyrstu 10 dagar vinnuflugna fara í að sjá um að hreinsa búið og fóðra lirfurnar. Þar á eftir myndar mynda þær vax í vaxkökuna. Á 16da til 20ta degi sjá þær um að ganga frá blómasafa og frjói frá eldri flugum. Eftir 20ta dag sjá þær um að leita að og sækja blómasafa og frjó til æviloka.

Afurðir[breyta | breyta frumkóða]

Hunang[breyta | breyta frumkóða]

Hunang er aðalafurð býflugnabúa. Gera þær það með því að safna blómasafa og hunangsdögg (frá blaðlúsum) og bæta við ensýmum og þurrka (úr um 80% niður í 18% vatnsinnihald). Eftir stendur sætt sýróp[4] sem er með sérstakt bragð (fer eftir uppruna) og geymist jafnvel í árþúsund.[5] Býflugur hafa jafnvel notað sælgæti sem hluta af hunangsleginum.[6] Hunangið er forði sem búið notar til að lifa af skorttímabil eins og t.d. vetur.

Þarf safa úr um 1000 blómum til að fylla hunangsmagann, eða um 40 mg.

Vax[breyta | breyta frumkóða]

Fullorðnir drónar mynda ("svitna") bývax í kirtlum á kviði, og nota það til að mynda veggi og lok á vaxkökurnar.[7] Þegar hunangið er tekið er hægt að taka vaxið í leiðinni og nýta í kerti og innsigli auk annars.

Frjóbrauð[breyta | breyta frumkóða]

Vinnuflugurnar safna frjóum í svokallaða frjókörfu (gróp úr hárum á legg flugnanna). Þær afhenda svo öðrum yngri vinnuflugum frjóið og þær aftur blanda ensýmum og hunangi saman við og gera kúlur eða korn úr frjóinu.[8] Því er svo safnað í sérstök hólf.

Frjóið er aðal próteingjafi flugnanna.[9]

Býþéttir[breyta | breyta frumkóða]

Býþéttir (propolis) er harpixkennd blanda sem flugurnar nota til að þétta búið.[10] Til að gera hann safna þær kvoðu af brumum og könglum og öðrum jurtauppruna. Það er notað í náttúrulækningum, talið hjálpa gegn kvefi og flensu[11] (óstaðfest). Einnig hefur það verið notað í meðhöndlun á viði, t.d. fiðlur.[12] Býþétirinn getur valdið vandræðum í hunangsframleiðslu, því stundum eru rammarnir límdir saman eða einingarnar. Það veldur einnig aukinni vinnu við að þrífa búin. Misjafnt er milli afbrigða hversu mikið flugurnar safna af þétti: brúnar safna miklu, en Buckfast safna litlu sem engu.

Royal jelly[breyta | breyta frumkóða]

Royal jelly myndað í kirtlum í höfði vinnubýa og gefið öllum býlirfum, hvort sem þær eiga eftir að verða druntar, vinnuflugur eða drottningar. Verðandi druntar og vinnuflugur fá það hinsvegar einungis í þrjá daga, en drottningarlirfurnar fá það allt lirfustigið.[13] Það hefur verið selt sem undralyf, en engar staðfestar heimildir eru um virkni[14][15] aðrar en að valda frjókornaofnæmi.[16]

Sjúkdómar[breyta | breyta frumkóða]

Varroa[breyta | breyta frumkóða]

Varroa destructor og V. jacobsoni

Loftsekkjamítill[breyta | breyta frumkóða]

Acarapis woodi

Kalkbroddur[breyta | breyta frumkóða]

Ascosphaera apis

Steinbroddur[breyta | breyta frumkóða]

Aspergillus fumigatus, A. flavus, og A. niger.

Nosema[breyta | breyta frumkóða]

Nosema apis

Aethina tumida[breyta | breyta frumkóða]

Aethina tumida

Galleria mellonella[breyta | breyta frumkóða]

Galleria mellonella

American foulbrood[breyta | breyta frumkóða]

Paenibacillus larvae

European foulbrood[breyta | breyta frumkóða]

Melissococcus plutonius

Plöntur fyrir býflugur[breyta | breyta frumkóða]

Gildin fyrir blómasafann og frjókornin eru frá 1 (lélegt) til 3 (gott).[17][18][19] Ekkert gildi þýðir að upplýsingar vantar eða að að magn sé of lítið til að nýtast.[17][20] Einnig hvort tegundin sé heppileg fyrir bý/humlur með langa/stutta tungu.

Hentugar plöntur á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

[22][23][24][25][26]

|style="background:olive"|

Eitraðar plöntur[breyta | breyta frumkóða]

Nokkrar tegundir geta valdið eitrun í býflugum og ekki síst alibýflugum. Er það helst lyngrósir (andromedotoxin eða acetylandromedol) og sóleyjar (protoanemonin),[27] en einnig Senecio jacobaea (pyrrolizidine alkaloids).

