Fara í innihald

Hérasmári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Trifolium arvense)
Trifolium arvense

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales)
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. arvense

Tvínefni
Trifolium arvense
L.

Hérasmári , eða Trifolium arvense,[1][2] er einær smári ættaður úr Evrópu. Hann vex í mestallri Evrópu, nema á heimskautasvæðum, og vesturhluta Asíu, á sléttum eða miðfjalla búsvæðum upp í 1600 metra hæð. Þar vex hann í þurrum, sendnum jarðvegi, bæði basískum og alkalískum, yfirleitt í útjaðri akra, auðnum, vegköntum, og sandöldum, og tilfallandi á vínekrum og ávaxtagörðum þegar þeir eru ekki vökvaðir.

T. arvense

Þetta er smávaxin, upprétt, einær, sjaldan tvíær jurt, 10 til 40 sm há. Eins og allir smárar er hann með blöðin skift í þrjú smáblöð, sem eru grönn, 1 til 2 sm löng og 3 til 5 mm breið, og stundum með smá hár á kantinum og fín sagtennt. Smáblöðin eru með stuttann blaðstilk neðst, oft rauðmenguð í endann. Blómin eru í þéttri blómskipan 2 til 3 sm langri og 1 til 1,5 sm breiðri; hvert blóm er 4 til 5 mm langt, hvít yfir í bleiklit, sérstaklega áberandi eru hvít hár úr enda bikarblaðanna fimm, sem eru mun stærri en krónublöðin. Þessi hæring ásamt lögunar blómanna er ástæða almenna heitisins. Frjóvgun er með býflugum, eða með sjálffrævun, þar sem jurtin er tvíkynja, og blómgunartíminn er frá miðju vori fram á síðsumar.

Ræktun og nytjar

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og flestar belgjurtir, bindur hann köfnunarefni, sem gerir hann verðmætan á svæðum með lítilli frjósemi jarðvegs vegna áburðaráhrifa hans. Hann er einnig beitarplanta geita og kinda.

Hann hefur verið fluttur til Norður Ameríku, þar sem hann er sumsstaðar ágeng tegund.

Vísindamenn hjá AgResearch í Nýja Sjálandi hafa notað erfðatækni(genetic modification) til að taka stakt gen úr Trifolium arvense og setja það í venjulegan hvítsmára, Trifolium repens.Erfðabreytti smárinn gæti dregið úr gasmyndun hjá búfé og dregið þannig úr metan "útblæstri". Slepping erfðabreytta smárans er áætluð um 2025.[3]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  2. USDA, NRCS (n.d.). Trifolium arvense. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 15. desember 2015.
  3. Hayes, Samantha (15. júní 2010). „GM breakthrough could have huge climate benefits“. 3 News. Afrit af upprunalegu geymt þann 16 febrúar 2012. Sótt 24. nóvember 2011.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.