Fara í innihald

Norðurhvel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðurhvel jarðar með norðurpólinn í miðju.

Norðurhvel er sá helmingur yfirborðs jarðar, sem er norðan miðbaugs. Norðurheimsskautið er sá punktur norðurhvels sem er liggur fjærst miðbaug og er nyrsti punktur hnattarins. Norður- og suðurhvel til samans þekja allt yfirborð jarðar. Fyrir aðrar reikistjörnur sólkerfisins miðast norðurhvel þeirra við fastasléttu sólkerfisins þar sem sá helmingur sem er sömu megin og norðurhvel jarðar telst norðurhvel þeirrar reikistjörnu.[1]

60,7% af yfirborði norðurhvelsins eru sjór, miðað við 80,9% af suðurhvelinu, og 67,3% af þurrlendi jarðar eru á norðurhvelinu.[2] Heimsálfurnar Norður-Ameríka og meginlandshluti Evrasíu eru alfarið á norðurhveli, auk 2/3 hluta Afríku og hluta Suður-Ameríku.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Archinal, Brent A.; A'Hearn, Michael F.; Bowell, Edward G.; Conrad, Albert R.; Consolmagno, Guy J.; og fleiri (2010). „Report of the IAU Working Group on Cartographic Coordinates and Rotational Elements: 2009“ (PDF). Celestial Mechanics and Dynamical Astronomy. 109 (2): 101–135. Bibcode:2011CeMDA.109..101A. doi:10.1007/s10569-010-9320-4. S2CID 189842666. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. mars 2016. Sótt 26. september 2018.
  2. Life on Earth: A – G.. 1. ABC-CLIO. 2002. bls. 528. ISBN 9781576072868. Afrit af uppruna á 22 janúar 2023. Sótt 8. september 2016.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.