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Winston, Mark L. The biology of the honey bee. Harvard University Press, 1991.
  2. Deborah R. Smith, Lynn Villafuerte, Gard Otisc & Michael R. Palmer (2000). "Biogeography of Apis cerana F. and A. nigrocincta Smith: insights from mtDNA studies" (PDF). Apidologie 31 (2): 265–279.doi:10.1051/apido:2000121. Archived from the original (PDF) on February 29, 2012.
  3. Page, Robert E. (1980). „The Evolution of Multiple Mating Behavior by Honey Bee Queens (Apis mellifera L.)“. Genetics. 96 (1): 253–273. doi:10.1093/genetics/96.1.263. PMC 1214294. PMID 7203010.
  4. National Honey Board. "Carbohydrates and the Sweetness of Honey" Geymt 1 júlí 2011 í Wayback Machine. Last accessed 1 June 2012.
  5. Crane, Ethel Eva (1999). The World History of Beekeeping and Honey Hunting. Routledge. ISBN 9781136746703.
  6. „The Day the Honey Turned Blue“. Futurism. Sótt 23. ágúst 2022.
  7. Sanford, M.T.; Dietz, A. (1976). „The fine structure of the wax gland of the honey bee (Apis mellifera L.)“ (PDF). Apidologie. 7 (3): 197–207. doi:10.1051/apido:19760301.
  8. Bogdanov, Stefan (2017) [2011]. „Chapter 2:Pollen: Nutrition, Functional Properties, Health“. The Pollen Book. 2. árgangur. Bee Product Science. bls. 1–31. Afrit af uppruna á 19. júlí 2019. Sótt 4. apríl 2022.
  9. Sammataro, Diana; Avitabile, Alphonse (1998). The Beekeeper's Handbook. Cornell University Press. bls. 60. ISBN 978-0-8014-8503-9. Afrit af uppruna á 25. júní 2020. Sótt 3. apríl 2018.
  10. Simone-Finstrom, Michael; Spivak, Marla (júní 2010). „Propolis and bee health: The natural history and significance of resin use by honey bees“. Apidologie. 41 (3): 295–311. doi:10.1051/apido/2010016.
  11. „Propolis:MedlinePlus Supplements“. U.S. National Library of Medicine. 19. janúar 2012.
  12. Gambichler T; Boms S; Freitag M (apríl 2004). „Contact dermatitis and other skin conditions in instrumental musicians“. BMC Dermatol. 4: 3. doi:10.1186/1471-5945-4-3. PMC 416484. PMID 15090069.
  13. Jung-Hoffmann, L (1966). „Die Determination von Königin und Arbeiterin der Honigbiene“. Z Bienenforsch. 8: 296–322.
  14. „Scientific Opinion“. EFSA Journal. 9 (4): 2083. 2011. doi:10.2903/j.efsa.2011.2083.
  15. „Federal Government Seizes Dozens of Misbranded Drug Products: FDA warned company about making medical claims for bee-derived products“. Food and Drug Administration. Apr 5, 2010.
  16. Leung, R; Ho, A; Chan, J; Choy, D; Lai, CK (mars 1997). „Royal jelly consumption and hypersensitivity in the community“. Clin. Exp. Allergy. 27 (3): 333–6. doi:10.1111/j.1365-2222.1997.tb00712.x. PMID 9088660. S2CID 19626487.
  17. 17,0 17,1 http://www.biavl.dk/images/2011/stories/pdf/biplantekalender202007.pdf[óvirkur tengill] Uppfærður hlekkur
  18. 18,0 18,1 18,2 18,3 18,4 18,5 18,6 18,7 Anna Maurizio & Ina Grafl. 1969. Das Trachtpflanzenbuch. Ehrenwirth Verlag, München.
  19. „Plantdb“. biplanter.dk. Sótt 22. júlí 2022.
  20. „Biväxter – ALLT OM BIODLING“ (sænska). Sótt 22. júlí 2022.
  21. 21,0 21,1 21,2 „Blommor för bin“. webbutiken.jordbruksverket.se. Sótt 23. júlí 2022.
  22. Bienenweide Arbeitsblatt 207, Bieneninstitut Kirchhain, 2001
  23. Tew, James Some Ohio Nectar and Pollen Producing Plants Ohio State University Extension Fact Sheet, 2000
  24. Stahlman, Dana Honey Plants Flowering Plants/Trees 2004
  25. Hodges, Dorothy; The pollen loads of the honeybee, Bee Research Association Limited, London, 1952
  26. Lamp, Thomas; Bienennährpflanzen 1 : Gehölze Nov 1999; accessed 05/2005
  27. Maund, Emma (11. nóvember 2014). „Winter studies: The poison honey“. Mrs Apis Mellifera (enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 28. júlí 2022. Sótt 28. júlí 2022.
Wikilífverur eru með efni sem tengist