Fara í innihald

Fölvasmári

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Trifolium wormskioldii)
Fölvasmári

Ástand stofns

Öruggt
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Belgjurtabálkur (Fabales')
Ætt: Ertublómaætt (Fabaceae)
Undirætt: Faboideae
Ættkvísl: Smárar (Trifolium)
Tegund:
T. wormskioldii

Tvínefni
Trifolium wormskioldii
Lehm.
Samheiti

Trifolium spinulosum var. triste Torr. & A.Gray
Trifolium spinulosum Hook.
Trifolium kennedianum (McDermott)A.Nelson & J.F.Macbr.
Trifolium involucratum var. kennedianum McDermott
Trifolium involucratum var. fimbriatum (Lindl.)McDermott
Trifolium involucratum var. fendleri (Greene)McDermott
Trifolium heterodon Torr. & A.Gray
Trifolium fimbriatum Lindl.
Trifolium fendleri Greene
Trifolium calocephalum Torr. & A.Gray
Lupinaster wormskioldii (Lehm.)C.Presl

Fölvasmári (fræðiheiti: Trifolium wormskioldii)[1][2][3] er tegund af smára.[4][5][6][7]

Hann vex villtur í vestari hluta Norður Ameríku, frá Alaska, yfir Kaliforníu, til Mexíkó. Hann vex í margs konar búsvæði, frá ströndum til fjallatoppa, neðan við 3200 metra hæð yfir sjávarmáli.[8]


Fölvasmári, er fjölær jurt sem verður stundum alveg jarðlægur eða með út af liggjandi eða upprétta stöngla. Blöðin eru þrískift, og smáblöðin 1 til 3 sm löng. Lægri axlablöðin geta verið bursthærð og efri axlablöðin geta verið tennt.

Kúlulaga blómskipanin er tveggja til þriggja sm breið. Bikarblöðin eru með burstum á endanum. Krónublöðin eru bleik fjólublá eða magenta með hvítum enda.[8]

Margir Frumbyggjar Ameríku í vestari hluta Norður Ameríku notuðu þennann smára til matar. Blóm og blöð voru étin hrá, stundum söltuð. Ræturnar voru oft gufusðnar eða soðnar og étnar með fiski, hrognum og fiskifeiti (af Thaleichthys pacificus).[9]

Fölvasmári er fæða lirfu fiðrildategundarinnar (Thorybes diversus).[10]

Latneska tegundarheitið wormskioldii er til heiðurs danska grasafræðingsins Morten Wormskjold.[11] Fölvasmára var lýst af Johann Georg Christian Lehmann.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Zohary,M. & Heller,D., 1984 The Genus Trifolium. Jerusalem.
  2. Barneby,R.C., 1989 Fabales.In:A.Cronquist et al.Intermountain Fl.3B:1-20,27-279
  3. Wiggins,I.L., 1980 Flora of Baja California 644-711 Leguminosae
  4. ILDIS World Database of Legumes
  5. Trifolium wormskioldii.[óvirkur tengill] The Nature Conservancy.
  6. "Trifolium wormskioldii". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA. https://en.wikipedia.org/wiki/Natural_Resources_Conservation_Service
  7. Trifolium wormskioldii Lehm. Geymt 26 október 2012 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN).
  8. 8,0 8,1 Jepson T. wormskioldii
  9. Trifolium wormskioldii. Native American Ethnobotany. University of Michigan, Dearborn.
  10. Thorybes diversus. Butterflies and Moths of North America.
  11. Charters, M. L. "wormskioldii". California Plant Names: Latin and Greek Meanings and Derivations.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.