Niturbinding

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Niturbinding er ferli þar sem tiltölulega óvirkt nitur er tekið úr lofti og umbreytt í líffræðilega nytsöm efnasambönd eins og ammoníum, nítrat og nituroxíð (NOx).

Í náttúrunni er niturbinding framkvæmd af nokkrum mismunandi örverum, svo sem Actinobacteria og blágerlum. Plöntur geta ekki bundið nitur sjálfar, en margar plöntutegundir eru í samlífi með niturbindandi örverum. Þær þekktustu eru smárar (Trifolium), sem mynda hnýði á rótunum, þar sem þeir hýsa bakteríur, sem mynda nothæf nitursambönd. Á þennan hátt eru belgjurtir sjálfbærar með nitur, en þar sem þær tapa allmiklu vegna óþéttleika í rótarkerfinu, auðga þær einnig nágrenni sitt. Það eru einnig jurtir í öðrum ættum, sem hafa samsvarandi samlífi (sjá hér fyrir neðan). Einnig eru nokkrar fléttur með samlífi við niturbindandi cyanobakteríur.

Síðan Justus von Liebig fann upp tilbúinn áburð (sjá urea) hafa menn þekkt til niturframleiðslu. Framleiðsla á nituráburður er í dag svo mikil, að það er mesta uppspretta köfnunarefnis upptöku í öllu lífríkinu[1].

Niturbindandi örverur[breyta | breyta frumkóða]

Plöntur með samlífi við niturbindandi örverur, sem eru ekki belgjurtir[breyta | breyta frumkóða]

Ætt: Ættkvísl

Betulaceae: Alnus (Elri)

Cannabaceae: Trema

Casuarinaceae:

Allocasuarina
Casuarina
Ceuthostoma
Gymnostoma

……


Coriariaceae: Coriaria

Datiscaceae: Datisca

Elaeagnaceae:

Elaeagnus (Silfurblað)
Hippophaë (Hafþyrnir)
Shepherdia (Smalaber)

……


Myricaceae:

Comptonia
Morella
Myrica (Pors-ættkvísl)

……


Rhamnaceae:

Ceanothus
Colletia
Discaria
Kentrothamnus
Retanilla
Talguenea
Trevoa

……


Rosaceae:

Cercocarpus
Chamaebatia
Dryas (Orralauf)
Purshia/Cowania

……


Víðiætt[2]
Ösp[2]

Það eru einnig nokkur niturbindandi samlífi sem eru með cyanobacteríur (svo sem Nostoc):

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Peter M. Vitousek, Chair, John Aber, Robert W. Howarth, Gene E. Likens, Pamela A. Matson, David W. Schindler, William H. Schlesinger og G. David Tilman: Human Alteration of the Global Nitrogen Cycle: Causes and Consequences i Issues in Ecology, 1997, 1 side 2-16
  2. 2,0 2,1 University of Washington. (2016, May 21). Bacteria in branches naturally fertilize trees. ScienceDaily Citat: "...There is a strongly held belief that only plants with root nodules can benefit from this type of symbiosis. This research provides the first direct evidence that nitrogen fixation can occur in the branches of trees, with no root nodule required...This could have significant implications for common agricultural crop plants. The microbes the team has isolated from wild poplar and Salix help corn, tomatoes and peppers, as well as turf grasses and forest trees to grow with less fertilizer..."

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • David Dalton (Reed College): Kvælstoffiksering
  • Vânia C. S. Pankievicz, Fernanda P. do Amaral, Karina F. D. N. Santos, Beverly Agtuca, Youwen Xu, Michael J. Schueller, Ana Carolina M. Arisi, Maria. B.R. Steffens, Emanuel M. de Souza, Fábio O. Pedrosa, Gary Stacey og Richard A. Ferrieri: Robust biological nitrogen fixation in a model grass-bacterial association, i The Plant Journal, 2015, 81, 6 side 907 (Kvælstoffiksering sporet ved hjælp af N13)